Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Blaðsíða 8
VlSIR S UNN UDAGSBLAÐ
§ÍÐM
Gamall hóndi austan úr
Grímsnesi hefir skrifað 8. síð-
unni eftirfarandi:
Sumarið 1880 eða 81 var það,
sem móðuramma mín var jörð-
uð, að Ölafsvöllum á Skeiðum,
af séra Stefáni Stephensen, síð-
ar presti að Mosfelli í Gríms-
nesi. Við jarðarförina var með-
al annara bróðir hennar, sem
hét Þorsteinn Pálsson, Eftir
jarðarförina spurði Þorsteinn
prestinn, hvort hann vissi til, að
nokkur liefði verið jarðaður á
Ólafsvöllum utan ldrkjugarðs-
ins. Prestur sagðist hafa iieyrt
það, en nú myndi vera búið að
fœra garðinn svo mikið út, að
hann væri víst kominn yfir eða
út fyrir það leiði. Svo spurði
prestur Þorstein, af hverju lxann
væri að spyrja um þetta. Þor-
steinn svaraði með því að segja:
„Þegar ég er við jarðarför og
líkkistan er borin gegnum sálu-
hliðið, sé eg svipi þeirra dánu,
sem jarðaðir hafa verið í garð-
inum, og í dag sá eg, að einn
svipurinn var utan við garðinn
og vildi komast inn í hann, en
komst það ekki.
Þegar búið er að láta likið
ofan i gröfina, hverfa allir svipi-
irnir.“
Móðir min var fædd og upp-
alin á Löngumýri á Skeiðum.
Þá bjuggu þar bræður tveir,
Þórður afi minn og Guðmund-
ur, í Austurbænum. Þeir voru
Arnbjörnssynir, Ögmundssonar
frá Hrafnkelsstöðum i Hruna-
mannahreppi.
Löngumýrarbændur, eíns og
margh* bændur á þehn tima,
böfðu þann sið, að róa út á vetr-
arvertíðinni og skilja konurnai*
einar heima, til að gæta bús og
barna. Móðir min var fædd um
1850 og var yngst af 4 börnum
þeirra hjóna. Þannig var hús-
um liáttað á Löngumýri, að ein-
ar voru bæjardyr, en 2 baðstof-
ur, sin hvoru megin bæjardyra.
Eina nótl á vertíð bar svo við,
að konurnar heyrðu barnsgrát,
mjög eymdarlegan; þær hugðu
hvor fyrir sig, að það væi*i hjá
hinni, og af þvi að gráturinn
var svo óeðlilegur, og oftast að
hann heyrðist lítið eða ekki, nð
hvorug þeirra fór á fætur til að
aðgæta hjá hinni, hvort nokkuð
væri að, Konur þessar höfðu
Oft gefur a‘ð líta
ýms skemmtileg
atvik úr lífi dýr-
anna, ef maður
veitir þeim at-
hygíi. Á mynd-
inni hér að ofan,
sem ■ Ámundi
Hjörleifsson tók,
er hundur og
köttur a'S kyss-
ast, en á mynd-
inni t. h. eru tveir
kálfar aS sleikja
innan pott, en lít-
ill hvolpur sleikir
þaS, sem kálf -
arnir hafa slett
upp ur pottinum.
Þá mynd tók Ól-
afur GuSmunds-
son lögreglu-
þjónn.
þann slð, að krossa, eða signa,
eins og það var nefnt, bæjar-
dyrnar, þegar lokað var á kvöld-
in. En morguninn eftir, þegar
bærinn var opnaður, sá sá eða
sú, sem opnaði, einhverja tusku
druslu veltast út úr bæjardyr-
unum, og svo eitthvað í burtu
frá bænum. Konurnar, og lík-
lega ekki siður börnin, sem sum
voru orðin vel stálpuð, undruð-
ust þetta. Má geta nærri, að
krakkarnir hafa spxirt mæður
sínar hvað þetta hafi verið, og
þær verið neyddar til að gefa
einhverja viðunandi skýringu.
