Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APRÍL1991 7 Haraldnr HaraMsson í Andra Á örskömmum tíma hefur stjarna Haraldar Haralds- sonar í Andra hrapað í viðskiptalífinu. Sem dugmikill kaupsýslumaður var Haraldur studdur til formennsku í Félagi íslenskra stórkaupmanna á sínum tíma. Eftir áföll sem dundu yfir missti hann tökin þar og féll síðan í kosn- ingu í Eignarhaldsfélagi Verzlunarbankans þar sem hann hafði verið stjórnarformaður og missti þar með sæti sitt í bankaráði íslandsbanka. Eftir skjótan frama er nú talið að Haraldur rói lífróður til að vinna sig út úr vandanum sem margir rekja til fjárfestinga hans í Stöð 2 og íslenska úthafsútgerðarfélaginu. Haraldur í Andra: Duglegur sölumaður sem vann sig upp en berst nú aftur fyrir framtíð sinni. Á örskömmum tíma missti hann ítökin í viðskiptalífinu, sem formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, formaður Eignarhaldsfélags Verzlunarbankans og bankaráðsmaður í fslandsbanka. Haraldur er Reykvíkingur, fædd- ist lýðveldisárið Í944, sonur hjón- anna Haraldar Hjálmarssonar mat- sveins og Jónu Olafsdóttur. Faðir hans rak síðast hótel og matsölu í Hafnarbúðum, en hann lést rúm- lega fimmtugur að aldri. Móðir Har- aldar er á lífi. Hann er yngstur þriggja bræðra. Grétar bróðir hans starfar sem forstöðumaður þjón- ustusviðs hjá Eurocard og sá elsti, Ólafur, býr og starfar í Danmörku. Eiginkona Haraldar er Þóra Andrea Ólafsdóttir Bergssonar, deildar- stjóra hjá Sjóva-Almennum, og eiga þau þrjá syni. GÓÐUR SÖLUMAÐUR ..Hann var fljótur að læra," sagði vinur Andra sem PRESSAN ræddi við. en Haraldur er ekki langskóla- genginn, lauk gagnfræðaprófi en fór síðan í verslunarnám í Bretlandi. í rauninni tilheyrir hann þeim hópi manna í viðskiptalífinu sem hafa unnið sig upp og eru enn ekki orðn- ir gjaldgengir í það merkisrit Ævi- skrár íslenskra samtíðarmanna. Harqjdur byrjaði snemma sem sölumaður í heildverslun og þykir sölumaður af guðs náð. Árið 1971 kom hann til starfa hjá útflutnings- fyrirtækinu Andra sem óbreyttur starfsmaður, en það fyrirtæki hafði Gunnar Þór Ólafsson stofnað ásamt fleirum árið 1967. Þar var Haraldur fyrst sölumaður, en 1973 var hann orðinn meðeig- andi ásamt Gunnari Þór, Gunnari Ólafssyni, fyrrum skipstjóra á Eld- borginni, Ólafi H. Ólafssyni og fleir- um. Þeir þrír fyrst nefndu urðu fljót- lega aðaleigendur, en árið 1986 keypti Haraldur hlut Gunnars Þórs Ólafssonar og síðan hlut Gunnars Ólafssonar árið árið 1988. SVEIFLAST MEÐ LOÐNUAFLANUM Umfang Andra hefur oft verið mikið, en alltaf sveiflast með loðnu- aflanum. Ef tillit er tekið til brúttó- verðmæta var fyrirtækið meðal stærstu útflytjenda á loðnumjöli og hefur náð mest um 40 prósenta hlut- deild i þeim útflutningi. Það voru ekki síst góð viðskiptasambönd sem Haraldur náði í Póllandi, sem gerðu Andra að stórveldi í mjölútflutningi. Þau viðskipti hafa hins vegar verið stopul vegna ástandsins í Póllandi síðustu árin svo og mjölviðskiptin sjálf, vegna mikilla sveiflna í loðnu- veiðunum. Á tímabili átti Andri einnig í tveimur loðnubátum og um skeið var fyrirtækið líka í töluverðum við- skiptum vegna lengingar á skipum og viðhaldi. Á tímabili var fyrirtæk- ið einnig í innflutningi á matvörum og byggingarvörum. RUDDI KREDIT- KORTUNUM BRAUT Þótt Haraldur sé gjarnan kenndur við Andra verður hans líklega lengi minnst sem brautryðjanda á sviði kreditkortaviðskipta á íslandi. Ásamt fleirum stofnaði hann fyrir- tækið Kreditkort hf. árið 1979. Upp- haflega voru tíu eigendur en fljót- lega eignuðust jafnan hlut þeir Har- aldur, Gunnar Þór Ólafsson, Þor- valdur Jónsson