Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APRÍL1991 / Reykjavíkurstúlkan sýndi okkur í eina tið veginn til heimsmenningarinnar en núna horfum við bara á Reykjavíkurstúlkuna. Má hún allt - eða getur hún gengið of langt? Heimsborgaraleg eða oflofuð fegur „I Reykjavík nútímans ganga um heimsborgara- legar sveitastúlkur sem gera sér ekki of mikla rellu út af hlutunum. Þær vita aö allt er leyfilegt og nán- ast ómögulegt að ganga fram af nokkrum manni. Þær reyna það samt og tekst stundum," sagði ungt Reykjavíkurskáld sem hefur varið stórum hluta æv- innar í að mæna á eftir dætrum höfuðborgarinnar. Hann er dálítið tekinn til augnanna og verður dreyminn á svip þegar Reykjavíkurstúlkuna ber á góma: „Ef ég væri skáld þá myndi skáldskapur minn snúast um Reykjavíkurstúlkuna," bætir hann við tregablandinni röddu. Það segir kannski eitthvað um Reykjavíkurstúlkuna að enn eru skáld að hugsa um hana. Skáld en ekki einhverjir allt aðrir gæjar sem hugsa ekki á jafn fagurfræði- legum nótum. Hefur til dæmis Reykjavíkurstúlkunni ekki tekist að varðveita vammleysi sitt furð- anlega? Þrátt fyrir ástandstíma og Italaheimsóknir þá hefur aldrei ris- ið upp verslun í kringum Reykja- víkurstúlkuna. Það er helst að það er hægt að fjasa um eina hurð í vesturbænum. REYKJAVÍKURSTÚLKAN VAR TÁKN NÝRRAR MENNINGAR En það eru ekki bara skáld sem hugsa um Reykjavíkurstúlkuna því sagnfræðingar hafa vissulega farið í heimsókn tii hennar eins og sjá má í grein Eggerts Þórs Bern- harðssonar í Sögnum 1990 en þar fjallar hann um Reykjavikursí ílk- una á þriðja og fjórða áratugnum — þegar hún var boðberi erlendra strauma á íslandi. í meðferð Egg- erts fær Reykjavíkurstúlkan nýja og dýpri þjóðfélagsmerkingu: „Reykjavikurstúlkan var eins kon- ar tákn þess að ný menning var að nema land á fslandi, menning sem þorri eyjaskeggja þekkti lítt eða ekkert til, menning sem hægt var að lesa um í vafasömum „móðblöðum" frá útlöndum, menning sem virtist þrífast best í erlendum borgum og eiga lítið skylt við íslenskt þjóðerni." En er Reykjavíkurstúlkan nú eitthvað lík Reykjavíkurstúlkunni þá? Fyrir utan það að sú fyrri er líklega amma þeirrar síðari þá er ótrúlega fátt sem er líkt með þeim. Sjálfsagt er svo komið að það.er fleira sem skilur þær að en sameinar. Reykjavíkurstúlkan þá leitaði að stíl og samræmi, hún þráði að komast út úr sveitamenningunni og skemmta sér. Hún varð allt í einu sannfærð um að það væri meira í lífinu en það að giftast og hrúga niður börnum. Reykjavíkur- stúlkan fékk allt í einu aðgang að glugga inn í heimsmenninguna þar sem voru kvikmyndirnar. — Og hún þráði ekkert heitara en að skríða inn um þennan glugga og taka þátt í heimsmenningunni. í dag hamast hún við að skemmta sér en þó án þess að vera í jafn mikilli uppreisn við þjóðfélagið. Einhverra hluta vegna eru hneykslunarraddirnar í þjóðfé- laginu ekki að ræða um Reykja- víkurstúlkuna. Kannski vegna þess að hún lifir á þeim tímum þegar allt er leyfilegt. HALLÆRISLEGUR KARLPENINGUR Eitt af því fyrsta sem Reykjavík- urstúlkan uppgvötvaði á leið sinni til heimsmenningarinnar var hve íslenskir karlmenn voru hallæris- legir. — Og sem betur fer þá fékk hún úr öðru að moða, það voru nefnilega dátar í bænum. En auð- vitað þurfti strax að uppnefna samskiptin og orðið „ástandið" var fundið upp. Þegar stúlkurnar þá voru spurð- ar hvað gerði erlendu karlmenn- ina svona heillandi sögðu þær all- ar einum rómi: „Þeir eru svo kurt- eisir.