Vísir Sunnudagsblað - 07.03.1943, Side 8

Vísir Sunnudagsblað - 07.03.1943, Side 8
SÍÐM Hver er Anna Irxmaier? Hvert einasta utanríkisráðuneyti í heiminum, frá Tokio til Lond- on og Chungking til Washing- ton, liefir nánar gætur á öllu, sem hún lekur sér fyrir hendur og fvlgist með hverri hreyfingu lienuar, og sama er að segja um allar vopnaverksmiðjur, en samt minnast blöðin mjög sjald- an á liana. Ferill liennar er furðulegur mjög og æfintýra- legur. Hún er fædd i Vínarborg, mun nú vera um það bil 47 ára og er sá fjandmaður, sem Jap- anir vilja helzt fe'igan. Undanfarin fjögur ár hafa allir flugumenn Japana leitað að henni og það er fullyrt, að stjórnarvöldin þar í landi hafi lagt £50.000 til höfuðs henni. Ástæðan lil þess, að Japanir bera svo mikla umhyggju fyrir henni, er sú, að hún sér Kínvet-j- um fyrir mestu af þeim vopn- um, sem ]>eir fá og hún er einn af þeim ráðgjöfum Chiangs Kai-sheks, se'm hann ber mest traust til. o Það er ofur-skiljanlegt, að hún skuli aldrei vera lengur en nokkra sólarhringa i sama húsi. Enginn fær að vila, hvar hún er eða liverl hún fer. Tveir kín- verskir leynilögregluþjónar eru látnir gæta bennar hvert sem hún ferðast, svo að enginu kerost nærri henni, án þcss að ]>eir gefi leyfi sitl lil þess. Ilún á fimin flugvélar og ferðast ein- göngu í þeim. o Fyrir tullugu og fimm árum var hún ofur venjuleg hraðril- unarstúlka á litlum launum í Vínarborg. Foreldrar hennar voru bláfátækir og bjuggu í Stockerau, einu af útbveéfum Vínarborgar. Arið 1915, meðan styrjöldin geisaði, kynntist hún efnafræð- ingi, sem hét Irxmaier og þau urðu ástfangin við fyrstu sýn. Fáeinum dögum síðar var pilt- urinn kallaður í herinn, því að liann var í varaliðinu. Þau gift- ust því í snatri og 'Voru saman einn dag og nótt, en eftir það varð eiginmaðurinn að fara með herdeild sinni til austurvígstöðv- anna, þar sem hún átti að berj- ast við Rússa í Galisíu. Anna fór þá að læra erlend VISIR SUNNUDAGSBLAi) Danðinn við stýrið! tungumál og varði tima sinum nær eingöngu til þess, þegar hún varð ]>ess vör hvað henni veitt- ist létt að læra önnur tungumál. Hún lærði ensku, frönsku, spænsku og grísku. O Árið 1917 frétti bún það af manni sínum, að bann hefði verið tekinn til fanga af Rúss- um. Hún gerði strax fyrirspurn um hann með aðstoð Alþjóða Rauða Krossins og komst þann- ig að því, að hann væri geýmd- ur í fangabúðum lengst austur í Siberíu. „Jæja, svo hann er i Siberíu", sagði hún þá við sjálfa sig, og býrjaðj tafarlaust að læra rússnesku. 1 marz árið 1918 var gerð- ur friðarsamningur sá, sem kenndur hefir verið við borg- ina Brext-Litovsk. Miðveldin sömdu frið við Rússland, sem var þá undir stjórn bolsivikka. En þótt friður væri saminn, var samt ekki byrjað að skiptast á föngum, enda var eklti ætlazt til þess, að það yrði gert fyrr en síðar. o Einn góðan veðurdag sagði Anna upp úr þurru við foreldra sína, að hún væri staðráðin í því að fara austur til Siberiu og hefði skrifað eiginmanni sin- um um, það, að hann mætti bú- ast við henni þangað. Foreldrar hennai' tóku hana ekki alvarlega og héldu að hún væri eitthvað sturluð, en það var alveg sama hvað þau sögðu — Anna sat við sinn keip. Hún elskaði mann sinn af öllu lijarta og það var ckki hægt að telja henni hug- hvarf að þessu.leyti. Ilún var fús til að ganga í gegnum