Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Síða 3

Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Síða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ S SKUGGI: ÚR DAGBOKINNI vera bezti bær í heimi .... „og hvernig lízt yður á það hérna“ ....Þú þykist „smart“, þegar þú kemur þér undan því að svara beinlínis og segir, að þér þyki landslagið í ríkinu fram- úrskarandi fallegt.....En þeg- ar þú hefir verið spurð sömu spurningunni tíu sinnum, kem- ur skratlinn upp í þér, og þú svarar: „Litli bærinn er ágætur, þegar hann er litli bærinn þinn“. .... En í stað þess að reiðast þessari — næstum því — ósvífni þinni, þá hlæja konurnar og finnst þetta sniðugt svar .... þjónustustúlkur með Iivíta kappa l)era nú fram te og stóra diska hlaðna brauði og kökum, að ógleymdum ísrjómanum, sem aldrei er hægt að komast undan .... allar konurnar bera sig vel eftir góðgætinu, aUgsýni- lega eru þær ekkert að bora sig, eins og stórborgakonurnar gera. .... Þér er boðið i þrjú gildi og þú játar boðunum í örvæntingu þinni .... En þegar þú kemur heim, erlu ill og afundin og seg- ir við manninn þinn, að þessar smábæjakerlingar séu óþolandi. .... „Þær monta af þessari holu, eins og hún sé miðdepill jarðarinnar og allt sé bezt og fullkomnast hér .... hvað lieldurðu, frú Watson spurði mig, livort mér fyndist ekki þægilegt að geta bílað heim úr gildi á fimm mínútum, i stað þess, eins og t. d. í San Francisco, að það tæki klukku- líma eða meir .... auðvitað er það þægilegt, en ]iað er nú ein- hver munur á gildunum hka. .... Og frú Grant uppástóð, að vinkona hennar frá New York, sem var i heimsókn í bænum í sumar, hefði keypt bæði liatta og kjóla hér, vegna ])ess að Iicnni fyndist I)úðirnar hér miklu smekklegri en New York- búðirnar .... sér er nú hver frekjan .... eða þegar mér i mesta grandaleysi varð á að segja, að mér fyndist umhverfi næsta bæjar fallegt, þá sögðu þær allar í kór, að sá bær liefði ekki fallegu trén og garðana, sem liér væru .... þessi óend- anlegi sjálfbirgingsháttur i þessu smábæjarhyski“, scgir þú • • . . og maðurinn þinn Iilær dátt að öllum þessum vaðli í ])ér, ])vi lionum likar vel við bæ- ínn og ibúana.......En ekkert cr þér til geðs .... þig bara dreymir um að komast sem fyrst aftur til stórborgarinnar. En svo veikist þú snögglega .... niaðurinn þinn er á ferða- lagi .... þú liggur hjálparlaus í rúrni þínu og sér framundan þér Ianga og leiðinlega daga, eins og þegar ])ij varst veík í íj (Hefi verið fjarverandi fulla 4 mánuði. Einstaka menn, er eg hefi hitt, hafa spurt mig, hvort eg væri dauður; aðrir hvort eg væri hættur að skrifa. Eg vil svara þessu í eitt skipti fyrir öll; í I. lagi. — Ekki dauður enn, því miður. I II. lagi. — Ekki hætt- ur að skrifa enn, því er nú ver. Og til sönntmar þessu hvort- tveggja, vil eg biðja háttvirtan ritstjóra og heiðrað blað, að hjálpa mér um ofurlítið af prentsvertu, til sannindamerkis, svo eg geti sýnt svart á hvítu, að eg hafi ekki verið að ljúga. — Það er aðeins brot úr tveim dögum, sem eg fer fram á, að þrykkt verði, og þeir dagar verða ekki taldir neitt merkari eða viðburðarikari í árbókum íslands en hinir 363, sem ekki eru'hér nefndir á 1)ví herrans ári 1941. — Ef eg fæ þetta birt, vil eg lofa þvi, að ónáða ekki prentverkin að óþörfu). vikur í San Francisco á árunum og allan þann tíma ekki sást lif- andi kvenln-æðu, þvi konur stór- borganna mega ekki vera að þvi að heimsækja sjúklinga .... þú simar til læknisins og hann kemur .... en bann er ekki einn, konan lians, sem þú hefir kynst litilsháttar i boði einu, er með honum .... og liún færir þér blóm og Ijúffenga súpu .... hún býðst til að sitja hjá þér á daginn og lesa fyrir þig........ Og fréttin berst um litla bæinn, að þú sért veik í rúminu og á hverjum degi koma konur með blóm, ávexti og allskonar góð- gæti.....Allarvilja þær hjálpa, sem bezt þær geta .... þær skiptast á að sitja hjá þér .... Svefnherbergið fyllist af blóm- um og isskápurinn af kræsing- um, sem þær færá þér .... þess- ar smábæjakonur, sem þú gerð- ir gys að, koma þér nú á óvart .... þær sýna þér eiginleika, sem þú varst nærri því búin að gleyma að væru til .... eigin- leika, sem þú aldrei hafðir orð- ið vör við árin, sem þú áttir heima í stórborgunum .... Hjálpsemi nágrannans .... viljann til að leggja í sölurnar .... Og þú skammast þin fyrir allar útásetningarnar .... Ilann er kannske ekki svo vitlaus litlj bærinn, .... 