Vísir Sunnudagsblað - 11.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 11.08.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 'H’ÍÖAtUh. 'tf.a.Mdóhsjon; Það er eins og sumir dagar séu upplýstir og frjóvir og vökvi sálina, en aðrir eru þunnir og þurir, hugurinn skræhiar og fúnar í rót eins og fíkjutré í dæmisögu, og vill ekki bera á- vöxt. Slíkir dagar eru dulspelti- legs eðlis, og verða ekki sagðir fyrir með liinuin almennu út- reikningum sem notaðir eru við sjávarföll og sólmyrkva, hvíta- sunnu, páska eða sumardaginn fyrsta. Þeir eru þvi ekki að- greindir i almanakinu, svo sem hinn rauði sunnudagur í mót- setningu við liina kolsvörtu, virku daga. Menn verða að finna muninn i vessum likama og sál- ar, og gæfusamir eru þeir sem það geta. Tani var einn þeirra, og liann étti líka hinn móttækilega anda sem ávalt er reiðubúinn. Hann lá vakandi í rúminu og liorfði hugsi út i litla fjögra rúðna- gluggana, þar sem einn þess- ara ágætu daga var að brjóta sér leið inn i litlu baðstofuna. Eld- rauðir geislar árdegissólarinn- ar klofnuðu i fjallseggjunum hinu megin fjarðarins, og döns- uðu við litlu puntstráin sem hjöluðu við rúðurnar í hlænum. Tani var tólf ára og liann hafði vaknað á þennan einfalda og gáfulega liátt — án allra geispa og teyginga — augun opnast af sjálfu sér og maður er vaknaður, skilur alt og veit alt. Fyrir ofan hann i rúminu lá hróðir lians, rauðhærður og freknóttur, en liafði þó nokkurs- konar forréttindi á því að liggja fyrir ofan, bara af þvi að hann var tveim árum yngri. Hann steinsvaf ennþá í allar áttir — með annan fótinn ofan á mag- anum á Tana, hinn skálialt skorðaðan upp við þilið. — En í liinu rúminu, beint undir glugganum, svaf afinn, sem þeg- ar var byrjaður að láta bæra á sér með allskonar urri og púi. Það var örugt tákn þess að liann mundi vakna innan skamms. Tani tók nú í stórutá bróður síns, ó þeím fætinum sem þrengdi að innýflum lians. Það umlaði bara i Steina litla án þess að hann vaknaði, en liinn tók þá handfylli sína ofan í rauða lubhan, og það bar betri árangur. — Láttu ekki svona asninn þinn! Steini reis upp við dogg og nuddaði kollinn með hinum QÓÐUR DAQUR venjulegu fettum og brettum er tilheyrðu stund dagsins, sem auðsjáanlega hafði ekki fært lionum neina hugvekju. Hann ætlaði strax að skríða undir sængina aftur, en þá var liún farin. Tani var kominn út á gólf og hafði tekið hana með sér. Það var því ekki um annað að ræða en að hypja sig i spjarirnar. Að gömlum vana fóru þeir hljóð- lega, því að væri afinn á annað borð vaknaður, þá mátti fast- lega búast við því að alt einstakl- ingsframtak yrði óðara kyrkt i fæðingunni. Og þeir læddust með skóna í liendinni út í gegn- um eldliúsið og göngin, og fóru fyrst í þá úti á dyrastétt. Sólin skein beint i andlit þeirra, túnið glitraði i dögg og það var svo hljótt, að þeir lieyrðu greinilega tistið úr veggj- arholunni þar sem márietlan átti sér lireiður. Það var rétt fyr- ir slátt. Steini liorfði spyrjandi á hróður sinn. Hann fann að eitt- livað sérstakt var á seiði. En Tani liorfði aðgætnum augum i austur, út og suður, líklega jx) fremur til þess að leggja álierslu á liið strang- leynilega í fyrirtækinu, heldur en þvi, að hann gæti búist við því að einhver væri að njósna um þá eins og sakir stóðu. Síðan lagði hann munninn fast upp að eyranu á Steina, og þótt hann hvíslaði, var liann engu að síður bæði gagnorður og ákveðinn. Steini glenti upp á liann aug- un í djúpri íhygli. Allur svefnpurkuskapur hafði sópast framan úr andliti Iians eins og' mjöll af svelli. Hann varð gagn- sær af áliuga. Þetta var nú svei mér þá .... — En heldurðu nú bara að við getum gert það. Getum!! livæsti Tani með djúpri vanþóknun um leið og hann stóð upp. Eg var búinn að reikna það alt út áður en þú vaknaðir, meira að segja. Yið verðum bara að flýta okkur að komast af stað, áður en hitt vaknar. Steini fékk engan tíma til að koma fram með frekari efa- semdir. Hann tölti bara á eftir bróður sínum sem þegar var horfinn fyrir hornið. Þeir hlupu upp að litlu myllunni sem stóð uppi í túnfætinum við hæjar- lækinn, sem hlykkjaðist