Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 1
ÍDAG Sólaruppkoma kl. 8.12. Sólarlag kl. 4.09. Háflóð árdegis kl. 4.30. Háflóð síðdegis kl. 4.45. Veðurspá: S.-A.-átt. Allhvass í dag. Snjókoma fyrst, en síðar rigning. Ljósatími hjóla og bifreiða 4.50 e. m. til 7.30 árd. Söfn, skrífstofur o. fl.: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 Pjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 JJjóðminjasafnið lokað. Nátlúrugripasafnið loltað. Alþýðuljókasafnið .... ojiiö 10-10 Listasafn Einars Jónssonar opið 1-3 Landsbankinn .... opinn kl. 10-3 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3 IJtvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg ................... opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7*4 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ........... . opinn 9-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskifél. .. Skrifst.t. 10-12 og iy2-4 Samband ísl. samvinnufélaga opið ............... 9-12 og 1-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bœjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-J2 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofumar opnar 10-12 og 1-4 Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Hœstiréttur kl. 10. Heimsóknartíml sjúkrahúsa: Landspítalinn ............ kl. 2-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12V&-2 Vífilstaðahœlið .. 12Vi-2 og 3V4-4V2 Kleppur .................... kl. 1-5 Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Læltjarg. 4, sími 2234. Næturvörður í Lyfjabúðinni Ið- unn og Reykjavíkurapóteki. Samgöngur og póstferðir: íslandið frá Kaupm.höfn síðari hluta dags. Póstbílaferðir til Hafnarfj., Reyni- valla og Sandgerðis. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Fiðlusóló (pórarinn Guðmunds- son). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Jtættir úr náttúru- fræði, III. Fjallið Skjaldbreiður (Pálmi Hannesson). 21,00 Gram- mófóntónleikar. Dvorák: Symhon- ia nr. 5 i E-moll. (Philadelphia Symphoniu orkestrið, Leopold Stokowslci). Rússneskir kórar. Sálmur. Skemmtanir og samkomur: Iðnó: Skemmtikvöld Vestur-ís- lendingafélagsins. Spanska lýdveldid fast í sessL Viðtal við Jónas Jónsson iyr- verandi ráðherra. Blaðamaður frá Nýja dag- blaðinu náði tali af Jónasi Jónssyni fyrv. dómsmálaráð- herra þegar hann kom í gær með Brúarfossi. — Hvernig hefir ferðin gengið ? — Ágætlega. Það hefir ver- ið mjög ánægjulegt og fróð- legt ferðalag. — Hvað varstu lengi á Spáni og hvemig líkaði þér? — Ég var um mánaðartíma á Spáni og mér líkaði ágæt- lega við Spánverja. Þeir eru sérlega viðfeldnir. Tel ég víst, að við getum átt góð viðskipti við þá, ef við vöndum nógu vel þá vöru, sem við seljum þeim, en það er vitanlega eitt aðalatriðið. Ekki bólaði á nein- um röddum um að takmarka innflutning á fiski á nokkurn hátt, og mega það heita góðar fréttir fyrir oss Islendinga. —- Hvað er að frétta af stjórnmálunum á Spáni? — Sem stendur situr þar bráðabirgðastj órn. Lýðveldið virðist ekki vera í neinni hættu, enda hefir þjóðin ekki neina glæsilega sögu að segja af einræðisstjóm þeirra Al- fonso og Primo de Rivera, svo lascistastefnan er þar í al- gjörðri niðurlægingu. Sama er að segja um kommúnismann. Enginn kommúnisti á sæti í þinginu og er stefna þeirra al- veg áhrifalaus. Verður flugleiðin um ísland ekki nofuð? London kl. 23.45 30/lO.FtJ. Sir Eric Geddes ræddi með- al annars um framtíðarhorfur um aukin loftsambönd við önn- ur lönd, á fundi brezka flug- félagsins „Imperial Airways" í dag. Sagði hann, að næst lægi fyrir að efna til flugferða milli Bretlands og Canada. Hann sagðist vonast til þess, að í samstarfi við Pan-Ameri- can Airways í Bandaríkjun- um, kæmust á fastar flugferð- ir á næsta ári milli Bretlands og Canada um Bandaríkin, og mundi sú flugleið að öllum lík- indum verða um Bermuda-eyj- arnar. Eins og menn muna hafa Ameríkumenn undanfarið haft í hyggju að leggja flugleið til Bretlands yfir Grænland og ís- land, og í þeim erindum fór Lindbergh sína frægu för í sumar. Þetta skeyti bendir til þess, að horfið muni verða frá því áformi. Normandie kl. 23.10 30/10. FÚ. Á fundi Imperial Airways félagsins í London í dag, skýrði Sir Eric Geddes, forseti félagsins, frá því, að flugvélar þess hefðu flogið alls 2,000,000 enskar mílur á síðastliðnu starfsári, og hefðu póstflutn- ingar aukizt um 28%, en far- þegaflutningar ennþá meira. Tolistríð miili