Vísir Sunnudagsblað - 17.09.1939, Síða 8

Vísir Sunnudagsblað - 17.09.1939, Síða 8
8 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Tarzan-tvíburarnir np.33 I'2í'ar flóttamennirnir sáu, aö þeir voru umkringdir af mannætun- um gátu þeir fyrst hvorki lirært legg né lið af ótta. En Nonni rank- aði fljótt við sér: „Eigum við að verjast?“ lirópaði hann. — „Já“, í varaði Kalli og spurði svo blökku- mennina tvo, sem með þeim voru: „Berjist þið með okkur?“ „Ef þeir liandtaka okkur, þá mun- um við deyja“, svaraði Ulcundo, „ef við berjumst, þá föllum við. Hvað, sem við gerum, þá deyjum við, en það er betra að falla fyrir spjóti, en drepast í kjötpotti“. Bu- lala samsinti þessu og flóttamenn- irnir bjuggust til þess að berjast gegn 10 sinnum fleiri mannætum. Nonni lagði ör á streng, og ætlaði að skjóta einn af fjandmönnun- um, en þar sem liann var ekki vön bogskytta, féll örin máttlaus niður á miðri leið. Mannæturnar lilóu háðslega og tóku undir sig stökk í áttina til bráðarinnar. Þá ætlaði Kalli að skjóta, en hon- um tókst ekki betur. Hann gætti jjess ekki að bogastrengurinn átti að falla í litla gróp í enda örvar- innar, svo að jjegar hann slepti strengnum féll örin til jarðar við fætur hónum. Það var auðséð, að ekki yrði mikið, um varnir. En til allrar hamingju fóru ekki allir svona lclaufalega að. Ukundo var góð slvytla og í hvert skifti, sem hann lét ör fljúga af streng, hæfði hún markið og það var altaf það sama: Bagalla-mannæta. Það var auðséð að fjandmönnunum stóð hinn mesti stuggur af dvergn- um. Þá námu þeir staðar. Þeir skóku vopn sín og hrópuðu ákvæðisorð til flóttamannanna. „Hvers vegna skjóta þeir ekki?“ spux-ði Kalli. „Þeir vilja handsanxa okkur lif- andi“, svai-aði Bulala. „Bx*áðlega“, sagði Ukundo, „munu þeir sækja að okkur frá öllum hliðum. Þá yfirbuga þeir okkur“. En drengirinir urðu ekkert von- daufari við þessi oi*ð. Þess i stað fundu þeir upp heróp fyrir sig: „Lifi Tai*zan!“ Nonni varpaði bog- anuxn frá sér og tók. fastai’a um spjótið. „Eg hefi aldrei haft gam- an af að leika mér að bogum og örvurn", .sagði hann. Eins og gefur að skilja voru mannæturnar gramar yfir flóttan- um. Með ægilegum ópum í'éðust þær nú að flóttamönnunum. „Þar koma þeir“, sagði Kalli, „vertu sæll, Nonni“. „Verlu sæll, Kalli, svaraði Nonni, „láttu þá ekki ná þér lifandi". „Aumingja mamma“ sagði Kalli i hálfunx hljóðunx. En Kalli hafði varla slept orðinu, er liann sá stóran hóp blökku- manna koma út úr skógarþykn- inu. „Þarna koxna fleiri af þessunx fínu herrum“, sagði hann. „Þeir eru ekki Bagallar“, hrópaði Ukundo, og grét af gleði. „Þeir ei*u af Waziri-stofninum, sem er í bandalagi við Tarzan, hinn mikla konung frumskóganna“. En hvar var þá Tarzan — hann var hvergi sjáanlegur. Þegar Bagallarnir sáu komumenn gleymdu þeir alveg erindi sínu, tóku til fótanna og flýðu senx mest þeir máttu. En Waziri-inennirnir sendu öi'vadrífu á eftir þeim og í’áku flóttann um stund. l i. K „Okkur er borgið! Okkur er borg- ið!“ lirópaði Kalli. „Eg get varla trúað þvi“. Er hann hafði sagt þetta var skyndilega gripið utan unx drengina með lieljartaki. Það voru kafloðnir, vöðvamiklir hand- leggir, sem héldu þeim. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.