í gegn- um túnið í þröngum, nokkuð djúpum farvegi. Þessi rnylla var að vísu skýlaust umráðasvæði af- ans. Þar malaði hann korn fyrir nágrannana upp á gamla móð- inn, og þar var harðbannað að fara inn fyrir dyr, víst vegna margvíslegrar og flókinnar inn- réttingar með hjólum og snúr- um og trissum og snældum, sem alls ekki mátti fingálpa við, káfa i, eða gera neinskonar tilraunir með af neinu tagi. En Tani fór nú inn engu að síður og kom út aftur með slcóflu i hendi. — Bara að liann taki nú ekki eftir þvi. Eg lieyrði hann segja i gær að hann þyrfti að mala pönnukökumjöl fyrir prestinn, sagði sá litli með hálfum huga. — Pönnukökumjöl! hnussaði sá stóri fyrirlitlega, um leið og hann axlaði rekuna — og tók á nás upp hliðina til fjalls, með þann litla á hælunum. Þeir lilupu með læknum þangað til þeir komu að flatlendu engjadragi þar sem hann hafði upptök sín i ánni, sem féll til sjávar nokkru sunnar. Það var nú ekki neitt stór á, þótt liún væri tiu sinnum stærri en lækjarkrílið, og þarna uppi á flatlendinu rann hún í breiðum og grunnum farvegi með lygnum straum, en þegar neðar dró, þá varð hún mjórri, með djúpum hyljum. Þar voru silungar. Tani tók nú til að stinga þykka hnausa upp úr bakkan- um. Það var erfitt verk. Gras- svörðurinn var þykkur og seig- ur, en ágætt hyggingarefni. Steini dró saman stóra steina i hrúgu, úti á oddanum sem skildi lækinn og ána, og þegar þeir eftir langa mæðu álitu að nú væri nóg komið, tóku þeir til að framkvæma liugsjón sína. Hún var í stuttu máli sú, að lilaða stíflu yfir ána, þar sem lækur- inn rann úr henni, þannig að alí vatnsmagnið flyti yfir í lækinn, og þá skyldum við sjá hvort sil- ungarnir yrðu ekld að gera s#r að góðu að dúsa i pollunum eins og mýs í gildru. Það mundi nú gefa veiði sem skyldi fá fólk til þess að reka upp stór augu, með djúpri virðingu fyrir þeirri snillitækni og uppfinningagáfu, sem þeir liingað til að mestu höfðu orðið að þola bágt fyrir. Já, einmitt þessari snillingsgáfu sem hafði gert þá friðlausa í smiðjunni, skemmunni, eldhús- inu og myllu afans. Þeir flýttu sér úr skóm og sokkum og byrj- uðu að hlaða stífluna. Þeir höfðu talsverða æfingu frá minnihátt- ar stíflugerðum í bæjarlæknum, og verkinu miðaði vel áfram. Fyrst grjót þvert yfir, svohnaus- ar fyrir framan -—■ tvöföld röð — svo meiri hnausar, þar á ofan grjót og svo meira grjót og torf í skörðin. Siðast var hara eftir lítið bil, sem áin vall í gegnum í liörðum streng. Það var þegar farið að stíga í læknum, og nú ruddu þeir í óskapa flýti þvi sem eftir var af grjóti og torfi niður i strenginn, og sjá! Nokkur augnablik belgdist vatnsflóðið upp ofan við stifl- una, snerist í liring, staðnaði svo og steig ekki meir, það hafði fundið liina fyrirhuguðu fram- rás, og æddi nú niður hinn mjóa lækjarfarveg í sjóðandi iðu, og svelgurinn vall yfir báða bakka. Lækurinn litli var hreint og beint drukknaður í ánni. Meistararnir tveir stóðu liljóð- ir af hrifningu. Þetta tók af skar- ið! Þetta var tvimælalaust hin dýrðlegasta stund í þeirra lifL Þeir voru barmafullir af guð- dómlegri máttarkend og yfir- náttúrlegu áhrifavaldi. Vatnsföllin yfirgáfu farvegi sína og fiskarnir lágu á þurru, samkvæmt þeirra háleita vilja. Þeim var innanbrjósts eins og einhverjum tiginhornum villi- mönnum sem sitja veislu við guðanna borð, jafningjar meist- ara sköpunarinnar, sem stjórna náttúruöflunum með valdhoði. Þeirra var ríkið, mátturinn og dýrðin. Sólin stóð nú þegar í nónstað og veðrið var fyrirtaks gott. Lengst niðurfrá glampaði álivíta rönd af firðinum sem var skín- andi fögur eins og olía. Þ6að var lóukvak í lofti og spóinn spann gríðarlanga vota vellu. Hrossa- gaukurinn aðstoðaði þurrum og hvellum rómi, liart og títt eins og tromma. Þetta var ekki einungis vitur og upplýstur dag- ur. Það var líka góður dagur. Drengirnir flýttu sér nú í skó og sokka, og er þeir höfðu enn eytt nokkurri stund til aðdáun- ar á framkvæmdum sínum, hlupu þeir niður með ánni, eða þvi sem eftir var af henni. Það var ekki nema litil spræna, miklu minni heldur en lækur-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.