Vísir Sunnudagsblað - 06.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 06.10.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 tCoAtUh r_ —GAMLIBATURINN Sveinbjörg húsfreyja var komin í allæst skap. Dimmblár roði þaut um vanga hennar og augabrúnir hennar hnilduðust ískyggilega og um leið myndað- ist djúp og liörð brukka á milli þeirra, sem náði frá upptökuin nefsins og liátt upp á ennið. Hún brá höndum að hold- miklum síðunum og dró andann djúpt og titt. Það var auðséð á öllu l'asi hennar, að hún bjóst til að liefja lokaárás á andstæð- ing sinn, sem að þessu sinni var Helgi bóndi hennar. — Já, mælti liún svo hvelt og snögt, að það minti einna mest á vélbyssuskot. . . Já, það vantar elcki að þú berir umbyggju og ástúð fyrir steindauðum hlut- um, eins og þessu gamla bát- skrifli. En konan þín .... bún verður ekki altaf eius mikillar u mliygg j u og.ás túðar aðn j ó tandi. Hún má sitja, rauðeygð og hóst- andi í reykjarsvælunni af fúnu mórofi og illá þurru þangi. Við þetta þoklcalega eidsneyti er lienni ætlað að bita kaffið og sjóða allan mat....Nei, þú ert ekki sérlega umhyggjusamur við konuna þína, Helgi Hall- dórsson.....En við rollurnar og að eg nú ekki tali um slein- dauða bluti, eins og þetta gamla bátræksni..... Það var eins og það Var van t. — Sí og æ var það gamli bátur- inn. Og liann Helgi Ilalldórsson þekti konuna sína of vel til þess, að bann færi að grípa til gagn- árásar, þegar bún var komin í þennan ham. Skipulegt undan- hald og óvirk mótstaða voru þá einu ráðin, sem grípandi var til. Hann drúpti því höfði og þagði. Sveinbjörg Iiúsfrej'ja var ó- venju harðsnúin í hernaðarað- gerðum sínum í þetta skiftið. Jafnvel þögn og aðgerðarleysi andstæðings hennar, esjiaði hana til að beita sínum skæð- ustu vopnum til þess ýtrasta. Roðinn í vöngum hennar varð erin bláleitari, augabrúnir benn- ar hnikluðust enn meir, svo þær líktust mest tveim kreptum hnefum og lirukkan á milli þeirra dýpkaði og lengdist, svo það virtist aðeins tímaspursmál, livenær bún myndi ná alla leið upp að bársrótum. Allur svipur bennar benti til að nú væri stór- skotahrið í aðsigi. — Það er þér likt, að virða ekki konumyndina þína svars, Helgi Halldórsson. Það er þá heldur ekki i fyrsta skiftið, sem þú sýnir lienni lílilsvirðingu. IJún á slíkt eflaust skilið af þér. .... En það skal eg láta þig vita, að eg ætla eklci að láta það eftir þér, að láta þér takast að gera mig að heilsulausum aum- ingjaræfli. Eg er ekki heldur sú liégilja, að eg tilbiðji dauða liluti, eða meti þá meira en mitt eigið líf og heilsu..... Þess vegna segi eg þér það, Helgi Halldórsson, að eg fer einíivern daginn niður í naustið og brýt þetta bátskrifli í eldinn, með mínum eigin Iiöndum............ Hvað, sem þú segir...... Helgi kiptist við. Ekki af því, að honum kæmi þessi síð- ustu orð konu sinnar mjög á óvart. Hann liafði búist við þeim á þessu stigi orustunnar .... bafði meira að segja oft heyrl þau áður undir svipuðum kring- umstæðum. En að þessu sinni voru þau sögð með óvenjulega Iiörðum og ákveðnum lireim. .... Það mátti svo sem búasl við því af lienni Sveinbjörgu, að bún stæði við liótanir sínar. — Þú veist að eg leyfi slikt aldrei, á meðan eg má nokkuru ráða. Sá bátur bjargaði líli föð- ur míns sáluga og fjögurra manna annara. Og Jiað voru ein af síðustu orðum bans...... Ilelgi liætti við ólokna setn- ingu. Hann var búinn að nota þessi orð svo oft til svars, þegar lieiður og líf gamla bátsins var í hættu statt, að lfann bjóst við að kona sín kynni bana orðið utan að. Og liann var ekki gef- inn fyrir að nota fleiri orð en liægl var að komast hjg. Nú var það Sveinbjörg, sem ekki svaraði. Fanst sennilega ekki laka því. Hún settist á bækjur fyrir framan eldavélina, opnaði glóðarholið og tólc að blása og i>úa í eldinn af svo miklu kappi að kinnar liennar þrútnuðu. Svo svelgdist henni á og bún fékk ákaft lióstakast. . . Þessi eldiviður . . . hu-hu-hu . . . þvílíkt rof og skítur . .. Helgi Halldórsson bar vinnu- knýttar hendur að rauðleitum skegghýungnum á höku sinni og fitlaði við hann stundarkorn, eins og hann væri í hálfgerðum vafa um hvað gera