Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Page 5
VlSlR SUNNUDAGSBLAÐ
5
Hér sést ný tegund þrúgna, sem brezki lierinn lætur nú fram-
leiða í stórum stíl. Er fótabúnaður þessi léltur og góður. Þess
er ekki getið, bvort Bretar liafi látið Rússa fá nokkuð af hon-
um til að nota á austurvígstöðvunum.
ekki opnúð öðruvísi en á borð-
inu fyrir augunum á mér, og
var þelta gert. Borgaði með
seðli af digrustu gerð, því eg
var kominn úr mikilli veiðiferð.
Meðan á skiftunum stóð lét eg
ekki hjá liða að leita frétta af
stúlkunni um áttirnar í
Tryggvagötu og livort hún liefði
nokkurntima séð þar húsnúm-
er; þetta lægi mér svo ákaflega
ríkt á Iijarta. Mærin brosti ljúf-
lega, en kvaðst ekki hafa
minnstu hugmynd um áttir,
hvorki hér eða annarsstaðar, og
ávalt láta skeika að sköpuðu í
því efni. Hún kvaðst vera fædd
og uppalin í vesturbænum, en
hvort það væri í norður eða suð-
ur, eða hvort vestrið byrjaði þar
eða emdaði, sagðist hún ekki vita.
— Þarna sátu nokkrir menn
inni, mest dátar, en einn íslend-
ingur mjakaðist til mín hægt og
gætilega og bauð mér viskípela
fyrir 130 krónur, og taldi það
vægt verð eins og ástandið værí
nú. Ekki óhugsandi að hann
gæti útvegað mér stelpu í kaup-
bæti, ef eg þyrfti á að halda; hef-
ir víst hugsað að eg væri ekki
allsgáður, að spyrja Reykjavík-
urdömu um áttir. Eg þakkaði
elskulegt boð og sagði honum,
að í fyrsta lagi þyrftum við ls-
lenidingar ekki að drekka áfengi,
gætum augafyllt okkur af engu,
eins og við hefðuip gert hingað
til. 1 öðru lagi gæti eg ekki lagt
míg níður við svona litið, þvi
eg liefði nærrí því verið búinn
flð kaupa heila smálest af há-.
karli fyrir sjö þúsund og fimm
hundruð krónur undir berum
himni rétt áðan. í þriðja lagi
yrði maður að vara sig á þessum
ódýru dropum, þeir væru svo
átakanlega líkir sjálfu sér og
sumu öðru, og sagði honum sög-
una af piltinum, sem langaði til
að trúlofa sig. Hann hafði geng-
ið vel undan sumrinu, eins og
sjálfsagt var, og gekk með
manni bak við hús og nappaði
af honum lieilan whiskypela fyr-
ir hundraðkall. Innsiglaður peli.
Allt í lagi. Því næst náðist stelp-
an, sem kostaði ekkert, lífleg
og snoppufríð, með bullrauðar
varir likt og skorið hefði verið
í hrosslæri og allt annað i leik-
andi lagi. Jæja, sjálfsagt var nú
að byrja á þvi, að smakka á pel-
anum, áður en farið yrði að
stynja upp bónorðinu. Hann dró
því fleyginn upp úr aftanverð-
um biðilsbuxunum, afhjúpaði
hann og opnaði, og bauð döm-
unni bragð, því ungi maðurinn
kunni alla mannasiði. „Damerne
först“, eða svo var það meðan
Danskurinn réði. — En mikil
heimsins skelfing og dauðans
angist kom yfir stúlkuna, þeg-
ar hún hafði kjmgt fyrsta sopan-
um. „Jesús minn almáttugur!“
æpti hún, saUp ákaft hveljur og
slökk á dyr, og varð ekki af trú-
lofuninni.
Sveinninn sat eftir með sárt
ennið. Þetta var nú verra en að
missa spröku við borðið, og
hugði nú auminginn að drekkja
sprg sinni i dropanúm — og
fékk sér vænan teig. En þar fór
eins og þegar hlandi er helt í
heita flösku, enda var slíkt góð-
gæti i pelanum, alvel hreint og
ósvikið. — Náunginn gapti við
frásögn mína, og sá ég í kverkar
honum, er eg kvaddi og fór.
Nú var að girða sig í brók enn
á ný og reyna að finna stofn-
unina. Erfiðast var að öðlast
vitneskju um, frá hvaða enda
Trvggvagata byrjaði, því engin
eru þar opinber búsnúmer.
Engin von að aðrir vissu þetía,
eg vissi það ekki sjálfur eftir
13 ára veru í borginni. Það lá
þvi beinast við, að atbuga hvert
Iiús út af fyrir sig, og lenli eg
loks inn í sal, þar sem gengið
var inn beint frá götunni. Eg
mundi ckki betur cn að í þess-
um sal befði eilt sinn verið út-
hlútað matvælaseðlum, og þótti
mín för góð orðin, að hafa loks
fundið stofnunina og það á sin-
um gamla stað. Margt var að-
komumanna þarna inni, en eng-
inn leiðarvísir nokkurstaðar sjá-
anlegur hvers konar stofnun
þetta væri. Eg stillti mér í röð-
ina framan við afgreiðsluborð-
ið og hélt á gamla stofninum
mínum. Var mér það mikill
hugarléttir, að eg sá ýmsa vera
með spjöld i höndunum, sem á
var letrað með svörtu, stafirn-
ir: S. R. — Þetla útlagði eg:
Skömmtunarskrifstofa rikisins,
og hugði þetta vera hina nýju
útgáfu úthlutunarseðlanna, sem
mér hafði tjáð verið að gilda
ættu til ársloka. Runnu þar all-
ar stoðir undir að styrkja mig
í trúnni. En brátt varð trúar-
fögnuður minn fyrir miklum
hnekki. Eg komst að því, að
ákafar peningagreiðslur voru
um hönd hafðar, og leizt ekkí
á blikuna, því eg bafði vanisí
því áður, að fólk fengi úthlut-
unarseðlana ókeypis. Gat þetta
verið einhver ný félagsstofnun
sem var liér í algleymingi ? Auð-
vitað! Margt skeður á skemmri
stund en fullum 4 mánúðum
með ameríkönskum hraða. —
Sálarrannsóknar- eða Sálar-
angistarfélag Reykjavíkur hlaut
þetta að vera í tilefni af ástand-
inu! Eg var vitlaus maður á vit-
lausum stað eins og fyrri dag-
inn. Og til að spila mig ekki
„etjót“, meira en nauðsyn
krafði, laumaðist eg út á göt-
una, jálandi sekt mina í hljöði,
að liafa verið að hnýsast í ann-
ara helgidóm. Svona er að vera
ekki með réttu ráði. Á götunni
hitti eg brezkan lögregluþjón,
sýndi honum stofninn minn og
blabraði framan i liann á lieims-
málinu, en slakk inn í einu og
einu orði úr Norðurlandamál-
unum til áréttingar, því mér
datt í liug að það væru verndar-
ráð stórveldanna, að fela
Skömmtunarskrifstofuna, svo>
óvinurinn byrjaði ekki á því að’
matreiða sjálfa útblutunarseðl-
ana, því nazistar eru, eins og
kunnugt er, alætur. Blessaður
maðurinn vildi gera mér allt til
íftraa
Fregnir segja frá ólgu mikilli í Rúmeníu vegna styrjaldarinn-
ar við Rússa. Ilafa litlar spurnir farið af Mikael konungi Rúm-
ena, frá því^ að hann lók við völdum aftur. Hér sésl hann með
móður siuni, Helenu, sem er af grískum ættum. Hún er vin-
sæl meðal alþýðu monna,