Pressan - 10.01.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN10. JANÚAR 1991
PRBSSAN
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson
Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Sigurður Már Jónsson Sigurjón Magnús Egilsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson
Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkalesari: Helgi Grímsson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakið.
í mál viö Pressuna
Á skömmum tíma hafa tveir menn, Werner Rasmusson og Úlfar
Þormóðsson, ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur blaðamönn-
um PRESSUNNAR.
Werner Rasmusson byggir málshöfðun sína á sex atriðum í frétt
PRESSUNNAR um viðskiptahætti apótekara. Þau snúa öll að þátttöku
Werners í lyfjaþjófnaði yfirlyfjafræðings Landakotsspítala. Frétt
PRESSUNNAR var meðal annars byggð á skýrslu ríkisendurskoðunar
um þennan lyfjaþjófnað. Þar kemur skýrt fram að lyfjafræðingurinn
hefur notið aðstoðar Ingólfsapóteks, fyrirtækis Werners, við þjófnað-
inn.
Úlfar Þormóðsson byggir sína málshöfðun á þrettán atriðum i frétt
PRESSUNNAR um málverkasölu Gallerís Borgar. Flest fjalla þau um
yfirlýsingar Úlfars um nákvæma rannsókn á málverkum sem talin eru
eftir Sigurð málara — rannsókn sem aldrei fór fram. Eins og þeir sem
lásu þessa frétt vita staðfesti Úlfar þetta atriði í viðtali við PRESSUNA.
Werner og Úlfar virðast því ekki hafa ákveðið að höfða mál á hend-
ur blaðamönnum PRESSUNNAR til þess að leiða fram að þeir hafi far-
ið með rangt mál. Það er ólíklegt annað en að þeir viti báðir að svo
var ekki.
PRESSAN ætlar ekki að geta sér til um hvað liggur að baki.
Þetta gefur hins vegar tilefni til að velta upp fáeinum atriðum.
í fyrsta lagi hafa afskaplega fá meiðyrðamál verið höfðuð á þessari
öld. Þeir dómarar í Borgardómi sem fá þessi mál til úrskurðar munu
þvi ekki hafa mörg fordæmi að styðjast við. Ef þeir kjósa að leiða mál-
ið út í vangaveltur um hefð i blaðaskrifum munu þeir þurfa að byggja
eingöngu á eigin tilfinningu.
í öðru lagi er athyglivert að þeir Werner og Úlfar kjósa að höfða mál
á hendur höfundum greinanna en ekki ábyrgðarmönnum PRESS-
UNNAR en þeir bera ábyrgð á öllu sem birtist í blaðinu, ásamt þeim
sem í það skrifa. Sum atriðin sem þeir stefna út af eru meira að segja
sótt í texta á forsíðu PRESSUNNAR sem að sjálfsögðu er eingöngu á
ábyrgð ritstjóra.
I þriðja lagi eru kröfur Úlfars hærri en áður hafa sést í meiðyrðamáli
eða samtals um 2 milljónir og 150 þúsund krónur. Þessar kröfur byggir
Úlfar á því að fyrirtæki hans, Gallerí Borg, hafi orðið fyrir fjártjóni.
í fjórða lagi er athyglivert að hvorki Werner né Úlfar leituðu til siða-
nefndar Blaðamannafélags íslands áður en þeir höfðuðu mál. Siða-
nefndin veitir úrskurð sinn innan mánaðar frá kæru. Það getur hins
vegar tekið eitt til tvö ár þar til dómur Borgardóms liggur fyrir.
Þetta síðasttalda er dálítið súrt fyrir okkur á PRESSUNNI. Þótt við
vitum fullvel að fréttir okkar eru réttar og við gætum þess vegna birt
þær aftur þurfum við að sitja undir þessum málshöfðunum þeirra
Werners og Úlfars í eitt til tvö ár.
En það er hverjum og einum frjálst að höfða mál á hendur hverjum
sem er. PRESSAN unir því.
Óþarfur áramótaboöskapur
í áramótaboðskap sínum,
sem hann flutti landsmönn-
um á gamlárskvöld, dró
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra upp heldur
óskemmtilega mynd af fram-
tíðinni. Hann lýsti þeirri
skoðun sinni að lítil von væri
á hagvexti til lengri tíma litið
þar sem komið væri að
skuldadögunum í umhverfis-
málum — tímabili „efnis-
hyggjunnar" væri að ljúka.
Þetta er kaldranalegur boð-
skapur til þjóðar sem búið
hefur við efnahagslegan sam-
drátt um þriggja ára skeið og
gerir sér litlar vonir um efna-
hagslegan bata í allra næstu
framtíð. En hann er líka
óþarfur.
