Pressan - 22.12.1993, Síða 8

Pressan - 22.12.1993, Síða 8
B8 PRESSAN BÓKA- O G PLÖTUBLAÐ Miðvikudagurinn 22. desember 1993 Lífsgleði og kraftur ROGNVALDUR SIGURJONS- SON: MERKAR HUÓÐRITAN- IR FRÁÁRUNUM 1948-1963 SCHUMANN: PÍANÓKVINTETT OP. 44. LISZT: SPÆNSK RAPSÓDÍA, MEFISTÓVALS O.FL. DEBUSSY: NÓTT í GRANADA, BRUYERES. JÓN ÞÓRARINSSON: SÓNATÍNA. JÓN LEIFS: STRÁKALÖG. HALLGRÍMUR HELGASON: ' RONDOISLANDA. JAPIS ★★★ Eins og nafnið á diskinum með Rögnvaldi Sigurjóns- syni ber með sér er hér á ferðinni safnplata. Talsvert hefur ■••borið á því erlendis að endurútgefa upptökur með liðnum meisturum, enda verða plötur með gömlum kempum á borð við Vladimir Horowitz, Sergei Rachmaninoff og Edwin Fisher aldrei úreltar. Samt er synd að upptökutæknin hafi þá verið eins frumstæð og raun ber vitni. Eiginlega má segja að hljóð- ritunin hafi verið fundin upp hundrað árum of seint. Að hugsa sér ef til væru geisladiskar með leik Franz Liszt! Það myndi ég vilja eiga... Liszt á íjögur verk á þessum diski og er því aðaltónskáldið hér. I þess- um vérkum sýnir Rögnvaldur glæsileg tilþrif og leikur af miklu „Lífsgleði, kraftur ogjafn- velgáski eru einkennandi fyrir Rögnvald sem píanó- leikara. Kvintett Schu- manns er til dœmis glæsilega fluttur... “ hömluleysi, sem hæfir Liszt einkar vel. Stundum liggur að visu við að ofsinn verði yfirgengilegur, en það er helst Mefistóvalsinn sem er held- ur í ýktara lagi. Nafnið „Mefistó- vals“ er dregið af einu af nöfhum Kölska gamla, Mefistófeles. Liszt var alltaf voða hrifinn af alls kyns óhugnaði, enda átti hann það til að meika sig náhvítan í framan og ganga með hauskúpuhring. Trúlegt er þvi að Rögnvaldur sé að reyna að skapa djöfuUegt andrúmsloft í Mef- istóvalsinum, að minnsta kosti leik- ur hann þetta verk vægast sagt tryllingslega. Lífsgleði, kraftur og jafnvel gáski eru einkennandi fyrir Rögnvald sem píanóleikara. Kvintett Schu- manns er til dæmis glæsilega flutt- ur, en þó með hlýju og einlægni, sem var svo ríkur þáttur í tónlist þessa hrjáða þýska snillings. Sömu- leiðis er túlkun Rögnvaldar á ís- lensku verkunum eftir þá Hallgrím Helgason, Jón Leifs og Jón Þórar- insson ákaflega sannfærandi. De- bussy er líka vel fluttur og með þeirri fínlegu áferð sem hæfir frönsku impressíónistunum svo vel. Geisladiskurinn með Rögnvaldi Siguijónssyni er sannarlega saman- safn af merkum liljóðritunum og unnendur klassísks píanóleiks ættu ekld að láta hann frarn hjá sér fara. Jónas Sen Ometanleg sprek ÞORSTEINN GYLFASON SPREKAF REKA MÁL OG MENNING ★★★ Þetta er ákaflega merldleg bók fýrir nokkurra hluta _ Jk sakir. Fyrst og fremst fýrir það sem lítið hefúr tíðkast hérlendis í svipuðum útgáfum þýddra ljóða að frumtexti ljóðanna fylgir til hliðsjónar þýðingunum. Annað er það að aftan við safnið fýlgja stuttir en sérlega upplýsandi fróðleikskaflar um ljóðin og ljóð- skáldin, ritaðir af Þorsteini sjálfum á persónulegan máta. Það skal við- urkennast að þetta tvennt stal eftil- vill svolítið frá ljóðunum sjálfum fýrst í stað. Hér er að finna þýðingar ljóða ffá ýmsum tímaskeiðum. Hið elsta er eftir Lucretius, brot úr „De rer- um natura“ ffá 1. öld eftir Krist og síðan grípur Þorsteinn víða niður þótt ljóð skálda tuttugustu aldar séu fýrirferðarmest á síðum bókar- innar. Sjálft ljóðavalið kann að vekja furðu í margvísleik sínum og helgast sennilega af misjöfhu tilefni þýðinga þeirra sem sumt kemur fram í athugasemdum og sumt verður að giska á vilji maður velta vöngum á annað borð. „Sprek af reka“ vísar vitanlega til þessa úrvals á lýsandi hátt þannig að flest hafi ljóðin rekið á fjörur Þorsteins og ýmsar ástæður liggi að baki því að hann kýs að nýta þau til íslenskun- ar. Grófúm dráttum dregið virðist »jnér vera í fýrsta lagi um að ræða nokkurs konar tækifærisþýðingar smákvæða, sumt eru þýðingar ljóða til söngs og í