Vísir Sunnudagsblað - 21.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 21.07.1940, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 noröan strekking með hörku- frosti. Létu hásetarnir þá á sér skilja, að ráðlegast myndi að létta og halda til lands, ferð sú myndi ekki til fjár. En for- manni leist annað. Hann kvaðst vilja létta, vinda á segl og slaga austur og fram af Drangaskörð- um. Að sjálfsögðu réði liann. Var svo létt og slagað norður eftir um nóttina, og komist á mið það, sem Guðmundur á- kvað, og lagst þar. Geta má þess, að áður en vín- bannslögin gengu í gildi, árið 1912, var Guðmundur jafnan vanur að liafa með sér lítið eitt af brennivíni, sér og mönnum sínum til hressingar, er honum þótti þörf á vera, en gætti þó jafnan hófs. En eftir að bann- lögin gengu í gildi var örðugt, og oft jafnvel ómögulegt að eignast víntár. En nokkuð löngu fyrir þann tíma voru menn farnir að hafa með sér i legu- ferðir tæki til að liita kaffi. Tal- ið er, að Guðmundur hafi verið upphafsmaður að þeirri nýj- ung. í þetta sinn höfðu þeir frænd- urnir, Pétur og Eiríkur, ein- hvernveginn náð i sína koniaks- flöskuna hvor, og höfðu þær með sér í leguna, svo að ekki var á annara vitorði en þeirra tveggja. Komið var undir sólarupp- komu, er þeir lögðust á Dranga- skarðamiðinu. Var þá skip og reiði alsýlað þar, sem sjór hafði rokið á. Þeir urðu bráðlega hákarls varir, og höfðu góða stanglings viðkomu um daginn, svo og næstu nótt. Höfðu þeir þá fylt lifrarkassann, sem tók 14 tunn- ur. Nokkuð höfðu þeir þá og skorið inn i skipið af hákarli. Var þá komið logn og besta veð- ur. Var þá liitað gott kaffi. Hvislar Pétur þá að Eiríki frænda sínum, að nú sé lientug- ur tími til að taka tappann úr annari boklíunni. Þeir gerðu það, og laumuðu drjúgum skerf í bolla formannsins, svo og allra hinna. Þetta kætti svo hugi manna, að sólskinsbrós virtist ljóma á hverju andliti, ekki síst gömlu mannanna. Guðjón frá Seljanesi, þá nokkuð við aldur, var lcátur karl og spaugsamur. Þegar þeir nú voru að sötra kaffið, segir Guðmundur: „Þykir þér ekki þetta kaffi ó- vanalega gott, Guðjón?“ ,,.Tú“, segir Guðjón, „það er hreinasta sælgæti.“ „Veistu þá af hverju það er svona gott?“ segir Guð- mundur. „Nei, hvernig ætti eg að vita það?“ segir Guðjón. — „O, það er af því, að það var brent í smiðju, karl minn“, seg- ir Guðmundur. „Jæja,“ segir Guðjón, „þá vil eg helst aldrei annað kaffi drekka, en það, sem smiðjubrent er, fyrst það fær slíkt blessað bragð við þá með- ferð, lagsmaður. Að þessu var gerður góður rómur, og liinir yngri menn hlógu dátt að spaugi og fyndni karlanna. Er hér var komið sögunni, sáu þeir liafís allmikinn dýpra frá sér til austurs. Hann nálg- aðist landið því meir, sem norð- ar dró, og virtist vera á reki inn flóann. Logn var þá og sjó- leysa, en hákarl tekinn undan. Sást þá livar Ingólfur kom brunandi norðan að. Hásetar á Ófeig hafa þá orð á því, að lieppilegast muni vera að lialda nú heimleiðis. Guðmundur seg- ir, að fyrst vilji hann finna Magnús sinn. Lætur hann þá leysa upp, og leggja að Ingólfi. Guðmundur fór svo um borð í Ingólf og hafði með sér ein- hvern glaðning handa Magnúsi. Formennirnir hurfu báðir und- ir þiljur, en bæði skipin biðu kyr um stund. Eftir stundar- korn komu formenn aftur á þiljur, og sögðust hafa