Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 2
I N Ý J A DAGBLAÐIÐ MAY BLOSSOM VIRGINA CIGARETTGR 5&C i cráZum vciýáxttum Nýjasta Ijóðabókin: Heiðvindav eftir Jakob Thorarensen, fæst hjá bóksöU um og kostar. kr. 4,50 og 5,75 í bandi. Bezta bókin til eignar og gjafa Vopnasmiðjurnar keppast við. Eftirspurnin nóg. Berlín kl. 11.45 31/10. FÚ. Þjóðabandalagið hefir gefið út skýrslu um vopnaverzlunina árið 1932. Nemur vopnasalan þetta ár rúmlega einum mill- jarð tékkneskra króna, og er Kína langstærsti kaupandinn, en England og Tékkoslóvakía stærstu framleiðendumir. — Tékkóslóvakía hefir haft sig mjög frammi í vopnafram- leiðslu síðustu árin; er nú næst á eftir Englandi og framleiðir vopn fyrir 150 milljónir tékk- neskra króna. Tékknesk króna var í gær skráð í Landsbankanum rúm- lega V5 úr.ísl. krónu. Lögin vernda glæpamann London kl. 17 31/10. FÚ. Dómsúrskurður féll í dag í Grikklandi í málinu út af því hvort Grikkir skyldu fram- selja Bandaríkjunum Samuel Insull eða ekki. Úrskurðurinn féll á þá leið, að ekki þyrfti að framselja hann, samkvæmt grískum lögum. Ameríski auðmaðurinn Samuel Insull varð uppvís að stórkostlegum fjársvikum í vor, strauk til Norðurálfu og hefir dvalið í Grikklandi. Ame- ríkumenn hafa viljað fá hann framseldan, til þess að taka út hegningu fyrir afbrot sín. Nú eru horfur á að þeim takist það ekki. Arásir á dönsku stjórnina í ríkis- þinginu í gær. Kalundborg kl. 17 31/10. FÚ. í dag urðu allsnarpar um- ræður í danska þjóðþinginu út af afstöðu stjórnarinnar til ýmsra kreppumála, og spunn- ust umræðurnar aðallega út af fyrirspurn sem Christmas Möller, foringi íhaldsflokksins, gjörði til Staunings forsætis- ráðherra. Möller taldi aðgerðir stjórnarinnar í kreppumálun- um, einkum búnaðarmálunum, öfugar og ófullnægjandi, og Krag sagði að meðal almenn- ings færi óánægjan út af að- gerðarleysi stjórnarinnar, sí- vaxandi. Ennfremur sagði Krag, að verðhækkun búnaðar- afurða væri knýjandi nauðsyn. Loks snérust umræðumar einnig nokkuð um afstöðu danskra embættismanna til stjórnmála, og þátttöku þeirra í þeim. Krag mótmælti því, að skrifstofustjóri einn hefði nýlega látið í ljós opinberlega fylgi sitt við pólitísk mál, sem ráðherra stjórnardeildar hans hefði borið fram. Krag taldi þetta óhæfilegt, að háttsettir embættismenn tækju þannig opinberlega þátt í stjórnmál- um, og sagði, að ef slíkt yrði algengt, mundi einnig bráðlega þurfa að koma að því, að skifta yrði um slíka embættis- menn um leið og stjórnarskifti yrðu. Flugvél ferst. Hraðflugvél milli Tunis og Parísarborgar féll niður í Frakklandi í gær, og fórust flugmaður og vélamaður. Einn farþegi særðist. — FÚ. Frá réttarhöldunum í Yestur-Skaftafellss. Framh. af 1. síðu. bókaðan stuttan rökstuðning þar að lútandi. Sýslumaður neitaði þá þegar að verða víð þessari áskorun, en kvaðst myndi leggja þetta undir úr- skurð dómsmálaráðuneytisins síðar. En með því að afskrift sú, sem ætla má, að sýslumað- ur hafi sent eða sendi ráðuneyt inu, jafnframt umræddri fyrir- spum, gefur litlar eða engar upplýsingar um þær raunveru- legu ástæður, sem liggja til þess, að, áðumefnd tilmæli eru fram komin, þá kemst ég ekki hjá því að gefa nokkrar nánari skýringar. Mun ég á sínum tíma staðfesta þær fyrir rétti, að því leyti, sem ki’afizt verð- ur. En hér við bætist, að mörg afskipti Gísla Sveinssonar af þessu máli eru á þá lund, að eigi má ólíklegt telja, að hann I muni beinlínis dragast inn í málið, í öllu falli sem vitni. Það er vitað, að sýslumaður er einskonar yfirmaður vegavinnu hér um slóðir, og er kærður að því leyti einungis undirmaður hans. Það er og á allra vit- orði, að þessi aðstaða hefir af þeim félögum báðum verið notuð mjög til pólitísks framdráttar Gísla Sveinssyni í sambandi við síðustu kosning- ar. Að sýslumaður þykist eiga nokkurra hagsmuna að gæta í sambandi við þetta mál, má m. a. marka af því, hversu mjög hann hefir gert sér far um að fá máli þessu stungið undir stól. Hefir hann sumpart með offorsi og hótunum og sumpart með auðmýkt og loforðum reynt að fá mig til þess að aft- urkalla kæruna, og verður hvorttveggja þetta sannað á sínum tíma. Margt fleira af þessu tæi bendir til