Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Blaðsíða 8
Vlsm S UNNUDAGSBLAÐ §róM Ástralía hefir aukið við utan- ríkisþjónustu sína með því að senda sendiherra til Chungking. Er það þriðja sendisveit Ástral- íu. Hinár eru í Washington og Ottawa. • Nýlendur Hollendinga í Aust- ur-Indíum eru að koma sér upp kvikmyndabæ, sem iá eingöngu að taka myndir handa Malaj- unum. AUs eru sex kvikmynda- félög starfandi austur þar. • Richard A. Litton er óbreytt- ur liðsmaður í lier Bandarikj- anna og er herdeikl lians i Tex- as. Litton er málamaður mikill, kann 29 tungumál og mállýzk- ur, auk móðurmáls síns. Ank þess sem þetta er hernúm til ýmiskonar hagræðis, finnst Litton það mikill kostur að geta bölvað liðþjálfanum á 29 mis- munandi málum. • Þing Oklahoma-fylkis í Bandarikjunum hefir samþykkt að stofna heimavarnalið kvenna. Verður þetta sjálfboða- lið og fær aðeins greitt fyrir þann tírna, sem það starfar raunverulega. • Það er gömul kímnisaga um það i Bandaríkjunum, að gljúfr- ið miJda „Grand Canyon“, sem Colorado-fljótið rennur eftir, hafi orðið til með þeim hætti, að Skoti-einn hafi grafið það, er hann var að leita að 5 centa peningi, sem hann missti ofan í holu eftir hagamús. Fyrir skemmstu fannst 5 cents pen- ingur i gilinu og þykir fundur- inn sanna þessa sögu, en sá galli er á, að peningurinn er svo slit- inn, að það er engin leið að sanna livenær Skotinn gróf gljúfrið! • Nýlega eru komnir til mót- takenda í Bandaríkjunum bréf, sem send voru loftleiðis frá Chile fyrir þrem árum. Orsök tafarinnar var sú, að flugvélin rakst á fjallstind nokkuru eftir að hún var lögð af stað frá Santiago í Chile og pósturinn náðist ekki fyrri en éftir næst- um þrjú ár. Engin stórbrú mun vera not- uð jafnmikið og brúin yfir „Gullna hliðið“ i Californiu, hiilli San Francisco og Oakland. f maí 1940 fóru um 1.2 milljónir bíla yfir brúná báðar leiðir, en i maí 1941 fóru 1.600.716 bílar yfir hana. Fram úr þeirri tölu hefir ekki verið farið ennþá. • Ilvergi í neinu landi munu vera eins margir liáir fjallatind- arog í Coloradofylki iBandarikj- unum.Það er vestur iKlettafjöll- um. Þar eru 49 — fjörutiu og níu — tindar, sem eru meira en 14.000 ft — 4200 m. — yfir sjávarmál. í Sviss eru átta tind- ar liærri en 14.000 fet. — En Colorado er líka sjö sinnum stærra að flatarmáli en Sviss. • Kaupm.: Þessi fernisolia er mjög góð, hún verður alveg orðin þur á morgun. Viðskiptav.: Þá get eg ekki notað hana þvi eg ætlaði ekki að bera liana á gólfið fyr en eftir helgina. • Lögreglufulltrúinn: Þér með- gangið þá að hafa stolið úrinu úr sýningarskápnum ? Salcborningurinn: Já, sjáið þér nú til herra fulltrúi, eg gekk og gekk og þegar eg sá úr sem gekk lika þá fannst mér við geta átt samleið. ' • - Iivaða maður sem er getur unnið belti, sem er úr gulli og silfri, og alsett demöntum. Það sem, menn verða að gera til að eignast beltið, er eftirfarandi: 1) Lyfta, sitjandi, 100 punda lóði af gólfi með báðum hönd- um og rétta úr handleggjunum yfir liöfðinu. Gera þetta tíu sinnum á 30 sekundum. 2) Taka 90 punda farg með hvorri hendi. Lyfta því npp að öxlum og rétta svo hægt úr handleggjunum upp yfir höf- uðið. 3) Halda höndum fyrir aftan bak, beygja sig áfram og lyfta 350 pundum frá jörðu með tönnunum. 4) Lyfta með einum fingri af gólfi 350 pundum. Gera það átta sinnum á fimm sekundum. 5) Lyfta 500 pundum með einum fingri. Gera þetta aðeins einu sinni. 6) Standa klofvega yfir 700 punda lóði ög lyfta því með báð- um höndum frá gólfi 20 sinn- um á 10 sekundum. 