kom- ið sér saman um að halda norður í Reykjafjarðarál. Hann er austur af Geirólfsgnúpi. Ing- ólfur dró Ófeig. Er þeir þóttust vera komnir nógu langt, lögð- ust bæði skipin. Samtimis því er lagst var, var hitað kaffi, og er það var drukkið voru þrír liákarlar komnir undir borð á Ófeigi. Þetta skifti svo engum togum, hákarlinn gerðist svo óður, sem þá er þorskur er ör- astur. Á þessu gekk það sem eftir var dagsins, næstu nótt og fram á dag. Ingólfur hafði þá fengið fullfermi lifrar og nokk- uð af hákarli. Magnús bjóst þvi til heimferðar. Guðmundur vildi verða honum samferða og fá hann til að draga Ófeig. Hin- ir yngri mennirnir töldu í að liggja eftir, ryðja hákarhnum, en hlaða af lifur. Ófeigur var vel fær með 50 tunnur, en nú höfðu þeir rúmar 40 og mikinn hákarl. Skipið var orðið hlaðið. Þeir töldu enga ofætlun að róa heim í logninu. Guðmundur af- tók það með öllu og sagði: „Þið eigið ekki þetta veður víst til kvölds, piltar.“ Hann lét svo létta, og Magnús tók þá í togi á eftir. Heim i Ófeigsfjörð munu vera 6—7 vikur sjávar þaðan, sem þeir lágu. Alt gekk að óskurn inn að svonefndum Skerjasundum innan Dranga- vikur. Þaðan munu vera um tvær vikur sjávar inn i Ófeigs- fjarðarlendingu. Drangavik er næsti bær fyrir norðan Ófeigs- fjörð. Er þangað kom, laust alt í einu á suðvestan foraðs veðri, en það er beint umhnífil i lend- ingu. Ingólfur linaði ekkert ferðina, en þá fór að gefa á Ó- feig. Veðrið jókst og ágjöfin jókst. I Ófeigi voru tvær dælur, önnur fyrir aftan lifrarkassann, en hin fyrir framan. Sinn mað- ur stóð við hvora þeirra og dældu af kappi, einnig var aus- ið fyrir framan og aftan kass- ann. Guðmundur kallaði til Magnúsar, en hann heyrði ekki fyrir veðurgný og sjógangi. Hann reyndi þá að gefa merki, en það dugði heldur ekki. Allir höfðu svo ærið að starfa, að engum gafst tóm til að færa hákarl til í skipinu, né að létta honum á því. Guðmundur var tíðum vanur að reka eftir mönnum sínum, en nú lét hann ekkert shkt til sín heyra. Hann liefir þótst sjá, að enginn lá þá á liði sínu. Hann tók öxi og fór fi’am i og sagði: „Segið þið mér til piltar þegar eg á að höggva“. Einn af tápmestu liásetunum, hafði síðar sagt, að í þá mestu þrekraun hafi hann komist, að ausa Ófeig í það sinn. Er inn kom um Hrútey, sem er í mynni Ófeigsfjarðar, dró úr bárunni, svo að liætti að gefa á að mestu, enda voru þá allir að þrotum kornnir. Skömmu síðar lentu þeir i Ófeigsfirði heilu og höldnu og með mikinn og góðan afla, eins og oft að undanförn'u. Þess skal að siðustu getið, að þessi varð hin síðasta leguferð þeirra vinanna og félaganna, Guðmundar bónda Péturssonar og teinærings hans Ófeigs, sem marga bratta báruna höfðu far- ið, og mikla björg flutt að landi undanfarin 40 ár. Hamingjan liafði ávalt verið þeim innan handar, og gerði það ekki enda- slept, svo sem þessi lokaleikur sýndi. Eftir að liætt var að nota Ó- feig til leguferða, mun liann um nokkur ár hafa verið notað- ur til viðarflutninga austur yfir flóann, lil Skagastrandar og víðar, og ef til vill inn í Hrúta- fjörð og Bitru. I Teinæringurinn Ófeigur er ENDURREISNARSTARFIÐ í FINNLANDI er nú í fullum gangi. Myndin er frá Ábo og sýnir livern- ig eitt húsanna í borginni var útlítandi eftir rússneska íkveikjusprengju.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.