Vísir Sunnudagsblað - 21.09.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 21.09.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Það er ekki ýkja langt síðan að þýzkir og rússneskir landamæraverðir réttu livor öðrum hend- ina yfir landamærin í vináltuskyni. En það er ekki lengi að skipast veður í lofti — og riú ríkir þar full- ur fjandskapur, þar sem áður var bróðurþel og vinátta. við um allt milli himins og jarð- ar. Ungfrúin var skýr og furðu- lega fróð um rnarga hluti. í bók- menntunum var hún svo vel heima, að hann varð alls við að gæta. Honum hitnaði um hjarta- ræturnar er liann hugsaði til þess hvernig það rnyndi vera að eiga svona gáfaða og skemmti- lega lconu, og einmitt fyrir hann, sem átti svo marga vini meðal skálda og listamanna! Þegar þau skildu um kvöldið, tók liann þéttingsfast í liendina á henni og sagði: ,,Nú skuluð þér vera alveg örugg og ólirædd, því nú er eg hérna, og ef bann ónáð- ar yður á nokkurn hátt, þessi — þessi bölvaður ekki sen fantur, þá skuluð þér bara kalla á mig, og mér skal vera sönri ánægja að því að kenna lionum að lifa!“ Það koma ótta- og vandræða- svipur á andlit stúlkunnar. „Nei, nei, já, já!“ sagði hún í fáti. „Hann lætur mig alltaf í friði á nóttunni". „Eg vil líka náða horium li! þess!“ sagði Ölav Hamre og beit á jaxlinn. „Það er bara þegar eg er ein i skóginum og svoIeiðis,“ bætti hún við. „Þá er eg aldrei örugg. En núna síðan þér komuð, þá finnst mér eg vera eitthvað svo róleg. — Jæja, góða nótt!“ Hún þrýsti liönd hans, og leil á hann svo skritilega að Olav Hamre, roskinn og ráðsettur maðurinn roðnaði út undir eyru. Hann sat lengi við arininn, horfði inn i sloknandi glæðurn- ar, og hugsaði um hana. Mikið var hún falleg! Hann var alveg orðinn gjörbreyttur maður á þessum fáu klukkustundum. Honum fanst að hann gæti ekki með nokkru móti hugsað sér að skilja við hana oftar. — Þegar hann minntist þessa manndjöfuls sem var að áreita hana þá sárbölvaði hann: Sá skyldi fá fyrir ferðina! Hann hlakkaði til þess að góma svínið, og vonaði að það yrði sem fyrst. Þegar næsta dag sá hann manninn, að hann liélt, en þó ekki nema i svip. Það var Um nónbilið, hann stóð úti á hlaði og var að spóka sig i góða veðrinu. Þá kom ungfrú Sylvia allt í einu á harða spretti fyrir húshornið, og á hælunum á henni var stór og luralegur karlmaður, illa bú- inn. Olav Hamre stökk í veg fyr- ir hann, en stúlkan þaut inn í húsið. „Hver eruð þér, og livern fjandann sjálfan eruð þér að vaða?“ spurði Olav Hamre, allt annað en mjúkmáll, og tólc hendurnar upp úr buxnavösun- um. „Ah, hver eg er!“ Maðurinn var móður af hlaupunum og birstur á svipinn. Hann góndi á gestinn frá hvirfli til ilja, og leit út fyrir að hann langaði í hann. En'svo sljákkaði strax i honum, hann laiit höfði og snautaði burtu. Ekki er nú hugrekkið á marga fiska! hugsaði Olav Hamre og glotti. Það er ekki neitt stór- virki að temja hann þennan. Nú veit eg þó hvernig hann lítur út og eg ætla að rabba meira við h’ann þegar við sjáumst næst. Ungfrú Sylvia vildi sem minnst um þetta tala, þó skildist honum helzt á henni, að þetta hefði ekki verið maðurinn sjálf- ur. Enda komst hann fljótlega að þvi að þessi náungi átti heima á bænum, og var þar vinnumað- ur. Aldrei sá hami hann elta ungfrúna eftir þetta, eða sýna henni neina