Vísir Sunnudagsblað - 17.09.1939, Side 2

Vísir Sunnudagsblað - 17.09.1939, Side 2
VÍSIft SUNNUDAGSBLAÐ 2 ÞÆR ÆTLUÐU AÐ VER.TA FÖÐURLANDIÐ ----- Myndin er af kvennadeikl í Albaniulier Zoí<s fyrrverandi konungs. sem lieitstréngdi að verja Albaniu fyrir hverskonar utanaðkomandi Iiættu. — Nú er Albania orðin ítalskt leppriki og kvennadeildin ekki lengur til. stutta þögn. „Eg vil að þú vitir það á undan öllum öðrum. Það er um eina uppfundninguna 'inína, þessa, sem eg Iiefi verið að vinna við i heilt ár —“. Hún stóð alt í einu fyrir framan hann, — háreist og hnakkakert, með krepta hnef- ana, augu hennar leiftruðu: ,iUppfundningarnar þínar.“ — hrópaði liún bálvond. „Minstu ekki á þær! Nefndu þær ekki! Að þú skulir ekki skammast þín - að liggja svona í lefi og ómensku, þú sem he'fðir getað orðið —. Og þú talar um að vera ákveðinn! þú, þú sem lætur bjóða þér alt, heignll!“ Hún snéri sér undan, faldi andlitið í höndum sér, og fór að gráta. Rétt á eftir voru dyrnar opn- aðar og Eyvindur kom inn, all- ur snjóugur frá hvirfli til ilja. Hann staðnæmdist lítið eitt og leit rannsakandi á Harald og Önnu; svo skelti hann hurðinni aftur. — Þetta var liár og þrek- inn maður með festulega and- litsdrætti, en nokkuð viðsjár- verðan augnasvip. „Jæja, Halli karlinn", sagði hann, og leit fyrirlitlega á fé- Iaga sinn. „Svo þú hefir komið önnu til að gi’áta! — En mætti eg nú hiðja þig að hverfa sem skjótast og láta liana svo í friði hér eftir! Þarna eru dyrnar!“ Haraldur stóð kyrr litla stund og horfði á æskuvin sinn. Það kom nú' fyrir hann í fyrsta sinn á æfinni að hann langaði lil að slást! Já, hann hreint og beint kitlaði í hendurnar effir að sýna þessum þokkapilti hvar Davíð keypti ölið! — En svo varð honum litið á önnu. Anna grét. Hann var víst búinn að véra henni nógu mikið til ama, j)ó hann bætti nú ekki gráu of- an á svart með þvi að fara að luskast við Eyvind. — Hann tók vindjakkann sinn af nagla á veggnum og fór í hann. — Þá rétti Anna alt i einu úr sér, þurkaði sér um augun á erminni sinni, og sagði með rödd, sem ekki þokli mótmæli: „Við förum lika, Eyvindur! Eg vil ekki vera hérna ein með þér í nótt!“ Eyvindur rauk upp: „Já, ein- mitt — svo Jiú vilt ekki , þú heldur með honum! — Nú það er svo sem ekki í fyrsta skifti! Eg skal — „Það verður eins og eg segi!“ sagði Anna nokkuð fastmælt. „Við verðum samferða niður eftirj“ Eyvindur maldaði eitthvað í móinn, en hún lilustaði ekki á það, heldur bjó sig í snatri. Að síðustu tók hún vatnsfötuna og skvetti úr hénni í arininn, svo eldurinn sloknaði og dimt varð inni. Það var mikið tekið að skyggja, enda var þetla í febrú- ar og dagar enn stuttir. Þau spentu á sig skíðin fyrir utan og Anna rendi sér fyrst af stað. Haraldur varð lítið eitl á eftir, én Eyvindur síðastur, |iví hann þurfti að loka kofan- um. Það var allgott skíðafæri, þunl lag af lausamjöll ofan á mátulega þéttum snjó. Lágar brekkur lágu af hálendinu nið- ur á brúnina yfir dalnum, en niður í bygðina var bara fært á einum stað, nefnilega eftir Vörðulág. Alstaðar aunarsstað- ar voru hengiflug og ófær ketta- skörð. Rétt fyrir ofan Vörðulág var varða allmikil og var það- an ekki vandratað í lágina. Ilaraldur og Anna rimnu sanddiða jiegar kom niður und- ir vörðuna. Alt i einu geistist Eyvindur framhjá þeim. Hann hrópaði yfir öxl sér til Önnu: „Svona, reyndu að lialda eitt- hvað áfram, manneskja! Eða kannske þú sért orðin hjartveik, eins og sumir!