Nú vil ég alls ekki gera lítið
úr þeim vanda sem að steðjar
í umhverfismálunum. Gróð-
urhúsaáhrif, eyðing óson-
lagsins og regnskóganna'og
mengun sjávar eru stórkost-
leg vandamál sem við þarf að
bregðast. Það er hins vegar
rangt að umhverfisvernd og
hagvöxtur geti ekki farið
saman.
Samanburður á efnahags-
og umhverfisástandi í Vestur-
Evrópu og í Austur-Evrópu
leiðir þetta til dæmis berlega
í ljós. Á undanförnum árum
og áratugum hefur hagvöxt-
ur verið til muna meiri í vest-
anverðri álfunni en í henni
austanverðri og þar er ástand
umhverfismála líka langtum
betra.
Á íslandi hagar einmitt
þannig til að hagvöxtur og
verndun umhverfisins geta
hæglega haldist í hendur ef
rétt er á málum haldið.
Það hefur margsinnis verið
sýnt fram á að með tiltölu-
lega einföldum skipulagsum-
bótum í sjávarútvegi og land-
búnaði væri hægt að auka
þjóðartekjur íslendinga um
allt að 10% sem er ámóta og
allur hagvöxtur síðasta ára-
tugar. Þessar skipulagsum-
bætur eru annars vegar veiði-
leyfasala við stjórnun fisk-
veiða og hins vegar heilbrigð
samkeppni í landbúnaði,
með stórum minni afskiptum
hins opinbera af framleiðslu
og sölu landbúnaðarvara.
Sala veiðileyfa mundi leiða
til minnkunar fiskiskipastóls-
ins þannig að betra samræmi
kæmist á milli afkastagetu
flotans og afrakstursgetu fisk-
stofnanna. Þá drægi einnig
verulega úr olíunotkun ís-
lenskra fiskiskipa og þar með
einnig úr losun koldíoxíðs út
í andrúmsloftið.
Heilbrigð samkeppni í
landbúnaði hefði til dæmis í
för með sér að eðlilegt jafn-
vægi kæmist á milli franv
leiðslu og neyslu á lambakjöti
við miklu lægra neyslustig en
nú er. Samtímis mundi
ágangur búfjár minnka og
möguleikar til landgræðslu
stórbatna.
Þetta eru aðeins tvö dæmi
um það hvernig umhverfis-
vernd og hagvöxtur geta far-
ið saman. Annað dæmi teng-
ist þjónustu við erlenda
ferðamenn en auðvitað get-
um við helst selt þeim hreina
og fagra náttúru landsins.
Loks vil ég nefna að nýting
innlendra orkulinda mun í
framtíðinni byggja að stórum
hluta á áhuga manna í öðrum
löndum á umhverfisvernd
heimafyrir.
Efnahagsleg framtíð þjóð-
arinnar er björt ef við berum
gæfu til að nýta þau tækifæri
sem bjóðast ekki síst vegna
aukinnar áherslu á umhverf-
isvernd um allan heim. Eg
Vona að ég hafi í síðasta sinn
heyrt öfugmælasmiðinn,
Steingrím Hermannsson,
flytja þjóðinni áramótaboð-
skap á gamlárskvöld.
Birgir er hagfræðingur hjá
EFTA i Genf.
EB versus framsóknarmennska
SVEINN ANDHI
' SVEINSSON
Framsóknarflokkurinn
hefur mótað stefnu gagnvart
Evrópubandaiaginu, sem
forystumenn hans kynntu á
síðasta landsþingi flokksins.
Er flokkurinn alfarið á móti
öllum hugmyndum um að-
ild. Þetta þarf ekki að vekja
neina undrun og er í raun
eðlilegt skoði menn störf
Framsóknarflokksins, greini
í hverju framsóknar-
mennska felst.
HVAÐ ER FRAM-
SÓKNARMENNSKA?
Framsóknarmennska
finnst í raun í öllum flokkum
og má segja að hún felist í
stuttu máli annars vegar í
þeirri hugmyndafræði að
stjórnmálamenn séu í raun
mun betur til þess fallnir að
stjórna efnahags- og at-
vinnulífi þjóðarinnar en al-
menningur sjálfur og fyrir-
tækin og hins vegar í því að
við stjórnun landsins er ekki
beitt almennum aðgerðum
til að skapa atvinnulífinu
rekstrargrundvöll heldur er
sértækum aðgerðum beitt til
að rétta hlut einstakra at-
vinnugreina, byggðarlaga
eða fyrirtækja. Oftast er þó
aðeins um gálgafrest að
ræða er sökkvir viðkomandi
aðilum dýpra ofan í fenið.
