Nýja dagblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 4
i N Ý J A D A GB LAÐIÐ Húsmæður! Munið að Svana-smjörlíki, Svana-j urtaf eiti, Svana-kaffi, Svana-kryddvörur, Svana-lyftiduft, Svana-edik, Svana-soya, og yfirleitt allar Sva.na- vörur, sem nú eru orðnar þjóðkunnar fyrir gæði, fást í Kaupfélagi ReykjaYíkur Bankastræti. í dag kl. 5 Opinber fundur haldinn í fundarsalnum við Bröttugötu. Eggert Þorbjamarson: Stríðshættan og Sovét-Rússland. (Ræðumaður er nýkominn heim eftir rúmlega tveggja ára dvöl í Rúss- landi). Afstaða Alþýðusambands- ins til Sovétvinafélagsins. Margir ræðumenn. Fundurinn er öllum op- inn. — Nýir meðlimir teknir inn. Sovétvinafélag íslands. Skiptafundur í þrotabúi Kristine K. Einars- son, Grettisgötu 81, verður haldinn í Bæjarþingstofunni mánudaginn 30. þ. m., kl. 10 f. h. til þess að taka ákvöxjðun um sölu einga búsins. Lögmaðurinn í Reykjavík, 28. okt. 1933. Bjöm Þórðarson. Hefir þú lesiö nýju söguna hans Davíðs frá Fagraskógi: Vargur ? Birtist aðeins í tímaritinu Nýjar Kvöldvökur. Útsölumaður í Rvík Þórh. Bjarnarson, Ásv.g. 29. AunáU. Messur í dag. í dómkirkjunni kl. 11. árd. séra Bjarni Jónsson (Ferm- ing). Kl. 3 síra Friðrik Hall- grímsson (Barnaguðsþjónusta). Engin síðdegismessa. — 1 frí- krikjunni messar síra Árni Sigurðsson kl. 2. — I Hafnar- fjarðarkirkju messar síra Háif- dán Helgason. Nýja dagblaðið kemur út á morgnana alla daga vikunnar, nema mánu- daga. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshús- inu á morgun kl. 9 síðd. Skipafréttir. Esja fór frá Hornafirði um hádegi í gær og er væntanleg til Reykjavíkur um hádegi 1 dag. Súðin er í Kristiansanu. Gullfoss er í Kauprnannahöfn, Goðafoss á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith, Dettifoss fór frá Hull í gær áleiðis til Reykjavíkur, Lagarfoss var _á Reyðarfirði í gærmorgun, Selfoss er í Reykjavík. Áheit á Strandarkirkju 3 kr. frá G. G. Úr Húnavatnssýslu. Um 16 þús. sauðfjár hefir verið slátrað á Hvammstanga á þessu hausti og sauðfjársláti- un er þar nú að fullu lokið. Um það bil helmingur af kjöt- inu var i'rystur. Ilálft annað þús. sauðfjár var rekið í haust úr héraðinu til slátrunar í Borgarnesi og Hafnarfirði. Einnig var síðari hluta sumars töluvert af heimaslátruðu dilkakjöti flutt á bílum til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Sauðfé var í rýrara lagi. Hey- fengur var í sumar bæði mikill og góður og uppskera úr görð- um mun betri en í fyrra. Tíð hefur verið fremur stillt und- anfarna daga og jörð er auð í byggð. — F.Ú. Kol í Færeyjum. Að tilhlutun dönsku ríkis- stjórnarinnar hafa verið rann- sakaðir á síðastliðnu sumri möguleikamir fyrir kolavinnslu í Færeyjum. Voru tveir sér- fræðingar gerðir út af örkinni og ferðuðust þeir um eyjamar, athuguðu skilyrði til vinnslu og tóku sýnishom á nokkrum stöðum. Þessi sýnishom voru síðan send til Englands og rannsökuð þar. Reyndust sum sýnishomin ágætlega. En ekki er vitað, hversu mikið muni vera til af þeim kolategundum, og eftir því sem annar sendi- maðurinn skýrði frá, mun það ekki vera jafnmikið og margir hafa ætlað áður. Frakkneskir menn hafa tryggt sér ráð yfir miklum hluta af kolasvæðinu og kostuðu þeir rannsóknina að nokkru leyti. Nýbreytni í blaðaritun. Nýja dagblaðið mun öðru hverju, eins og í dag, birta fræðandi greinar neðanmáls á annari og þriðju síðu. Greinar þessar munu fjalla um þjóð- félagsmál, bókmenntir, hstir, vísindi o. m. fl. Mun blaðið kosta kapps um að tryggja sér aðstoð, sem flestra inn- lendra rithöfun^a og fræði- manna og e. t. v. erl. manna