Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 8
Flokksþing Alþýðuflokksins velur sér formann á laugardag Þótt sumir telji að fylgi ióhönnu og Jóns Baldvins sé hnífjafnt eru flestir á því að Jón hafi sigur með 60-65% fylgi. Meirihluti þing- fulltrúa hefur ekki látið í Ijós afstöðu og úrslitin ráðast ekki síst af frammistöðu þeirra á þinginu sjálfu. Átök Jóns og Jóhönnu hafa staðið lengi og verið hörð. Um 320 fulltrúar á flokksþingi Alþýðuflokksins fá nú um helgina að velja á milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sig- urðardóttur í formannsembætti. Leiðir þeirra lágu með nokkuð ólíkum hætti til forystu í flokknum en árið 1984 tóku þau við foryst- unni, Jón Baldvin sem formaður og Jóhanna sem varaformaður. Sam- starfið gekk vel framan af en hefur verið stirðara í ráðherratíð, en þau hafa verið ráðherrar Alþýðuflokks- ins samfleytt frá 1987. Jóhanna hef- ur margoft hótað að segja af sér við GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Bíður átekta og vonast eftir að sátt náist um sig í embætti varaformanns. fjárlagagerð og átök þeirra á flokks- þingunum 1990 og 1992 eru eftir- minnileg. Upp úr sauð svo við ráð- herraskiptin í fyrravor og í kjölfarið sagði Jóhanna af sér. Framboð hennar nú kemur því engum á óvart. Sigurlíkurnar Jóns megin en Jóhanna sækir á Mjög stór hluti þingfúlltrúa hef- ur enn ekki látið í ljósi afstöðu sína svo erfitt er að spá um úrslit kosn- inganna. Af samtölum við fjölda þingfulltrúa má þó ráða að flestir eru á því að Jón hafi sigur. Að vísu skiptist það nokkuð í tvö horn. Annars vegar telja menn stöðuna alveg í járnum og muni ekki ráðast fýrr en á þinginu sjálfu. Það eru einkum stuðningsmenn Jóhönnu sem meta stöðuna þannig. Flestir stuðningsmenn Jóns Baldvins og mikill fjöldi „óháðra“ meta þó stöðuna Jóni Baldvini í vil og flestir spá því að hann sigri með 60-65 prósentum atkvæða. Greinilegt er þó að Jóhanna hef- ur sótt í sig veðrið á síðustu dög- um. Einn þingmanna flokksins sagðist hafa metið það svo í upp- hafi að Jón fengi 70% atkvæða en nú teldi hann að mjög mjótt yrði á munum. Ötull stuðningsmaður Jó- hönnu orðaði það þannig að í upp- hafi hefði hann talið baráttuna vonlausa en síðustu daga hefðu vonirnar glæðst verulega og taldi hann stöðuna nú hnífjafna. Margir benda hins vegar á að Jón Baldvin njóti sín best undir pressu, flestir séu enn ekki búnir að gera upp hug sinn og Jón Baldvin sé óumdeilan- lega einn mesti ræðuskörungur landsins. Margir stuðningsmanna hans eru þó á þvi að nái hann ekki yfir 60 prósenta fýlgi komi hann verulega skaddaður út úr kosning- unum. Hverjir styðja hvern? Engar sjálfgefhar línur eru varð- andi stuðning einstakra svæða við hvort um sig. Flestir telja þó að Jón Baldvin eigi mun meira fýlgi en Jó- hanna á Suðurnesjum, þaðan sem stuðningsmanna hans að telja hon- um nær alla fimmtíu fulltrúana sem þaðan koma. Landsbyggðin er ekki sterkasta hlið Jóns Baldvins og telja sumir hann fjarlægan, ekki síst vegna landbúnaðarmála og Evr- ópumála. Líklega „á“ hann þó ná- lægt helmingi„landsbyggðarinnar og víst er að stuðningur Sighvats Björgvinssonar hefur sitt að segja. Sterkustu vígi Jóhönnu eru JOHANNA SIGURÐARDÓTTIR Hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og stuðnings- menn hennar telja að þau hafi jafna möguleika á sigri. koma um fjörutíu fúlltrúar, og þar „vinstrikratar“, þótt ekki megi nota kemur staða hans sem utanríkis- ráðherra honum til góða. Þá er hann talinn eiga Félag frjálslyndra jafnaðarmanna nokkuð óskipt, en þaðan koma fimmtán fulltrúar. Hann er einnig talinn sterkari í Flokksfélaginu í Reykjavík og í Sambandi ungra jafnaðarmanna, en flestir telja það mikið ofnrat það orð