Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 að það hefði hann látið ógert, vegna þess, að sér hefði enginn slægur þótt í landinu fyrir hönd Bretakonungs, enda gæti hver holli i brezka flotanum tekið það fyrirhafnarlaust, nær sem væri, ef þörf þætti. Svo sem þegar liefir verið bent á, var Trampe "greifi hvorki heiðarlegur maður á horgaralega vísu né annan liátt. Þegar hann gerði samninginn við Nott, sldpstjóra á „The Rover“, hefir hann vafalaust verið fastráðinn i þvi að lialda hann livergi og hefir treyst því, að sér tækist það óhefnt, þar sem lierskipið mundi fljótlega fara héðan, eftir að samningurinn væri undirritaður. Þetta fór og að ætlun Trampes. „The Rover“ lagði á liaf út og var á vakki á Islandsálum í nokkrar vikur, en kaupskápurinn hjá þeim um- hoðsmanni Phelps og Jörundi gekk treglega, þrátt fyrir samn- inginn, og varð það úr, að Jör- undur færi til Englands aftur til þess að afla nýrra vörubirgða, meðan vex-ið væri að selja birgð- irnar úr „Clarence“, fyrx-a skipi Plielps. Phelps mannaði nú nýtt skip, allstórt og vel vopnað, „Marga- reth and Anne“ og fékk lianda því víkingsbréf hjá flotamála- ráðuneytinu brezka. Er skipið kom til Reykjavikur, sat alll við sama lijá Trampe og fyrr, að hann reyndi að smokka sér lxjá að framkvæma samninginn við Nott, og liafði salan á gönxlu vörunum frá Bretlandi engin orðið, eða svo til. Leiddist nú Plielps þófið, og aðgei’ðir Jör- undar hófust og fóru fram íneð þeim hætti, sem öllum er kunn- ugt. Ekki virðist sem Phelps liafi liaft neitt við þær ráðstaf- anir að athuga, enda segir hann all-löngu seinna frá atbui’ðun- um, og lætur þá slcína i það, að liann hafi haft umboð til þeirra frá brezku stjórninni, sem sið- ar mun verða minnzt á. Atburð- irnir sýna það lxinsvegar glögg- lega, að Jörundur tók að sér stjórn landsins i eigin nafni, en ekki í nafni Bretakonungs, þvi ef svo • liefði verið, hefði hann ekki kveðið á þann veg að orði i einni af auglýsingum sínum, að semja slcyldi frið við Bret- land. Hann kernur þar beinlín- is fram sem þjóðhöfðingi, er hefir tekið landið og ófriðinn, sem það var i við Bretland, að ei’fðum frá hinum fyrra lög- mæta þjóðhöfðingja. En þá er það sem Bretland gripur, eða vix’ðist gi’ípa, inn í rás viðburð- anna. Brezka herskipið „The Tal- bot“, undir stjórn Alexander Jones, rennir sér inn á Reykja- vikurhöfn. Jones þessi var li’i, af Ranelagh-ættinni, og þótti djai’fur sjómaður, en að öðru leyti þótti hann enginn spelc- ingur, og liann lxafði á ýmsan hátt gex-zt brotlegur i flotanum. Þegar hann kom hingað, bar hann sig þegar upp undan þvi við Phelps, að Jörundur hefði komið liér fram sem konungur, en af því að Phelps hafði látið svo i veðri vaka við hann, að allt sem hér liefði verið gert, hefði verið að vilja flotastjói’n- arinnar brezku, krafði hann Plielps skilríkja fyrir þvi. En Plielps liafði eltki i lxöndum annað en víldngsbréf skipsins „Mai'garettx and Anne“, og það lét Jones sér ekki nægja. Þegar Jörundur fór hingað var hann herfangi og var nú látið svo heita, að hann hefði hrotið di’engskaparorð með þessum fei’ðalögum. Mikið má þö eftir- litið með lionum á Brellandi hafa vei’ið slælegt, ef hann hefir getað farið hingað tvisvar á hálfu ári i óleyfi flotastjórnar- innar hrezku ólxindraður. En undir þessu yfirvai-pi batt Jones enda á stjórn Jörundar hér og lét hann fara aftur til Englands sem liei’fanga. Ekki er kunnugt um, hvaða fyrirskipanir Jones hefir liaft frá flotamálastjói’ninni brezku, en kunnugt er það að um skeið vakti það fyrir honum að gera Vancouver nokkurn, sem kom- ið liafði hingað á skipi Phelps, ásamt nauðasköllótti’i lconu sinni, sem liver annar ferða- rnaður, að landstjói-a á Islandi, og bendir það til, að Jones hafi liaft einliverja heimild til þess að leggja undir sig landið i nafni Bretakonungs, ef svo bæri und- ir. IJitt varð þó úr, að hann endurreisti vald Danakonungs, og má af þvi ráða, að fyrirskip- anir lians liafi verið hinar sömu og Notts, að leggja landið undir Bretland, ef lionum þætti það þess virði. En þeim hefir farið eins, Nott og honum, að hvor- ugum hefir þótt það ómaksins vert, og hrosshvelið, sem þá óð sjóinn við sti’endur landsins með gýrugum glámsaugum stakk sér aftur að því sinni. Þegar til Englands kom, var skipt nokkuð í tvö horn fyrir Jörundi, frá því sem áður var. Þegar liann fór til íslands, hafði Iiann verið i hinni mestu vináttu við Sir Joseph Banks og svo að kalla lieimagangur lijá honum, en eftir heimkomuna vildi Banks hvorki sjá hann né heyra og valdi honum mjög óþvegin orð. Hvernig ber að skilja þetta? Ef ekki