Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Blaðsíða 6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
6
Sumarkvöld við Kyrrahaf.
Eftir Richard Beck.
Himinsins rauðagull í vestri glitrar,
geislar um turna skýjaborga leika;
Ijósstraumum hyljast höfuð grænna eika;
húmdökkur sær í logni kvöldsins titrar.
Borgin, sem stjömuhaf, við hæðafætur,
heillandi skín, í dalsins mjúkum örmum;
deplar mót heiðu lofti ljósahvörmum;
lágt herst að eyrum skóhljóð kyrrar nætur.
Söngþrestir hvislast; sefur rós í skóg;
svefnhöfgar bárur vaggast hægt að ströndum.
Draumblíð í fjarlægð rísa risafjöll.
Vegmóðum huga vekur týnda ró,
* vondjarfa sýn að nýjum draumalöndum,
svipmikil tign í sumarkvöldsins höll.
sagt, en kvaðst líta svo á, að
fregnir um auðlindir á norð-
urhluta Karafuto, væri orðum
auknar, og heppilegra væri
fyrir Japani, að nýta sem best
þann hluta Karafuto, sem þeir
eiga, heldur en að reyna að
eignast norðurhlutann.
Einhver hin merkasta stofn-
un á Karafuto, er rannsóknar-
stofnun í þágu atvinnuveg-
anna. Hún er í Toyohara, og
eru byggingarnar miklar og í
nútímastíl. Þarna er unnið að
rannsóknum í þágu allra lielstu
atvinnugreinanna, og starfa
þar tiu sérfræðingar og um 20
aðstoðarmenn. Hús stofnunar-
ínnar eru fyrir utan Toyohara
og hefir hún allmikið land-
svæði til umráða. Á því er m.
a. fyrirmyndarbýli, og fara þar
fram ýmiskonar athuganir við-
víkjandi húsdýra- og jarðvegs-
fræði o. m. fl. Stofnun þessi
vinnur að úrlausn ýmissa við-
fangsefna, sem öll eru innifal-
in í 15 ára áætlun, sem lögð
var 1933, til þess'að koma fram
margskonar umbótum á Kara-
futo.
1 fyrrnefndri stofnun hafa
rannsóknir leitt í ljós, að á
Karafuto er vel hægt að rækta
harðgerðar hveititegundir, eins
og ræktaðar eru i Kanada, og
er hveitið ágætt til brauðgerðar
Þá hefir stofnunin haft með
höndum rannsóknir, að því er
silfurrefarækt snertir, sém er
orðin mikilvæg auka-landbún-
aðargrein á Karafuto.
Á Karafuto eru nú um 10.-
000 silfurrefir, og þrátt fyrir
nokkuð óstöðugt verðlag á
silfurrefaskinnum, hafa bænd-
ur hagnast á silfurrefarækt.
Eins og kunnugt er, kvarta
Japanir mjög yfir því, að
þröngt sé heima fyrir. Þeir
segjast verða að fá ný lönd til
umráða, vegna þess, hversu
fólksfjölgunin er mikil. Þetta
er án efa ein liöfuðorsök þess,
að þeir hafa raunverulega lagt
Mansjúríu undir sig (og áður
Kóreu), en ekki hefir enn feng-
ist nein úrlausn til frambúðar
á þessum málum, og veldur
þar um mikið, sem áður var
gert að umtalsefni, að Japan-
ir, sem flytja þangað, sem lofts-
lag er kalt á vetrum, eins og
i Mansjúríu og Karafuto, una
þar fæstir eins vel liag sínum
og heima, þótt að vísu margir
komist þar vel áfram og ílend-
ist þar.
Á Karafulo er, að þvi er sér-
fræðingar ætla, rúm fyrir 200
—300 þús. japanska landnema
til viðbótar, ef þess er vel gætt,
að skipuleggja landnájnið s'em
Það var hlýr og fagur maí-
dagur, logn og hlíða. Sjórinn
var spegilsléttur, fuglarnir
sungu og það var vor í lofti.
Þormóður .Sveinsson guðfræði-
nemi gekk í þungum hugsun-
um eftir Vesturgötunni. Hann
bjó vestur á Seli, hjá Sigmundi
járnsmíðameistara og Þor-
hjörgu konu hans. Sigmundur
var rikur maður og átti liúsið,
sem þau hjönin hjuggu í. Hann
var hættur áð vinna, enda hníg-
inn á efri aldur. Tvo syni áttu
þau hjónin. Þeir höfðu lært
járnsmíði hjá föður sinum og
voru teknir við smiðjunni. Báð-
ir voru þeir kvæntir.
Þormóður fór beínt heim að
Seli og þegar hann kom inn í
herbergi sitt, fleygði hann sér
niður á legubekkinn og stundi
þungan. Honum fanst, að hann
gæti ekkert um liugsað nema
þetta eina, að Sólrún var horfin
af lífsleið hans.
