Vísir Sunnudagsblað - 12.09.1943, Side 8

Vísir Sunnudagsblað - 12.09.1943, Side 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ^ngfjnm dátt og: dönsunu . • Hún er glaðvær og lífsglöS þessi æska, sem stígur hringdans und- ir lieiðum himni í frjálsri og villtri náttúrunnd. Þetta voru Farfuglar i sumarleyfi sinu, efst i Borgarfjarðardölum. Þar dvöldu þeir heila viku, gengu á fjöil og jökla eða aSra fallega staSi á daginn, en skemmtu sér við söngva, hringdansa og leiki á kvöldin. Þannig á æskan að vera, ham- ingjusöm og glöð og fagna hverjum degi með söng og hlátri, einnig þá daga, sem ytri aðstæður leika ekki við mann sem skyldi. Enn fara Farfuglar í ferðalög um helgar og enn munu söngvar þeirra og hlátrar hljóma út í náttúruna, þar til haustið nær tökum á hugum þeirra og heftir útþrána. SÍÐAN Frá Noregi. ^ Mjög erfitl er að fá nákvæm- ar fréttir af ástandinu í Noregi, en þær fáu fréttir, sem þaðan berast, sýna að norska þjóðin á nú við mikla erfiðleika að stríða. -— Eftirfarandi upplýs- ingar eru teknar eftir hinu merka brezka blaði „The Econ- omist“. Andstæðingar nazista, sem segja má óhikað að séu níu tíundu hlutar þjóðarinnar, halda uppi mótspyrnu sinni jafnt um bjartan dag sem um nætur, þrátt fyrir síaukna harðstjórn nazista. Jafnvel skólahörn ltafa verið liandtek- in eða flutt á hrott úr heima- högum sínum. Hefir verið stofnaður sérstakur hetrunar- skóli fyrir þau skólabörn, sem sýnt hafa nazistum andúð með framkomu sinni. En það er einkennandi hversu kímnigáfa ])jóðarinnar hefir þroskast í ]>essu and- streymi hennar — og er þó ekki hægt að segja að sú gáfa sé á háu stigi hjá Norðurlandaþjóð- unum. Möllagten-fangelsið er nú t. d. eingöngu nefnt „Hotel Norge“ og fólk segir að „gesta- bókin“ þar sýni að andstaðan gegn nazistum nái lil allra flokka og stétta. Krónu og tveggja krónu seðl- ar Iiafa verið gefnir út. Tveggja krónu seðlarnir eru nefndir „Quisling“, en krónu-seðlarnir „Usling“, sem þýðir þorpari eða óþokki. Ef menn spyrja um ástæðuna fyrir þessu er svarið á ])á lund, að ])að þurfi tvo þorpara til að jafnast á við einn Quisling. Það er fastur siður, að þegar festar eru upp götuauglýsing- ar, þar sem birt er nafn Quisl- ings strika menn út stafina Q og i, svo að eftir verður aðeins „usling“. Jonas Lie hefir líka l'engið sitt nafn og er nefndur „Judas“ Lie. Ný frimerki hala verið gefin út, þar sem hvorki er mynd Há- konar konungs eða letrað Kongeriget Norge. Menn hafa það í flymtingum, að Quisling þori ekki að láta prenta fri- merki ineð mynd sinni, þvi að almenningur myndi ekki væta bakldið þeirra heldur spýta á framhliðina. Rosabaugar. Allir þekkja þá. Þeir vita á illviðri þegar þeir sjást um sól og tungl. Ef þeir eru daufir, vita þeir lielzt á þráviðri, einkum þegar isar eru við landið.-Veðra- haugar eða rosahaugar vita á llvassviðri með regni þegar þeir eru dökkrauðir og- sumsstaðar grænleitir. El' þetta er að vetr- inum, þá er voil á snjókomu. Bjartir hringar um tunglið vita oftast á góða veðráttu næsta dag. Þegar meira eða minna skærir geislabaugar (einskonar rosa- baugar) sjást um miðjan dag kringum sólu, er von á þráviðri eða úrkomu. -— Ef úlfar, sem svo eru kallaðir og flestir menn þekkja, sjást á austurlofti um sólu, þá má vænta illviðris og kulda, eftir ái’stíðum. Aftur á móti boða slíkar aukasólir á vesturlofti hetri veði’áttu, oft gott þráviðri. Rauðleitir eða fi-emur grænleitir úlfar um sólu vita oftast á hvassviði’i eða úr- komu. — Veðrahjálnxur er náskyldur rosahaugnum. Hann myndast af tveimur geislabaugum um sólu, með talsvei’ðu millihili. Hvítleit- ir úlfar í honum vita á langvar- andi kalt þráviði’i. — Vseðra- lijálmur er fremur sjaldgæfur. ★ Vitur sóknarbörn. Síra Ó., sem var annálaður mælskumaður, var vanur að skera upp á fyrir söfnuð sinn. Eitt sinn sagði hann meðal annars í x-æðu: „Fóllcið gengur ljúgandi og stelandi hæja milli og hringiða helvítis gapir fyi’ir fótum þess.