í þessum flokki, verkalýðs- hreyfingin og kvennahreyfingin. Þá er talið að hún eigi talsvert meiri stuðning í Hafnarfirði, en þaðan koma 56 fúlltrúar, þar af fimmtán úr kvenfélaginu og þrettán ffá ung- liðum. Landsbyggðin skiptist nokk- uð í afstöðu sinni en helst er rætt um meiri stuðning við Jóhönnu á menn Norðurlandi og jafnvel Austfjörð- um en aðrir telja stuðninginn á Austfjörðum nolckuð jafnt skiptan. Á Vestfjörðum gæti það hjálpað Jó- hönnu að Pétur Sigurðsson styður hana. Þá hefur Jóhanna það með sér að vera „eðalkrati“, af gömlum og grónum krataættum. Hið svokall- aða flokkseigendafélag ræður hins vegar litlu núorðið og sumir segja það varla til lengur. Af stuðningsmönnum Jóns Baldvins er hægt að nefna Ámunda Ámundason, Birgi Dýrfjörð, Amór Benónýsson, Sighvat Björgvinsson, Guðmund Oddsson, Þröst Ólafs- son og Karl Steinar Guðnason. Helstu stuðningsmenn Jóhönnu eru Lára V. Júlíusdóttir, Ólína Þor- varðardóttir, Sigurður Pétursson, Þorlákur Helgason, Bragi Jóseps- son, Vilhelm Ingimundarson og eitthvað af sveitarsljórnarmönnun- um. Flestir halda sig þó „á girðing- unni“ og bíða átekta. Mest er rætt um afstöðu bræðranna Gunnlaugs og Guðmundar Áma Stefánssona. Þeir hafa ekki viljað gefa upp hug sinn. Báðir hafa þeir verið „til vinstri“ í flokknum, ekki síst Gunnlaugur, sem þarf að gæta hagsmuna sinna í landbúnaðar- kjördæmi. Það getur hins vegar verið afar óvarlegt hjá þeim að gefa upp stuðning við annað hvort. Sumir benda lika á að „Hafnfirð- ingarnir“ græði lítið á að fá Jó- hönnu sem formann, sem sæti þá kannski í 6-8 ár og biðin yrði löng og ströng fýrir Guðmund Árna, hinn ókrýnda krónprins. Össur Skarphéðinsson hefur einnig verið tregur til að gefa sig upp og bíður færis. Sama má segja um Rann- veigu Guðmundsdóttur og Sig- bjöm Gunnarsson, þótt bróðir hans, Steindór, sé talinn Jóhönnu megin. Reyndar má segja um flesta fulltrúa að þeir bíða átekta og gefa sig ekki upp fýrr en í lengstu lög. Hugsanleg málamiðlun og nýr varaformaður Lengi vel ræddu hugsan lega málamiðlun og var Sighvatur Björgvinsson einkum nefndur í því sambandi. Nú er talið útilokað að þriðji maðurinn komi til sögunnar en þó eru nöfn Sighvats og Guð- mundar Árna enn nefnd. Það er hins vegar ljóst að velja þarf varaformann fýrir flokkinn. I hugum flestra koma aðeins tveir til greina, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson. Rannveig hefur reyndar lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér en talið er líklegt að hún láti undan þrýst- ingi eftir að formannsslagurinn er afstaðinn. Sömu sögu er að segja um Guðmund Árna. Útilokað er talið að hann bjóði sig fram með öðm hvoru þeirra en þeim mun líklegra að hann vonist til að verða varaformaður í „fullri sátt“ eftir slaginn. Einnig er talið að Össur líti hým auga á stólinn og bíði færist. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið eru t.d. Sighvatur Björgvinsson, Gunnlaugur Stefánsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Pétur Sigurðs- son, Ágúst Einarsson og Anna Margrét Guðmundsdóttir svo ein- hverjir séu taldir, auk nokkurra sveitarstjórnarmanna. Talið er full- víst að enginn varaformaður komi fram fýrir þingið heldur verði „plottað" um það á þinginu sjálfu og einkum eftir að ljóst verður hvernig formannsslagurinn fer. Hótanir á hótanir ofan Það sem menn óttast mest er þó hvað gerist effir kosningar. Lengst af hélt Jón Baldvin því ffam að hann tæki sigri sem ósigri í lýðræð- islegri kosningu, en í viðtali við DV er annað hljóð komið í strokkinn. Þar segist hann myndu afhenda Jó- hönnu lausnarbeiðni ef hann tap- aði, reyndar með þeim formerkjum að Jóhanna bjóði sig ffam á þeirri forsendu að hún sé ósammála