“ Haraldur skyldi sneiðina og lieit á jaxlinn. En liann lierti ekki ferðina. Anna rendi sér frá honum, og hann lét það ske. Það var honum fróun að verða einn, úr því svona var komið. Lognhríðin var dimm, og myrkrið bættist við. Anna livarf á svipstundu. — En þegar hann kom að vörðunni stóð hún þar og beið eftir honum. „Eyvindur er bara horfinn“, sagði hún og var eitthvað und- arleg í málrómnum. „Og mig langar ekki til að vera ein á ferð i ])essu myrkri!“ Ilaraldur nam staðar hjá henni. Það var orðið ákaflega dimt. Eitt augnablik fanst hon- um hann vera dálítið viltur, en svo áttaði liann sig undir e'ins. Leiðin ofan í Vörðulág var þarna vestan við þenna stóra fitein, sem grilti i rétt hjá þeim. „Jæja, þá er hest að halda af stað!“ sagði Anna og rendi sér fram hjá lionum — en í alt aðra átt én j)á réttu! Haraldi taldist til að hún stefndi rétt í austur. „Anna! Anna! — Hvað ertu að fara?“ Hann rendi sér á eftir benni og ætlaði að stansa liana. „Fara?“ sagði Anna undr- andi, án þess þó að hægja á sér. „Auðvitað niður í lágina“. „Þetta er ekki leiðin i Vörðu- lág, Anna. Ef við höldum áfram í þéssa átt, förum við, fram af Efragils-björgunum!“ „Vertu nú ekki að neinu bulli. Halli minn!“ sagði hún alvar- lega og liélt áfram sína leið. Á næsta augnabliki var liann við hlið liennar og stansaði hana. — „1 öllum bænum, Anna, hvað er þetta; ertu orðin svona vilt! — Þú hlýtur þó að vita, þegar þú hugsar þig um, að ])að ér ekki þessi leið, sem við eigum að fara! Svo oft liöf- um við nú verið á þessum slóð- um!“ Ilún horfði á liann drykk- langa stund; augu liennar glitr- uðu í myrkrinu. Svo sagði hún með hægð: „Eg veit að það ér þessi leiðin. — Hvað er það sem þú hefir eiginlega í hyggju, Haraldur?“ „Hamingjan hjálpi þér, Anna! Þú grunar mig þó ekki um — ! — Þessi léið — liggur til dauðans, Anna!“ „Væri það þá svo voðalegt?“ Rödd hennar var köld og háðs- leg: „Nei, eg gruna þig víst ekki um nein stórræði! — En þetta liérna er nú rétta leiðin og hana fér eg. Þú getur bara snúið við aftur og gist í kofanum í nótt, ef þú ert hræddur!" Hann fann vel broddinn í orðuni hennar, en nú var hvorki stund né slaður til að móðgast. Hún var þegar rokin af stað aft- ur, og náði lienni ekki fyr en eftir nokkrar mínútur. Þégar hann greip í handlegginn á lienni stansaði hún og leit á hann; það voru tár í augunum á henni. „Halli minn“, sagði hún raunalega og reiðilaust. „Mikið leiðist mér að þú skulir vera svona mikill auðnuléysingi, en allra verst er að þú skulir vera heigull líka. Mér hefði annars getað þótt svo vænt um þig“. „Hlustaðu nú á mig, Anna: það verður að hafa það, að þú trúir á mig öllu il'lu, þó mig taki það sárl. En lofaðu mér að ininsta kosti að koma fyrir þig vitinu, svo þú álpist ekki fram af Efragils-björgunum! Eg veit að þessi leið liggur þangað." Hún þagði um stund og starði á hann; þau voru svo nærri hvort öðru að lionum fanst liann finna ylinn frá andar- drætti hennar. Svó sagði hún lágt: „Veistu nema eg viti það

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.