Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 4
B 4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 íslensk plötuumslög ÞAU FLOTTUSTU & LJÓTUSTU Umbúðir plötunnar eru andlit hennar; það fyrsta sem fólk sér. f bransa eins og poppbransanum, þar sem ímyndin er oft um 50% á móti tónlistinni í heildarvægi hljómsveitar, er góð hönnun um- slags gríðarlega mikilvægt atriði. f útlöndum hafa komið út stórar myndabækur með engu nema myndum af plötuumslögum og ít- arlegum krufningum út frá sál- fræði markaðssetningarinnar. Hér á landi virðist ríkja viss sveita- mennska í umslagapælingum — hrein hörmung og ótrúlegur blöðruskapur — eins og einn um- slagasérfræðingur PRESSUNNAR orðaði það. Útgefendur hérlendis hafa jafnan hugsað lftið um gildi góðs umslags, bara dælt ódýrustu lausnunum á rnarkað. Þess vegna reyndist PRESSUpælurunum auðveldara að nefna ljót umslög en góð. Umslag plötu segir allt um tíð- arandann. Maður getur nokkurn veginn strax sagt til um frá hvaða tímabili hún er — hvort sem um- slagið er gott eða vont. Umslag fyrstu plötu Hljóma gæti ekki ver- ið annað en frá árinu 1967. Örlítið sýrð Bítlateikning og andlits- myndir hljómsveitarmeðlima í sporöskjurömmum. Umslag Trú- brotsplötunnar „Undir áhrifum" er sígild hippahönnun. Meðlim- irnir ráfandi gæruklæddir á ösku- haug, líklega að velta fyrir sér spillingu þjóðfélagsins. „Brunalið- ið — útkall“ gæti ekki verið frá öðru tímabili en lokaspretti disk- ósins. Reynt er að búa til úrkynj- aðan stuðheim og hljómsveitar- meðlimir sýndir kássast hver utan í öðrum í spillingargalsa. Plötuumslögin segja líka margt um innihald plötunnar. Grunn- skólaleg teikning af tré sem er að káfa á nakinni ljósku gæti ekki verið frá öðrum komin en þunga- rokkurum með bælda kynóra (,,Bootlegs“), og margnotuð glansmynd af svani og ástföngnu pari sem leiðist í sólskini er ein- kennandi fyrir uppvaskspopp önnu Vilhjálms („Frá mér til þín“). Margir hafa bent á að við geis- laplötuþróunina hafi sköpunar- frelsi umslagahönnuða skerst til muna. Nú hafa menn þrisvar sinnum minni flöt úr að moða en áður. Á móti kemur að hönnuð- urinn hefur oft allt upp í tuttugu blaðsíðna bækling til að leika sér með og eins má — ef menn hafa hugmyndaflug — pakka geisla- plötunni í aðrar umbúðir en gegn- sætt plasthulstur. Svo virðist sem plötuumslagahönnun hafi verið talin skítverk af auglýsingateikn- urum hérlendis — eitthvað fyrir krakka að leika sér með. Þó hafa stóru útgáfurnar nú frambærilega menn á sínum snærum og gæði umslaganna eru alltaf að aukast. Margir popparar hafa sjálfir gert umslögin sín, með misjöfnum ár- angri, eða fengið kunningja til að gera þau fyrir sig. Það skiptir ann- ars ekki máli hver gerir umslagið; frumkrafan er að það sé flott og frumlegt og veki athygli á inni- haldinu. Plata á jú að seljast og því hlýtur pakkningin að lúta sömu lögmálum. Þau flottustu og ljótustu I „umslagadómnefnd" PRESS- UNNAR voru valdir níu einstak- lingar sem tengjast poppinu á margvíslegan hátt. Menn höfðu mjög misjafnar skoðanir og ef það hefði verið ætlunin að fá verulega marktækar niðurstöður hefði þurft að hafa hundrað manna dómnefnd og mánaðarumhugs- unartíma, því úr stórum bunka var að velja. Því þarf að taka þessa „könnun“ með fýrirvara. Aðeins komu til greina íslenskar popp- eða rokkplötur. 