Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 1

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 1
PRESSAN _ Plötu Bókablað FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 NÆSTUM 400 TITLAR í^ FLÓÐINU^ Ö Álíka margir og í fyrra. Verðið svipað og þá. Síðas vertíðin án virðisauka? Rúmlega 30 íslensk skáld- verk, 50 ævisögur og æviminningabækur. Skjald- borg og Mál og menning með flesta titla. Erfitt getur verið að gera sér grein fyrir nákvæmum fjölda bókatitla sem koma út á hinni eig- inlegu jólavertíð, en samkvæmt upplýsingum sem Félagi íslenskra bókaútgefenda hafa borist í hin árlegu bókatíðindi sín munu titl- arnir vera næstum 400. Þrátt fyrir kreppubarlóm virðist mönnum það áþekkur fjöldi og í fyrra. Sumt hefur reyndar komið út áður en sjálft jólabókaflóðið getur talist hafa byijað. Verðlag virðist nokkuð áþekkt því sem var í fyrra, kannski ein- hver smávægileg krónutöluhækk- un, enda verðbólga á tímabilinu vart verið merkjanleg. Algengt verð á íslenskri skáldsögu er á bil- inu 2.600 til 2.900 krónur, en stærri ævisögur kosta oft eitthvað Metsölulistar ( þessu fyrsta bóka- og plötublaði PRESSUNNAR birtum við lista yfir mest seldu hljómplöturnar á (slandi þessa dagana. Listinn er byggður á gögnum um sölu í verslunum Skíf- unnar, Steina og Japis og upplýs- ingum fré heildsölum og er út frá því áaetluð heildarsala. Slíkur plötu- listi mun birtast í hverri viku fram að jólum. Á sama hátt mun PRESSAN birta lista yfir mest seldu bækurnar og verður leitast við að taka hann saman af svipaðri vandvirkni. Ekki þótti þó rétt að birta slíkan bókalista i þessari viku, enda jólabókaflóðið rétt að hefjast, en stefnt er að því að listinn birtist i næstu viku. um 3.500 krónur. Bækur eru án virðisaukaskatts 1 ár rétt eins og í fyrra, en þetta gætu orðið síðustu jólin að sú er raunin. Eins og kunnugt er hafa stjórnvöld hugleitt að hætta að endurgreiða innskatt vegna bóka- útgáfu ellegar koma á nýju skatt- þrepi í virðisauka. Segja útgefend- ur og rithöfundar að þetta gæti haft í för með sér 14-18 prósenta hækkun á bókaverði. Samkvæmt upplýsingum Fé- lags íslenskra bókaútgefenda koma rúmlega 30 íslensk skáld- verk út nú fyrir jólin, að ljóðabók- um undanskildum. Eitthvað afþví er þó endurútgáfur. Ævisögur og endurminningabækur eru tæp- lega fimmtíu og mjög misjafhar að innihaldi og efnistökum. Enn fjöl- mennari er þó flokkur þýddra barnabóka og langflestar þó bæk- ur sem eru kallaðar „almenns eðl- is“ af því það er vandasamt að flokka þær á annan hátt. Tvö bókaforlög gefa út flestar bækur. Það eru Mál og menning og Skjaldborg. Skjaldborg virðist þó hafa vinninginn, með hátt í 60 titla. Þess er þó að geta að mikið af því er þýddar barna- bækur. STJO PRESSAN bregður ekki út af þeim sið sem haldist hefur ffá því blaðið hóf reglulega að birta menningargagnrýni að beita stjörnugjöf lesendum til glöggv- unar. Slík stjömugjöf hefúr stund- um verið umdeild; þykir af ein- hverri ástæðu sjálfsögð þegar kvikmyndir eiga í hlut, en síður þegar fjallað er um bækur. Auð- vitað er hún enginn algildur mæli- kvarði, heldur aðeins tæki til að sýna ákveðna megindrætti og til að lesendur eigi hægara um vik að átta sig. ★★★★ (fjórar stjörnur). Frá- bærlega gott verk sem enginn ætti að missa af. Kannski meistara- verk, en tíminn verður þó að skera úr um það. rrr Heildarsala Flytjandi Bubbi jet Black