Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Móðgunin. Saga eftir Frank X. Tolbert. Farris höfuSsniáður átti að heita að vera að skrifa leiðara. En þegar Alli prentari koni inn á ritstjórnarskrifstofuna, sat Farris og klappaði hundinum sínum. Hjundurinn var veiði- hundur og liafði vérið afhurða hundur á sinni tið, en liann var nú orðinn ganlall, þefvísin far- in og grahir gráar, enda gerði iiann ekki annað en elta Farris höfuðsmann á götunni eða sofa á ritstjórninni. Leiðarinn verður að koma, ef við eigum að koma út í vik- unni,“ sagði Alli. Já, eg var að byrja, þegar hundurínn truflaði mig, sagði Farris líroúancþ. Hann hlés mæðiiega, og skeggtaumarnir blöktu. Svo byrjaði liann að skrifa: — I>að eru nú liðin nærri þrjátíu ár síðan hræðravígun- um lauk á sjöunda lug aldar- innar. Samt eru enn til menn, sem leika sér að því að ýfa göm- ul sár, af því að þeir þykjast hafa af því flokksfýlgi eða af þvi að þeir hafa af því svívirði- lega ánægju að velcja upp aftur gamalt hatur. , — Fyrir nokkrum vikum vakti þetta blað athygli á hinu ógeðslega athæfi nokkurra þing- manna undir forystu Pinckney ölcTungaráðscnanns. Þeir fela til- gang sirin hak við-haráttu fyrir því að banna veðreiðar í þessu g'óða fylki.''Nú skálmar Pinck- ney öldungaráðsmaður fram í þinginu og ræðsl með fóískuleg- um méiðvrðum á yitstjóra þessa blaðs. Þessi óprúttni þorpari vogar sér að gefa í sltyn að rit- stjóri vor hafi baknagað Jeffer- son Davis. Eg neita þessu al- gerlega , sem tilhæfulausum rógi. Jeff Davis var góðvinur föður míns og átrúnaðargoð mitt. Nú Jiætti höfuSsmaðurinn og blés af tur í skeggið. Hann klapp- rekstur er þegar kominn á í Árneshreppi. Þó ekki sýndist fært að láta okkur njóta góðs af hinum stærri virkjunum, þá má telja að hér sé svo ríkulega að okkur búið frá náttúrunnar hendi,* bæði um jarðhita og sfaðhætti til rafvirkjupar, að með klinn- áttu og fjármunum gæti það gert þess^ sveit eíns byggilega, eins og þær sveitir, er nær liggja meginhéruðum landsins. aði hundinuín og liélt áfram að skrifa: — Menn eins og Pinckney má nefna hræfugla í mannsmynd. Þeir grafa upp gamalt slúður til að ata menn í saur og ógeðs- legu umtali. En að kalla mann- tegund þessa, sem lieldur til i háreistum og belgum sölum ^ijóðþingsins, djöful í manns- rnynd, það væri ranglæti gagn- var iians kolsvörtu hátign. Ritstjórinn lauk við handritið og rétti prentaranum það án þess að lesa það. Þetla er fyrsti leiðarinn, Alli, sagði hann. Setlu liann með feitum cíceró. jllann er ekki sem beztur, en mér dettur lcannske góður endir i liug með- an eg bregð mér i þingið. Síðan labbaði ritstjórinn með hundinn sinn yfir að þinghús- inu og fimm mínútum síðar settist hann á áhejyi’endapatlana í öldungadeildinni. Pinckney öldungaráðsmaður stóð á rauðu gólftepp'inu og þrumaði ræðu sína, rauðskeggj- aður og á stigvéjaskóm. Eg hef svarið þess eið að út- rýma því Jögfesta svínaríi, sem nefnist veðreiðar, úr þessu fylki eða falla dauður ella. Þessi lösl- ur hefir komið mörgum fjöl- skyldum á vonarvöl. Nú liefir þessi Fgrris, sem sennilega er handbendi og mútuþegi sam- vizkulausra . fjárhættuspilara, velt yfir mig slikum ókjörum af rógi og lastmælgi í hlaði sínu, að eg get ekki setið lengru þegj - andi hjá rógburði hans. Eg skil ekki þennan mann, ef mann skyldi kalla. Hann kann að vera smásálarlegur Ieiksopp- ur