áleitni. En ljótur var hann og svipillur, svo Olav Hamre hafði stöðugt gát á hon- um, ef ske kynni að hann væri annað hvort fanturinn sjálfur, eða stæði í einhverju sambandi við hann, en hið siðara hafði honum jafnvel skilist af þoku- lcendum andsvörum ungfrúar- innar. Tíminn leið skjótt. Þau fóru langar gönguferðir um skóginn, tindu ber, sem hann borðaði úr lófa hennar, ræddu saman og hlóu. Ungfrú Sylvia var hvorki hrygg né hnípin lengur, en síkát og hláturmild. Hún minntist nú aldrei á „fantinn" að fyrra bragði, og hann vildi ekki angra hana með þvi að vekja máls á þessu. Þau höfðu nóg annað og skemmtilegra að tala um. En hann hafði enganveginn gleymt dónanum, og gaf nánar gætur að öllu sem skeði á bænum. Hann kynntist húsbóndanum, föður Sylviu, þegar fvrsta dag- inn. Það . var litill maður, skeggjaður og nokkuð við aldur, og ákaflega utan við sig; hann sat alltaf á skrifstofu sinni. Þetta var þjóðsagnaritari er var að skrifa gríðarstóra bók um norskt almúgalif. Hann hafði unnið að henni árum saman, og Olav Hamre þóttist skilja á ýmsu að það væri nokkuð þröngt í búi hjá þeim feðginun- um. Dagarnir liðu hver af öðrum, án þess að nokkuð mistryggilegt kæmi fyrir. En eitt kvöldið, þeg- ar þau komu heim úr skógarför, glöð og reif, sat langur þeldökk- ur maður með flóttalegt augna- ráð á tröppunum. Hann var sæmilega vel til fara, en ber- sýnilega tilheyrandi þeirri mann- tegund, sem maður sneiðir helzt hjá að fylgjast með um nætur á afskekktum vegi. Hann heilsaði á þann liátt, að hann brá tveim- ur fingrum upp að húfuderinu, og spurði siðan fyrirvaralaust, með ruddalegum málrómi, hvorl ungfrúin mætti vera að þvi, að tala við hann nokkur orð undir fjögur augu! — Olav Hamre sá að Sylvia fölnaði þeg- ar hún sá hann, en hún fór orða- laust með honum bak við hús- hornið. „Það þýðir ekki annað — eg verð að tala víð hánn!“ hvislaði hún um leið og hún sleppti hönd Olavs, sem satt að segja hafði leitt hana stundar- korn. Svo þetta var þá fanturinn! Olav Hamre sótroðnaði af vonsku, ekki sízt vegna þess hvað hún var fljót að hlíða skip- un dönans; það var engu likara en að hann hefði eitthvert vald yfir henni? — Hvernig átti hann að snúa sér í þessu? Fara á eftir henni, og leggja í mannfjand- ann? Eða setja fyrir honum niðri á veginum? Eða .... Þau komu bæði aftur áður en hann komst að nokkurri niður- stöðu. Spölkorn frá honum námu þau staðar; langindesinn stakk smettinu á sér hér um bil upp í ungfrú Sylviu og sagði grimmdariega: „Nú éi' eg búinn að aðvara þig, og eg geri það ekki oftar! Það þýðir ekki að lofa og lofa, og svíkja svo bara! Nei, ef ekki, — innan þriggja daga, eins og eg hefi sagt, þá —!“ Hann leit út undan sér á Olav Hamre, og bættí við nokk- uru lægra: „Það er versl fyrír þig sjálfa ef eg þarf að beita hörðu, en það geri eg ef allt er ekki í lagi þá, og lengri frest gef eg þér ekki!“ Svo brá liann fingrunum upp að húfuderinu í kveðjuskyni og var farinn. Ungfrú Sylvia stóð eins og dæmd og tárin streymdu niður kinnar hennar. ” „Á eg ekki — ha?“ spurði Olav Hamre titrandi af glimu- skjálfta. „Það — það þýðir ekki neitt!“ kjökraði hún. „Ó, eg kvíði svo fyrir, það er alveg voðalegt!“ „Þetta var þá hann!“ Olav Hamre gnísti tönnum. „Eg skal — eg ætla að —.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.