Vísir Sunnudagsblað - 29.05.1938, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 29.05.1938, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Edvarð Helgason: XJ mhverfis jöpdina. Niðurl. Þann 22. des., klukkan 2 um daginn, sigldum við áleiðis til Singapore, en þar er aðal-flota- stöð Breta í Asíu. Þar var logn og hiti nógur. Svo komu jólin! Á liverju borði var jólatrc og fögur skreyting hvarvetna. Þá var alt mögulegt horið á borð, kalkún hvað þá lieldur annað, eða eins og þeir kalla það: from sup to nots, en þar í felst öll máltíðin. Galli var þó á gjöfinni, þvi að svo heitt var i borðsölunum að varla var við þolandi og allir flýttu sér að komast upp á dekk, þrátt fyrir krásirnar. Töluvert var drukkið meðal háseta og lentu sumir í slagsmálum, en meðan það fór fram var eg svo heppinn að sofa svefni þeirra réttlátu uppi á dekki, en slíkt gerði eg oftast — og hefi gert — meðan siglt er á þeim stöðv- um, sem lieitast er. Þann 26. des., um morgun- inn, komum við inn í höfnina í Singapore. Það er allmikil borg. Ihúatalan 410 þúsundir. Þar ægir saman öllum þjóð- flokkum; þó lield eg að þar sé mest af Kínverjum, Malajum og Ilindúum. Flestar auglýsing- ar eru þar á fjórum tungumál- stað; í þetta sinn áleiðis til Pen- ang, sem er all-langt upp með Malajaskaganum, og er sigling þangað 24 stundir. Veður var bjart og hitinn sérstaklega þreytandi fyrir okkur, sem urð- um að vinna. Allan daginn var landsýn. — Að kveldi þess 29. des. komum við svo til Penang. Þessi litla borg er sérstæð og að mörgu leyti fegri en aðrar, sem eg hefi séð. Þar er mikill út- flutningur gúnnnis og tins, sem flutt er til NewYork. Við tókum móti nokkrum liundruðunx smálesta af þessum vöruxn. Hér er saman safnað samskonar fólk og er i Singapore — úr öllum áttum. Eg skoðaði liér tvö musteri, meðal annai's. Nóg er af slíkum hyggingum hér um slóðir.Annað þeirra varBuddha- musteri, mjög útflúrað, en liitt Konfusíusar-inusteri kínverskt, skreytt gulli og gimsteinum. Revkelsi var Iirent mjög í must- eri þessu. — Við stóðum þarna við um nóttina i Penang. Síðan í Japan hafði eg verið á morgunvaktinni, og þótti mér það stórum betra. Þann 30. des. hafði eg nægan tíma til þess að ganga um kring og skoða alt um hábjartan dag. Rakst eg þá á menn, sem sýna eitt og annað; sumir eru með slöngur og mongoos, sem þeir etja saman, og endar sú viður- eign sjálfsagt oflast þannig, að mongoosinn drepur slönguna, og þó er mongoosinn ekki stærri en rotla, en afar snar í shúningum. Margir kannast við jætta litla dýr af sögu eftir Kipl- ing. Þar er það nefnt Rikki- tikki-tavi. — Ýmsilegt annað er hægt að kaupa sérkennilegra skemtana fyrir htið. Klukkan sjö að kvöldi þessa dags (30. des.) var enn haldið af stað; nú til Colombo á Cey- lon. Vorum við í hafi gamlárs- kvöld og nýársdag. Veður var ágætt, en liiti mikill. Eg og fleiri vorum farnir að venjast lion- um. Snemma morguns komum við á höfnina í Colombo og bundunx skipið við tvö dufl, því að eklci voru þar hafnarvirki til þess að leggja skipinu við. — Eg komst í land. Alt bar þar vott um teræktina i eyjunni, enda á „The Liptons“ stærstu te-ekrur sinar þar. Annað, sem var áberandi, var það, að aliur vöruflutningúr var unninn með uxum, er þeir nefndu „Bullox“. Draga naut þessi afarþung og mikil hlöss og virtist mér með- ferð akneytanna ómannúðleg. Vagnarnir voru mjög luralegir, hjólin á sumum þeirra unnin úr heilum trjástofnum og aktýgin afar klunnaleg. Þarna, eins og annars staðar, liöfðu allir eitt- livað til þess að selja; smá-fíla úr beini og íbenholti og margt annað, sumt mjög vandað og annað einskis nýtt og illa gert. —• íbúarnir eru Indverjar og þar sjást ekki Ivínverjar, en margar kynkvíslir Hmdúa, sem liata hvorar aðrar eins o‘g pest. — Frá Colombo sigldum við kl. 8 um kvöldið. Sólsetrið var ein- lænnilegt. Skýin urðu blásvört og nokkuru síðar liófst þrumu- veður með eldingum, sem hélst alla nóttina. Þann 4. janúar, þegar eg kom upp á dekk, sáust fjöllin á suðurodda Indlands. Veður var fagurt, líkara og væri um há- sumar heldur en um miðjan vetur. Mættum við fjölda af smáum fiskibátum, 10—15 sjó- milum undan landi. Na^sta dag liélst sama veðurblíðan og við höfðum alt af landsýn, og snemma morguns þess 6. jan. sigldum við inn á ýtri höfnina í Bombay; þá kom sólin upp yfir fjöllin og er það einhver fegursta sólarupprás, sem eg liefi séð. Skipið seig áfram, uns það var dregið í skipakvi eina all-milda. Siðdegis fór eg í land. Margt nýstárlegt bar fyrir augu. íhúatala borgarinnar er á aðra iniljón (1.161 þús.). Klæðaburð- ur fólks er óvenjulegur, meðan maður er að venjast við að Iiorfa á hann. í austur hluta borgdrinnar er fátælcraliverfið, en í hinuni vestari hluta auð- menn og Englendingar, sem búsettir eru í borginni, en flestir um. Þar eru áberandi margir Englendingar. Fagrar bygging- ar blasa við og lystilegir skraut- garðar. Fljót rennur urn borg- ina, Jiétt brúað; nýjasta brúin er frá 1910 og heitir Elgin-brúin og er steinsteypt. Á fljótinu eru bátar hundruðum saman af öll- um mögulegum gerðum, sem fólk liefst við í. Stráþekjur eru yfir bátum þessum. Borgar- strætin eru frekar mjó og eru gangstéttar tveim felum liærri en gatan. Þannig er þetta þó eigi i fínni hluta borgarinnar. Daginn, sem við komum til borgarinnar,. var liellirigning síðari hluta dags, en daginn eft- ir, þann 27. des., var indælis veður, nema lielst til heitt. Hafði eg' þá nægan tíma til þess að sjá mig um. Alstaðar rakst eg á ökuþóra (Rickskaw), sem buðu mér í kerrur sínar; þeir vilja lielst ekki að maður tylli niður fótunum. — Þann 28. des., kl. 3 e. m., héldum við enn af GIBRALTAR

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.