grunsam- legrar afstöðu hans til þessa máls, og mun það væntanlega koma í ljós við óhlutdræga rannsókn málsins. Ln Gísla Sveinssyni má vera það ljóst, að engin vetlingatök verði þol- uð í þessu máli. Þess er kraf- izt, að málið verði rannsakað frá rótum, og þeir sem sam- sekir kynnu að reynast, verði hlífðarlaust dregnir inn undir rannsóknina, og að það verði staðreynt, hvort slíkum aðferð- um hefir verið beitt víðar um sýsluna og í hve ríkum mæli. Sérstaklega krafðist ég þess í síðasta réttarhaldi, að rann- sakað yrði, að hve miklu leyti frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins hefði hreinar hendur af meðvitund eða hlutdeild í at- hæfi því, sem hér um ræðir. En að Gísli Sveinsson hafi sjálfur þá rannsókn með hönd- um, er frá mínu sjónarmiði, sem leikmanns, hreinasta fjar- stæða og fullkomið réttar- hneyksli. Ég vil því mega vænta þess, að hið háa ráðuneyti fallist á að skipa beri setudómara í þetta mál. Skagnesi, 26. ágúst 1933. Virðing'arfyllst (Sign.) JMagnús Jónsson. Til dómsmálaráðneytisins. <35ófmúmitxt - íþrótttr - íiðtxr V etr arstarfsemi iþróttafélaganna í Reykjavík. 15. félög. í Reykjavík eru 14 íþrótta- félög innan vébanda í. S. í., en 1 það 15., Iþróttafélag verka- Ármenningar á „kistunni“. manna, er ekki í íþróttasam- j bandi Islands. öll hafa þessi | félög einhverjum áhugasömum mönnum á að skipa, en mis- jafnlega mörgum. — Þrjú fé- j lögin eru langsamlega fjöl- mennust og 'athafnamest, en það eru: Glímufélagið Ármann, íþróttafélag Reykjavíkur og Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Hér á eftir verður sagt frá vetrarstarfsemi félaganna í mjög stuttu máli; ekki til þess að dæma starf þeirra eða meta árangurinn af því, heldur til þess að vekja á þeim eftirtekt, og minna á að þau eru öllum mönnum opin, og er unga fólk- ið sérstaklega velkomið í fé- lögin, en eldri menn og allir þeir, sem einhverju ráða um fjármál bæjar- og ríkis, ættu að hlynna að þessum félags- skap unga fólksins. Glímufélagið Ármann. Þann 7. janúar 1906 komu um 40 menn saman á fund í Reykjavík, til þess að ræða um möguleika fyrir því að koma á félagsskap um að iðka íslenzka glímu. Félag var stofnað og því gefið nafnið 1 Glímufélagið Ánnann. Þá var Reykjavík lítill bær hjá því sem nú er, enda varð það mestum erfiðleikum bund- ið fyrir hið nýstofnaða félag að fá húsnæði til að glíma í og varð að nota lítil og ófull- nægjandi húsakynni. Snemma eignaðist Ármann þó góða glímumenn og hefir löngum átt beztu glímumönnum lands- ins á að skipa. Fyrstu árin lögðu Ármenn- ingar lítið stund á aðrar í- þróttir en glímur. En eftir ó- friðinn 1914—18 fór Ármann að færa út kvíarnar, og nú eru þar iðkaðar svo að segja allar íþróttir nema knattspyrna. Húsnæðisvandræðin hafa enn valdið því, að Armenningar eru nú fyrst að hefja vetrar- starfsemina. í vetur verða það 7 flokkar, sem iðka fimleika, 3 flokkar kvenna, 6 stundir á viku, 3 flokkar karla, 6 stund- ir og drengjaflokkur (13—15 ára) 2 stundir. Þá verður ís- lenzk glíma iðkuð 4 stundir á viku, en róður í húsi (róðrar- vél) 2 stundir, og samhliða því verða ýmsar æfingar fyrir þá, sem aðallega leggja stund á „frjálsar íþróttir“. Kennarar félagsins verða þeir Jón Þorsteinsson íþrótta- kennari frá Hofsstöðum og Vignir Andrésson íþróttakenn- ari við barnaskólann í Reykja- vík. Glímufélagið Ármann heldur árlega opinbera kappglímu þann 1. febrúar, skjaldarglímu Ármanns. — Sigurvegarinn í þeirri glímu — sá sem vinnur Ármannsskjöldinn — hlýtur nafnbQtina: Bezti glímumaður Reykjavíkur, og verður skjöld- urinn eign þess, er vinnur hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Þá gengst félagið fyrir flokkaglímu í marz eða apríl ár hvert; þar er glímumönnum skipað í flokka, eftir líkams- þunga, svo sem glímureglur I. S. I. mæla fyrir; eru kepp- endur oft margir í þeirri glímu. Auk þessa fer fram innan- félagskeppni í ýmsum íþrótt- um, enda er það yndi ungum mönnum, að reyna með sér, og þeim nauðsynlegt, til þess að temja sér frjálsmannlega og prúða framgöngu og drengi- legan leik. M. ' V - i.v"' v': : Frá fimleikasýningu á 25 ára afmæli félagsins.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.