Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Side 2
2
vlsm sunnudagsblad
„Var hann kominn hálfur fram á hvilustokkinn og hékk höfuSiÖ
fram af. HafÖi hann andþrengsli svo mikil, aS við köfnun lá
Rannveig Schmidt:
LITLI BÆRINN
að þar eru karlmenn tveir, og
annar sýnu hærri. Verður hon-
um þegar bilt mjög, og má
hann sig hvergi hræra. Ganga
nú aðkomumenn innar í skál-
ann, og þykist sá vita, er i rekkj-
unni vakti, að þeir félagar séu
að leita einhvers. Þykir lionuin
sem þeir lúti yfir hverja rekkju,
en í skálanum sváfu átta karlar,
auk x-áðskonu. Eigi gerðu þeir
meir af sér, og að leitinni lok-
inni hurfu þeir út jafnhljóðlega
og þeir korau.
Örskömmu siðar heyrist óp
mikið, er vakti, af værum
blundi, alla þá er í verbúðunum
sváfu. Hrukku menn upp með
andfælum, hrugðu upp ljósi og'
leituðu orsaka. Reyndust hljóð-
in koma frá hvilu sjómanns
þess, er fyrr-um daginn hafði
að hóði haft liöfuðkúpurnar.
Var hann kominn hálfur fi-am á
hvílustokkinn, og hékk höfuðið
fram af. Hafði hann andþrengsli
svo mikil að við köfnun lá og
hlár var hann orðinn ásýndum.
Við fótaferð félaga sinna hægði
honum nokkuð. Ekki þótti at-
fei-li mannsins einleikið, og var
hann því spurður, hvort hann
hefði séð eða heyrt nokkuð ó-
venjulegt. Hann kvað svo vera
og sagði þeim draum sinn. Þótti
honum sem maður einn hár
vexti kæmi inn í skálann og
gengi að rekkju sinni. Var hann
reiður mjög, og mælti á þá leið,
að nú skyldi hann hefna hæðn-
isorðanna frá því um daginn og
væru þeir ekki skyldir að skipt-
um. Þykist sjómaður þá verða
þess var, að þetta er eigi holdi
klæddur maður, heldur beina-
grind af manni. Vei’ður hann þá
óttasleginn og dregur mjög af
honum máttinn, en beinagi’ind-
in læsir berunx kjúkunum unx
kverkar honum og' herðir að
sem fastast. Tókst honíuxi þá að
gefa frá sér óp það, er vakti
hina vei’mennina, en við það
hvarf beinagrindin.
Sjómaður þessi er hraustur
vel, eins og fyrr getur, eix svo
hefir liann sjálfur sagt, að aldrei
hafi hann konxizt í slíka raun,
hvorki fyrr né síðar.
Ekki er þess getið, að sjómað-
urinn yrði frekara var, það seixx
eftir var vertiðar, en svo mikið
varð honuxn um atburð þennan,
að hann áræddi aldrei að sofa
einn upp frá því.
„“Rómverska kveSjan”, sem D’-
Annuázio fann upp, og nú er einn-
ig orðin þýzk kveöja, var tekin
eftir einhverri höggmynd eöa mál-
verki,“ segir Carlo Sforza, greifi,
i bók, sem hann hefir ritaö. „Hon-
um (D’Annui^zio) gleymdist, a‘ö
Rómverjar heilsuöust alltaf meÖ
handabandi — aðeins þrælar not-
uðu kveðju þá, sem ítalir og Þjóð-
verjar nota nú“.
•
Þegar Voltaire kom til Englands
árið 1727 voru menn þar í landi
nxjög fjandsamlegir Frökkum. —
Einu sinni, þegar Voltaire var á
gangi á götu í London, þekkti hann
einhver og fór að æsa vegfarend-
ur: „Drepum hann! Hengjum
Frakkann!“
Voltaire snéri sér að mannsöfn-
uðinum 0g hrópaði: „Englending-
ar! Þið viljið drepa mig, af því að
eg er Frakki! Er það ekki nægileg
hegning fyrir mig, að eg skuli
ekki vera Englendingur ?“
Mannfjöldinn laust upp fagnað-
arópum og Voltaire komst óáreitt-
ur leiðar sinnar.
Þú hefii’ átt heima i stórborg-
um mestan liluta ævinnar
og unað þvi vel — það er
ekki amalegt, að hafa tækifæri
til að skoða fegurstu listasöfn,
sjá og heyra allar nýungar í
leikhúsunum, lxlusta á úrvalið
á sviði sönglistarinnai’, fara í
óperuna við og við og heyra þar
frægustu söngvara heimsins
syngja. — Svo ertu frí og frjáls
í stórborginni, því „þar sem eng-
inn þekkir mann, þar er gott að
vera,“ jafnvel þótt þú kærir þig
ekkert um „allan a..............
sem þar er hægt að gex-a“ og
ekki aðhafist neitt það, senx þú
þarft að fai-a i felur með — það
er þeim velkomið, sem dázt að
smábæjunum, að eiga þar
heima — nei, ekki er það neitt
fyrir þig. -— Bara meðvitundin
um að vera óþekkt innan um
allan aragrúann af fólki i stóru
borginni — já, það er lífið. —
Og svo haga kringumstæð-
ui’nar því þannig, að þú flytur
til smábæjar uppi í noi'ðvestx’i
Bandai’íkjanna — þetta er
þokkalegur bær með þrjátíu
þúsund íbúa. — Þú setur þig á
laggii-nar, eins og bezt þú getur
og býrjar strax að telja dagana,
jiangað til þú getur losnað úr
þessari fjárans ekki sens liolu.
