Vísir Sunnudagsblað - 20.06.1943, Síða 7

Vísir Sunnudagsblað - 20.06.1943, Síða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 og jarmaði. En Sæmundur var allur í svitabaði. Hann hafði tæpasl mátt til að rísa á fætur. Hann sá fuglinn berjast um í grasinu og fiðrið rjúka út í loft- ið. Hann liafði hæft. Já, auðvit- að hafði hánn liæft. En bitt var alkunna að hálfdauður fugl konist oft undan á flótta meðan lífið var að fjara úl. Og Sæ- mundi var ekkert um það gefið að missá bráðina þannig úr greipum sér. Hann vildi höndla bana blóðbeita og færa heim — til minja. Þess vegna rölti hann nú af stað, áleiðis til veiðibjöllunnar. Ilún var ekki dauðskotin, held- ur sýndist liin keikasta, færði sig Iítið úr stað, en baðaði öðr- um vængnum í sífellu. Hinn vængurinn hékk máttlaus nið- ur. Þegar Iiún sá manninn koma, tók hún viðbragð. Hún flaug ekki því að hægri væng- urinn var brotinn, en í dauða- angist sinni neytli hún allra krafta lil að forðast óvin sinn. Stundum valt hún um koll, en hún hélt alltaf strax af stað aft- ur. En þótt hún berðist áfram, eftir mætti, stvttist slöðugt bil- ið milli hennar og mannsins, sem hljóp á efir henni, hálfbog- inn með framréttar hendur. En nú átti veiðibjallan ör- skammt ófarið að sjávarborð- inu, en frelsið virtist ekki ætla að auðnast henni, því að um leið og fætur hennar snertu sjó- inn, greip Sæmundur annari hendi lil hennar. En hann bafði orðið of seinn. Hann hafði að vísu náð handfestu, en aðeins á vængnum, sem var sundurtætt- ur rétt við siðu fuglsins, svo að við átakið varð vængurinn laus og' Sæmundur hélt honum eftir á meðan útfallið og vindkulið hjálpaðist að við að fleyta fugl- inm frá landi. Og Sæmundur, sem var venjulega dagfarsgóður og hæglátur maður, varð óeðli- iega svipþungur og stóð alveg leinréttur. Nokkra stund horfði hann ögrandi á eflir fuglinum, sem flaut dauðvona á léttgáruð- um sjónum til hafs. Svo lióf hann vænginn á loft, kastaði honum eins langt og hann gat i átlina til veiðibjöllunnar og hrópaði: Eg hefi þó sigrað! „Sonur minn, mig langar til þess að gefa þér heilræði. Ef þú þarft að fá peninga, að láni, þá skaltu fá þá hjá bölsýnismanni.“ „Af hverju?" ,,Af því að hann býst ekki við að fá þá aftur.“ Brezkur kafbátur kemur lil heimahafnar að aflokinni vel- heppnaðri árásarferð. Mikil leynd hvílir vfir starfi brezkra kafbáta, og er sjaldan vikið'að starfi þeirra í frétlum. HEIM eftir Rannveigu Schmidt. sem ekkert áttu skvlt við ís- Þegar þú varst ung stúlka á ísl^ndi, þá var það þín heitasta ósk, að komast út í heiminn og litast um. Ótal bækur sögðu þér um önnur Iönd og annarlega siði; vinkonur þínar komu úr utanförum og gáfu þér glóandi lýsingar af fegurð stórborg- anna og öllum skemmtununum, sem þar voru að finna .... en hér varðst þú að kúldrast heima í Reykjavik, smáholu, þar sem hver dag'ur var öðrum líkur og ekkert skeði, seip gaman var að .... Og svo fékkstu ósk þína upp- fyllta, þú fórst utan. Þú sást stórborgirnar, þú tókst þátt í skemmtununum, sem þær höfðu að bjóða ..... og þú skemmtir þér vel. Stundum hugsaðir þú heim .... sérstak- lega þegar eitthvað amaði að. Á sumrin greip heimþráin þig oft sterkum tökum, en það sem þú alltaf þráðir mest var sveita- sælan og fjallaloftið . . . . og það var eiginlega undarlegt, því þú varst bæjarbarn og þekktir lít,t til sveitarinnar. Svo liðu nokkur ár og þú fórst aftur til íslands, til Reykjavíkur, og það var gaman að sjá æskustöðvarnar og heilsa upp á ættingja, og vini, en landið var svo brjóstrugt, ef þú hugsaðir til skóganna ytra .... og allt var svo smátt borið saman við stórborgirnar. Nei, þú varst vist vaxin upp úr smá- bæjarhfinu .... þig langaði aftur út i heim. Þú fórst utan enn á ný. Og' árin liðu .... þau