“ Þegar út var konxið úr kirkj- unni, sögðu sóknarhörnin: „Gott var það núna hjá hon- um, eins og vant er, blessuðum..“ ★ Einu sinni var sami prestur að flytja likræðu yfir gömlum manni. Dóttir mannsins gekk á eftir til prestskonunnar og mælti: „Alveg gat eg grátið yfir hve ræðan var góð hjá prestin- um; en sárast þótti mér, að eg heyrði ekki eitt einásta orð, sem hann sagði. ★ Prestur var að jarða. Hann var nokkuð klaufskur stundum, en hafði samt tekist slysalaust, unz hann ætlaði að kasta mold- inni af þr'iðju rekunni ofan í gröfina. Þá rak hann hana óvart í þann, sem næstur stóð, uiít leið og liann sagði: „Af jörðu skaltu aftur upp risa“ en varð þá að hæta við: „ekki saml þú.“ ★ Smánaðu ekki þann vesæla og smjaðraðu ekki fyrir þeim vold- uga. „Mamma, mamma! Bannaðu henni Siggu að drepa veslings flugurnar í glugganum.“ „Hvers vegna? Nonni minn!“ „Af því að mig langar sjálfan til að gera það.“ ★ „Þetta er ljóta sápan,‘‘ sagði þvottakonan, „hún etur skyrt- una upp til agna, en skilur eftir óhreinindin.“ ★ Ahraham Lincoln, hinn góð- frægi ríkisforseti Bandaríkj- anna í Vesturheimi á þræla- styrjaldarárunum, var hverjum manni ljúfari og Mtillátari. Hann átti aldrei svo annríkt, að hann gæfi sér ekki tóm til, einhverja stund dags, að hlýða á mál inanna, þeirra er fund lians sóttu, jafnt lægri sem æðri, án alls manngreinarálits. Einhverju sinni leituðu máls við liann stór- hændur nokkrir lengst vestan úr ríkjum, málskrafsmenn miklir og burgeislegir. Þeir leiddu í inál aðgjörðir stjórnarinnar í liinu mikla vandamáli, er hún átli þá í að standa, viðureigninni við þrælahaldsrikin, og fundu lienni þar flest .til ámælis en fátt til lofs. Lincoln lofaði þeim að raijsa langa liríð, hlýddi á með þögn og þolinmæði. Loksins mælti hann: „ímyndum okkur, góðir herrar, að þér hefðuð var- ið aleigu yðar í gull, og fengið gullsnúðinn i hendur Blondin, en hann skyldi hera hamj á sér el'tir streng yfir Niagarafoss milli Bandaríkja og Kanada- Ætli þér mynduð' þá fara að leika yður að því, að slcekja stólpana, er strengurinn er við festur, og hrópa til Blondins: „Heyrðu Blondin! hallaðu þér dálítið meira á hægri hliðina; stattu við snöggvast, Blondin! Gakktu dálitið harðara. Hallaðu þér nú meira til hægri, nú til vinstri?“ Nei, það munduð þér naumast gera. Þér munduð miklu fremur halda að yður liöndum. Því er likt farið um þá menn, er fyrir stjórn standa nú, að þeir hafa mikla byrði að bera og dýra; þeim er fyrir miklu trú- að; ónáðið þá ekki og hafið kyrrt um yður, og , munum vér þá komast klakldaust yfir um.“ — Þessi snilldarlega samlíking beit svo á komumenn, að þeir kunnu þar engu til að svara, og lcvöddu forseta með mestu lotningu og vinsemd, ★ Þegar Jakob I. kom lil Eng- lands að taka þar riki eftir El- ísahetu drottningu (1603), sótti fund konungs meðal annara klerkur einn aldraður, til að árna honum liamingju. Jakob var maður trúrækinn, en lílt fallinn til höfðingja, sem raun har vitni. Hann bað öldungiim leggja yfir sig blessun sína. — Klerkur lióf upp hendurnar og mælti hátt og snjallt: „Drottinn hlessi yður og gjöri úr yður dugandi konung, þótt lélegt sé efnið.“ — Englendingar kváðu svo að orði, að eftir Elísabetu konung hefði komið til ríkis .Takob drottning. ★ Það er líkt háttað um fals- kenningar og falsaða peninga: þær eru ekki hættulegar nema þær séu vel gerðar. ★

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.