Pressan - 10.01.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 10.01.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. JANÚAR 1991 ÚRÁDSÍA, DÝR YFIRSTJÓRN Ofi FERBAGLERI STJÚRNENDA Forysta Sölumidstödvar hraðfrystihúsanna hefur þurft að takast á við óánœgju innan samtakanna. Óánœgjan er rakin til nokkurra þátta. Þar vegur þyngst gagnrýni á kostnað við yfirstjórn, ferðalög forystunnar, lúxusbíl fyr- ir stjórnarformanninn og hversu langt œðstu starfsmenn eru komnir frá framleiðendunum. Þá er markaðsstefna félagsins gagnrýnd og eins eru uppi áleitnar spurningar um hvort Sölumiðstöðin á enn þá tilverurétt. Með breytt- um tímum, ekki síst í samgöngum og samskiptum, á hvert frystihús auðvelt með að vera í beinum tengslum við viðskiptamenn erlendis. Nokkrir af viðmælendum PRESSUNNAR sögðu að bruðl þeirra sem sitja á toppnum sé ofmikið. Ferðagleði og lúxusbílar á kostnað Sölumiðstöðvarinnar séu alls ekki viðeigandi og því síður þolandi. Ekki síst þar sem topparnir sjáist nœr aldrei hjá framleiðendunum og ekki nóg með það heldur sé erfitt að ná sambandi við þá, sama hvort menn komi til Reykjavíkur eða freisti þess að ná tali af toppunum í gegnum síma. Fridrik Pálsson forstjóri og Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segja sumt af þessari gagnrýni rétt- mætt en annað út í hött. STJÓRNARFUNDIR í PARÍS OG HAMBORG Stjórn SH hélt tvo stjórnarfundi erlendis síðastliðið haust. Annar þeirra var í París og hinn í Hamborg. Tæplega tuttugu menn fóru héðan á fundina, það er aðalstjórn og vara- stjórn ásamt æðstu starfsmönnum. Nokkrir af þeim sem gagnrýna þessa ráðstöfun segja þetta dæmi um bruðl og óráðsíu. „Mér þykir kostnaðurinn við rekstur þessa fyrirtækis vera mikill. Enda er það farið að teygja sig um alian heim. Það getur aldrei verið svo að allar deildir, allar skrifstofur og allar verksmiðjur séu reknar með hagnaði. Að viðhalda öllu þessu bákni kostar sitt. Eflaust kali- ar þetta á mikinn ferðakostnað stjórnendanna," sagði fram- kvæmdastjóri á landsbyggðinni. „Þetta voru gagnlegir fundir. Um- boðsmenn okkar, um allan heim, mættu á þessa fundi. Við vorum um tuttugu sem fórum héðan. Ég held að það sé sama hverjir sjá um að selja fiskinn, það þarf að funda með þeim. Því sé ég ekkert óeðlilegt við þessa fundi. Ég get ekki sagt að það hafi verið bruðl í kringum þetta. Að minnsta kosti flugum við allir á þrælaklassa bæði út og heim,“ sagði einn þeirra sem voru á stjórnarfund- unum sem haldnir voru í París og Hamborg. Menn nefndu fleiri ferðir. Opnun skrifstofu í Tokyo, ferðir til Moskvu, Englands og annarra staða. Þeir sem bentu á tíð ferðalög um heim allan sögðu að sömu menn sæjust aldrei í fyrirtækjunum sem eru óneitanlega fyrsti hlekkurinn í starfi Sölumiðstöðvarinnar. Nýlega var keyptur nýr bíll fyrir Jón Ingvarsson. Fyrir valinu varð dýrasta gerð af Range Rover. „Það getur vel verið að fyrirtæki af þessari stærðargráðu eigi að út- vega stjórnarformanni bíl. Gott og vel. Jón Ingvarsson þarf ekki langt í vinnuna og því skil ég ekki hvers vegna hann þarf rándýran lúxus- jeppa. Það má fá góðan bíl sem kost- ar aðeins helming á við þennan,“ sagði einn þeirra sem gagnrýna stjórnina fyrir bruðl. EINANGRA SIG FRÁ FRAMLEIÐENDUNUM í máli forsvarsmanna nokkurra frystihúsa kom fram að þeir eru ósáttir við hversu lítið samband yfir- menn SH hafa við framleiðendur. „Það er erfitt að ná sambandi við þá og það heyrir til undantekninga ef þeir koma út á !and.“ „Það er ekki bara að þeir sjáist ekki hjá okkur. Það er einnig erfitt að ná tali af þeim í síma. Ég tel að þeir séu að einangra sig.“ Þetta eru orð framkvæmdastjóra í tveimur frystihúsum, hvors í sínum lands- hlutanum. Nokkrir þeirra sem rætt var við segja að vegna þess hversu tengslin séu lítil viti þeir ekki hvaða hljóð er í viðskiptavinum erlendis. VERÐUM AÐ FÁ SEM MEST „Það er skylda okkar að reyna að fá hæsta verð fyrir afurðir okkar hverju sinni,“ sagði Þorsteinn Péturs- son framkvæmdastjóri Kaldbaks á Grenivík. Kaldbakur hefur sagt sig úr Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Þor- steinn segir að framtíð fyrirtækisins ráðist af því hvernig tekst til með sölu á afurðum og að þeirra mati sé ekki heppilegt að vera innan SH nú þegar gott verð fæst fyrir fisk víða um heim. Hann sagði að vegna langtíma- samninga sem SH gerir komi verð- toppar seint til aðildarhúsanna. Hann sagði að þegar markaðurinn er erfiður komi sömu langtíma- samningar sér oft vei. Þorsteinn sagði að þar sem verð er nú hátt telji hann það skyldu forsvarsmanna Kaldbaks að leita fanga annars