7) Styðja höndum á hnén og láta einhvern festa 1600 pund á axlirnar og rétta úr sér. 8) Beygja sig og láta festa 3660 punda þunga aftur fyrir bakið og rétta úr sér. 9) Beygja sig og láta fesla Þáð er seint senl Stmnudags- blað Vísis getur óskað lesendum sínum gleðilegs árs að þessu sinni, en til þess liggja ástæður, sem öll- um eru kunnar. Sendir- Sunnu- dagsblaðið þenna fallega engil með nýársóskir til allra lesenda sinna og treystir því jafn- framt, að það njóti á komanda ári sömu vinsælda og það hefir not- ið hingað til. 200 pund við axlirnar. Lyfta síðan 150 sinnum á 7 mín. Warren Lincoln Travis, sem dó í júnímánuði s. 1. var „slerk- asti maður í heimi“ og í erfða- skrá sinni arfleiddi hann þann mann að belti sínu, er gæti leik- ið þetta eftir honum. Travis vann beltið í keppni 1906 og lék þá þetta. — Talið er að tveir menn muni geta leikið þetta eftir Travis, Charles Rigolouf, Frakki, sem nú er stríðsfangi hjá Þjóðverjum og Herman Manger, sem var i þýzka hern- um, er síðast fi'éttist. • Eplauppskeian i Iowafylki í Bandaríkjunum brást algerlega á síðasta ári. 1940 nam hún 1.000.000 skeppum, en s.l. sumar aðeins tíunda liluta þess rnagns. • Frú Louise Theulin, sem er búsett í borginni Fort Collins, Colorado, 1 Bandaríkjunum vill ekki lenda í neinum deilum og því heldur liún því aðeins fram, að hún sé ein af yngstu lang- ömmum i landinu. Hvm er 59 ára að aldri. • I ágústmánuði síðastliðnum hættu bif r eiðaverksm ið j u r í Bandaríkjunum og Kanada að framleiða „model 1941“ og er venjan að byrja undifbúning á framleiðslu „models“ næsta árs um það leyti. Þegar framleiðsl- an liætti var búið að framleiða meira af 1941-bílum, en nokk- urs annars árs, að undanteknu árinu 1929, en þá náði öll fram- leiðsla Bandaríkjanna hámarki. Höfðu alls verið smíðaðir 5.590.000 bílar „model“ 1941, en af „model“ 1929 voru smíðaðir 5.621.715 bílar. Þriðja bezta ár- ið var 1937, er smíðaðir voru 5.026.437 bílar. — Framleiðslan á s. 1. áfri hefði orðið raun €tleðileg:t ár! meiri, ef vigbúnaðurinn hefði ekki gert svo miklar kröfur til bifreiðaiðnaðarins. • Stálhjálmarnir, sem notaðir eru í hernaði nú, voru ekki nol- aðir fyrst í heimsstyrjöldinni fyrri. Þeir voru löngu áður not- aðir af sjómönnum á skipum þeim á stóru vötnunum í N;- Ameríku, sem fluttu kol og málmgrýti. Fyrsta frásögn af því, að maður liafi brugðið yfir sig stálfati til að verjast fallandi kolum, er frá 14. april 1859. • í Bandaríkjunum hefir verið stofnað embælti við herinn, sem er í því fólgið, að embættismað- urinn á að temja fálka og kenna þeim að drepa Lréfdúfur, sem gæti verið notaðar til að flytja fjandmönnunum skilaboð. — í Bretlandi hefir fálkanum verið sagt strið á hendur, þvi að þeir verða svo mörgum bréfdúfum að bana, en flugherinn notar þær mjög. Aðalvarpstaður fálk- anna á Bretlandi er í klettum við Solway-fjörðinn, í héruðunum Dumfries og Cumberland. Allir menntaskólar í Kansas City, Missouri-fylki í Bandaríkj- ununi, hafa liætt að kenna þýzlui, að einum undanskildum, sem heldur uppi námskeiðum. Fjórir menntaskólar liafa auk þess hætt kennslu í frakknesku. • í Bretlandi er nú bannað að nota eins mikið stál í barna- vagna og -kerbur og áður. Flest- ir barnavagnar verða eins, nema hvað litinn snertir. I engan vagn má nota meira en 14 pund af stáli, og i kerru meira en 7 pund. Fyrir stríðið voru að jafn- aði notuð 28 pund af stáli í hvern barnavagn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.