Nýja dagblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 1
I. ár. Reykjavík, stmnutíagínn 29. október 1933. 2. bl. í DAG WWWP———. —,---- Sólaruppkoma kl. 8,02. Sólarlag kl. 4,20. Háflóð árdegis kl. 2,20. Háflóð síðdegis kl. 2,40. Vaxandi óeinðip í Gyðingalandí. Lögveglumálin á dagskrá á aukafundi bæjavsíjóvnar* innav í gævkveldi. Veðurspá: Vaxandi vestan kaldi, þíðviðri og dálítil rigning. Ljósatími lijóla og bifreiða kl. 4,50 síðd. til 7,30 árd. Söfn, skrifstofur o. fl.: pjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Náttúrugripasafnið ..... opið 2-3 Alþýðubókasafnið ...... opið 4-10 Listasafn Einars Jónssonar opið 1-3 Pósthúsið: Bréfapóstst. opin 10-11 Landsíminn .................. 10-8 Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landspítalinn ............ kl. 2-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12^-2 Vífilstaðahœlið .. 12^-2 og 3%-4y2 Kleppur .................... kl. 1-5 Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjarg. 4, sími 2234. Næturlæknir aðra nótt: Bergsveinn Ólafsson, Suðurg. 4, sími 3677. Næturvörður i nótt og aðra nótt: Ingólfs- og Laugavegsapótek. Samgöngur og póstferðir: Esja kemur austanum úr hring- ferð um hádegi. Skemmtanir og snmkomur: Gumla Bíó: kl. 5 barnasýning. Kl. 7 alþýðusýning. Kl. 9: Maritza greifafrú. Nýja Bíó: Iíl. 5 barnasýning. Kl. 7 í nótt eða aldrei. Kl. 9: Móðir mín eftir E. Ferbers. Leikhúsið: Galdra-Loftur verður leikinn kl. 8. Fyrirlestur í Nýja Bíó kl. 4 (Lauf- ey Vilhjálmsdóttir). flllshepjapvepkfallið í Haifa \ heldup áfpam. London kl. 17,00 28./10. FÚ. Óeirðunum í Palestínu heldur áfram, og færast þær í aukana í dag. Alvarlegar skærur hafa orðið í Haifa, þar sem múgur réðist á lögreglu- og jámbrautarstöðvarnar. Einn af upphlaupsmönnum var drepinn, en tveir brezkir lögreglu- þjónar særðust alvarlega. Arabiska allsherjarverkfallið í Haifa stendur enn yfir, og nokkurra borgarhluta er í dag gætt af vopnaðri lögreglu. Frá Jerúsalem berast ennfremur fregnir um alvarlegar óeirðir. Höfðu yfirvöldin látið taka höndum tvo arabiska embættismenn. Múgur manna réðist á fangelsið og hleypti föngunum út. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að her- lið yrði á takteinum ef á þyrfti að halda. Ástæðan, sem látin er í veðri vaka fyrir þessum óeirð- um er aukinn innflutningur Gyðinga í landið. En skrifstofa sú, er umsjón hefir með innflutninga Gyðinga, skýrir svo frá, að 5500 Gyðingar hafi fengið innflutningsleyfi síðast- liðinn mánuð, og að viðlíka mannfjölda muni verða leyfður innflutningur í næsta mánuði.Þetta er 4 þúsundum meira en á sama tíma í fyrra. Þessi aukning er talin hafa orsakast af betra ástandi í landinu, með því að engum sé hleypt inn, nema að tryggt sé, að sæmilega verði séð fyrir honum, eða hann fái atvinnu. Þótt þessi ástæða sé látin í veðri vaka, telja ýmsir sennilegra, að hér sé um undirróðursstarfsemi að ræða, sem eigi rót sína að reka til brottreksturs Gyðinga úr Þýzka- landi. Fangaherbúðir í flusiurríki. Dollfuss kanslari lærir af Hifler. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Fréttaerindi (endurtek- ið) 10,25 Endurtekning írétta. 10,40 Veðurfregnir. 14,00 Messa í frí- kirkjunni. Síra Árni Sigurðsson). 15,00 Miðdegisútvarp. 15,36 Erindi: Framvindan og sagan, I. (Ragnar Iívaran). 18,45 Barnatími (Stein- grímur Arason). 19,10 Veðurfregn- ir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,31 Grammófóntónleikar. Doni- zetti: Lög úr óp. „Lucia di Lam- mermoor". 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Um Savana- róla. (Ásm. Guðmundsson). 21,00 Grammófóntónleikar. Sibelius: Symphonia nr. 1 í E-moll. Dans- lög til kl. 24. » Dagskrá útvarpsins á morgun: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvprp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Óákveðið. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlönd- um. (Vilhjálmur þ. Gíslason). 