ber að skilja það á þann veg, að Banks vildi nú hvergi nærri íslands-ævintýrinu hafa komið, eftir að það mistókst, og vildi meðal annars sýna það með ýmugust á Jörundi, þá get- ur skýringin ekki verið nema ein. Hún hlýtur að vera sú, að Jörundur liafi i íslandsferðinni gert annað en brezka stjórnin liafði lagt fyrir þá Phelps og hann, og að hann hafi brotizt til valda sjálfur á Islandi í stað þess að leggja það undir Bretakon- ung. Það er auðgert að meta at- liafnir Jörundar með því að lesa rit Jóns Þorkelssonar, enda þótt það rnegi telja nokkurn ljóð á þeirri ágætu bók, að höfundin- urn verður fullstarsýnt á kát- legu hliðina á stjórnarferli Jör- undar. Bók Rhys Davis segir og nokkuð frá athöfnum Jörundar hér og glottir höfund- ur liennar ekki síður við þeim en Jón Þorkelsson. En vel athugað- ar eru ráðstafanir þær, sem Jörundur gerði hér á landi, allar skynsamlegar og bera vott um alveg óvenjulegt hæfi til að skipuleggja. Þær sýna ennfrem- ur vilja til þess að skilja hugar- far íslendinga og metnað og fara eftir hvorttveggja, og enn hera þær í hvívetna vott um eðlilega góðvild og vilja til að láta gott af sér leiða. Hinsvegar verður þvi ekki neitað, að alls- staðar kemur hér fram i atliöfn- um Jörundar hin óskiljanlega óvild hans i garð landa sinna, Dana, og liún gengur eins og' rauður þráður gegnum ævi hans alla. Jörundur er þvi, eins og mað- ur kynnist honum af verkum lians hér á landi, heilsteyptur atgerfismaður, sem hefði átt að mega búast við miklu af. Ef hann hefði fengið að halda völd- um, virðist sem hann með sama áframhaldi myndi hafa getað knúið íslendinga til fullkomins framtaks undir innlendri stjórn tæpum liundrað árum áður en liún kom hér i landið. Það fer að vísu nokkuð tvennum sögum um ævi Jörund- ar, áður en hann kom hingað. Ferðalög hans kringum hnött- inn og um suðurhöfin liggja reyndar í fullri dagsbirtu, en það eru árin eftir þau, sem eru nokk- uð óljós, en þá kom hann heim til Danmerkur. Um þær mundir réðust Bretar á Danmörku með ekki minni harka en annað stór- veldi hefir gert nú á síðustu dög- um. Þegar Bretar í þá daga sátu um Kaupmannahöfn, segja illar tungur, að Jörundur hafi verið spæjari Wellesleys, sem síðar varð kunnur undir nafninu her- toginn af Wellington. Hefir Jör- undur gefið nokkurt tilefni til þess, að þessu lxafi verið trúað, því að hann segir i ævi- sögu sinni frá vinsamlegum mökum sinum við Breta, með- an á umsátrinni um Kaup- mannaliöfn stóð. Vitanlega voru þessi mök lians við óvini meira en litið ósæmileg, en það eru engar sönnur fyrir því, að þau liafi verið óheiðarleg. Þá liefir það fellt nokkra rýrð á nafn hans, áður en liann kom tiingað, að ýmsar sögur, miður fagrar, mynduðust í Danmörku um frammistöðu danska vík- ingaslcipsins „Admiral Juul“. sem hann stjórnaði, þegar Bret- ar tóku það undir Flamborough- liöfða. Skýrsla foringjans á her- skipinu, sem tók „Admiral Juul“, tekur þó af öll tvímæli um að skipið liafi varist, meðan nokkur kostur var, svo að ekki virðist þar lieldur falla skuggi á nafn hans. Þetta styðst enn- fremur við það, að Jörundur liafði nokkrum mánuðum áður á sama skipi gert upptæk þrjú óvinaskip i hafi. Manni sýnist því ævi Jörundar vera flekklaus þar til stjórn hans á Islandi er lokið. En þegar hann kemur til Englands eftir það, þá sýnist öll ævi hans umhverfast, og allt hans ráð snýst þá svo, að liann verður svo að segja tafar- laust að fullkomnum vandræða- manni. Hann lendir i fangelsi ó- týndra herfanga, verður spila- fugl og falsspilari, spæjari og meira að segja þjófur, kannar þess á milli skuldafangelsin og tugthúsin. En á liinu leytinu heldur hann þó áfram ritstörf- um sínum, sem segir mjög gjörla af i riti því, er hér birt- ist, og að mörgu leyti byggist einmitt á ritum Jörundar; er það fullt af hinum skemmtileg- ustu og fróðlegustu tilvitnun- um í þau. Þar með er ekki sagt neitt um ágæti ritanna í heild sinni, en þau koma ákaflega víða við, og það sem sérstaklega auðkennir þau hið ytra og innra, er málskrúð og skrúðhyggli, sem engu tali tekur. Jörundur gerist, þegar allt veltur á öllu fyrir honum, jafnliliða því sem liann er spæjari fyrir brezku stjórnina, ekki með öltu ónýtur stjórnmálaerindreld hennar, og liún lætur liann í launa skyni liafa svo mikið fé milli handa, að manni skilst, að hún hafi lcunnað að meta nytsemi hans á þvi sviði. Sem dæmi um það, livað honum hefir verið auðvelt að bregða sér í allra kvikinda liki, er það, að meðan hann sat í tugtliúsinu i Newgate, lék hann tvenn jafn ólík hlutverk Frh. á bls. 7.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.