Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 4
« N f J A DA GBLASI9 Höfum fengið allar isleazkum píötum, sem teknar voru upp í vor. par á meðal: Dómkirkjukórið i Reykjavik. Karlakór K. F. U. M. Karlakór Reykjavíkur. Karlakór verkamanna í Rvik. Karlakórið Geysir, Akureyri. Karlakórið Vísir, Siglufirði. Binsöngur kvenna: Maria Markan. Ásta Jósefsdóttir. Guðrún Ágústsdóttir. Lizzi pórarinsson. Elnsöngur karia: Einar Kristjánsson. Kristján Kristjánsson. Erling Ólafsson. Daníel porkellsson. Sveinn porkeilsson. Gunnar Pálsson. Hreinn Pálsson. Rimnalög. Orkester (útvarpssextettið). Orgel-sólo. Harmónikupiðtur. Vörur sendar gegn póstkröíu út um allt land.-------------------- Ath. Útsala á Radiogrammófón- um fyrir Viðtœkjaverzlun ríkisins. Hatrln Víðar Hljóðfæraverzlun, Leakjarg. 2. Reynið — kaupið siðan! ..peir, sem hafa í huga að kaupa saltkjöt í tunnum, ættu fyrst að reyna kjötið, sem við höfum nú i smásölu, það er samskonar kjöt og þaö sem við seljum í heilum og hálfum tunnum. HERÐUBREIÐ Frfklrkjuveg 7. — Síml 4565. Hefir þú iesið nýju söguna hans Davíðs frá Fagraskógi: Vargur? Birtist aðeins í tímaritinu Nýj- ar kvöldvökur. Útsölumaður í Reykjavik: pórh. BJamason, Ásvg. 29. AnnáU. Jónas Jónsson fyrv. ráðh. og frú komu í gær með Brúarfossi úr ferða- lagi til Spánar, þar sem þau dvöldu í mánaðartíma. Tii kaupendanna. Vegna þess hve kaupendum Nýja dagblaðsins fjölgar ört og annríki því mikið á afgr. þess, hefir útburði blaðsins seinkað í sumum bæjarhlut- um. Skal það lagað bráðlega og séð um að menn fái blaðið heim frá kl. 7*4—9 á morgn- ana. Látið afgreiðsluna alltaf vita sem allra íyrst, þegar vanskil verða. Atkvæðagreiðslan um bannið. Langt er nú komið að telja atkvæðin. I gærkvöldi stóð at- kvæðatalan þannig: Já hafa sagt 15.462, en nei 10.845. Já umfram nei eru því eins og stendur 4617. Eftir er að telja í tveim sýsltnn, Strandasýslu og Suður-Þingeyjarsýslu. Félag ungra Framsóknarmanna. Fundur var haldinn í Félagi ungra Framsóknarmaxma s.l. mánudagskvöld. Rætt var um afstöðu Framsóknarflokksins til annara floka, lögreglumálin og ýms önnur mál, sem nú eru efst á dagskrá. Nokkrar tillögur voru afgreiddar til fulltrúaráðsins. Umræður voru fjörugar og fundurinn vel sótt- ur. Nokkrir menn gengu í fé- lagið á fundinum. Leiðrétting. í útvarpsfregn í gær var sagt að verð á gærum hjá K. E. A. væri 86 a. kíló, en átti að vera 88 aurar. Til skýringar á því hvað átt er við með úr- valskjöti, skal þess getið, að það er allt kjöt af dilkum, sem hafa 13 kg. skrokk og þar yfir, og var verðið á öllu slíku kjöti 75 aurar. Úr Hornafirði. Heyskapur var þar mikill en hey hrakin. Haustið var slæmt. Álíka mörgu fé var slátrað þar og að undaníörnu, eða um 7000 fjár, en fé var með rýr- ara móti. Súðin tók saltkjötið til Noregs, en nokkuð var selt nýtt til Vestmannaeyja. Nýtt kaupfélag. Kaupfélag var stofnað á Fáskrúðsfirði seint í sumar. Stofnendur voru um 20. For- maður félagsins er Þórarinn Grímsson Vattamesi, en kaup- félagsstjóri verður fyrst um sinn Bjöm I. Stefánsson frá Hólmum í Reyðarfirði. Farþegar með Brúarfossi frá London: R. A. Bangey, Henry Basson, Inga