skipamiðlari, bræð- urnir Gunnar og Elfar Bæringssynir og Róbert Árni Hreiðarsson lög- maður. Haraldur og félagar þénuðu vel á Kreditkortum. Árið 1981 seldu þeir Verzlunarbankanum og Útvegs- bankanum hlut i fyrirtækinu og stofnuðu Kort hf. um þann hlut sem þeir áttu enn í fyrirtækinu. Það var í nafni Korts hf. sem Haraldur og fé- lagar lögðu upphaflega 50 milljónir króna í Stöð 2, síðan hefur Haraldur eignast meira persónulega. Verð- mæti eignarinnar í Stöð 2 er hins vegar mjög á reiki sem kunnugt er og standa fyrir dyrum hugsanleg málaferii aðaleigenda Stöðvar 2 gegn Eignarhaldsfélagi Verzlunar- bankans. Það var einnig i nafni Korts hf. sem Haraldur og félagar fjárfestu í íslenska úthafsútgerðarfélaginu, sem hugðist gera út verksmiðjuskip- ið Andra BA á Alaskamið. Eignar- hlutur Korts hf. var um 20 prósent, en auk þess átti Haraldur og fyrir- tækið Andri um 30 prósent. í lok árs 1989 fór skipið vestur um haf, en leyfi til veiða og vinnslu fékkst aldr- ei. Um vorið var dæminu lokið og norskir seljendur skipsins tóku það til baka. Heildarhlutafé nam 70 milljónum króna, en tap á ævintýr- inu er talið nema 140 milljónum króna. íslenska úthafsútgerðarfélagið þykir mörgum dæmi um djarfan hug Haraldar og víðsýni hans, þótt ekki hafi tilraunin tekist að þessu sinni og ef til vill sýni hún líka ákveðinn skort á raunsæi. Annað dæmi sem menn nefna úr hug- myndasmiðju Haraldar er pönnu- fyrirtækið Al-Pan á Eyrarbakka. ÍTÖK í GEGNUM STÓRKAUPMENN I fjögur ár var Haraldur fonnaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann hafði vakið athygli fyrir dugn- að sinn og var hvattur til að taka for- mennskuna að sér. Samkvæmt regl- um FIS hefði Andri aðeins átt að sitja í tvö ár, en þeim var breytt og alls sat hann í fjögur. Fyrir aðalfund á dögunum vann hann að endur- kjöri, en naut ekki stuðnings. Sem formaður Félags íslenskra stórkaupmanna náði Haraldur ítök- um í Eignarhaldsfélagi Verzlunar- bankans. Eftir deilur við aðila innan bankans, meðal annars eftir við- skipti hans sem eiganda Stöðvar 2 við bankann, er Haraldur sagður hafa misst trúnað manna. Eftir fallið í kosningunni í stjórn eignarhaldsfé- lagins hefur Haraldur látið þung orð falla í garð Orra Vigfússonar, en við- mælendur PRESSUNNAR segja hann persónugera málið um of, því augljóslega hafi tími hans verið runninn út í framvarðasveit félags- ins. Þarsem um margfeldiskosningu var að ræða þykir einnig sýnt að Haraldur njóti einfaldlega ekki stuðnings lengur og munar þar um baklandið hjá Félagi íslenskra stór- kaupmanna. HRUN OG VARNARBARÁTTA Á örfáum mánuðum hefur því fjarað verulega undan veldi Harald- ar. Hann hefur tapað miklum pen- ingum á Stöð 2 og íslenska úthafsút- gerðarfélaginu og einbiínt á að fyr- irtæki hans Andri hf. næði að styrkja sig í sessi á sínu aðalsviði, i viðskiptum með loðnumjöl og aðrar loðnuafurðir. Sú draumsýn hefur hefur hins vegar hrunið eftir afla- brest hjá loðnuflotanum og slæmar horfur á mörkuðum. Þeir sem vel þekkja til Haraldar segja að styrkur hans nú felist í skapgerðinni, að hann gefist aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. Hann berst á í meðallagi miðað við mann í svipaðri stöðu, á ágætis einbýlis- hús i Árbænum og góðan bíl og hesta, en hefur enga þörf fyrir að hlaða undir sig persónulegum eign- um umfram það. ,,Hann hefur sýnt styrk að standast það sem hann hef- ur þegar mátt þoía og nú reynir all verulega á hann," sagði vinur hans, en minnti á að Haraldur væri ekki að ganga í gegnum sín fyrstu „loðnuleysisár". Kristján Þorvaidsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.