— Það er svo Iangt síðan þú
áttir heinxa í snxábæ. — Þú varst
búinn að gleyma hvernig allir
heilsast á götunum, veifa liver
til annars í bíó og hvernig hús-
mæðurnar kallast á úr gluggun-
um sínum og bjóða liver annari
í „kaffislahbai-aðs“, eða segja
hver annari í áheyrn allrar göt-
unnar, að hann Ferdinand litli
var flengdur i gær, fyrir að eta
skeggsápuna hans pabba síns
— eins og magapínan hafi ekki
verið nægileg hegning fyrir
krakkagreyið. — Og þú hefir
megná fyrirlitningu á öllu þessu.
athæfi og liugsar með þér, að
senx betur fer séu engin lög unx,
að þú þui’fir að kynnast þessu
snxábæjarfólki — og liamingj-
unni sé lof, að það er alltaf liægt
að ná sér í góðar bækur og lesa.
Svo er dyrabjöllunni hringt
einn góðan veðurdag og tvær
brosandi konur standa í fordyr-
inu — þær eru komnar í „visit“,
til þess að bjóða aðkomukon-
una velkomna til bæjai’ins —
ekki má minna vera, en að þú
sýnir þeim einhverja gesti’isni.
Drottinn minn dýri hvað þetta
er þreytandi. — Og dagarnir
líða og nú koma fleiri heim-
sóknir og visit-kortununx
fjölgar óhuggulega i skálinni
þinni. — Ef þxx ílengist þarna,
þótt ekki vei’ði nema eitt ár eða
svo, þá hefirðu ekki annað úr-
ræði en endurgjalda heimsókn-
irnar — skemnxtilegt er það
ekki. —
Nú hi’ingir fónninn og það er
frú Watson, fyrsta konan, sem
þú kynntist í bænum — liún
segir, að hana langi til að halda
ef’linniðdags-te þér til heiðurs
á þriðjudaginn. —- Frxi Watson
er fremst í flokki í samkvæmis-
lífi bæjarins; hún hefir verið
vingjarnleg við þig — þú verður
að taka boðinu. — Og þriðju-
dagurinn kemur; það er snjór
og kuldi og lxvað þú vildir mildu
heldur sitja lieima nxeð góða
bók. — Watsons-húsið er
stærsta lxús bæjarins. — Þú
kemur inn í geysimikla dag-
legustofu, þar sem logar glatt á
stóru eldstæði. — Húsgögnin
eru falleg og mörg þeii'ra
„antique“; á veggjunum hanga
málverk af forfeðrum hjón-
anna, bókaskápar, fullir af bók-
um, allsstaðar liáir silfurstjak-
ar með kertum, er lýsa upp
stofuna, sem óneitanlega er
hugguleg .... Sextán svart-
klæddar konur sitja í stofunni
og þær taka þér tveim höndum.
...'. Suinai’ spyrja þig hvað á
dagana hafi drifið fyrir þér,
aðrar segja frá ferðalögum sín-
urn — flestar þeirra fara mán-
aðartíma „út að strönd“ á vetri
hvei’jum og ein eða tvær hafa
verið í Norðurálfunni og flýta
sér að ,tilkynna það......Þær
tala um síðustu bækur og urn.
stjórnmál — meira af vilja en
mætti — sumar hafa mikinn á-
liuga á hljómlist og segja þér
með miklu stolli, að einu sinni
í mánuði séu hljómleikar í bæn-
um og þekktir söngvarar og
hljómlistamenn séu gestir ....
Já, á næsta hljómleik eigi bær-
inn von á sjálfum honum Poul
Robeson, til þess að syngja
.... (ertu nú nógu orðlaus af
hrifningu?) Frú Taylor, sem er
lítil og hnellin og liefir þúsund
ljósgular krullur, eggjar þig á
að gerast meðlimur í lesklúbbn-
um hennar .... „Það er svo
nienntandi“, segir hún; „okkur
vantar einnxitl konu, til þess að
tala um „smörgásbord“ i Sví-
þjóð; þér gætuð sannarlega
sagt okkur sitt af hverju unx
potta og pönnur á Norðurlönd-
um“ .... Og allar konurnar
eiga sammei’kt með það, að
þeim finnst litli bærinn þeirra