Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ nýja heimkynnis hennar. Og Lelia sagði við hana: „Segðu foreldrum mínum, að eg sé nú gift þeim, sem göfug- astur er ungra manna í borg vorri, Malastesta Carbonese, en hann hefir elskað mig frá blautu barnsbeini og ávalt sýnt mér virðingu.** Lisetta tárfeldi og svaraði húsmóður sinni á þessa leið: „ó,elsku húsmóðir min, forð- ist að senda nokkur skilaboð, sem kynnu að særa metnaðar- tilfinningu föður yðar, því að mér er beygur í brjósti og hugs- anir minar þungfleygar.** „Óttastu ekki,“ svaraði Le- lia, „og svaraðu að eins því, sem þú verður spurð um, ef þú óttast um öryggi sjálfrar þin. Nei, gráttu ekki vegna þess að við skiljum, Lisetta, og farðu vel.“ Hinn þakldáti og liamingju- sami hrúðgumi Ieiddi nú hrúði sína í hinn nýja dvalarstað hennar. Var það einlægur á- setningur Malatesta, að leita þegar daginn eftir aðstoðar allra vina sinna, þeirra, er mestir voru fyrir sér, til þess að sættast við skyldmenni könu sinnar. Snemma daginn eftir, er Donna Ermina, móðir Leliu, spurði um hana, sagði Lisetta að sér hefði verið sagt, að bera þau orð til foreldra Leliu, að hún hefði gifst Malatesta Car- bonese kveldið áður. Donna Ermina varð mikið um þessa fregn. Var hún kona, sem lítt kunni að stilla skap sitt. Æddi hún inn í herbergi manns síns, grátandi og vein- andi: „Ó, Messer Paolo,“ sagði hún; „við höfum orðið að sæta óg- urlegri lítilsvirðingu. Lelia hef- ir hlaupist á hrott með Mala- testa Carbonese i nótt. Hann hefir farið með hana til húss síns.“ Þessi fregn vakti svo ofsa- lega reiði Messer Paolo, að reiði konu hans varð lanet i frá til jafnað. Reis hann á fæt- ur þegar, og bjó sig vopnura, en því næst kallaði hann há- stöfum á syni sína og þjónalið. Lagði hann nú af stað, ásamt sonum sínum og þjónum, og fóru þeir sem hraðast þeir máttu til húss Alberfo Carbo- nese, sem var þar skamt frá. Ógurleg Iiefndaráform höfðu fæðsl í huga Messer Paolo. Þeir brulusf inn í húsið, og varð þerna fyrst á vegi þeirra. Svo var ofsi þeirra mikill, að þeir snerust að henni með brugðna branda og skildu hana etfír særða til ólífis, á gólfinu. Varð það án efa Alberto Car- bonese og tveimur sonum hans til bjargar, að þeir höfðu tveim- ur dögum áður farið til Ron- zano, þar sem sveitarsetur ætt- arinnar var. Messer Paolo og synir hans æddu nú úr einu herberginu í annað niðri, og leituðu Mala- testa og Leliu. Þegar bræðrun- um varð ekkert ágengt í leit sinni þar, fóru þeir upp, og ,er þeir komu þar að læstum dyrum, brutu þeir þær, og fundu þar elskendurna, sem höfðu hvílst þar um nóttina, og voru enn eigi risnir úr rekkju. Fáklædd og varnarlaus hjúfr- uðu þau sig hvort upp að öðru, eins og livort vildi liinu hlifa. Neyðaróp Leliu höfðu þau á- hrif á bræður hennar, að þeir námu staðar, því að ófúsir voru þeir þess, að reka Malatesta í gegn í faðmi hennar. Föður þeirra bar nú að, og dró hann dóttur sina út úr herberginu, meðan bræður hennar, sem voru lieljarmenni að hurðum, tóku Malatesta og kyrktu hann á brúðarbeðinum. Að því búnu dró faðir Leliu hana á liárinu inn í herbergið, þar sem ill- virkið hafði verið framið og æpti af ofsa: . „Þarna, njóttu nú ástarinn- ar, fyrirlitlega drós!.— En það hlægir mig, að þú hefir gefið mér tækifæri til þess að koma fram hefndum á þann hátt, að mér mun aldrei gleymast.** Þeir lokuðu því næst dyrun- um, skildu Leliu eftir og flýttu sér heim. Lelia, sem grét með þungum ekka, reis á fætur með erfiðis- munum, og leit á beðinn, þar sem ástvinur hennar lá kyrr og nábleikur. Hún kastaði sér yf- ir hann í örvinglan og þannig lá hún lengi og' vissi hvorki í þenna heim né annan. En þeg- ar hún raknaði við úr yfirlið- inu, var henni ekki Ijóst þegar, hvað gerst hafði, en er hún hafði jafnað sig eftir það, sem henni fanst verið hafa þungur svefn, og hún leit í kringum sig, stóð alt Ijóslifandi fyrir augum hennar, sem gerst hafði. Kom þetta því á ný yfir hana sem4hið ógurlegasta reiðarslag og henni fanst, að það mundi auðveldara miklu að deyja, en að missa meðvitund í bili og vakna svo á ný nteð hina hryllilegu sjón fyrir augum sér. En þrátt fyrir hugarskelf- inguna, vann nú ástin á hinum myrta eiginmanni hennar bug á öllum ótta, og hún smeygði örmum sínum undir háls hans og höfuð og kysti hann blið- lega og hvíslaði: „Æ, liví liefir þú yfirgefið mig svo skjótt? Hvert er sál þín flogin? Megi þeir, sem rændu mig ástvíni mínum og félaga og allri lífshamingju, aldrei verða aðnjótandi misk- unnar himinsins! Og þú, ást- vinur minn, ert þú farinn án Leliu þinnar? Ó, þið svikarar. Þið erum hvorki vinir mínir né ættingjar framar! En þú, ást- vin minn, talaðu til mín, hvísl- aðu aftur í eyru mín hinum Ijúfu orðum, er þú fyrir fá- um. stundum liést mér því, að elska mig ávalt og aldrei hverfa frá mér. Ó, unaðslegi staður sælu og hörmungar! Hversu skammlíf varð eigi liin himneska sæla vor — og lögð- um við eigi sjálf brautina fyr- ir fjandmenn vora, til þess að koma fram grimmilegum liefndaráformum? Ó, að þeir hefði fyrst látið mig gjalda heiftar sinnar, til þess að eg lifði það eigi, að ala slikar hugsanir, sem eg' nú geri. Grimmlyndi faðir minn og hræður, þið munuð iðrast ó- dæðis ykkar, er Lelia, sem þið eitt sinn elskuðuð svo heitt, liggur kaldur nár fyrir augum ykkar! Ó, ástvin minn, að eg hefði eigi látið undan, er þú baðst mig með blíðum orðum að koma með þér. Þá mundi eg enn geta lesið í augu þér, heyrt rödd þína, — þá væri eg ekki svo aum og örvæntandí, sem eg nú er. En hví skyldí eg sýta, hví skyldi eg gráta og kvarta? Hví skyldi eg láta veik- SKOSKIR HERMENN I PALESTINA. Meðal lierdeilda þeirra, sem Bretar sendu til Paleslina i haust, voru skoskar herdeildir. Myndin sýnir nokkura skoska liermenn í Palestina scm gera sér það til dægrastyttingar að dansa þjóð- dansa. T. v. stendur Skoti og leikur undir dansinum á belgpípu sina.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.