Vísir Sunnudagsblað - 11.08.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 11.08.1940, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 LEYNDARDÓMAR HAFSINS. Öráðnar gátur um örlög skipa. Hér á myndinni sést þegar veriS er að slæSa tundurdufl, sem reka burt af duflasvæíSunum og hrekjast svo um öll úthöfin fyrir veöri og vindum. Líklegast þykir, aö „Anglo-Australian“ hafi rekist á þessháttar tundurdufl og farist meö þeim hætti. Það er komið nokkuð á þriðja ár frá því að breski verslunar- flotinn — og raunar má taka dýpra í árinni, og segja að allur heimurinn — hafi staðið ráð- þrota og forviða frammi fyrir atburði einum er þá gerðist, en sem með tillili til tækninnar, þótti útilokað að gæti ált sér stað. Og öldur undrunarinnar risu þeim mun bærra, sem slík- ur atburður hefði þótt ósenni- legur og fráleitur i reyfarasögu, en sem þrátt fyrir alt átti sér þó stað — öllu maunlegu viti og visindalegri þróun til háðungar. Skij) hvarf skyndilega af haf- fletinum, án þess að til þess spyrðist upp frá því. Að menn hverfa skyndilega án l>ess að sjást framar eru dag- legir atburðir í skuggahverfum amerísku stórborganna, jafnvel i London og Singapore. í skýrslu lögreglunnar i New- York, sem út kom i ársbyrjun siðasta árs, er þess getið, að fimmtíu manns bverfi þar á hverjum einasta degi án þess að menn hafi liugmynd um bvert eða hvernig þeir liafi horfið. Lögreglan viðurkennir að flest l>essara mannahvarfa standi í sambandi við glæpi. En auk l>essa hverfa úr New-York fjöldi manns er síðar fyrirfinn- ast einhversstaðar annarsstað- ar, þar sem þeir hafa ásett sér að byrja nýtt lif. Þetta sýnir i rauninni það, að lögreglueftir- litið með fólksflutningum er ekki sambærilegt við það eftir- lit, sem víðasthvar þekkist í Norðurálfu. — Það er því al- gengt fyrirbrigði, að menn hverfa án þess að sjást nokkurn- tíma framar og án þess að nokkurar sagnir fari af hvarfi þeirra. Eln að heilt skip skuli liverfa á þenna liátt —------? Við skulum snúa okkur að málefninu. Þann 8. dag mars- mánaðar 1938 lét 5400 tonna stórt flutningaskip „Anglo- Australian“ að nafni og í eigu eimskipafélagsins Lawther Latta & Co. í London, úr liöfn i Cardiff á vesturströnd Eng- lands, áleiðis til Vancouver í kanadiska fylkinu British Co- lumbia, þangað er það hafði venjulegar áætlunarferðir. — Flutningur skipsins var ýmis- konar varningur, skipstjórinn var einn þaulreyndasti skip- stjóri sem eimskipafélagið liafði á að skipa, og á skipinu sigldi tuttugu manna áhöfn — alt van- ir og duglegir sjómenn. Þann 14. mars sendi skipið, er þá var komið i námunda við Azor-eyjarnar síðasta skeytið sitt. Það skýrði nákvæmlega frá livar það var statt — á hvaða lengdar- og breiddargráðu — og gat þess loks að alt væri í stak- asta lagi. Þetta skeyti var síðasla fréttin og raunar síðasta lífs- táknið sem af skipinu barst. Frá 14. mars hefir ekkert lil þess spurst — það liefir sópasl burt af haffletinum i einni svipan — - áður en nokkurri skeytasend- ingu varð við komið. Viku eftir að „Anglo-Austra- lian“ sendi siðasta skeylið, lagði heill floti herskipa af stað í leit að liinu horfna skipi. Það var leitað dag eflir dag á allri þeirri leið er hugsanlegt var að skipið Iiefði lagt leið sína um, en hvergi sást neitt er bent gæli í þá átt, að þar befði skip sokkið, engin spýta og ekkert flak var sjáan- legt, engin flík og ekki neitt. „Anglo-Australian“ var að eilífu hoi'fið. Almenningur í Bretlandi stóð frammi fyrir ráðgátu. Allar hugsanlegar getgátur um hvarf skipsins koniu fram, en ekki ein einasta þeirra fékk leyst hin huldu örlög þess. Það var óliugs- andi að óveður hefði grandað „Anglo-Australian“, því að allan þenna tíma var hið ágætasta veður á þessum slóðum. Hópur manna í London hélt þvi fram að loftsteinn hefði hrapað beint niður á skipið og slöngvað þvi niður i hafdýpið. Að vísu hafði ekkert skip fjær eða nær Azor- eyjunum veitt loftsteinshrapi neina eftirtekt, en það útilokar þó engan veginn að það liafi get- að átt sér stað. Sumir héldu því fram að skyndilegur hvirfilbyl- ur hafi sökt skipinu og enn voru aðrir sem álitu að sjóskjálfti hefði grandað því. Sjórétturinn taldi loku skotið fyi-ir uppreist, þar eð áhöfnin öll var skipuð gömlum, vönum og ábyggileg- um sjómönnum, sem höfðu siglt í fjöldamörg ár á „Anglo-Austr- alian“ undir stjórn þessa skip- stjóra. Einasta skýringin sem sjórétturinn gat sætt sig við, og enda líklegust var, var sú, að skipið hefði rekist á tundurdufl frá heimsstyrjaldarárunum, er hefði verið þar óvart á reki og sprengt hið breska kaupfar í loft upp, tuttugu árum eftir að styrjöldinni lauk. Þessi tilgáta er að þvi leyti ekki ósennileg, að undanfarin ár hefir fundist til- tölulega mikið af þessum hættu- legu „eftirlegukindum“ sem tundurdufl nefnast, víðsvegar um Atlantshaf. Hinsvegar má enganveginn treysta á, að þessi tilgáta sé réttari en aðrar, enda þótl hún sé sennilegust, því það hefir-ekkert fundist og ekkert upplýst í þessu máli er geti benl til orsaka slyssins. Hinsta stað- festing þessa dularfylta harm- leiks var útborgun vátryggingar- upphæðarinnar, 490 þúsund punda, er Lloyds varð að greiða Lawther Latta & Co. fyrir liið horfna „Anglo-Australian“. I Cardiff, í London, í Man- chester, í Liverpool og nokkur- um fleiri bæjum eða borgum sitja sorgmæddar ekkjur og fjölskyldur þessara liorfnu sjó- manna af „Anglo-Australian“. Og þrátt fyrir alt það öryggi sem nútímaskip eru útbúin með, og þrátt fvrir itrekaðar fullvissan- ir um, að slys sem þetta gæti ekki borið að höndum („Anglo- Australian“ var t. d. útbúið tveimur loftskeytatækjum af fullkomnustu gerð), þá verður ekki komist hjá þeirri staðreynd, að skipið hvarf og hefir aldrei komið í ljós framar. Þetta skyndilega hvarf skipsins er þeim mun dularfyllra, sem það er svo einstæður atburður i sögu siglinganna, að eitt einasta hliðstætt dæmi er til um áþekkt atvik, síðastliðin þrjátíu ár. Þetta hliðstæða skipshvarf var hvarf breska farþegaskipsins „Waratah“. Það var árið 1909, að „Wara- tah“ hvarf á leiðinni frá Durban til Höfðaborgar án l>ess að nokkur hefði minstu hugmynd um með hvaða móti það skeði eða hver ástæðan til slyssins var.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.