þe Sálin Megas Ýmsir Ný dönsk 2.500 1.400 1.300 800 600 540 300 290 250 Titill Von jet Black joe Þessi þungu högg Þrír blobdropar Reif t fótinn Himnasending Haukur Morthens Guilnar glæbur Stóru börnin Hókus pókus KK Bein leib Heildarsala Flytjandi Titill Utgefandi Vikur o 2.500 Bubbi Von Steinar 3 | o 1.450 Eric Clapton Unplugged Steinar 9 o 1.400 Jet Biack Joe Jet Black Joe Steinar 4 o 1.300 Sálin hans Jóns míns Þessi þungu högg Steinar 2 o 800 Megas Þrír blóbdropar Skífan 5 o 700 R.E.M. Automatic for People Steinar 5 o 600 Ýmsir Reif í fótinn Steinar 3 o 540 Ný dönsk Himnasending Skífan 1 EB 350 Madonna Erotica Steinar 3 o 300 Haukur Morthens Gullnar glæöur Steinar 3 ÍTI 290 Stóru börnin Hókus Pókus Steinar 3 Ð 250 KK Bein leib KK/japis 2 Þórunn Valdfœr slœma krítík B2 Gyrðir Elíasson með geislabaug B3 Kalli Sighvats er skyldueign B3 Ljótuftu ogflottustu plötuumslögin B4 Markús Árelíus B4 Vilborg Dagbjartsdóttir B5 Benjamín dúfa B8 Sálin heggur þungt B6 Þjóðskáldið hálfsturlað afdrykkju B6 Valgeir, Hallbjörn ogfleiri ípásu B8 Hriflu-Jónas endurmetinn B8 Gagniýnendur Fram að jólum mun PRESSAN leitast við að fjalla um og gagn- rýna sem flestar nýútkomnar bækur og plötur sem hægt er að telja að hafi nokkuð almenna skír- skotun. Til þessa nýtur blaðið fúll- tingis eftirtalinna gagnrýnenda: • Kolbrún Bergþórsdóttir skrif- ar um bækur, þó einkum skáld- verk. Hún hefur vakið mikla at- hygli fyrir hvöss og tæpitungulaus skrif um bókmenntir. Þótt Kol- brún hafi stundað nám -í Háskól- anum er hún ekki bundin í viðjar neinna fræðikenninga, heldur er aðalmælikvarði hennar hvort bók er skemmtileg eða ánægjuleg af- lestrar. • Jón Hallur Stefánsson skrifar um bækur, þó einkum ljóðabæk- ur og barnabækur. Hann stundaði nám á Spáni og hefúr meðal ann- ars fengist við þýðingar síðan hann kom heim aftur. • Hrafn Jökulsson skrifar um bækur, einkum þó ævisögur og rit sagnfræðilegs eðlis. Hrafn er landskunnur blaðamaður sem meðal annars hefúr skrifað bækur af sagnfræðilegum toga. • Gunnar Hjálmarsson skrifar um plötur. Hann er landsþekktur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli fyrir músíkskrif sín í PRESSUNNI síðasta misserið, enda skrifar hann fjörlega og lúrir ekki á skoðunum sínum. ★★★ (þrjár stjörnur). Prýði- lega gott verk og meira en vel þess virði að komast yfir það. ★★ (tvær stjörnur). f meðal- lagi gott verk sem á þó sína ljósu punkta. Enginn þarf þó að missa svefn yfir því að sjá það ekki né heyra. ★ (ein stjarna). Verk fyrir neð- an meðallag. Líklega er ráðlegt að eyða ekki tíma sín- umíþað. ®(hauskúpa). Af- leitt verk. Ber að forðast. Upplýsingar hér eru byggbar á mlutölum frá 12verslunum, öllum verslunum Skífunnar, Steinars og/apis. Ætla má ab 40-50% af áœtlaöri heildarsölu fari íram í þessum búbum. Heildarsalan tekur mib aí fjölda vikna ísölu, sölutölum úr fyrrnefndum verslunum og upplýsingum írá útgeíendum eba dreifingarabilum. Tölumar taka abeins til dlska, sem útgefnir hafa verib í haust. etii mj i Hi y Vikusala Flytjandi Titill lO 765 Bubbi Von 2<K> 577 Sálin Þessi þungu högg 3 t 540 Ný dönsk Himnasending 4 t 300 Eric Clapton Unplugged 5 'v' 262 JetBlockJoe jet Black joe •'ö' 165 R.E.M. Automatic for People 7 162 Ýmsir Reif í fótinn 8 t 130 KK Bein leib 9 t 100 Ýmsir Minningar 2 PRESSAN/AM 68 Megas Þrír blóbdropar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.