1 nefndinni sátu Ámi Matthí- asson, poppfræðingur Morgun- blaðsins, Lísa Pálsdóttir á Rás 2, Magnús Guðmundsson, popp- skríbent hjá Degi á Akureyri, Valdimar Flygenring, leikari og rokkari, Skáldið og rokkarinn Sjón, auglýsingateiknarinn Jakob Jóhannsson, Ásmundur Jóns- son, plötusafnari og forleggjari, og Halldór Ingi Andrésson í Plötubúðinni. Ummæli þeirra eru innan gæsalappa. Flottustu Ekkert eitt umslag fékk flestar tilnefningar, en þessi þrjú voru nefnd hvað oftast; Bubbi Morthens Nóttinlanga (Geisli 1989) „Mikil og góð hönnun," „Ein besta týpógrafía sem sést hefur á íslensku umslagi," „Frábær út- færsla.“ Ámundi Sigurðsson hjá Kátumasklnunni (auglýsingastofú sem nú hefur lagt upp laupana) á heiðurinn afþessu umslagi. Skall- inn á Bubba er notaður sem grunnhugmynd, hugmynd sem skotgengur upp. Ámundi virðist vera einn af þeim klárustu, hann hannaði einnig umslag „Vonar“, nýju Bubbaplötunnar, sem mörg- um þykir sérstaklega flott umslag. Hinn íslensld þursaflokkur (Fálkinn 1978) „Hefur elst mjög vel,“ „Einfalt og sterkt,“ „Maður man alltaf mjög vel eftir þessu umslagi." Ut- an á fyrstu plötu Þursanna er mynd af hinum kynlega kvisti „Hemma á Hlemmi“ sem stendur með auglýsingaspjald á túni. f fjarska glittir í fleiri Hemma. Um- siagið vann Guðjón Ketilsson myndlistarmaður. Þeyr Mjötviður mær (Eskvímó 1981) „Alltaf jafnflott,“ „Mjög töff urnslag." Þeysarar gerðu þetta umslag sjálfir í samvinnu við Hilmar örn Hilmarsson og Gunn- ar Vilhelmsson ljósmyndara. Hið þríhyrnda form er notað til fulln- ustu og gáfumannsleg dulúð ligg- ur yfir öllu eins og Þeysurum var lagið. Húmorinn er þó ekki langt undan; aftan á umslaginu hleypur Sigtryggur á rassinum til móts við Keili. Eftirtaldar plötur voru einnig tittnefndar; Kamarorghestar - Bísar í banastuði („Gaman að fá umslög sem maður getur dundað við á meðan maður hlustar á plötuna, og á þessari plötu er nóg að skoða“), Islandica - Rammís- lensk („vandað og fallegt um- slag“), Purrkur Pillnikk - Ekki enn („Eitt alflottasta umslag sem komið hefúr út hérna“), Bubbi - Kona („Mjög táknrænt fyrir inni- hald plötunnar"), Jóhann G. Jó- hannsson - Langspil („Mjög glæsileg hönnun"), Sykurmol- arnir - Life’s too good („Alveg æðislega gott“) og Síðan skein sól - Ég stend á skýi („Snoturt og heillandi“). Ljótustu Ekkert eitt umslag stóð upp úr að ljótleika samkvæmt dóm- nefndinni. f þetta skiptið tókst því ekki að velja ljótasta umslag allra tíma. Mjpg mörg umslög voru til- nefnd og vildu sumir ganga svo langt í hneykslun sinni að segja að „ÖU safnplötuumslög eru forljót", „Megnið af íslenskum umslögum er algjört rusl“ og „Umslögin hans Sverris Stormskers eru upp til hópa ömurleg". Eftirtalin átta umslög eiga það þó sameiginlegt að vera stórkost- lega illa heppnuð og Ijót sam- kvæmt könnun PRESSUNNAR og skipta því hinurn vafasama titli „Ljótustu umslög íslandssögunn- ar“ á milli sín: Leoncie My Icelandic man „Indverska prinsessan" er ekki hrædd við að sýna smáhold og gerir það ótæpilega á þessu um- slagi. Ekki bætir úr skák að Jón Páll krýpur við hlið hennar á nær- buxunum einum klæða. „Minnir næstum á súrrealíska martröð — hræðilegt!" Trúbrot Lifún Það var svo sem ágæt hugmynd hjá Trúbroti að hafa umslagið átt- hyrnt en hönnunin sjálf er á hinn versta veg. „Hryllilega