Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. APRIL 1991
PRÉS5AN
Útgefandl:
Blað hf.
FramkvæmdastjóH:
Hákon Hákonarson
Ritstjórar:
Gunnar Smári Egilsson,
Kristján ÞorvEildsson.
Auglýsingastjórí:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Ritstjórn. skriístofur og
auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. sími
62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19.
EJtir lokun sldptlborós:
Ritstjórn 621391. dreifing 621395.
tæknídeild 620055.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuói.
Vcrö í lausasölu 170 kr. eintakiö.
Skúrkarnir
gefa tóninn
í PRESSUNNI í dag er fjallað um
hvernig kaupin gerasl á eyrinni í
veitingahúsarekstri. Þar kemur
fram að ákveðnir menn hafa leikið
þann leik að setja fyrirtæki sin í
gjaldþrot með jöfnu millibili og
stofna ný um sama rekstur. Um
leið losna þeir við allar viðskipta-
skuldir, sem verða eftir í þrotabúi
gamla fyrirtækisins. Lánardrottn-
ar þessara manna hafa hins vegar
ekkert þangað að sækja því oftar
en ekki er þrotabú gamla fyrirtæk-
isins algjörlega eignalaust.
Þó þessa þekkist dæmi víðar en
í veitingarekstri er þetta hvergi
jafn algengt og þar. í raun eru fá
veitingahús i rekstri í dag sem ekki
hafa gengið í gegnum svona
skuldahreinsun á undanförnum ár-
um.
Það er geysilega hörð sam-
keppni i veitingahúsarekstri. Með
því að hreinsa sig af skuldum með
þessum hætti getur veitingamaður
bætt samkeppnisstöðu sína. Og
þegar þetta er orðið jafn algengt
og raun ber vitni má segja að þess-
ir veitingamenn gefi tóninn. Aðrir
verða að leika sama leikinn ef þeir
ætla að lifa samkeppnina af.
A meðan sami maður má stofna
og setja á hausinn eins mörg hluta-
félög og hann lystir mun þessi þró-
un halda áfram. Heiðarlegri menn
verða nauðbeygðir að feta í fót-
spor hans.
FJOLMIÐLAR
Ritskoöun og leiöindi
1 sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins var fjallað um skoð-
anakannanir.
(Áður en lengra er haldið
ætla ég aðeins að nöldra yfir
sunnudagsblaði Moggans.
Þó það sé eitt af meginhlut-
verkum blaðamanna að
miðla upplýsingum þá gerir
það engan mann að blaða-
manni að sulla saman skýrslu
um allt .það sem hann verður
vísari um um eitthvert tiltek-
ið mál. Upplýsingar sem eng-
inn nennir að lesa hafa ekk-
ert gildi. Blaðamenn verða
því að laða lesendur að efn-
inu og halda síðan athygli
þeirra út greinina.
Þó skömm sé frá að segja
þá eru þessar einföldu og
sjálfsögðu reglur þverbrotnar
á sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins og það er einna lík-
ast því að það sé gert af ásettu
ráði. Fyrirsagnir og önnur
umgjörð greinanna í blaðinu
segja yfirleitt ekki annað en
að verið sé að fjalla um ein-
hvern málaflokk (fíkniefni,
sjúkdóma, landbúnað eða
skoðanakannanir) eins og
það sé eitthvað nýtt. Grein-
arnar sjálfar eru síðan oftast
sundurlaus skýrsla blaðar-
manns um það sem honum
var sagt um viðkomandi
málaflokk á þeim tíma sem
hann vann við greinina.
Þær eru dálítið eins og
vangaveltur Árna Bergmann.
Þær segja manni ekkert nýtt
en þar kemur ýmislegt fram
sem ágætt er að hafa bak við
eyrað ef maður ætlaði sjálfur
að fara að velta þessu efni fyr-
ir sér.)
Daginn eftir að grein Morg-
unblaðsins birtist kom út-
varpsráð saman til skyndi-
fundar og bannaði fréttastofu
Sjónvarpsins að birta niður-
stöður skoðanakannana
klukkan tíu á kvöldin.
Enn á ný hafa fulltrúar
stjórnmálaflokkana í ráðinu
gripið til ritskoðunar og sýnt
fram á hversu brýnt það er að
leggja ráðið niður.
Gunnar Smári Egilsson
‘Kpmvargurinn
&
kprtremBan
„Sean Penn stjórnaði því
hverju ég klæddist. En hann
hafði alla vega kjark til þess að
hafa einhverja skoðun á því.“
Madonna.