skyldi. Svo seildist bann til vetlinga sinna, sem héngu á ryðguðum nagla yfir eldavélinni. Er liann liafði náð í þá, tók liann að leysa fitja- bönd þeirra í sundur með mestu liægð. Að því loknu gekk liann út, án þess að kveðja konu sína ... Þau höfðu nú ekki gift sig' í gær, liann Helgi og bún Svein- björg. Helgi gekk niður að naustinu. Þar stóð gamli báturinn. Hið sífelda tilefni smáskæra, skyndi- árása og jafnvel stórorusta, á liinn friðsama en sauðþráa Helga Halldórsson, frá hálfu bins herskáa og sókndjarfa ríkis, sem einbverra óskiljan- legra og bálfgleymdra orsaka vegna, bafði gerstsambandsaðili lians fyrir röskum tuttugu ár- um siðan. Já . .. það er margt einkennilegt í lienni verökl. IJelgi settist á naustkamp- inn og Iiorfði yatnsbláum, sljó- um augum út á spegilsléttan fjörðinn. Eiginlega var hann á leið úl með fjörum til að reka roíluskjáturnar upp úr flæ'§i- skerjunum. Þær sóttu æfinlega þangað eftir þaranum og það varð að liafa gát á þeim, nótt sem dag, svo þær flæddi ekki. . .. En það var þetta með gamla bátinn.’ . .. Sí og æ skyldi Sveinbjörg vera að nudda og jagast og skammast út af honum. Einkennilegt að benni skyldi ekki enn vera far- ið að skiljast, að þar yrði vilja Helga ekki að neinum ráðum þokað. Fyr kæmi til hjónaskiln- aðar. Hann var ekki þannig skapi farinn, að liann brygðist þvi loforði, sem hann gaf föður sínum á dej'janda degi. Og þar að auki. . . . Helga varð það si- felt meiri metnaðarsök, eftir því sem Sveinbjörg varð ákveðnari i kröfum sínum um að gamli báturinn yrði brotinn í eldinn, að livika i engu frá þessu heiti sínu. Einu sinni átti þessi gamti bátur sinn þátt í björgun finnn mannslífa. Honum áttiHelgiþað mikið að Jiakka, að liann varð ekki föðurlaus, ])egar á unga aldri. Nú voru mörg ár liðin frá deginum er sá atburður skeði, en Helgi mundi jafnglögt eftir því, sem það befði skeð í gær. Það var snemma vors. Hverf- isbáturinn, fjögra manna far, sem bændurnir við fjörðinn áttu í sameiningu, var að koma úr róðri. Iferpings norðanrok stóð skáhalt inn eftir firðinum og báran var hvít í fall. Þeir á hverfisbátnum sigldu mikið . .. ef til vill helst til mikið. For- maðurinn, liann Þorgeir i Bitru, var lítið fyrir það gefinn að leyfa af siglingu .... hann var hálfgerður glanni, en dugnaðar þjarkur, liann Þorgeir sálugi. Þegar þeir komu inn á móts við Heiðarskörðin, skall suðveslan sviftivindur í öfug seglin bjá þeim. Það var altaf svo mis- vinda við Heiðarskörðin i norð- anátt. Bátnum bvolfdi, en bátsverj- ar komust allir á kjöl. Svo fer, þegar ekki eru uppi dagar manna. Þórunn, móðir Helga, hafði fylgst með siglingu þeirra inn fjörðinn. Þegar liún sá hvernig fór, sendi bún Helga í skyndi inn að Bitru, til að segja tíðindin og sækja fólk til hjálpar. Sjálf stökk hún út að Hjáleigunni í sömu erindagerðum. Helgi var þá tólf ára að aldri, léttur á fæti og vanur blaupum. Hann levfði heldur ekki af sér á leiöinni inn að Bitru. Hann gat vart komið upp orðum fyrir mæði, þegar þangað kom. Björn gamli, faðir Þorgeirs formanns var þar einn heima að karlmönnum til. Er liann heyrði tíðindin, brá hann við skjótt og svo hratt fór bann út mýrarnar, að Helga var um megn að fylgja honum. Var Björn þó kominn nokkuð á sjö- tugsaldur. Þegar Helgi náði niður að naustinu, hafði Björn, ásamt Þórunni, Unni i Hjáleigunni og syni liennar, fimtán ára að aldri, sett gamla bátinn á flot og réru þau honum nú alt hvað orka þeirra leyfði, út fjörðinn, til hjálpar hinum nauðstöddu mönnum. Var mesta furða, live vel þeim sóttist róðurinn, móli rokinu, ekki valdara lið en var við árarnar. Björgunin tókst giftusam- lega. Það var víst ekki livað minst Birni gamla að þakka, að allir komust heilu og liöldnu til lands á gamla bátnum, því hann var þaulvanur sjó frá blautu barnsbeini og handtakaviss var hann enn þó aldraður væri. Síðar um kvöldið fór svo Björn gamli með sama liði, inn með firði, lil að gæta að fjögra manna farinu. Það liafði þá rek- ið undan vindi upp að fjörunni og tókst þeim að bjarga því undan sjó. Helgi fékk að vera með í þeirri för. Hann dró sjálf-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.