Erlends, Björg Guð- mundsdóttir, Helgi P. Briem, Jónas Jónsson og frú, Guðni Jónsson, Bjöm Jónsson, Gísli Sigurbjörnsson, Þóroddur Jóns- son, Aksel Garenger, Ingunn Tormsberg, Bartly Viborg og Ragnh. Jónsdóttir. Hjónaband. I gærkvöldi voru gefin sam- an í hjónaband hjá lögmanní ungfrú Unnur Bergsveinsdótt- ir og Símon Teitsson bóndi á Grímarstöðum í Borgarfirði. Silfurbrúðkaup áttu í gær Elísabet og I'ór- arinn Egilson framkvæmdastj. í Hafnarfirði. Einnig áttu silf- urbrúðkaup Þórunn Jónsdóttir og Einar H. Sigurðsson klæð- skeri Laugaveg 5. Hjúkrunamámskeið Rauða krossins byrjar vænt anlega 6. nóvember. Bifreið ekxir út af. Bifreiðin RE. nr. 999 fót út af veginum nálægt Keflavík í gær og skemmdist allmikið. Var bifreiðin full af fólki en engin veruleg meiðsl urðu þó. Togararnir. „Huginn“ í Hafnarfirði kom af veiðum í fyrrinótt með 1350 körfur og fór áleiðis til Eng- lands, „Surprise" er farinn á veiðar og verið að útbúa Garð- ar. • Staddir í bænum: Guðjón Jónsson hreppstjóri í Hallgeirsey, Steinþór Þórðar- son bóndi Breiðabólsstað. Fóðurbætír Beztu og ódýrustu fóðurblöndurnar eru: Fóðurblanda S.I.S. og Fóðurblanda Öernes^No II. Samband ísl. samvinnufélaga Atvinna Kona óskast til að hreinsa 3 stofur og kveikja upp í 3 ofn- um. A.v.á. Tapað-Fundið Tapast hefir rauð vasabók inni í pósthúsinu. Góð fundar- laun. A.v.á. Nýja dagblaðið birtir smáauglýsingar, tvær línur fyrir eina krónu (t. d. um atvinnu, húsnæði, kennslu, tapað, fundið o. fl.). Odýrt og gott læði reynist alltaf, hvort heldur er á skipum, matsöluhúsum eða heima- húsum, þegar maturinn er búinn til eftir Matreiðslubók Jóninu Sigurðardóttur. það er sú bók, sem alltaf nýtur meðmæla reynslunnar. — Hefír uppskrift á yfir 800 réttum. — Fæst hjá öilurn bóksölum. UNG STÚLKA af góðum ættum, með hjúskap í huga, óskar eftir að kynnast efnilegum ungum manni. Lok- að bréf, ásamt mynd, leggist inn á afgr. Nýja dagblaðsins. Myndinni skilað aftur ef óskað er. Fullkomin þagmælska. Atvinna minnkar í Danmörku. Tala atvinnuleysingja í Dan- mörku hækkaði í síðustu viku um 2.500, og eru nú atvinnu- leysingjar í landinu taldir 88 þúsundir. — FÚ. Bretar eru vongóðir. Enska járnbrautarfélagið, London and North-Eastern Rajlways, tilkynnir, að það muni á næstunni verja £ 2.300. 000 til þess að smíða fyrir nýja eimvagna og nýja flutn- ingavagna, og endurbæta 43 járnbrautarbrýr og gera við 370 enskra mílna lengd af járnbrautum, sem aðgerða þurfi. Félagið kveðst gera þessa ráðstöfun vegna þess, að viðskifti færist nú óðum í betra horf, og að vænta megi viðreisnar í iðnaðarmálum landsins. — FÚ. Húsuæði Stofa og lítið herbergi ósk- ast. A.v.á. 2 stofur og eldhús óskast. Uppl. í síma 3948 Steinhús til leigu í útjaðri bæjarins. Uppl. í síma 3981. Ibúð óskast í nýju húsi á komandi vori eða fyrr. A.v.á. Lítið steinhús til sölu. Lyst- hafendur sendi nöfn sín á afgr. N. dagbl. í umslagi merkt4567. Herbergi óskast með aðgangi að síma. A.v.