einnig. Er þetta ritgerðaform hvarvetna mjög vinsælt meðal lesfúsari manna. Svipar því nokkuð til tímarita, en grein- arnar þó venjulega öllu styttri en í tímaritunum, og meir mið- aðar við þau viðfangsefni, sem efst eru í huga almennings á hverjum tíma. „Landinn“. Þrír menn voru í nótt kl. tæplega 12 teknir á Hverfis- götu 32 fyrir að vera þar með 20 hálfflöskur af heimabrugg- uðu áfengi. Eru þeir nú allir undir rannsókn. Mótþrói gegn Roosewelt. Ósamkomulag hefir orðið á ný milli Henry Ford og við- reisnamefndarinar í Banda- ríkjunum. Hefir Ford neitað að samþykkja launagreiðslur sem Johnson herforingi hefir farið fram á. — F.Ú. Bifreiðakóngurinn Henry Ford hefir orðið einna erfið- astur allra amerískra stóriðju- hölda í samningum við stjóm- ina. Hefir hann hvað eftir annað tregðast við að sam- þykkja skipulagning hennar, að því er til hans tekur. — FÚ i Nýjar vígvélar. Vopnaverksmiðjum frönsku stjórnarinnar hefir nýlega tek- izt að smíða fallbyssur fyrir flugvélar, og hafa tilraunir með þær tekizt ágætlega. Mun nú bráðlega verða byrjað að smíða fallbyssuflugvélar, og er það alveg ný tegund flug- tækja. — F.Ú. Englendingar hafa alveg ný- Læknir. íþróttasamband íslands óskar eftir lækni, sem getur tekið að sérx læknisskoðun á íþróttamönnum. Þeir, sem hugsa til að taka að sér starfið, sendi umsóknir sínar til í. S. í. fyrir 1. nóv. næstkomandi. lega lokið smíði á einni þess- háttar flugvél, sem hér ræðir um. Sjá smágrein í blaðinu í gær. Rússar aka seglum eftir vindi. Franska blaðið Joumal segir frá því, að Litvinoff, utanrík- isfulltrúi Rússa, hafi undanfar- ið átt 1 deilum við Þriðja Internationale, út af bækling, sem sambandið hafði gefið út, um Roosevelt, og var í bækl- ingnum skorað á bændur í Bandaríkjunum að gera upp- reisn. Sambandið ætlaði að þýða bæklinginn á ensku, og gefa hann út í stóru upplagi, en Litvinoff mótmælti því, og kvað það geta komið í bága við samningaumleitanir sínar við Ameríku. Stjóm Þriðja Internationale hefir nú ákveðið að gefa bækl- inginn ekki út á ensku. Litvinoff kom til Berlin í morgun, á leið til Washington. — F.Ú. Einræðisstjórnir halda upp á afmælið sitt. í Ítalíu var í dag haldin 11 ára minningarhátíð hinnar miklu kröfugöngu Fascista til Rómar. Konungur tók í fyrsta sinni í dag þátt í þessum há- tíðahöldum, og gengu 16.000 uppgjafahermenn fyrir hann. Á morgun hefst 10 ára minningarhátíð tyrkneska lýð- veldisins, og hefir stjómin mælt svo fyrir, að hátíðahöld- in skuli standa um gjörvallt ríkið í þrjá daga. Auk þess hefir stjórnin látið semja og gefa út geysivíðtækt yfirlit um þróun þá, sem orðið hefir á öllum sviðum á þessum 10 árum.,,— F.Ú. Spaðsaltað dílkakjöt í Vi. Vs °S lU tunnum Ennfremur prima saltsíld. í 5 kg. dunkum. Kjötbúð Reykjavíkur Vesturgötu 16. Sími 4769. fer héðan þriðju- daginn 31. þ.m. í strandferð austur um land. Tekið verður á móti vörum á mánu- daginn. Skipaútgerð ríkisins. Sföpf við Alþingi. Umsóknip um stönf við fllþingi skulu komnap h'l skrifslofunnap i síðasia lagi næsikomandi mið- vikudagskvöld 1. nóv. Skrifsfofa fllþingis. Húsuæði óskast Ungur maður í fastri stöðu óskar eftir 2 herbergjum og eldhúsi sem fyrst. Tvennt í heimili. Fyrirframgreiðsla. — Upplýsingar í síma 4888. Auglýsingum í Nýja dagblað- ið er veitt viðtaka á afgreiðslu blaðsins í Austurstræti 12 og í prentsm. Acta. íbúð fyrir barnlaus hjón ósk- aat 15. nóv. eða 1. des. Fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma j 2323. RAUÐA HUSH). morðinginn hefir eftir sig skilið og dregur af því þá