stað- ar en hjá SH. Ef verð á mörkuðun- um fellur sagðist Þorsteinn ekki vita hvað gert verður. Hann útilokar ekki að sótt verði um aðild að SH að nýju eða jafnvel leitað til annarra út- flytjenda. „Við í minni fyrirtækjunum verð- um að reyna að fá sem hæst verð fyrir hvert kíló. Við erum ekki í sömu aðstöðu og Útgerðarfélag Ak- ureyringa og Grandi, að geta gert þetta af hugsjón. Markaðsverð fyrir frystar afurðir hefur verið á uppleið og ég held að toppnum sé náð,“ sagði framkvæmdastjóri lítils frysti- húss. Sami maður heldur áfram: „Stundum er SH með hæsta verð og stundum ekki. Minni aðilar ná oft jaðarmörkuðum með góðu verði. Þegar SH nær toppverði þá dreifist það á alla og því kemur lítið í hlut hvers og eins.“ ÓÁNÆGJAN í VESTMANNA- EYJUM „Við báðum um skýringar á ýms- um málum og fengum þær,“ sagði Björn Úlfljótsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Stjórn Vinnslustöðvarinnar ákvað að ganga úr Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna um áramótin en sú ákvörð- un var dregin til baka eftir fund með yfirstjórn SH í Vestmannaeyjum strax eftir áramótin. Björn Úlfljótsson sagðist ekki vilja ræða deilumálið í fjölmiðlum. Hann sagði að það sem deilt væri um yrði skoðað á næstunni. „Það er bara milli okkar og þeirra og á ekki heima í fjölmiðlum,” sagði Björn. Hann útilokar ekki að sama staða geti komið upp um næstu áramót, bæði hvað varðar Vinnslustöðina og eins önnur frystihús um allt land. Samkvæmt því sem PRESSAN hefur heyrt er aðdragandi óánægj- unnar langur. „Við förum út með Vestmannaey vegna þess að við teljum okkur geta fengið betra verð með öðrum hætti. Ég hef séð fimm til tíu prósentum hærra verð annars staðar. Ekki í öll- um tilfellum. Á verðlagslegum- og þjónustulegum forsendum fórum við með togarann út úr SH. Sölu- miðstöðin talar alltaf um fob-verð. Ég sé aldrei hvað gerist frá fob til cif. Það eru einhver gjöld sem þeir eru að greiða en ég hef aidrei séð hvað það er. Ég hef grun um að þeir séu að taka þokkalega þóknun erlendis. Við sjáum það ekki heldur aðeins innanlandsverðið." „Maður lifandi, þetta hef ég heyrt æði oft,“ sagði Magnús Kristinsson i Vestmannaeyjum þegar hann var spurður um þau rök SH-manna að allir verði að standa saman að varð- veislu markaðanna í Bandaríkjun- um, Evrópu og víðar. Magnús er framkvæmdastjóri Bergs/Hugins en fyrirtækið, sem gerir út frystitogarann Vestmanna- ey, hætti í SH um áramót. Hann er jafnframt stjórnarformaður ísfélags Vestmannaeyja en það fyrirtæki hætti við að ganga úr SH. Auk gagnrýni á loðnuhrogna- kvóta, afgreiðslugjald á flökum til Bandaríkjanna, sambandsleysi við stjórnendur, að stjórnin ákveði að setja fjármuni í áhætturekstur, þá gagnrýndu þeir einnig bruðl í rekstri. „Það hlýtur að vera krafa allra sem að þessu vinna að allt verði gert með sem lægstum tilkostnaði. Það hefur margt breyst á síðustu árum og framfarir í samgöngum hafa ver- ið miklar. Sölumiðstöðin er ekki eins nauðsynleg núna og hún hefur eflaust einhvern tíma verið. Ég held að þetta sé innihald þeirra spurn- inga sem menn standa frammi fyrir nú,“ sagði framkvæmdastjóri með- alstórs frystihúss á landsbyggðinni. STÆRSTA FYRIRTÆKI LANDSINS Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var annað stærsta fyrirtæki landsins á árinu 1989. Það er reyndar ekki ný staða hjá þessu stóra og öfluga fyrir- tæki en Sambandið eitt hefur verið stærra síðustu ár. Vegna þeirra miklu breytinga sem orðið hafa hjá SÍS er óhætt að áætla að Sölumið- stöðin verði stærsta fyrirtæki lands- ins. Velta fyrirtækisins er áætluð 20 til 25 milljarðar á þessu ári. Samkvæmt lögum Sölumiðstöðv- arinnar er ekki hægt að segja skilið við félagið nema um áramót. Þegar fyrirtækin yfirgefa móðurskipið fá þau sinn eignarhluta á bókfærðu verði en þar sem Sölumiðstöðin er stórt og öflugt fyrirtæki má fullyrða að eignarhlutarnir væru meira virði væri hægt að selja þá eins og um hlutafjáreign væri að ræða. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er samlagsfyrirtæki. Vilji er meðal nokkurra aðildarfyrirtækja að fé- laginu verði breytt í hlutafélag. Það samlagskerfi sem Sölumiðstöðin er byggð á þykir að mati margra ekki vera heppilegt fyrirkomulag. Vilji er meðal hluta eigenda að Sölumið- stöðinni verði breytt í hlutafélag. Ef það verður þykjast menn sjá að ákvarðanataka verði markvissari og allur rekstur þægilegri. Ef Sölu- miðstöðinni verður einhvern tíma breytt í hlutafélag þá getur eignar- hluti einstakra félagsmanna marg- faldast í verði. Sigurjón M. Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.