21,00 Tónleikar: Alþýðulög. (Út- varpslcvartettinn). Einsöngur). (Frú Guðrún Ágústsdóttir). Grammófón. Richard Strauss: Till Eulenspiegel. (PhilharmoniSka orkestrið, Berlin. Wilh. Furt- wángler). Kalundborg, kl. 17,00 23./10. FÚ. Austurríska stjórnin hefir nú sett upp fyrstu fanga- herbúðir sínar með sama sniði og tíðkast 1 Þýzkalandi, og eru þær í nágrenni við Wien. Áttatíu menn hafa þegar verið settir þar í hald, og eru það einkum stúdentar frá há- skólanum í Wien, sem staðið hafa fyrir óeirðum þar, og nokkrir foringjar Nazista frá Steiermark. Frá brennumálinu mikla. RéttarhiSldin halda áfram í Berlin. Berlin kl. 11.45 28./10. FÚ. Réttarhöldunum út af Ríkis- þingsbrunanum var haldið á- fram í dag, og leiddi verjandi Torglers vitni að nafni Böhme, sem bar það, að hann hefði verið sá maður, sem var í fylgd með Torgler þegar hann mætti nazistaþingmönnunum, sem sögðust hafa séð Torgler í fylgd með van der Lubbe. Var þetta milli 14.30 og 15.30 um daginn, og sagðist vitnið geta sannað það, , að hann hefði hitt Torgler í þinghúsinu á hverjum degi allan mánuð- inn, kl. 14.30. Hér er átt við framburð vitna, er báru það, að þau hefði séð Torgler í fylgd með van der Lubbe brennudaginn. Aukafundur í bæjarstjórn- inni hófst í gær í Kaupþings- salnum kl. 5 síðdegis. Borgar- stjóri hafði auglýst til umræðu „tillögur um tilhögun varalög- reglu“ og „veiting á lögreglu- mannastöðum“. Áheyrenda- svæði fullskipað áheyrendum. Borgarstjóri, Jón Þorláksson, hóf máls og bar fram tillögu þess efnis: Að í Reykjavík skyldi sett á stofn allt að 100 manna vara- lögreglusveit, auk hinnar föstu bæjarlögreglu, að hver vara- lögreglumaðui- skyldi hafa 50 kr. fasta þóknun á mánuði, auk þeirra 5 kr. fyrir fyrstu klukkustund, sem hann í hvert sinn mætir til æfinga eða þjón- ustu, 2 kr. fyrir hverja vinnu- stund að öðru leyti virka daga og kr. 2,50 á helgidögum eða nóttum. Stefán Jóh. Stefánssoon tal- aði næstur fyrir hönd Alþýðu- flokksins og sagði Að Alþýðuflokkurinn væri á móti varalögreglu, en teldi hinsvegar „rétt og sjálfsagt, að bæjarlögreglan í Reykjavík sé svo mörgum mönnum skipuð, að henni sé treystandi til að halda uppi reglu í bænum“. Hermann Jónasson las upp kafla úr bréfi, sem hann hafði ritað dómsmálaráðuneytinu 10. des. 1932, þar sem hann legg- ur áherzlu á, að fasta lögreglu- liðið sé aukið, en telur að vara- lið „lítt æfðra og ósamstæðra manna“ komi að tiltölulega litl- um notum, miðað við kostnað. Borgarstjóri gizkaði á, að kostnaður af varalögreglunni myndi nema 45 þús. frá bæn- um og öðrum 45 þúsundum úr ríkissjóði samkvæmt lögum um lögreglumenn frá síðasta þingi, og lögreglukostnaður alls fyrir bæinn 225 þús. kr. Lögreglustjóri skýrði aftur á móti frá því, að kostnaður við föstu lögregluna árið 1932 hefði verið kr. 160.000,73 og myndi með 21 manns aukn- ingu, sem nú á að gera, verða 200 þús. kr. — auk 40 þús., sem x’íkið greiðir samkv. lög- um. Lögreglustjórinn skýrði enn- fremur frá, að kostnaður við núvei'andi ríkislögreglu væri orðinn um 342 þús. kr. Taldi lögreglustjórixm var- lega áætlað, að kostnaður bæj- arins af föstu lögreglunni og 100 manna varalögreglu myndi verða 350 þús. og framlag rík- isins 90 þús. Samkv. tillögu frá Hermanni Jónassyni var málinu vísað til bæjarráðs og 2. umræðu. Þá var tekið fyrir síðara málið: Framh. á 3. síðu. Málið gegn flfengisverzluninní. Viðtal við fopsfjórann. Vér fórum á fund Guð- brands Magnússonar forstjóra í dag. Hvað líður mál því, sem Lár- us Jóhannesson hefir höfðað gegn Áfengisverzluninni, spyrj- um vér. Þar hefir fátt skeð, nema hvað teknir hafa verið nokk- urir frestir í málinu. Á hverju hefir staðið? Á því einu, hve málið er um- svifamikið. Meðal annars hefir farið fram rannsókn á álagn- ingu Áfengisverzlunarinnar um allmörg ár — og þetta tekur tíma, segir forstjórinn. Hver hefir framkvæmt þessa rannsókn og að hvers ósk er hún gjörð? Hún er framkvæmd af Bimi E. Ámasyni lögfræðing, en hann er, eins og þér vitið, lög- giltur endurskoðandi, og hún er framkvæmd samkvæmt minni ósk, með leyfi ráðu- neytisins og í samráði við verj- anda málsins. Hver er málflutningsmaður Áf engisverzlunarinnar ? Pétur Magnússon hæstarétt- armálfíutningsmaður. Hvenær búizt þér við að hann skili vöm í málinu? Á miðvikudag. Og hvenær fellur svo dóm- ur? Það veit enginn, en ég geri ráð fyrir, að báðir aðiljar vilji flýta málinu. Hvað getið þér sagt oss | fleira um þetta sögulega mál? Ekkert fleira! segir for- stjórinn.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.