veðreiðagreifanna, sorpræsi sem þeir nota til að koma á framfæri lygum sínum og ó- tuktarskap. Hann kann að vera þefdýr, sem i fæðingunni lilaut tvo fætur i stað fjögurra, eða svin, sehi rótar upp saurnum sem það étur. Hvað vitum við um mannfýlu þessa, áður en hann kom hing- afS til höfuðhorgar fylkisins? Það má gera ráð fyrir að hann hafi vaxið upp í rangindum og rótarskap og verið til þess ráð- inn af þeim, sem græða fé á veðr-eiðinn, að úthella nöðru- eitri sínu é yður, háttvirtir þing- deildai’menn, og mig. Öldungaráðsmaðurinn lækk- aði róminn og strauk skeggið, um leið og hann hélt áfram: Eg hef nú tvo um fimmtugt. Eg er breizkur eins og aðrir menn, og ekki skal eg hvetja neinn til að taka mig til fyrir- myndar. En eg afneita og af- neita hverri þeirri ásökun, sem þessi mannorðsmorðingi,Farris, her mér á hrýn í saurblaði sínu. Allt lians athæfi er mér ekki annað en aukin hvatning til að halda liinni góðu baráttu gegn veðreiðasvindlinu fram til sig- urs, og mannkerti eins og Farris þessi skulu ekki stöðva mig, meðan eg er á lífi. Öldungaráðsmaðurinn spýtti mórauðu og settist, en þing- lieimur ldappaði og tveir þing- sveinar flýttu sér að setja spýtu- hakka við stól hans. Svo stóð . hann upp, strauk skeggið aftur og labhaði út úr deildinni. Höfuðsmaðurinn beið hans í fordyrinu. Þeir kinkuðu kolli saman þög- ulir í bragði. Siðan gengu þeir samsíða út á götu og hundur ritstjórans á eftir. Hundurinn ejti þá niður Þinghússtræti. Þetta var góð ræða, Pink, sagði Farris. Þakka þér fyrir, svaraði Pinck- ney og hætti við: Ber Gonzales- hryssan þíiT í vor? Já með fola fná Kentucky. Eg á ágætis liest úti á búgarðinum sem m ig langar til að sýna þér. Þeir fóru inn í bjórstofu. Eg borga, sagði öldungaráðsmaður- inn. Þú borgaðir alltaf i fiski- tútnum. Þeir drukku viský, en hundur- inn fékk vatn. Tveim stundum síðar dró Farris liöfuðsmaður upp skammbyssu og skaut Pinckney öldungaráðsmann þar sem skiptingin var í skegginu. Pinck- ney féll á gólfið en dró um leið upp hyssu og skaut á Farris. Önnur kúlan kom í eyrnasnep- ilinn, en hin fór gegnum liáls- inn. Þegar lögreglustjórinn kom á vettvang, var Pinckney dauður. Farris liöfuðsmaður sat á gólf- inu, liallaðist upp að skenki- horðinu og strauk hundinum. ,Hvað skeði, Hermann, spurði Iogreglustjórinn. Þeir voru gamlir vinir þessir karlar. Eg er ekki alveg viss, sagði Hermann. Þeir voru að drekka og tala um fiskitúr, þegar öld-- ungaráðsmaðurinn hrasaði um hundinn og fór að bölva honum. Svo sagði hann að hann færi ekki í neinn andsk. fiskitúr, ef seppf ætti að fara með, og svo bölvaði hann hundinum meira. Þá byrjaði ballið. Mér þykir leitt að þetta skyldi koma fyrir, sagði Farris áður en hann dó við lögreglustjórann. En Pink átti ekkert með að móðga hundinn. ... ■*!-■ .. Hrmgð til tíða. Kirkjcin þig kallar i dag kærleikans töfrum skrýdd. 1 himinsins helgu vídd hljómar klukknanna lag. Út um helsjúkan heim heyja mennirnir stríð, þjáðan landflóttalgð leiðir sorgin i hörmungum þeim. Vélknúnir vargar um nótt varpa sprengjum á horg. Skapa svíðandi sorg svefnlausri, blæðandi drótt. Meðan hgrðstjórans hönd hefir vald gfir þjóð, svelgir jörð bræðrablóð, berast lík upp á strönd. Þjóð vor í þögulli bið þakkar sinn köllunardag. Bergmálar bænar lag, — biður drottinn um frið. M agnús P. B er g. t V

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.