þutu óðfluga fraanhjá og nú atvik- aðist það svo, að þú flutlir til Ameríku; þú hittir þar fólk, sem var ólíkt Norðurálfufólki; þú vandist amerískum siðum, lenzka siði. Það var allt nýtt og hrifandi .... en stundum skaut saml spurningu ujip í huga þín- um: ætli það hafi ekki verið misskilningur, að fara að heiman ? Enn liðu mörg ár og Amer- íka tók þig traustataki; þú varst svo önnum kafin, að það var lítill lími afgangs til að hugsa heim .... en slundum, sérstak- lega í rökkrinu, greip löngunin þig ..... löngunin heim. Því vikur svo við, að cf þú ferðast land úr landi og dvelur á ýms- um stöðum, þá hefir hver stað- ur eitlhvað sérstakt lil að bera, sem þú saknar, þegar þú fcr í burlu .... en þú skilur líka eitthvað eftir á hverjum stað, eitthvað af sjájfri sér .... og að lokum áttu hvcrgi heima. . . Ofl fannst þér þrevtandi að tala önnur mál og það kvaldi þig alftaf, að geta ekki talað málið við nokkurn mann .... málið fegurst allra tungumála .... málið þilt. Stundum greip þig hræðsla, já skelfing, og þér fannst þú vera búin að glevma íslenzkunni. Þú kynntist mörgu gáfuðu og menntuðu fólki á leið þinni, en þú hiltir engan, sem alin var upp við Njálu og Laxdælu. Eng- inn kunni að njóta þess með þér að lesa Bragarbót Matt- híasar .... Enginn hafði heyrt getið um Eiðinn hans Þorsteins Erlingssonar .... „og skrautið hún fékk svo frítt og mai'gt við föður og móður síðu; hún átti þó sitf æðsta skart i augunum sínum blíðu“ .... Engjnn vissi hvað þú varst að fara með, ef þú nefndir hann Einar Bene- diktsson .... „Hleypir skeiði hörðu halur yfir isa. Glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa“ .... Þú sýndir þcim myndir að heiman og þeir sögðu; „Þetta eru falleg fjöll, livað heila þau?“ En þeir höfðu aldrei séð hana Esju eða Akra- fjall .... jieir höfðu aldrei séð sólina ganga til vi'ðar þar heima .... hjartar næturnar á sumr- in cða norðurljósin á veturna. Þeir gálu ekki skilið .... þcir kunnu ékki að tala um það, sem þér var hjarta næst .... Það var alltaf eitthváð sem þú sakn- aðir. Og þegar einhver bað þig um að segja frá Islandi og það var ot't þá hugsaðir þú stund- um: þeir hafa allan vilja á að skilja, en enginn er fær um að skilja ísland nema íslendingur .... svo hélstu áfram að segja frá íslandi, frá háttum, sögu og bókmenntum, en það var bara vegna þess, að þér fannst, að fóllc ætti að vita eilthvað um landið, vanþekkingin var svo gifurleg, en það var engin sér- stök ánægja i að segja frá.... ísland var svo allt öðruvísi en þeirra land, islenzkur hugsun- arháttur svo frábrugðinn, pg stundum höfðu þeir ekki nokkra hugmvnd um hvað það var, sem þú varst að segja þeim. Og árin líða. Þú hefir nú annað þjóðerni; þér líer skylda til að gefa nýja landinu þínu hollustú þina .... svo segja lögin og það er eins og það á að vera .... en innst i hjarta og hug gcymir þú alltaf ástina til landsins með svanasöng á lieiði. .... Þú vakir á nóttunni .... og það sem þig alltaf grunaði er nú orðið að fullvissu. Þú segir myrkrinu, sem grúfir yfir öllu, að þú varst blind .... þú áttir aldrei að yfirgefa landið þitt .... íslendingur á hvergi heima ncma á íslandi .... Og þú biður forsjónina, Iieitt og innilega .... lofaðu mér bara cinu sinni að ríða í sólskini upp til fjalla á íslandi .... lofaðu mér bara einu sinni að sjá land- ið mitt aftur .... lofaðu mér að bera beinin hjá mínu fólki.... Enskir veitingameun gerðu almenna fyrirspurn um það til gesla sinna hver væri uppá- haldsréttur þeirra. 50.000 manns svöruðu, og rúmlega þriðjungur þeirra, eða 17.000, töldu nautasteik bezt allra rétta, H.000 fannst spæld egg og svinakjöt betra, en þriðja i röðinni varð lambakjöt og tó- matsúpa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.