Stjórnlist framsóknarmanna
felst í því að koma at-
vinnulífinu á kaldan klaka
svo þeir geti gert heilu
byggðarlögin háð fyrir-
greiðsiu sinni og komið síð-
an sömu aðilum til bjargar
frá eigin verkum.
Þar sem framsóknarmenn
nærast á fyrirgreiðslu og
hagsmunapoti er eðlilegt að
þeir séu andstæðingar aðild-
ar að Evrópubandalaginu,
vegna þess að sú hugmynda-
fræði sem Evrópubandalag-
ið byggir á er að losa um all-
ar opinberar viðjar í efna-
hagslífinu, gera öll aðildar-
ríkin að einum markaði þar
sem fjármagn og fólk flæðir
um óhindrað.
ANDSTAÐA EKKI
UNDARLEG
í raun er það ágætt að
Framsóknarflokkurinn skuli
stefna að því að gera and-
stöðu sína við bandalagið að
helsta kosningamáli sínu
vegna þess að það ætti að
geta varpað ljósi á hið rétta
eðli flokksins, sem að fram-
an hefur verið skilgreint.
Andstæðingar Evrópu-
bandalagsins hafa einkum
beitt tveimur röksemdum
gegn aðild. Annars vegar
komi ekki til greina að
hleypa erlendum ríkjum inn
í fiskveiðilögsögu landsins
og hins vegar sé ekki unnt
að fallast á það að íslending-
ar séu settir undir eitthvert
yfirþjóðlegt vald.
KOTUNGSHÁTTUR
Að mínu mati er síðara
atriðið dæmigert fyrir kot-
ungshátt framsóknar-
manna, sem ekki sjá lengra
nefi sínu. Menn skyldu hafa
í huga eðli bandalagsins og
markmið Rómarsáttmálans.
Til að styrkja Evrópu sem
eina heild markaðslega og
auka hagvöxt í aðildarríkj-
unum eru allar viðskiptaleg-
ar hindranir milli landanna
fjarlægðar og svæðið gert
að einu markaðssvæði. Til
þess að tryggja þetta mark-
mið, þannig að einstök aðild-
arríki beiti ekki almennum
eða sértækum aðgerðum í
blóra við hinn sameiginlega
markað, er nauðsynlegt að
stofnanir bandalagsins hafi
völd til þess að skerast í leik-
inn. Mjög skýrar reglur
verða að gilda á hinum sam-
eiginlega markaði og stofn-
anir bandalagsins verða að
vera sterkar til að tryggja
framgang markaðarins og
tilgang Rómarsáttmálans.
Að tala um sameiginlegan
markað Evrópu, þar sem
fjármagn, vinnuafl, vörur og
þjónusta flæðir um frjálst og
óhindrað, er hjóm eitt ef
ekki eru fyrir hendi
yfirþjóðlegar stofnanir. Án
þeirra er óframkvæmanlegt
að ná markmiðunum um
einn frjálsan markað.
Andstaða við yfirþjóðlegar
stofnanir er því í raun and-
staða við frelsið fjórþætta.
Það eru engin ný sannindi
að framsóknarmenn, hvar í
flokki sem þeir standa, legg-
ist gegn frjálsræði í peninga-
málum eða á öðrum sviðum;
allt skal vera geirneglt á
þeirra eigin skrifborðum þar
sem skammsýni og minnis-
leysi ráða ríkjum.
AFDRIFARÍKAR
AFLEIÐINGAR
Aðild að Evrópubandalag-
inu mundi ekki aðeins leiða
af sér breytingar á efnahags-
afkomu þjóðarinnar heldur
og róttækar breytingar á ís-
lensku efnahags- og stjórn-
málaumhverfi. Frjálsræði at-
vinnufyrirtækja og einstakl-
inga yrði margfalt meira og
miðstýring stjórnvalda
mundi að miklu leyti hverfa.
Ekki væri unnt að stjórna
verðbólgu og vöxtum með
handafli, ekki yrði unnt að
valsa með gengið að geð-
þótta stjórnvalda, fyrir-
greiðsla við valinkunn fyrir-
tæki mundi heyra sögunni til
o.s.frv.
Það er því Ijóst að með að-
ild að Evrópubandalaginu
tækju íslendingar stórt skref
inn í nýja öld frjálsræðis og
framfara. Það sem meira
er... aðild að Evrópubanda-
laginu yrði banabiti fram-
sóknarmennsku á íslandi.
Höfundur er lögfræðingur og
borgarfulltrúi.