stefhu hans í Evrópumálum. Að sama skapi var Jóhanna stór- yrt á flokksstjórnarfundi eftir að hún hafði sagt af sér varafor- mennsku. Þar gaf hún sterklega í skyn að hún gæti hugsað sér að starfa á öðrum vettvangi en innan Alþýðuflokksins ef sjónarmið Leið Jóhönnu og Jóns til forystu Hannibalistinn og eðalkratinn Jóhanna er komin af eðalkrötum og hafði sterkan bakgrunn úr verkalýðshreyfingunni. Jón Baldvin kom hins vegar úr Alþýðubandalaginu í gegnum Samtök frjálslyndra og vinstri manna yfir í Alþýðu- flokkinn. Saman tóku þau við flokknum í miklum öldudal Formaðurinn upprunninn í Alþýðubandalaginu Rætur Jóns Baldvins Hannibals- sonar liggja í Alþýðubandalaginu en faðir hans, Hannibal Valdi- marsson, var þar formaður. Hann hafði reyndar áður verið formaður Alþýðuflokksins en var rekinn það- an eftir miklar deilur. Jón þótti rót- tækur á unga aldri og tók m.a. þátt í stofnun Heimssamtaka róttækra íslenskra menntamanna, HRÍM, árið 1960. Þremur árum síðar lauk hann MA-prófi í hagffæði ffá Ed- inborgarháskóla. Hann tók þátt í undirbúningsráðstefúu um stofn- un Alþýðubandalagsins sem stjórn- málaflokks (það var áður kosninga- bandalag) fýrir landsfundinn 1966. Á þeim landsfundi var hann tals- vert áberandi og vildi m.a. stofna 1984 og rifu hann upp í fylgi og til áhrifa. vikulegt málgagn flokksins. Faðir hans var enn kjörinn formaður en Jón var kjörinn í miðstjórn flokks- ins og sem varamaður í ffam- FYRSTA TILRAUN TIL UPP- GJÖRS 1990 „Þetta verður erfiðasta sam- búð sem ég hef lent í.“ kvæmdastjórn. Jón Baldvin taldist vitanlega til Hannibalista, sem voru til hægri í flokknum. Þegar leið að Alþingiskosningum 1967 vildu mjög margir fá Jón Baldvin inn sem þingmann og naut hann einkum stuðnings Hannibal- ista og yngra fólks í flokknum og var honum ætlað annað eða þriðja sætið í Reykjavík. Ekki náðist sátt milli fýlkinga flokksins og á endan- um komu tvær tillögur að uppstill- ingu. Jón Baldvin hafði þá verið lækkaður niður í fjórða sætið í til- lögu Hannibalista og mun hann þar hafa goldið föður síns og Finn- boga Rúts Valdimarssonar, sem einna mestu réð innan hreyfingar- innar. Samband þeirra feðga var lengstúm vægast sagt stirt. Á hin- um listanum, sem Guðmundur J. Guðmúndsson bar fram, var nafú Jóns ekki nefút, en sá listi var val- inn með miklum meirihluta á Tónabíósfúndinum svokallaða 10. apríl 1967. í kjölfar þess fúndar fóru Hannibalistar í sérffamboð í Reykjavík. Þjóðviljinn sagði einu ástæðu sérffamboðsins að sonur- inn fékk ekki þingsæti og til að sýna ffam á að engin erfðapólitík væri í gangi var Jón ekki á listanum. Hins vegar var Bryndís Schram í sjö- unda sæti listans. Á sama tíma var Félag alþýðubandalagsmanna í Reykjavík stofúað og Jón Baldvin varð formaður þess. Jón Baldvin starfaði einnig í ritnefúd Nýja Al- þýðubandalagsblaðsins sem stefút var gegn Þjóðviljanum en Hanni- bal var engu að síður áfram for- maður og Jón Baldvin í stefúu- skrár- og áróðursnefúd Alþýðu- bandalagsins. HANN FELLDI KJARTAN, HUN VILL FELLA HANN Jón Baldvin, Kjartan og Jóhanna áður en flokkurinn fór i stjórn og átökin hófust. ríkis- Þrír kóngar fyrir vestan Hannibal og félögum var ekki vært lengi í flokknum. Hann hafði verið formaður Alþýðuflokksins en verið rekinn þaðan og nú gekk for- maður Alþýðubandalagsins út og stofhaði Samtök ffjálslyndra og vinstri manna árið 1969. Jón Bald- vin var einn stofúenda en var ekki á lista þeirra til þingkosninga þótt hann væri á borgarstjórnarlistan- um 1970 og færi inn í bæjarstjórn á ísafirði fýrir Samtökin 1971. Hann var skólameistari í Menntaskólan- um á Isafirði ffá 1970-1979. Árið 1974 voru Samtökin í upp- 8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.