“ En það var ekki það eina sem skildi á milli, stúlkurnar voru bara svo tillitssamar þá að segja ekki allan sannleikann. Þeim þótti nefnilega erlendu karlmennirnir einnig myndarlegri og síðast en ekki síst mun snyrtilegri. Það var kannski í mesta lagi að einhver þorði að hafa orð á því að dátarn- ir tækju ekki í nefið. Reykjarvíkurstújkurnar í dag eru ófeimnari við að segja sannleik- ann. Þegar Italarnir komu í fyrra- sumar sögðu þær einfaldlega: „Þeir eru svo sætir og hafa stinn- an rass.“ ÍTALARNIR „Það er engin leið að bera heimsókn ítalanna saman við ástandstímana. Þetta voru bara nokkrar stúlkukindur og svo var þetta allt blásið upp í fjölmiðiun- um,“ sagði áhugamaður um Reykjavíkurstúlkuna þegar hina margfrægu ítalaheimsókji á síð- asta sumri bar á góma. I nokkra daga fengu Reykvíkingar þef af ástandinu og Reykjavíkurstúlkan varð svolítið suðræn til augnanna. í fyrsta skipti í langan tíma tókst henni að ögra einhverjum viðhorf- um í samfélaginu. En það eru ekki allir sammála því að ekkert sé líkt með ástand- inu og Italaheimsókninni. „Fjöl- miðlarnir brugðust alveg eins við og 1940 og viðbrögð annarra voru einnig í svipuðum hneykslunar- tóni. Það mátti til dæmis heyra í þjóðarsálinni sem nú hefur fengið útvarpsrödd. Mér fannst umræðan vera í sama þjóðernislega hneyksl- unartóninum og fyrr á öldinni. Þetta var því mjög líkt ástandinu nema hvað þetta stóð í mun styttri tíma og dátarnir voru mun færri," sagði einn viðmælandi blaðsins. En er það ekki einmitt það sem gerist á „hernámstímum" eins og þessum að þjóðerniskenndin vakn- ar? í hugum íslenskra karlmanna hættir Reykjavíkurstúlkan að vera heimsborgarstúlka sem eigi að elt- ast við. Þess í stað verður hún að nokkurs konar „Fjallkonu" sem beri að vernda. — Styrjaldir hafa nú brotist út af minna tilefni og vissulega gekk einn og einn fölur borgarpiltur um með glóðarauga þungur í skapi. ítalarnir sigldu hins vegar sinn sjó með minning- una um fegurð Reykjavíkurstúlk- unnar í hjarta sínu. FEGURÐIN VIÐURKENND Við Islendingar erum því vanir að heyra útlendinga lofa fegurð ís- lenskra kvenna. Okkur þykir það jafn sjálfsagt og lof um vatnið og loftið. „Þið hljótið að drekkja þeim ljótu," sagði erlendur knattspyrnu- þjálfari eitt sinn við mig í 30.000 feta hæð í flugvél á leiðinni til Englands. Þetta var árið 1987 og hann var nýkominn af balli í Broadway sem þá var helsti sýn- ingarstaður Reykjavíkurstúlkunnar. Fegurð Reykjavíkurstúlkunnar er auðvitað ekkert nýtt fyrirbæri. Strax á fjórða áratugnum þótti hún lagleg en þá, eins og nú, trúð- um við því ekki fyrr en útlending- arnir sögðu okkur það. Áður fyrr dugði okkur að heyra það frá

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.