Er íslenski
fáninn vor,
sumar, vetur
eða haust?
„Nú hefur íslenski fáninn
verið litgreindur til þess að
koma í veg fyrir mismunandi
blæbrigði hans.“
Vfkverjl Morgunblaðsins
„Rökrétt framhald af slfkri
ritskoðun er, að bannaðar verði
f f jölmiðlum ýmsar fréttir, sem
hugsanlega gætu haft áhrif á
skoðanir fálks og úrslit
kosninga."
mamm^mmjónas kristjánsson. ritstjóri dv.
UM BANN ÚTVARPSRÁÐS Á SKOÐANAKÖNNUNUM.
OJBARA
„Það er pólitík í þessu og við
hjá ríkisendurskoðun viljum
helst vera lausir við slíkt."
Halldór V. Slgurðsson
ríkisendurskoðandi.
SEM
KOSTAÐI
RÍKISSJÓÐ 730
MILLJÓNIR
„I bíltúr í Kópavogi
síðastliðið vor spurði konan
mín mig, kannski í einhverjum
hálfkæringi, hvers vegna SS
flytti ekki kjötvinnsluna á
Hvolsvöll."
Stelnþór Skúlason. forstjóri SS, um
upphaf þess að SS flutti á Hvolsvöll
FÓRN TIL
VAXTAGUÐSINS
„Þetta er líkt og bóndi sem
fækkar í fjósinu hjá sér og
drepur bestu kýrnar.41
Ólafur Ólafsson, gjaldkeri Dagsbrúnar.
um sölu félagsins á hlutabréfum i
íslandsbanka.
Sú gamla kemur í heimsókn
,,'l'il mín er komin gömul,
góöleg kona. Hún er grá-
hærð, lotin í lieröum og ineö
prjónasjai. Kannast einhver
viö þessa konu, hún segist
eiga ættingja í salnum."
Miöillinn ranghvolfdi í sér
augunum og svitinn bogaöi
af honum. Kg leit yfir salinn.
Á aö giska fjörutiu hendur
voru á lofti sem geröu tilkall
til gömlu, góölegu konunnar.
Tíu mínútum síöar var miö-
illinn búinn að þrengja hring-
inn utan um þá gömlu þannig
aö einungis tveir voru eítir
um hituna.
„Hún segir aö þaö sé rusl í
svefnherberginu," sagöi miö-
illinn og ræskti sig.
Þar meö var bara ein hönd
eftir á lofti.
Vinningshafinn fékk aö
vita að sú gamla hafði þaö
fínt; hún baö fyrir kveðjur til
„allra" og vonaöi aö „allt íæri
vel".
Ánægjukliöur fór um sal-
inn.
Og miöillinn tilkynnti
brottför gömlu konunnar en
tjáði tvö hundruð fundargest-
um aö til hans væri kominn
gamall maður með staf.
Meöan uppboö var haldiö á
gamla manninum reiknaöi
ég í huganum: Tvö hundruö
manns borga 750 krónur í aö-
gangseyri, samtals 150 þús-
und. Lagleg summa þaö, fyrir
eift kvöld. Miöillinn vann víst
einu sinni í banka en er löngu
hættur þar. Kg vann einu
sinni í banka líka.
Nýöldin, já.
Hvaö er nýöldin fyrir nokk-
uö? Stjörnuspeki, sálarrann-
sóknir. spákonur, miölar,
kristallar, blómálfar.
Og boðskapurinn er undar-
legur samtíningur úr svo til
öllum trúarbrögðum. Héra-
beinsuppsuða hefði það einu
sinni verið kallað.
Það eru nú tæp 90 ár síðan
spíritisminn nam land á ís-
landi. Á þeim tíma hefur ná-
kvæmlega ekkert miðaö
rannsóknum á „yfirnáttúrleg-
um" fyrirbærum. Viöfangs-
efnin eru hin sömu, spurning-
arnar, vangavelturnar. Og lík-
lega er það sama „gamla,
góðlega konan" sem hefur
vitjaö gesta á miöilsfundum
síðustu 90 árin. Nýöldin er
ekki ný af nálinni. alda henn-
ar rís og hnígur meö reglu-
legu millibili. Kn hún skolar
Vantaöi lista en ekki áhuga
Ásgeir Hannes Eiríksson er
hættur þingmennsku. Ekki
vegna þess að þjóðin hafi
hafnað Ásgeiri eða hann
hafnað þjóðinni. Ekki heldur
vegna þess að Ásgeir sé bú-
inn að missa áhuga á pólitík
eða þingmennsku. Síður en
svo. Af öllum þingmönnum
hefur enginn lýst yfir meiri
áhuga á þingmennsku en Ás-
geir. Ástæða þess að Ásgeir
hverfur nú heim af þingi án
þess að eiga afturkvæmt er,
að hann gat ekki gert upp við
sig með hvaða hætti hann
ætlaði að fara aftur á þing.
