Vísir Sunnudagsblað - 29.05.1938, Síða 8
8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
UMHVERFIS JÖRÐINA.
Frli. af 5. síðu.
að til beggja lianda breiddi sig
fagur furuskógur. Kl.3 siðdegis
komum við að bryggju í Pan-
ama. Þar stóð þá yfir einskonar
þjóðhátíð (carneval), svo að
mikið gekk þar á; fólk alt í
skrautbúningum og lék lausum
hala. Þaðan héldum við kl. 8
um kvöldið. Veður var hið
besta alla leið meðfram strönd-
um Mið-Ameríku-ríkjanna, og
þann 6. mars komum við til
San Pedro, sem er hafnarbærinn
við Los Angeles í Californiu.
Staðið var við í 30 stundir. Um
þær mundir voru þar flóðin
miklu.
Héldum við nú áfram, uns
við sáum rauðu stöplana á Gold-
en' Gatc-lirúnni. Þá fór eg nú
að þekkja mig aftur. Höfðum
við alls farið 26.442 sjómílur
og verið á ferðinni í eitt hundr-
að og tíu daga og átt viðstöðu
í tutlugu og tveimur liöfnum.
Eg fór í land í San Francisco,
heima, en skipið hjóst í aðra
ferð.
Þetta skrifaði eg upp á leið-
inni að gamni mínu, og er það
eins og nokkurs konar „logg-
hók“. Veðrið er oft nefnt, því að
á sjónum skiftir það svo miklu
máli og maður hefir það stöð-
ugt í liuga. Hér er skýrt frá
eins og fyrir har, og er þvi efn-
ið ekki skemtilegt, en blátt á-
fram veruleiki, eins og hann her
hásetanum að hendi. Mörgu
hefði verið hægt við að bæta, en
það hefði orðið jafn óskemti-
legt, og sleppi eg þvi að þessu
sinni.
"■■■■■■■■ ■■■■■■■■>
ÞETTA KVENFÓLK!!
2 vinkonur liittust. „Eg hélt,
að þið Ella væruð ósáttar?“
„Já — en eg sættist við liana
í gær, til þess að fá hana til
þess að segja mér, livað hún
Hildur hefði verið að segja um
mig“.
FULLUR EFTIRVÆNTINGAR
Karl litli datt i tjörnina og
kom heim hlautur, kaldur og
skjálfandi. „Snáfaðu undir eins
i rúmið“, sagði pabbi hans, „en
þegar þér er orðið heitt, færðu
liýðingu!“
Yngri bróðir Karls, sem var
í sama rúmi, sagði eftir dálitla
stund: „Svona, nú er lionum
orðið heitt!“
LÉT EKKI STINGA UPP 1 SIG
Billinn sat fastur i for, og bíl-
stjórinn var alveg ráðalaus.
„Nú verðið þér að láta naut
draga yður upp úr“, sagði flaklt-
ari nokkur háðslega um leið og
hann gekk framhjá.
„Já, haldið þér að þér vilduð
gera svo vel?“ svaraði bilstjór-
inn.
ENGIN VEIKI.
„Eg held að maðurinn mmn
hafi einhverja slæma veiki,
herra læknir. Oft, þegar eg er
að tala við liann, tek eg alt í
einu eftir því, að hann hefir
eklci heyrt orð af því, sem eg
var að segja.“
„Það er engin veiki, kæra frú,
það er náðargáfa“.
Á VEIÐUM.
„Jæja, hvernig þóttu þér
veiðarnar?“
„Æ, blessuð minstu elcki á
það! Eg hitti tvo kunningja
mína!“
9 9“
......
„Já — Magnús í hnéð og Her-
mann i öxlina!“
ÞARNA KOM ÞAÐ!
„Þegar eg er húinn að sitja
við skriftir langt fram á nótt“,
sagði ungl skáld við vin sinn,
„þá er mér alveg ómögulegt að
sofna!“
„Eg kann einfalt ráð við þvi
—lestu liara yfir það, sem þú
ert búinn að skrifa ....“
BANNAÐ!
Kennarinn liafði gefið nem-
endunum það verkefni að lýsa
veggfóðrínu heima hjá sér fyrir
næsta tíma. í bókinni lians Pét-
urs litla stóð aðeins: „Pabbi
bannaði mér það“.
ANNAÐHVORT — EÐA.
„Mér sýndist, Hans“, sagði
faðirinn, „að hann litli bróðir
þinn sé að borða litla eplið en
þú það stóra!. Léstu liann velja
sjálfan?“
„Auðvitað, pabbi,“, svaraði
strákur. „Eg sagði við hann:
„Hvort viltu heldur litla eplið,
eða ekkert“ .... nú, hann vildi
heldur það litla ....!“
ÞÉR VESALINGS, VESA-
LINGS FUGLAR.
Maður nokkur gekk sér til
skemtunar með syni sínum í
lystigarði borgarinnar. Alt í
einu spurði snáðinn:
„Pabbi, hvaða fuglar eru
þetta, sem synda þarna á tjörn-
inni ?“
„Það eru svanir, drengur
minn“.
„Aumingja fuglarnir!“ sagði
drengurinn með meðaumkun.
„Af hverju segirðu það?“
„Að þurfa að þvo svona lang-
an háls á hverjum degi.“
SÁ LAGLEGASTI.
Mjög andrík heldri kona átti
eitt sinn tal við nokkra karl-
menn. „Eg játa það“, sagði hún,
„að lcvenmenn eru yfirleitt hé-
gómlegri heldur en karlmenn.
Til dæmis sé eg, að hálsbindið
er skakt á þeim laglegasta ylck-
VÍ SIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(GengiS inn frá Ingólfsstræti).
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
ar. Það gæti aldrei gengið hjá
okkur kvenfólkinu“.
5 karlmenn voru viðstaddir
og allir gripu þeir til hálsbind-
isins.
ÓMÖGULEGUR!
Leiksviðsstjóri nokkur í
Ilollywood hitti yfirboðara sinn
og sagði við hann:
„Eg er búinn að fá ágæta
liugmynd!“
„Nú — og hver er hún?“
„Eg ætla að kvikmýnda lif
Lindherglis“.
„Agætt! En hver á að leika
Lindbergh?"
„Látið yður ekki bregða:
Lindbergh sjálfur!“
„Þér eruð víst ekki með öll-
um mjalla! Hann er alls ekki
rétti maðurinn í það hlutverk“.
HiM
p-^x-x-
: :
ÞEGAR JAPANIR NÁLGAST
Ibúarnir í kínverskri borg á flótta, af ótta við innrás japanska hersins.