Vísir Sunnudagsblað - 21.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 21.07.1940, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ að sjá, hvað Ófeigur dygði. Nær fulldimmu um kvöldið náðu þeir undir svo nefnda Krossnesbala norðan Trékyllis- vikur. Var þá bæði lýsi og lifur þrotið, enda hafði Ófeigur ekk- ert áfall beðið. Lengra varð ekki komist, því að þá kom norðan rok út af Norðurfirði, en það var beint um hnífil til lendingar þar í firðinum. Norð- urfjörður er norðasta bygðar- lag Trékyllisvíkur. Eina úrræðið var þvi, að leggjast þar í fjarðarmynninu, og bíða þar til veðrið lægði, en það varð ekki fyrr en með næstu birtingu. Skipið lá þarna fyrir utan-stórsjó og innan-roki. Frostið var svo mikið, að alt sýldi, sem sjór rauk á. Nokkur ísmulningur var þar líka á reki, svo að stöðugt varð að hafa gát á, að jakar rækjust ekki á skip- ið; var þeim ýtt frá með krók- stjökum ef gerðist þeir of nær- göngulir. Skipverjar tjölduðu seglun- um yfir skipið til þess að geta notið þar nokkurs skjóls, sem þó varð litt til bóta, því að bæði sjódrif og fannkoma dundi á tjöldunum, en stórveðrið lamdi þau og hristi, svo að illvært. var undir þeim fyrir krapleka, enda sagðist þeim svo frá síðar, að sú nótt hefði verið ein bin kaldasta og ömurlegasta, sem þeir hefðu lifað. Líka liafði það sín áhrif, að enginn þeirra hafði neins matar neytt siðan úr landi var farið, sökum las- leika, enda hafði aldrei verið verulegur matfriður. Með morgninum slotaði veðr- inu og birti i lofti. Var þá létt og tekinn andróður inn fjörð- inn. Tveir hásetanna voru þá svo þjakaðir, að þeir voru því nær ósjálfbjarga. Guðmundur var jafnan van- ur að hafa með sér nýmjólkur- brúsa í hverja leguferð og nú var það 8 potta glerflaska. Menn bans höfðu ekki kært sig um mjólkina fremur en annan mal það sem af var ferðinni. Nú vill hann, að piltar sinir bergi á mjólkinni, en er til skal taka, er krap eitt í pytlunni. Hann rak þá trétein til botns í flöskuna og náði síðan svolitl- um mjólkurseitli handa bverj- um ræðara, sem hann belti í munn þeirra, þar sem þeir sátu við árina. Eftir hartnær kluklcustundar róður náðu þeir lendingu i Norðurfirði; fengu þeir þar góðar viðtökur og aðblynningu, enda lirestust þeir allir bráð- lega, og engum þeirra varð meint af vosinu og slarkinu. Endaði svo ferð þessi slysalaust og eftir hætti hamingjusam- lega, þótt harðsótt væri. Skip- verjar héldu síðan hver heim til sín, en skildu skipið eftir í Norðurfirði. i Þótt leguferð sú, sem getið var um hér að framan yrði ekki arðsamari en raun varð á, vildi Guðmundur þó ekki gefast upp við svo húið. Á þriðjudagsmorguninn síð- astan í vetri lagði liann aftur af stað á landi með liáseta sína hina sömu leið til Norðurfjarð- ar, því þar hafði Ófeigur verið síðan þeir tóku þar land siðast, samkvæmt áður sögðu. Þaðan bjuggust þeir svo í 'leguferð sama dag. Guðmundur samdi þá við Magnús Hannibalsson um það, að hann dragi Ófeig til miðs og héim aftur, yrði því við komið. Var svo lagt af stað síðla dags, en er kom norður á mið það, er Kaldbakshorn nefndist, sýndist Guðmundi ráð að leggj- ast. Þar er um 70 faðma dýpi. Magnús liélt lengra austur á flóann og lagðist á nýræðu dýpi. Skömmu eftir að lagst hafði verið, varð hákarls vart, en með næsta aðfalli herti svo straum, að vart fanst hotn, þótt sökkur væru þjmgdar um lielming eð- ur meira,og færi Iengd að sama skapi. Tók þá