Frakka og Brasilíumanna. Berlín kl. 11.45 31/10. FÚ. Tolldeila stendur yfir milli Frakklands og Brazilíu, og hefir franska stjórnin gefið út lög, sem ákveða að tollur á vörum frá Brazilíu skuli vera tvöfaldur á við venjulegan inn- flutningstoll. Rússneskir blaða- menn í Þýzkalandi Berlín kl. 11.45 31/10. FÚ. Sættir hafa nú komizt á í deilunni milli Rússlands og Þýzkalands út af handtekningu nokkurra rússneskra blaða- manna í Þýzkalandi. Hafa stjórnir beggja ríkjanna á- kveðið, að blaðamenn skuli starfa frjálst og óhindrað í hvoru landi fyrir sig, þrátt fyr- ir stefnumun stjórnanna. Menn vona það, að þessar sættir geti einnig orðið til þess að ýta undir betra viðskiftasamkomu- lag milli ríkjanna. Blöðin 1 Moskva eru mjög ánægð með úrslit málsins. Roosevelt vinnur á Kalundborg kl. 17. 31/10. FÚ. Washingtonfrétt segir að deiluniar í járn- og stáliðnað- inum í Pennsylvaníu séu nú jafnaðar, og sættir komnar á. Kfötmarkaður Dana í hættu í Englandi. London kl. 17 31/10. FÚ. Samningar hafa ekki tekizt milli Dana og Englendinga um takmörkun á innflutningi dansks svínakjöts til Eng- lands. Elliott búnaðarmálaráð- herra tilkynnti verzlunarfull- trúa dönsku sendisveitarinnar í London í dag, að innflutn- ingstakmörkunin væri óum- flýjanleg vegna þess, hversu vel enskir bændur hefðu brugð- izt við áskoruninni um það, að auka framleiðsluna heimafyrir. # Hakakrossinn við hún í Vínarborg í gær. London kl. 17 31/10. FÚ. Austurrískum Nazistum tókst í dag að draga fána sinn á stöng á Ráðhúsinu í Vínar- borg. Þetta þykir einkenni- legt, vegna þess, að 200 manna vörður hefir sífellt verið hafð- ur um Ráðhúsið, auk hins fasta lögregluvarðar. Jafnaðarmenn hafa meira- hluta í bæjarstjórn Vínarborg- ar. Og fyrir nokkru var um það talað, að Dollfuss léti rík- isherinn taka ráðhúsið. Frá réttarhöldunum í V estur-Skaftafellssýslu. Kæra Magnúsar Jónssonar í Skagnesi og bréf hans til dómsmálaráðuueytis* ins, þar sem krafizt var að héraðs- dómarinn viki sæti. Eftir að hafa átt viðtal við setudómarann í málum þessum, liefir Nýja dagblaðinu tekizt ! að útvega sér til birtingar af- rit af kæru Magnúsar Jónsson- ar, sem send var sýslumannin- um í Vík og bréfi því, er kær- andinn síðar ritaði dómsmála- ráðuneytinu um málið. Fer hér á eftir í afriti Kæra M&gnúsar Jónssonar I vor sem leið réðist ég í ríkissjóðsvinnu við vegagerð í Mýrdalnum og skyldi ég vinna undir stjóm Jóns Brynjólfs- sonar verkstjóra. Ég vann sem bílstjóri og lagði sjálfur til bíl- inn og var kaupið kr. 3,25 um klst. Fyrir alþingiskosningarnar síðustu lagði verkstjórinn, Jón Brynjólfsson, hart að mér að kjósa Gísla Sveinsson sýslu- mann, en honum var vel kunn- ugt um að ég hafði áður fylgt Framsóknarflokknum að mál- um. Er ég neitaði að verða við þessum tilmælum hans, hafði hann í frammi hótanir við mig og kvaðst mundu „setja sprengingu í atvinnu" mína, ef ég kysi Lárus í Kirkjubæjar- klaustri. Þessi orð hans virti ég að vettugi. Nú, þann 21. júlí lýsti Jón verkstjóri því yfir, að hann myndi ekki framvegis skrifa vinnu mína við vegagerðina, sem er það sama og hann hefði rekið mig úr vinnunni fyrir- varaláust. Engar ástæður færði hann fram fyrir þessu, en dag- inn áður (20. júlí) hafði hann haft þau ummæli við mig í votta viðurvist að þegar hann nokkru fyrir kosningar greiddi mér 400 krónur upp í vinnu mína, þá hafi ég lofað að sitja heima um alþingiskosning- arnar 16. þ. m. og kjósa ekki, en það hafi ég svikið. Þai- sem nefndur verkstjóri, Jón Brynjólfsson hefir með hótunum sínum og eftirfarandi brottrekstri mínum úr vinnu gert sig sekan um brot á 114. gr. hegningarlaganna, þá krefst ég að mál þetta verði tafar- laust tekið til rannsóknar og Jóni refsað svo sem lög standa til. Ég geymi mér rétt til að leggja fram skaðabótakröfu fyrir ástæðulausan brottrekst- ur úr vinnu, þegar málið verð- ur tekið fyrir. Frekari upplýsingar viðvíkj- andi þessu máli mun ég að sjálfsögðu gefa fyrir rétti og staðfesta þessa skýrslu mína. Skagnesi í Mýrdal 1933. (Sign.) Magnús Jónsson. Til sýslumannsins I Vestur- Skaftafellssýslu. Hér fer á eftir Bréfiö til dómsmálaráðuneyt- isins. Þann 19. þ. m. var haldið fyrsta réttarprófið út af saka- málskæru minni á hendur Jóni Brynjólfssyni verkstjóra í Vík í Mýrdal. Mæltist ég þá til þess, að hinn reglulegi dómari, Gísli Sveinsson sýslumaður, viki sæti í málinu, og fékk ég Framh. á 2, síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.