Vísir Sunnudagsblað - 21.08.1938, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 21.08.1938, Blaðsíða 6
6 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin | SÉRFRÆÐINGAR í | I GJALDEYRISSMYGLI. 1 nmmmmmmmmmmmim. Hvergi í lieiminum er toll- gæsla og önnur landamæra- gæsla eins ströng og i Þýska- landi, og það á hæði við um þá, sem fara úr landi og þá, sem ferðast inn í landið. Þrátt fyrir alla varúð liefir þó ýmsum rík- um Þjóðverjum tekist að smygla fé sínu úr landi, og skal hér sagt frá fáeinum atvikum. Maður einn tók- peninga sína smám saman út úr bankanum, þar sem hann geymdi þá, og kevpti platínu fyrir þá jafnóð- um. Síðan lét liann með mestu leynd smíða allskonar verkfæri úr platínunni, hamra, skrúf járn o. þ. li. og léij þau síðan í verk- færakistuna á bílnmn sínum. Síðan ók hann af stað til landa- mæraima, og er þangað kom, voru þau orðin öll útötuð í olíu og feiti, svo að tollvörðurinn leit ekki við þeim, er hann gerði leit að fjármunmn í vagninum. Á þenna hátt tókst Þjóðverjan- um að koma öllum fjármunum sínum úr landi, þrátt fyrir alla árvekni af liendi landamæra- varðanna. IÞá skal sagt frá forstjóra stálverksmiðju einnar í Ber- línarborg. Hann auglýsti í nasistablaðinu Völkischer Beo- bachter eftir einkaritara og átti að senda tilboð á afgreiðslu blaðsins. En dagimi, sem aug- lýsingin birtist í blaðinu, kom hann á auglýsingaskrifstofu þess, sagðist þurfa að fara áríð- andi verslunarferð til Sviss og bað blaðið um að senda tilboðin á eftir sér. Síðan greiddi hann 4 mörk upp í burðargjaldið og fór til Sviss. Þrem dögum síðar sendi blað- ið um 400 tilboð á eftir forstjór- anum. Tveim hundruðum þeirra henti liann í pappírskörf- una, er hann hafði atliugað ut- anáskriftina, en úr hinum um- slögunum tók liann 100 þúsund mörk. Hann liafði því notað op- inbert málgagn stjórnarinnar til aðstoðar við smyglið, en póst- þjónarnir höfðu ekki rannsakað bréfaböggulinn, því að hann bar stimpil blaðsins! Þriðji Þjóðverjinn, sem nú skal frá sagt, var enn hugvits- samari. Hann fór til lögmaims eins í Berlín og bað liann að geyma fyrir sig erfðaskrá sína innsiglaða. Á mnslagið stóð skrifað: „Inhsiglið má aðeins .illilllllllllllllllllllllilllllllllllii brjóta að mér látnum. N N.“ — Fáum mánuðum síðar fór mað- urinn til Sviss og dag einn kom hann að máli við þýska sendi- herrann í Bern. Sagði hann, að liann þyrfti nauðsynlega að bæla einu alriði við erfða- skrána, en heilsu sinni væri þann veg farið, að hann þyldi ekki hina löngu ferð til Berlín- arborgar. Væri nú ekki sendi- herrann fáanlegur til að taka erfðaskrána með sér, er liann færi næst til Berlínar? Sendi- herraiin lofaði því, og fékk um- boð Þjóðverjans til að sækja erfðaskrána- Skömmu síðar fór Iiann í embættiserindum til Ber- línar og sótti þá jafnframt skjalið. Þegar hann kom aftur til Bern aflienti hann Þjóðverj- anum það, en liami fór með það og lét ekki sjá sig aftur hjá sendiherranum. í innsiglaða umslaginu hafði nefnilega ald- rei verið erfðaskrá, heldur um 10 þús. sterlingspund í erlend- um gjaldeyri, og sendiherrann hjálpaði sjálfur til að koma honum úr landi. Fyrir nokkurum mánuðum var öllum þeim lieitin uppgjöf saka, er liefði smyglað fé