þriðja lagi eru síðan vafalítið erfiðar þýðingar margbrotinna ljóða sem hljóta að hafa verið hugsun og hæfileikum Þorsteins talsverð ögrun fýrst og ffemst, til að mynda „The Hollow Men“ eftir T.S. Eliot. Yfirbragð þessa ljóðasafns er þessvegna æði margleitt, allt frá dauðans alvöru yfir í glettni og gáska í ljóðum eftir Goethe, Piet Hein og sjálfan Tom Lehrer hvers „Sumt heppnast prýðilega þráttfyrir að vera misjafn- lega óþýðanlegt, eins og til að mynda Ijóð Burns „A red red Rose“ sem hreifi- lega angar afskosku á frummálinu og hlýtur því margt að tapast á leiðinni yfir á íslensku. “ ljóðlínur „I hold your hand in mine, dear/I press it to my lips“ margir munu kannast við og Þor- steinn þýðir fýrri hlutann svo: Ég þríf í hmdi þína °gþrýsti að vörum mér, ogfœ mér vœna flts úr fingurgómi afþér. Já efþú vœrir öll hér hve allt hefði annan svip. Ég heldþó hendi þinni sem helgum minjagrip. Annarskonar ástarljóð en þetta eru mörg í bókinni. Mikið fannst mér koma til þýðinga á þremur ljóðum Walt Whitman úr „Leaves of Grass“, kannski af því að forms- ins vegna og efnisins hefðu þau get- að verið ort í gær, en aðallega vegna þess þó að í þýðingunni er tónn þeirra fluttur milli tungumála af áreynslulausu næmi. Eins þótti mér gott að lesa þýðingu Þorsteins á „Vaaren“ effir Vinje, sem ég held að hljóti að þykja einstaklega vel heppnuð: Allt það sem vorið á brjóstum sér bar, þau blóm sem þú tínir: feðranna andi fagnar þér þar, og fomvinir þínir. Því máttu vita að á velli og í mó er vorið mérgáta. Flautu ég skar sem flissaði og hló. Samtfannst tnér hún gráta. Þótt margt sé í bókinni af hrein- ustu perlum í þýðingu Þorsteins orka samt sumar þeirra ákaflega tvímælis og standa frumgerðinni talsvert langt að baki. Sumt heppn- ast líka prýðilega þrátt fýrir að vera misjafnlega óþýðanlegt, eins og tU að mynda ljóð Burns „A red red Rose“ sem hreinlega angar af skosku á ffummálinu og hlýtur því margt að tapast á leiðinni yfir á ís- lensku. En jafnvel það sem síðra þykir í verki Þorsteins fær gjldi ein- faldlega við samanburðinn við frumtextann. Þetta er af þessum sökum ómetanleg bók áhugafólki um þýðingar þar sem hún hefúr að geyma bæði frumtextann og þýð- ingartextann auk þess sem athuga- semdir Þorsteins birta off þýðing- arsögu ljóðanna og aðrar upplýs- ingar sem varða skilning á starfi þýðandans, markmiðum hans, vandamálum og lausnum. Og at- hugasemdirnar eru þannig að les- endur þurfa ekki endUega að vera neitt ógurlega ljóðfróðir eða víð- lesnir, flestar eru þær í afslöppuð- um tón og ákaflega læsUegar, gerð- ar bæði til gamans, gagns og al- vöru. Olafur Haraldsson Stríð HRAFN JOKULSSON ÞEGAR HENDUR OKKAR SNERTAST FLUGUR ★★★ Margir muna eflaust eftir útvarpspistlum Hrafns Jökulssonar frá „Júgó- slavíu" sem hann sendi þaðan fýrir nokkrum misserum og þóttu óvenjuleg lýsing á stríði vegna þess að hörmungunum var miðlað nánast milliliðalaust með sögum af nafngreindu, raunveru- legu fólki. Lýsingamar voru í smá- atriðum hins einstaklingsbundna fremur en deyfandi orðaleppum hins almenna. Nú hefur Hrafn mótað þessa reynslu sína í ljóð og gefið út á bók. Þótt bókin láti ekki mikið yfir sér og innihaldi „aðeins“ sautján ljóð, fullyrði ég að hún muni trufla reglulegan hjartslátt lesenda sinna offar og meira en margt af því sem lengra er og íburðarmeira að útliti. Ljóðin bera merki fýrrnefndrar áherslu Hrafns í stríðsfréttum sín- urn, að það séu einstaklingar sem þjást en þjóðir ekki. Líkt og segir í „Höll ímyndunaraflsins“: Heimurinn hennar Önnu varð alltaf minni og minni auðttin teygði sig að húsinu hetttt- ar þegar við kvöddumst Já, stríð sundrarfyrst ogfremst litla heiminum einkaheitninum hennar Önnu Ljóðin lýsa aðstæðum sem lang- flestum lesendum þeirra munu þykja framandi og hljóta vitanlega að vera það meðan ekki rignir sprengjum á híbýlin