ályktun, að hann eigi heima miðja vega milli kom- myllu og ölgerðarhúss ? Hvaða spennings ætli það valdi mhnni, þótt það sannist af blóðblettnum í vasa- klút horfna mannsins, að hann hafi nýlega verið bit- inn af úlfalda? Ekki verð ég spenntur af þessháttar, fyrir mitt leyti. Slíkt er alltof einfalt fyrir höfund- inn og alltof flókið fyrir lesandann. Því hér er þess vel að gæta: Spæjari má ekki hafa meiri sérkunnáttu en meðalgreindur lesandi sögunn- ar. Lesandinn verður að finna það allt í gegn, að ef hann vildi sjálfur beita kald-skynsamlegum ályktun- um og rökvísi þeirri, er felst í járnhörðum og blá- köldum staðreyndunum, þá myndi hann geta haft uppi á sökudólginum alveg eins vel og hver annar. iHöfundur sögunnar getur auðvitað ekki lagt gögnin þannig fram, að þau hafi sama gildi fyrir lesand- ann í bókaherberginu og spæjarann, sem hjá líkinu stendur. Ör á nefinu á einhverjum gestanna er ef til vill öldungis marklaust atriði í málinu, í augum spæj- arans. En þetta, að höfundur sögunnar gerir það að umtalsefni, gefur því strax þýðingu í augum lesand- ans, sem yfirstígur langsamlega fegurðargildi þess fyrir andlitið á manninum. Enginn undrast það eða tekur það illa upp, þótt höfundurinn með tilliti til þessa drepi því aftur á dreif með því að minnast eins lauslega og unnt er á nef hinna gestanna, sem ef til vill gætu þó gefið miklu betri bendingar í málinu. Við skulum vera ánægð meðan báðir, höfundurinn og spæjarinn, skilja smásjána eftir heima hjá sér. En hvemig eigum við að snúast í þessu með Wat- son. Eigum við að hafa einhvern Watson? Já, endi- lega. Vei þeim höfundi, sem öllu heldur leyndu þang- að til í síðasta kapítula og lætur alla hina kapítulana vera inngangsþátt að fimmmínútna úrslitaviðureign. Þannig ætti enginn maður að skrifa sögu. Látum okkur fá að vita, frá einum kapítula til annars, hvað spæjarinn hugsar. Til þess verður hann annaðhvort að hafa einhvem Watson að tala við, eða þá taia upphátt við sjálfan sig. Hið fyrra er samtalsform af hinu síðara og þess vegna læsilegra. Sem sagt: Watson, en það þarf þar fýrir ekki að vera neinn nautheimskur Watson. Látum vera að hann sé dá- lítið seinn og silalegur, svona eins og við margir erum, en viðfeldinn þarf hann að vera, manneskju- iegur og þýður á manninn. Nú ætla ég að mönnum skiljist, hvemig sagan um Rauða húsið varð til. Eina afsökunin, sem ég hefi til þessa borið fram, ef ég hefi skrifað eitthvað, er sú, að ég ætlaði mér að skrifa það og ég myndi vera jafn hreykinn af símaskrá, sem ég hefði sam- ið con amore og ég myndi skammast mín sár- lega fyrir að semja harmleik í ljóðum að skipun ein- hvers manns. Samt sem áður hefi ég oft óskað þess, að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu, því mig grun- ar, að einum manni að minnsta kosti, sem er bráð- sólginn í að lesa spæjarasögur, muni finnast hún sem næst fullkomin að gerð, þótt ég hafi aldrei séð þennan mann, þekki ég hann prýðis vel. Ég veit upp á hár hvað honum geðjast og hvað honum geðjast ekki. Ég hleraði eftir óskum hans, áliti hans, við hvert fótmál .... það er átakanlegt að hugsa sér, að þetta skuli nú.samt vera eina spæjarasagan í ver- öldinni, sem hann mun aldrei lesa. Höfundurinn. Mrs. Stevens verður hverft við. Það var á hádegi. Rauða húsið stóð þögult í svæf- andi sumarhitanum. Hunangsflugur suðuðu svefn- lega í biómbeðunum og dúfur kurruðu þýðlega í toppum álmtrjánna. Lengst úti á engjum heyrðist sláttuvélarhljóð. Ekkert hvílir eyrað eins vel og

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.