alls- konar þrautir og þjáningar til ]>ess að gela vcrið samvistum við hann aftur. o Þegar hún lagði af stað i Si- beríu-ferðina fór hún frá Vín- arborg í hinzta sinn. í þrjá mán- uði ferðaðist hún í járnbraut- arlestum eða gangandi, þegar ekld var hægt að komast áfram á annan hátt. Oft svalt hún heilu 'hungri, en loksins komst hún til litlu borgarinnar í Siberiu, þar sem fangabúðirnar voru, sem maður liennar var í. Hún fékk sér vinnu við hús- störf, og vann fyrir sér á þann hátt í margar vikur, unz hún gat hjálpað manni sínum til þess að komast undan úr fanga- búðunum. Það var henni til hjálpar í því, hversu mikill los- arabragur var á öllu fyrst i bylt- ingunni. O Þau flýðu til Kína og komust til Shanghai eftir fjögurra vikna ferð. Eftir það var gæfan ávallt með tínnu Irxmaier. Fyrst fékk luin stöðu sem skrifari í verzl- un, en maður hennar fékk vinnu hjá fyrirtæki, sein vann að framleiðslu ýmsra efna. En Anna var ekki lengi i þess- ari stöðu sinni. Innan skamms fékk hún betri stöðu i banka, og áður en tvö ár voru liðin var hún orðin bankastjóri. Með venjulegri elju og dugn- aði fór bún að læra kinversku og japönsku og einn góðan veð- urdag kynntist hún Chiang Kai- shek, forsöla og yfirhershöfð- ingja Ivinverja. Ilann fékk þeg- ar álit á henni og virðingu og kynnti hana fyrir mági sínum, dr. Kung, sem er fjármálaráð- herra Ivínaveldis. o Þegar Japanir réðust á Ivína, var Önnu Irxmaier trúað fyrir því vandaverki, að útvega Kín- verjum megnið af þeim vopn- um og skotfærum, sem þeir þarfnast. Hún tók strax til, starfa og lét liendur standa fram úr ermum. Ilún var all- kunnug ástæðum i Rússlandi og með því móti gat hún náð sam- bandi við yfirvöldin þar i landi og byrjað að skipuleggja vopna- flutninga um Mið-Asíu. Hún hefir jafnt og þétt aukið við- skiptasambönd sin og traust það, sein hún ávann sér alls- staðar, á sinn þátt í því, hversu mikils trausts Kina hefir notið víðasl hvar. Þegar Japanir tóku Kanton var hún ekki sein á sér að láta lagfæra járnbrautina frá Franska Indó-Iíina til Yunnan, svo að hægt væri að auka flutn- inga um hana frá Haiphong'. O Þegar Burma-brautin lokað- isl beið Kína mikinn hnekki, en Anna Irxmaier lét ekki hugfall- ast, því að hún hafði þegar ýms- ar ráðagerðir i lniga, til þess að opna nýjar leiðir, og það er nú orðið að möguleika að einhverju leyti. En hvort sem Burmabrautin er opin eða lokuð, og hvaða að- ferðir, sem hafðar eru til þess áð koma birgðum til Kínverja, ]>á vilja Japanir samt hafa hend- ur í hári Önnu Irxmaier. • Kennarinn: „Ilvaða skepnu þykir vænzt uni manninn?“ Nemaiidinn: „Konunni.“ • „Hvenær er dóttir yðar að Imgsa um að giftast ?“ „Álltaf, eftir þvi sem eg kemsl næst.“ Sonurinn (virðir fyrir sér ný- fædda tvibura) : „Eru þeir ódýr- ari, þegar margir eru keyptir í einu, pabbi?“ • • Temjið yður góða siði og þér munuð komast að því, að það erður eins erfitt að venja sig af þeim og slæmum siðiun. • Maður einn hélt að hann væri skáld, en allir aðrir virlust á öðru máli um það. Að lokum stóðst liann ekki mátið lengur, og sagði við kunningja sinn: „Það er engu líkara en að menn hafi gert samsæri um að þegja mig í hel. Hvað á eg eig- inlega að gera?“ • Það erfiða er hægt að gera á svipstundu, en hið ómögulega tekur heldur lengri tima.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.