úr landi, með þvi skilyrði, að þeir flytti féð aftur iim í landið. Var mömium veittur tveggja mán- aða frestur til að kippa þessu í lag. Dag einn kom svo Þjóð- verji nokkur inn í Rikisbank- ann og játaði að hann hefði komið 50 þús. mörkurn úr landi og sett á vöxtu á banka í Zurich í Sviss. — Bankaþjónarnir sögðu honum að gefa þýska konsúlnum i Zurich umboð til að taka peningana úr bankan- um og senda þá til Þýskalands- — Það er ómögulegt, svaraði maðurinn. — Eg verð að sækja peningana sjálfur. Varð það að lokum að ráði, að lögreglu- maður úr Gcstapo (pólitisku lögreglunni) fór með mannin- um til Zúricli. Þeir óku í bíl, sem föður- landsvinurinn átti, sem hafði játað hrot sitt. Það gekk ágæt- lega að komast yfir landamær- in, þvi að engin leit var gerð, þar sem lögreglumaðurinn var með í förinni. Þegar komið var alllangt inn fyrir landamæri Sviss og eng- inn svissneskur lögregluþjónn í augsýn, stöðvaði Þjóðverjinn BREYTINGAR Á KVENTÍSKUNNI. Ivventískan breylist frá ári til árs og eru mjög skiftar skoð- anir um, hvort ýmsar þær breyt- ingar eru til batnaðar eða ekki. Fyrir nokkrum árum voru kjól- arnir svo stuttir, að þeir náðu rétt niður undir hnéin, og get- ur það ekki talist hentugur klæðnaður fyrir aðrar stúlkur en þær, sem liafa lýlalausa kálfa og eru t. d. ekki hjólbein- óttar. Nú síðustu árin liafa kjól- arnir verið síðir, en samkvæmt fregnum frá París verður alger breyting í þessu efni. „Ivonur, sem kunna að klæða sig, nota stutta lcjóla“. Á ölluin samkom- um undir berum himni úir og grúir af ungum stúlkum í kjól- um, sem ná rétt niður að hnján- um og á tískusýningum í París er sama máli að gegna. Hér að ofan birtast myndir af slíkum klæðnaði. Önnur mynd- in sýnir kjól og treyju úr bláu silki-„crepe“, með áprentuðum hvitum rósum og pípulegging- um á kjólnum og treyjunni. — Bai'ðastór hattur er notaður við búninginn. Hinn kjólhnn er einfaldur að gerð og hneptur að framan líkt og kápa. Hann er úr dökkbláu efni með hvítum blómum á- festum, og er léttur og þægi- legur og lientugastur sem sum- arkjóll. bilinn og skipaði lögreglumann- inum að liypja sig út úr þegar i stað. Síðan sagði liann hon- um með hæðnisröddu að fara aftur til Þýskalands og segja yfirvöldunum, að hann hafi lijálpað lil að smygla 250 þús. rikismarka úr landi. Sagan um hankann i Zúricli og peningana þar, var auðvitað uppspuni frá upphafi til enda- Þjófa-verkfall. Svo bar til einhverju sinni ekki alls fyrir löngu, að lögregl- an í Damaskus „móðgaði“ þjófafélag eitt mikið þar i borg- inni. Iiugðu forsprakkarnir mjög á hefndir, lióuðu saman fundi og samþyktu ályktun þess efnis, að leggja niður vinnu um stundarsakir, þ. e. fremja hvorki rán né þjófnað né neina aðra stórglæpi meðan á lyktunin væri í gildi. Bjuggust þeir við, að með þessu gæti þeir náð sér niðri á lögreglunni! Mundi henni verða brugðið um ódugnað, er engir sökudólgar væri dregnir fyrir lög og dóm, sakir alvarlegra glæpa. En af- leiðingin af þvi myndi verða sú, að margir lögregluþjónar yrði reknir úr störfum sínum. — Síðan liófu þeir verkfalhð og stóð það í magar vikur, en þess er ekki getið, að lögreglunni liafi orðið það að meini.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.