Þau höfðu verið mikið saman
þennan síðastliðna vetur. Hann
hafði boðið henni á stúdenta-
dansleikinn fyrsta desember, og
margt fagurt mánakvöldið
höfðu þau gengið suður í Öskju-
hlíð eða vestur fyrir bæ. Sól-
best, og velja þá menn til land-
námsins, sem til þess eru falln-
ir. Ennfremur er það nauðsyn-
lega, að hagnýting náttúruauð-
æfa landsins fari fram á skipu-
lagsbundinn hátt, og er stöð-
ugt stefnt í þá átt.
Á Karafuto eru nú 336 þús.
Japanxr.
rún var ung og lagleg sveita-
stúlka. Hafði hún alist upp í
sveit og var búin að missa for-
eldra sina. Fluttist hún þá til
Reykjavíkur, til systur sinnar,
sem var þar gift verslunar-
manni, en Þormóður var vest-
an af Snæfellsnesi. Þar átti
hann foreldra.-Presturinn þar
í sveitinni var föðurbróðir hans
og hafði kent honum undir
skóla. Hann var nú orðinn gam-
all maður og vildi nú fara að
hætta prestskapnum, en var að
bíða eftir því, að Þormóður lyki
námi, og þá ætlaði hann að fá
hann fyrir aðstoðarprest. Svo
átti hann auðvitað að fá brauð-
ið, þegar hann segði af sér em-
bættinu. Alt þetta hafði Þor-
móður sagt Sólrúnui og margar
myndir hafði hann dregið upp
fyrir henni, þegar hann var að
lýsa náttúrufegurðinni á Snæ-
fellsnesi. Hún hafði hlýtt hug-
fangin á það alt og Þormóði
fanst alt leika sér í lyndi. Hann
átti nú ekki nema einn vetur
efitr, þegar þessi væri liðinn.
Svona leið tíminn, þar til rétt
fyrir páskana. Þá héldu verslun-
armenn dansleik. SystirSólrúnar
og maður liennar fóru þangað
og buðu henni með sér. Þá var
það, að Bjarni Finnsson, ungur
maður, sem var á slajifstofu
hjá föður sínum, Finni kaup-
manni, varð á vegi Sólrúnar.
Nokkurum dögum síðar hafði
Bjarni boðið henni á bió Þetta
hafði Þormóður frétt, og ekki
nóg með það. Sólrún var hætt
að vilja fara út með honum og
ekki hafði hún viljað fara með
honum á sumardansleik stú-
denta, svo hann hafði þá farið
einn. En það kvöld hafði hún
farið í leikhúsið með Bjarna.
Þorhjörg húsfreyja hafði sagt
honum það. Þau höfðu farið
þangað, gömlu hjónin með son-
um sínum og tengdadætrum og
höfðu setið ú nsesta bekk við
þau. Oft hafði Sólrún komið
að Seh til Þormóðar og Þor-
hjörg alt af tekiö vel á móti
henni, því hún taldi engan efa
á því, að hún væri konuefni
hans.
Það var komið kvöld og enn
lá Þormóður á legubekknum
úrvinda af sorg. Þá kom Þor-
björg inn til hans og sagði:
„Mig langar til að tala við
þig nokkur orð, Þormóður
minn.“
Hann bauð henni sæti. Hún
settist niður og sagði:
„Mér þykir það leitt hvað illa
liggur á þér og aldrei hefði eg
trúað þvi, ef eg hefði ekki séð
það sjálf, að Sólrún tæki Bjarna
fram yfir þig, já, það má oft
sananst, að alt er í heiminum
hverfult. Reyndu að gleyma.
„Eg býst ekki við, að mér
gangi það vel“, sagði Þormóður.
„Þú verður að láta skynsem-
ina hjálpa þér til þess, góði
minn. Og svo er nú annað. Þau
eru ekki orðin hjón, Sólrún og
Bjarni. Hann hefir lengi stein-
inn klappað hann Bjarni þó
hann sé ekki nema 22 ára, þvi
það get eg sagt þér að hann er
ekki við eina fjöl feldur og best
gæti eg trúað því, að hann hætti
bráðum að vera með Sólrúnu
og tæki sér aðra.“
„Hvað um það, allar mínar
fegurstu og bestu vonir eru
horfnar með Sólrúnu,“ sagði
Þormóður.
„Láttu mig ekki lieyra þetta,“
sagi Þorbjörg. „Þú, ungur mað-
urinn, gáfaður, mentaður og
laglegur eða með öðrum orðum
sagt öllum þeim kostum búinn,
sem einn mann mega mest
prýða. Það vantaði bara, að þú
færir að eyðileggja þig út af
þessu, þú ert ekki sá eini sem
getur sagt eins og Jón Thor-
oddsen: „Kvennageð verður
kannað seint.“ Eg er viss um
það að liamingjan sleppir ekki
af þér hendinni og svo skulum
við ekki tala meira um þetta í
kvöld,“ sagði Þorbjörg og stóð
upp og fór fram í eldliús.
Þormóði fanst dálítll léttir að
Idusta á það sem Þorjörg
sagði, en vænst þótti honum þó
um þessi orð hennar: „þau eru
ekki orðin hjón, Sólrún og
Bjarni.“ Hann háttaði snemma
og las Ferðalok Jónosar hvað
*