ljótt um- slag,“ „Sorglega slappt umslag miðað við gæði plötunnar." GCD GCD Rokkað innihald plötunnar passar engan veginn við myrkt umslagið. „Mjög aulaleg hönnun — minnir einna helst á einhverja tælenska poppþungarokkara," „Frámunalega ljótt umslag." Eyjólfur Kristjánsson Skrcf fyrir skref Eyfi brosir sínu blíðasta með hárklútinn og gítarinn. „Án efa ömurlegasta umslag allra tíma á fslandi!" „Hverjum datt eiginlega í hug að kaupa plötu með svona hræðilegu umslagi?!" Possibillies Töframaðurinn frá Riga Andlitsmynd af skákmannin- um Mikael Tal, sem búið er að bletta með nokkrum málningar- klessum. „Hverjir keyptu eigin- lega þessa plötu — Skáksam- bandið?!“ „Eitt minnst spennandi umslag sem sést hefur.“ Stjómin Tvölif Stjórnin í sínu fínasta pússi á gulum kössum. „Ömurlegt — þessir gulu legókubbar fara hræðilega í taugarnar á mér,“ „Úfffi“ Þrumuvagninn Þrumuvagninn Eiður Plant og félagar setja hnút á skriðdrekafallbyssu. „Hræðileg klessa sem á að vera skriðdreki — fáránleg stafagerð — forljótt!" Foringjamir Komduípartý Stuðband reynir að slá í gegn. „Hreint út sagt ótrúlega ömurlegt umslag — nokkrar hauslausar gellur dansa með Pepsídós — maður hefur fengið fallegri mar- traðir!“ Barn með kattareinkenni HELGIGUÐMUNDSSON MARKÚS ÁRELlUS HRÖKKLAST AÐ HEIMAN MÁL OG MENNING 1992 ★ ★ Sögur sem láta dýr segja ff á eiga sér ákveðna hefð í barnabókmenntum. Yfirleitt reynir höfundurinn að einskorða sig við sjónarhom dýrs- ins, lifa sig inn í tilveru þess þann- ig að lesandinn verði einhverju nær um hvernig er að vera til dæmis köttur. önnur og alveg óskyld aðferð er að manngera dýrin einsog Walt Disney og Ge- orge Orwell, láta sem dýr lifi og hugsi einsog menn. Helgi Guð- mundsson fer dálítið einkennilega leiðjjví hann lætur köttinn Mark- ús Árelíus hugsa einsog barn með kattareinkenni, hann skilur hugs- anir mannfólksins og veit allan fjandann um hagi þess, sem reyndar helgast af því að hann tal- ar upphátt við mennska vini sína og þeir svara honum einsog ekk- ert sé. Þetta er verulega dularfullt í heimi sem er að öðru leyti raun- sæislegur og hlýtur að gera bömin sem lesa bókina alveg ringluð. Börn eru tilbúin að trúa öllu eins- og aðrir lesendur en það verður að vera rökrétt samhengi í hlutun- um, ef köttur talar á einhver að verða hissa á því. Annars er þetta prakkarasaga, syrpa af strákapörum, formúlan löguð að söguhetjunni. Þetta er ekki illa skrifuð bók en geldur fyr- ir að hún gerist á þremur sögu- sviðum, með nýjum persónum á hverjum stað. Það eru nokkrar hæpnar reddingar í söguþræðin- um: til að koma kettinum á togara þarf til dæmis að láta hann detta í sjóinn við höfnina og fljóta til hafs á fleka til að verða bjargað af skipshundi — frekar ólíkleg at- burðarás finnst manni. Bókin er framhald af annarri og höfundur- inn flaskar á að kynna gamlar per- sónur almennilega til sögunnar fyrir þá sem ekki hafa lesið fyrri bókina, nokkuð sem Enid gamla Blyton lét aldrei henda sig. Sagan er myndskreytt af Ólafi Péturs- syni, ágætis teiknimyndir nema kápan sem er í lit og ljót. Jón Hallur Stefánsson „Börn eru tilbúin að trúa öllu einsog aðrir lesendur en það verður að vera rökrétt samhengi í hlutunum, “ segir Jón Hallur ígagn- rýni á bók Helga Guðmundssonar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.