Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Blaðsíða 1
wmmm-
1942
Sunnudaginn 22. febrúai*
1. blaö
Nnga úp $andgerði.
Sandgerði, Iiið fiskisæla sjó-
þorp Suðurnesja, lelur fáa ibúa,
en kemur mjög við atvinnu-
sögu landsins og er mörgum
kunnugt vel vegna verstöðv-
anna er verið hafa þar um
langan aldur.
Mörgum fiskugganum hefir
fleygt verið á land i Sandgerði,
og margur örþreyttur sjómað-
urinn röltir frá bátnum sínum
upp að næsta verzlunarhúsi og
kaupir þar öl og vindlinga sér
til hressingar áður en lagt er af
stað i næsta róður, Staðnæmist
bann þá stundum við búðar-
gluggann með sjópokann i ann-
ari hendinni og vindlinginn í
hinni, og starir hugsi nokkura
stund.
Það eru ekki olíustakkarnir,
vettlingarnir eða matarílátin er
vekja athygli hans, heldur höf-
uðkúpur tvær, er mæna holum
augnatóttum út á hafið, lífæð
lands vors o'g vöggu sjómanns-
ins, er hann hvorttveggja í
senn óttast og þráir.
Hinum unga sjómanni fljúga
þá i hug hætturnar, er starfi
hans fylgja, en jafnframt finn-
ur hann, að hann er tengdur
hafinu órjúfandi böndum.
Gunnreifur leggur hann frá
landi á nýjan leik og hræðist
hvergi, því hann þekkir hafið.
Það er að vísu~ dutlungasamt,
en það á í fórum sínum ótæm-
andi auðæfi handa vöggubörn-
um sínum, sjómönnunum, er
frá barnæsku bera óslökkvandi
þrá i brjósti sér til hafsins, þrá,
sem fylgir þeim út yfir gröf og
dauða, eins og sagan um höfuð-
kúpurnar sýnir okkur.
Höfuðkúpur þessar rak á
land i Sandgerði fyrir nokkur-
um árum. Eigi var mönnum
kunnugt um uppruna þeirra, en
þess var til getið, að þær væru
jarðneskar leifar sjódrukkn-
aðra manna. Einhverjir tóku
höfúðkúpurnar úr fjörunni og
báru á land. Var þeim lítil
hirðusemi sýnd og eigi voru
þær grafnar í jörðu niður eða
veittur annar veglegri "umbún-
aður. Leið nú svo nokkur tími,
að höfuðkúpurnar þoldu mis-
jafna meðferð innan um alls-
konar skran í vörugeymsluhúsi.
En "er frá leið þóttust menn
verða ýmiss varir í sambandi
við höfuðkúpurnar, einkum
þeir, er berdreymir og skyggnir
eru kallaðir, en fálega var þvi
tekið af öðrum, er ekkert
dreymdi og ekkert sáu og eigi
kváðust trúa á svipi eður aftur-'
göngur.
Hina draumskýrari menn
dreymdi titt, að til þeirra kæmu
menn tveir, er báðu þess, að
eigi væri svo hraklega farið:
með höfuðbein þeirra sem ver-
ið hefði. Eigi kváðust þeir óska
Eftir
Pál
Pálsson.
„Það eru ekki olíustakkarnir, vettHngarnir eoa matarílátin, er vekjá:.
athygli hans, heldur höfuðkúpur tvær, er mæna holum augnatóttum út
,á hafiö ......".
\
að vera grafnir i moldu, en vildu
gjarnan hvíla einhversstaðar
þar, er sæi á sjó fram.
Er frá leið, tóku draumar
þessir að ágerast, og báðu hinir
Játnu sæfarar stöðugt um það
sama, að peim væri eigi meinað
að horfa út á hafið.
Kom það nú fyrir, að menn
þóttust verða reimleika varir í
vörugeymsluhúsinu og þar i
nánd, einkum er nátta tók.
Gerðust nú margir atburðir
undarlegir og þar kom um sið-
ir, að eigendaskipti urðu við
verzlunina og dag einn lét hinn
nýi eigandi taka höfuðkúpurn-
ar úr vörugeymslunni. Var þeim
smiðaður stokkur einn litill með
gleri á þeirri hlið, er fram sneri
og valiiin staður í aðalglugga
verzlunarinnar.
Þaðan er útsýni gott, þvi hús-
ið stendur niður við sjó og
framundan blasir við endalaust
úthafið. Virðast hinir látnu una
þar betur hlutskipti sínu, þvi
frá þeim degi að höfuðkúpurnar
komu í búðargluggann, hefir
eigi borið á reimleikum.
Eins og fyrr getur, skeðu ýms-
ir minnisverðir atburðir i sam-
bandi við höfuðkúpur þessar, og
mun hér skýrt frá einu slíku
fyrirbrigði, eins og sagan ura
HöfuÖkúpurnar í Sandger'Si.
.:-' •;•• jm-r ^jjí-u* - - .-.'•••¦.- ¦ •
það gengur manna á meðal enn
þann dag i dag.
Aðalsöguhetjan er maðureinn,
ættaður úr GarðinUm. Hann
var sjómaður og munum vér
eigi nafngreina hann hér, en
kenna hann við atvinnu.sína.
Sjómaður þessi var á bezta aldri
og hraustur vel, en nokkuð þótti
hann ærslafenginn og djarf-
mæltur.
Eitt sinn er hann steig á land
í Sandgerði ásamt félögum sin-
um, gekk hann þar að er höfuð-
kúpurnar lágu, tók þær í hend-
ur sér og skoðaði. Kvaðst hann
engan ótta bera af beinum þess-
um, fór um þau nokkrum háð-
uglegum orðum og fleygði síð-
an.
Að kvöldi sama dags var ekki
lagt i róður, og gekk þá sjómað-
ur og félagar hans til náða i
verbúðum nokkrum á efri hæð
i tvílyftú timburhúsi niður við
sjó. Verbúðirnar eða svefnskál-
ar sjómannanna, opnast þarna
allar að sameiginlegum gangi,
er liggur um húsið endilangt.
Bar ekki til tiðinda um kvöld-
ið, en sagt er að um miðnætti
hafi maður einn er í innzta
svefnskiálanum hvildi, orðið
þess var, að hurðin opnast og
inn er gengið í skálann. Sér hann