Ásgeir vildi ekki fara í
framboð fyrir Borgaraflokk-
inn og ekki heldur þó að sá
flokkur hafi skipt um nafn og
heiti nú frjálslyndir. Um tíma
vildi Ásgeir fara í framboð í
Breiðholti en þegar menn
bentu honum á að Breiðholt
væri ekki kjördæmi hætti
hann við.
Þá ákvað hann að bjóða
fram Reykjavíkurlista. Hann
aldrei nýjum sannleika á fjör-
ur þeirra sem standa í flæðar-
málinu og bíða eftir að verða
krýndir til ódauðleikans.
Ris og hnígur, já. Og fylgir í
seinni tíð amerískum sveifl-
um í þessum efnum. Og nú til-
kynna þarlend tískublöð aö
„nýöldin" sé orðin ,,úti".
Komin úr tísku eins og síðu
pilsin.
Hvað gerir sú gamla þegar
þessi tíöindi berast til Islands?
Höfundur er blaðamadur og rit-
höfundur
vildi hafa Guðmund J. og
Guðmund G. á listanum og
bauðst til að standa upp fyrir
báðum, eins og hann stæði
upp fyrir eldra fólki í strætó.
Guðmundur J. sagði hins veg-
ar að það hefðu miklu fleiri
en Ásgeir boðið honum sæti
en hann hefði hafnað þeim
öllum. Hann ætlaði að
standa. Guðmundur G. sagði
að Ásgeir hefði aldrei boðið
sér sæti og hann væri auk
þess ekki á sömu leið og
hann.
Þannig endaði Reykja-
víkurlistinn. Knginn vildi setj-
ast þó Ásgeir stæði upp. Áður
en Ásgeir gat leitað annarra
leiða var framboðsfresturinn
runninn út.
Það er því ljóst að Ásgeir er
hættur á þingi. Hann getur
nú ekki auglýst í blöðunum
að eini fulltrúi Reykvíkinga í
fjárveitinganefnd ætli að fá
sér kaffi á Skálanum. Hann
verður bara að drekka sitt
kaffi án þess. Það breytir
reyndar litlu fyrir Reykvík-
inga. Það er hins vegar miklu
ódýrara fyrir Ásgeir Hannes.
Saga Ásgeirs Hannesar er
því lík margra þeirra sem
studdu Albert Guðmundsson.
Þeir einu sem hafa fengið
eitthvað út úr því er Aibert
sjálfur og Ingi Björn sonur
hans. Albert varð sendiherra
og Ingi Björn er öruggur á
þing.
Ásgeir er hins vegar flokks-
laus. Hreggviði var hent um
leið og hann gekk yfir í Sjálf-
stæðisflokkinn. Guðmundur
Ágústsson fær ekki einu sinni
fyrsta sæti á lista frjálslyndra.
Oli Þ. og Júlíus geta reyndar
kallað sig fyrrverandi ráð-
herra en hafa þurft að greiða
það dýru verði með því að
hafa verið skemmtiatriði rík-
isstjórnarinnar. Aðalheiður
fær kannski mest út úr þessu.
Hún verður í bankaráði Bún-
aðarbankans þar til skipt
verður næst.
ÁS
KJOSiÐ
HKlFDAN
^GA
HalfdAn
U60A
vif) VeRDúM Á£> HREÍWSA -f'L í 5T7ÓRNKfSFÍWU,
SrYTTft VWWUDAO/Vnf 06 ApV£MA SKATT/Á /
0G- /VU ÆTLflfl HHí?iMýArpAFfVT{>|VfrMp.
JA Hí-oKKFiWS Ap W 0KKU£TEil<NiM5Ae
AF NÝjA KÁÐhUSim sm é6 Murf pei$4 J
—---- — --------—^
LaTUM ÍCTLENtirslCANA VimA /
TEIKNING: INGÓLFUR MARGEIRSSON