5. október: Sunnudagur. Staddur á Akureyri. Hraðferð til Reykjavikur ld. 7 árdegis. Landferðin: Akureyri—Akra- nes, þaðan sjóleið með m.s. Fagranes. Steindórsakstur. Far- miði leystur daginn áður. Flutn- ingi minum skilað á stöðina um kveldið. Morguninn fagur. Mjög hvass sunnan. Volgur vindur. Laufvindar. Fer á fætur í tæka tíð, ætla mér að ná í stöð- ina á mínútunni. Gisti langt niðri á Oddeyri. Tröppur mjög háar við gististaðinn, þar sem út skyldi ganga. — Vindurinn kemst undir hattinn ..minn og svífur með hann óravegu, í öf- uga átt við það, sem eg ætla. Eg er baldsköllóttur og hattinn mátti eg ekki missa. 'Braust því yfir húsagarða og torfærur, og fann loks hattinn, þar sem hann sat i bezta yfirlæti milli tveggja sorptunna. Svona er siðferðið nú á dögum. Eftir að eg hafði lamið af honum óþverrann varð hann lúpulegur og skammaðist sín. Þetta nægði til þess að eg náði ekki á stöðina i tæka tíð. Bílarnir farnir fyrir 3 mínútum. Það voru tveir 18 manna Stein- dórsbílar. Eg sá enga ástæðu til að hætta við suðurferðina þenna daginn, þó hátturinn hefði sýnt ]>essa óþægð, og ráðgaðist því við sjálfan bílakónginn á af- greiðslunni, hinn mikla Akur- eyrarsteindór, livað gera skildi. Reyndar heitir sá bílakóngur ekki Steindór, lieldur Kristján, eins og fyrrverandi konungur íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holt- setalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg, að Grænlandi ávalt undanskildu, sem er þó stærra en liin öll til saman. Þar með réttilega við- urkennt, að íslendingar eigi það raunverulega. — Það lá því bein- ast við að fá sér einkabíl og elta braðlestina. Vér mundum ná henni i Bakkaseli i öxnadal. Þar var fyrsti áningarstaður, 50 km. frá Akureyri. Bíll þangað kost- aði 42 krónur. Gerir ekkert, bara betra; læt hattinn minn borga þá sekt. — Kóngur benti á skrautlegan lúxusbil, og sagði, að einmitt nú stæði svo vel á, að hér væri til staðar sinn flottasti bill og fínasti bílstjóri og bauð mér til sætis til hægri handar; sagði þó, að öllum uppgangi fylgdi andstreymi, þeir hefðu hugsað sér golt til glóðarinnar, að fara að snæða hausa, þegar friður væri fenginn, en nú hefði eg raskað þeirri áætlun; og þessi bílstjóri sinn væri ehv» mitt sérfræðingur í þeirri list, Hér væri fagurt þegar nógir væru hausar. Eg spurði hvort hann ætti við kindarhausa eða þorskliausa, en hann kvað hið fyrrnefnda, og hélt eg, að síðasG liðin þúsund ár hefðu góðir menn getað kroppað sina lcind- arhausa, og jafnvel sett þá upp, án sérfræðilegrar menntunar. Öðru máli gegndi um þorsk- hausa, þeir væru þjóðlegri en margt annað, og bað hann vel að lifa, hafa glæstan uppgang og mikið land undir sér. Var svo ekið af stað. — — Fagur er öxnadalur, þótt ber sé og nakinn. Hvergi gefur að líta meiri fjölbreytni í formi, lögun, línum og litum, ríkidæmi og örbyrgð. öllu er umturnað og aftur blandað i dá- samlega, gullvægu samræmi og jafnvægi mikilleika og smæðar. I þessum þrönga og snauða dal jarðneskra gæða hefir almátt- ug hönd guðdómlegs meistara strokið pensli sínum, og gefið lífsþyrstum og listelskum unn- endum eilífan fögnuð. Við ök- um suður dalinn í glæstum morgunljóma haustlitanna. Það er sólskin og sunnanblástur og volgir laufvindar fylla loftið. Takmörk ljóss og skugga ó- venjulega skír, loftið tært og hreint, skyggnið bjart, svo töfra- heimar dýptarinnar opnast. Vegurinn liggur austan árinnar, sem blikar og bugast í flúðum og fylgsnum eftir endilöngum dalnum. Þverár i djúpum gljúfrum og kátir smálækir hoppa flissandi niður brattar blíðarnar. Lengra fram líkist hlíðarfeldurinn blálitri skikkju silfurseymdri, og slær á gulln- um roða. Og enn má sjá andlit Vindheimajökuls, hins aldna hrímþurs, sem endur fyrir löngu teygði loppur sínar niður dalinn og skildi eftir háa hóla, fangamark frosts og frera. En andspænis, við háloft, bera Hraundrangar eins og uppréttir risafingur, er sverja þess dýran eið, frammi fyrir hásæti himn- anna, að verja dalinn til síðasta blóðdropa. Þarna í dalnum er hver kot- bærinn öðrum aumari, og vek- ur það furðu, að fólk skildi hafa lifað af á þessum örreytiskotum,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.