Þeim varð heldur engin skota-
skuld úr því, og sögðu börnum
sínum að þetta hefði verið út-
burður. — Auðvitað liefir þar
orðið að fylgja önnur saga, og
líklega ekki styttri en sú fyrri.
★
Fíflið Ingjalds i Hergilsey
beit gras, segir í Gísla sögu
Súrssonar. En samkvæmt nýj-
ustu kenningum heilsufræðinga,
er það síður en svo neinn fífla-
skapur að eta gras, þvi að vél-
þurkað og malað gras er selt
víða um heim til manneldis, og
fer framleiðslan vaxandi. Ein-
hver þekktasti fóðurbætir úv
grasi er alfalfa-mjöl. í þvi hef-
ir fundizt mjög mikið af K-víta-
míni, sem meðal annars hefir
þann eiginleika að hjálpa blóði
til að storkna, og er það notað
mjög handa særðum mönnum.
Talið er að alfalfa innihaldi
um 28 sinnum meiri fjörefni en
þurrkaðir ávextir, 23 sinnum
meira A-fjörefni en gulrætur, 9
sinnum meii*a B1 fjörefni en
grænblaðamatur (salat og kál),
22 sinnum meira B2 fjörefni
en salat og 14 sinnum meira
C-fjörefni en tómatar. Alfalfa-
jurtin telst ekki til grasættar,
heldur er hún skyldari kálætt-
inni, en er ræktuð eingöngu til
heyskapar. En fjörefnainnihald
mjölsins er að miklu leyti vél-
þurkuninni að þakka, því að ef
lieyið værí verkað á venjulegan
hátt, mjmdi 40% af fjörefninu
tapast við þurkunina. En með
vélþujrkun næst næstum þvi
100% af fjörefnainnihaldi og
næringargildi. Mjölið þykir
bragðvont, en ráðlagt er að
sjóða af því „te“, nota það i
kökur eða í stað salts í hafra-
graut.
•
Fegurðarsérfræðingur einn í
Rio de Janeiro hefir auglýst að
hann geti búið til Grétu Garho
nef á hvaða slúlku sem vera
skal. Segist hann liafa gipsmót
af nefi hinnar frægu leikkonu
og á skömmum tíma geti hann
lagað hvaða konunef sem er
efUr þessu móti, Það þarf ekki
að taka það fram, að sérfræð-
ingur þessi hefir meir en nóg
að gera, en hinsvegar hafa til-
tölulega fáar konur orðið að
„kvikmyndastjörnum“, þrátt
fyrir Garbo-nefið.
Björn, sonur Björns prests
Hjálmarssonar, bjó á Klúku í
Tungusveit. Hann var maður
stilltur, og prýðilega hagmæltur,
og laginn við að koma fyrir sig
orði. Oddvitinn var granni hans,
og mun Birni liafa þótt hann á
leitinn um' beitingar. Þá kvað
hann:
Allt sér notar ágirndin
og ’inn handarsterki;
yfir potar oddvitinn
okkar landamerki.
Einhverju sinni^sat Björn á
rúmi sínu að kvöldlagi og borð-
aði mjólkurystíng. Þegar hami
hafði matazt, kvað hann:
Klappar á kviðinn sinn
kútfullur hrikinn,
afmælisystinginn
át hann svo xnikinn.
Þegar kona lians heyrði vís-
una þótti henni miður, er hún
hafði gleymt afmælisdeginum
hans, þvi alltaf fór vel á með
þeim hjónum.
Guðmundur hét faðir Jóns,
fyrrum bónda í Þorpum. Bjó
Guðmundur þar í æsku Jóns, og
átti Jón að smala kvíám. Þótti
bónda seint ganga sraala-
mennskan og segir:
Ætlar að brjóta af sér tær,
er það ljótur skaðinn.
Jón bætir við:
Þessa njóta þinar ær,
það er bót í staðin.
★
í túnið renna lambær
með lömbin sin smá,
bíldótt og flekkótt
og botnótt og grá.
1 lilíðum er hóað,
þær hlaupa niður af brún
og Vígi og Glói
þeir verja þeim í tún.
Bráðum glóey gyllir
geimana blá.
Vorið tánura tyllir
tindana &,