eða ættingjar þeirra vegnir úr launsátri. Það var mér umhugsunarefni við lestur bókarinnar hversu ffamandi þessi styrjöld var í raun og veru ffarn til þessa, þrátt fýrir allan fféttaflutn- wífc 'T \ „Það er einmitt sá sanni hljómur sem mérfinnst gefa henni hvað mestgildi, sú yfirþyrmandi tilftnning að yrkisefnin séu sprottin úr reynsluraunveruleikans fremur en að miðlað sé sið- frœði í þriðju kynslóðfrá myndasíðum Time eða Newsweek. “ inginn. Og reyndar kommenterar Hrafn á fféttimar í meitlaðri eigin mynd af mynd í Ijóðinu „Stríðs- hetjur“ sem er afhjúpandi og köld um leið og mér finnst hún kristalla þá hluttekningu sem fréttirnar skortir: mu l neðanjarðarbyrginu þrjú hundruð metra frá víglí óvinarins heppnaðist Ijósmyndara nokkrum það sem þriðja öflugasta her Evr- ópu tókst aldrei: Að grceta Vesnu Hún var sjötug og hafði misst allt einscg síðar kom fram í mynda- texta Það er síður en svo kaldhæðni sem einkennir þessa bók Hrafns. Þvert á móti hefur hún það jafn- vægi sem dugar að mínu viti til að hreyfa við lesendum ljóða. Rammi hennar er kalt og miskunnarlaust strið en sá rammi rúmar, kannski í hnotskum, mannlíf og tilfinningar. Ljóðmælandi er gestur þessa stríðs og þótt hann nálgist það stundum að vera þátttakandi er hann fýrst og fremst vitni. Vitnisburðurinn er laus við tilfinningasemi en án þess að vera tilfinningalaus. Þannig em ljóðin fjarri þeirri gryfju að móral- isera beint, eru aldrei takmarkandi pólitískur áróður, þótt myndir þeirra verði það ef til vill í huga les- andans. Miklu nær þykir mér að tala um mannlegan áróður, sem er kannski inntakið í sérhveiju ljóði. Undarlegt var að rekast á í þess- ari bók ljóð á borð við „Séð“ þar sem bmgðið er upp mynd af brúðu sem liggur í forugum kirkjugarði mitt í eyðileggingunni og ég flokk- aði umsvifalaust sem klisju og þótti skemma hinn sanna hljóm bókar- innar jafnvel þótt mann gruni að myndin sé hér sönn í fýrsta skipti. Það er einmitt sá hljómur sem mér finnst gefa henni hvað mest gildi, sú yfirþyrmandi tilfinning að yrkis- efnin séu sprottin úr reynslu raun- veruleikans ffemur en að miðlað sé siðfræði í þriðju kynslóð frá myndasíðum Time eða Newsweek. „Ég ferðaðist með bilaða rit- vél/yfir hálfa Evrópu/til þess eins að verða orðlaus“ segir í upphafsljóði bókarinnar. Það sem mér virðast þessi ljóð miðla eru andartök þegar aðeins tvennt er hægt að geía, ann- aðhvort að gnísta tönnum í þögn eða yrkja. Olafur Haraldsson Strákasaga af gamla skólanum AÐALSTEINN ASBERG SIG- URÐSSON: ÁLAGAELDUR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1993 ★ Hér höfúm við strákasögu af gamla skólanum. Þar segir frá þremur strákum í smáplássi úti á landi og ævintýrum sem þeir lenda í þegar þeir taka uppá þeim óskunda að grúska í gamalli goðsögn. Sagan fer hægt af stað, alltof hægt satt að segja, en síðan tekur höf- undur snaggaralegan endasprett. Þá fer aldeilis að hitna í kolunum enda glíma drenghetjurnar þá við óðan glæpahund og brennuvarg sem engu eirir. Aðalsteinn Ásberg sýnir mesta takta í lokaköflunum og það með að hann getur skrifað spennandi sögu. Þessvegna er lognmollan framanaf hreinasti óþarfi. Bókin er ágætlega stíluð, en höf- undur hefði nú samt mátt leggja meiri alúð í textann. Aðalsteinn hefur áður sýnt að hann býr yfir tvímælalausum skáldskaparhæfi- leikum. Þeir njóta sín ekki til hins „Aðalsteinn Ásbergsýnir mesta takta í lokaköflunum og það með að hann getur skrifað spennandi sögu. Þess- vegna er lognmollan framanafhreinasti óþarfi. “ ýtrasta í Álagaeldi. Persónur bókar- innar eru þannig lítt eða ekki efdr- minnilegar enda ekki djúpt kafað við gerð þeirra. Að öllu saman- lögðu er þessi bók fýrst og ff emst til vitnis um hæfileika sem ekki eru nýttir einsog vera ber. Og þá er bara að gera betur næst. Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.