hákarl undan að mestu. — Það skal tekið fram, þeirra vegna, sem ókunnir eru hákarlaveiðum, að hákarl fæst ekki nema um liggjanda (flóð og fjöru) eður i væga strauma, nema að hann sé þvi óðari, sem kallað er. Þannig gekk um nóttina og miðvikudaginn, að með liggj- öndum og útföllum fékststrjáln- ings hákarl, en tók undan með austurföllum. Aðfaranótt fimtudagsins fór að líta vindlegar út. Á fimtu- dagsmorguninn kom Magnús austan að. Ófeigsmemi liöfðu tal af lionum. Kvaðst hann vera lasinn, og vildi því leita til lands, enda lilist sér veðurútlit ekki trygglegt. Bauð hann þá Guðmundi að taka hann með, ef hann vildi verða samferða. Hann kvaðst myndi hafa um 40 tunnur lifrar. Ófeigs- menn kváðust liafa um 12 tunn- ur lifrar og nokkurn hákarl. Skipverjum á Ófeig þótti það ærinn aflamunui’, og vildu því sumir þeirra láta Magnús fara sína leið, en létta, færa sig dýpra og reyna hvort ekki bætt- ist úr aflanum; aðrir vildu fylgjast með Magnúsi, enda færi veður versngndi, og vindstaða væri svo þver, að ósýnt væri um landtöku, að minsta kosti þeim megin flóans. Biðu menn svo úrskurðar formannsins. — Hann taldi, að ráðlegast myndi að fylgjast með Magnúsi, þó afli væri ekki méiri, því sér litist svo á loft og sjó, að óvíst væri hvort liins betra væri að bíða, öllu fremur hins gagnstæða. Ráði því var svo hlýtt, og létt þegar í stað. Magnús tók Ófeig í eftirdrag, og hélt svo til lands. En er vart var komið á miðja leið, var koniið sunnan bráð- viðri og stórsjór. Gerðist Ófeig- ur þá ærið ranmidrægur, og það svo, að hann sleit hvað eft- ir annað drátlarfesíina; var hún þó allgildur kaðall. Að síðustu var það ráð tekið, að nota hlekkjafestarnar (forlilaupar- ana) fyrir dráttartaug og þær dugðu. Smátt massaðist og hægt gekk, en seint á fimtudagskvöld náðu Jjeir undir svonefnda Fellshlíð, og á Norðurfjörð komust þeir fyrrihluta nætur. En er veður lægði var lialdið heim í Ófeigsfjörð. Nokkrum dögum síðar lagði Guðmundur af stað i þriðj u leguferðina; allir hásetarnir voru hinir sörnu og verið höfðu i hinum ferðunum. Guðmundur hafði samið við Magnús Hannibalsson um að draga Ófeig lil miðs og aftur til lands, ef ástæður leyfðu; var því fyrst haldið til Norðurfjarð- ar. Á leiðinni þangað var lent á Seljanesi eftir Guðjóni Jóns- syni. Hann var fátækur og átti margt ungra barna. Þau fylgdu föður sínum til sjávar. Guð- mundur segir þá við menn sína: „Hér skulum við bæla nokkru við seglfestuna, piltar. Lálið Júð steina út í. Því var lilýtt. Með- an á Jrví stóð fór Guðmundur í skrínu sína, og tók til brauð, smjör og kæfu lianda börnun- um, og skar ekki við nögl. Lík- Iegt er að góðgerðir þær hafi verið vel Jiegnar, Jiví tíðum var „vorljótt“ hjá fátæklingum á J>eim árum. Enda ekki ólíklegt, að Guðmundur liafi J>ekt vor- svengd af eigin raun, frá ung- dómsárum sínum, ef trúa má munnmælum kunnugra. Frá Seljanesi var svo lialdið til Norðurfjarðar. Þar vai’ Magnús ferðbúinn. Tók hann Ófeig i eftirdrag eins og ráð var fyrir gert. Nær liádegi þótti Guðmundi komið hæfilega langt og lagð- ist, en* Magnús hélt nokkru lengra norðureftir og lagðist þar. Allan J>ann dag var veður stilt og gott, en tregt var um hákarl; eitthvað fengu þeir Jm>. Með kvöldinu gerði snarpan HÚN MEIDDI SIG. — Pauletta Goddard notar lilla bifhjólið sití ennþá, enda þótt hún hafi einu sinni dottið ;á þvi og meitt sig.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.