á. Þingmaður óskar eftir her- bergi. Sími 2950 milli 12 og 1 og 7 og 8. RAUÐA HÚSEÐ. tíma sagt þér frá því? En hér gafst ekki tóm til að tala neitt meira um Joe Tumer. Dyrabjöllunni var hringt, og Audrey spratt á fætur og fór að laga sig til frammi fyrir speglinum. — Það var hringt við stóru dymar, sagði hún. Það er víst hann. „Vísaðu honum inn í vinnuherbergið", sagði mr Mark. Hann vill víst ekki að hitt fólkið fái að sjá hann. Já, einmitt, nú er það allt í knatt- leik. Skyldi hann ætla að dvelja hér, það skyldi nú vera, að hann kæmi með einhver ósköp af gulli frá Ástralíu. Það sakaði ekki að fá að heyra eitthvað um Ástralíu, því geti hver sem er fundið þar gull, þá ættum við Joe líka ... — Flýttu þér nú Audrey. — Ég er að fara væna mín. Hún fór. Dymar á Rauða húsinu stóðu opnar, og hver sá maður sem nú átti leið heim að húsinu, í steikj- andi ágústhitanum, myndi hyggja gott til þess að koma inn í lága vistlega forsalinn. Manni svalaði af því einu að láta þangað inn. Forsalurinn var stór um sig, lágur til lofts og eikarbitar undir loftinu. Veggirnir gulleitir, gluggamðumar í blýumgerð en blá tjöld fyrir gluggunum. Til beggja handa voru dyr og gengið inn í önnur herbergi, en á veggnum gegnt dyrum voru gluggar; þeir vissu út að dálít- illi grasflöt og stóðu nú opnir og andaði svaia um opna gluggana. Til hægrí lá stigi með breiðum, lág- um þrepum uppi á loftið, sveigðist til vinstri handar upp á svalir þvers yfir forsalinn, þangað sem svefn- herbergin voru. Það er að segja þangað var þeim .vísað til svefns, sem ætluðu að vera nætursakir. Enn- þá vissi enginn hvað mr. Robert Ablett ætlaðist fyr- ir í því efni. Audrey gekk gegnum forsalinn. Hún hrökk við, er hún kom allt í einu auga á mr Cayley, sem sat og las í bók í skoti fram við einn gluggann undir forhliðinni. Auðvitað var svo sem ekkert á móti því, að hann sæti þarna. Áreiðanlega var hér miklu sval- ara en úti á leikvellinum í öðrum eins hita og var í dag. En núna um nónbilið var svo hljótt í húsinu, rétt eins og allir gestirnir hefðu farið eitthvað frá eða þá — sem snjallast hefði verið — lægi og svæfi hver í sínu herbergi. Það var því óvænt að sjá mr Cayley frænda húsbóndans hér. Audrey rak upp dá- lítið undrunaróp, er hún varð hans vör og sagði: — Fyrirgefið, herra minn, ég sá yður ekki strax, og hann leit upp úr bókinni og brosti til hennar. Við- feldið bros á stórskornu og ófríðu andliti. Inndæll maður mr Cayley hugsaði hún með sér og hvernig ætli húsbóndinn færi að ef hann væri ekki. Ef nú til dæmis þyrfti að senda þennan bróður aftur til Ástralíu, þá kæmi það víst áreiðanlega á mr Cayley að sjá um það. — Svo þetta er mr. Robert, sagði Audrey \ið sjálfa sig, er hún kom auga á gestinn. Seinna sagði hún við föðursystur sína, að hún skyldi hafa treyst sér til þess, hvar sem hún stóð, að sjá það, að þetta var bróðir mr Marks. En það myndi hún nú hafa sagt, á hverju sem hefði gengið. Sannleikurinn var sá, að hún varð alveg undrandi. Mark var lítill vexti, en mesta snyrtimenni, með prýðilega hirt hökuskegg og vandlega snúinn kamp. Væri hann staddur í samkvæmi að segja frá ein- hverju gamansömu, leit hann eldfljótt yfir áhayr- endahópinn, til þess að geta sett á sig hvert viður- kenningarbros fyrir frásögnina, hvert væntingarfullt augnatillit, ef hann beið hljóðs til þess að geta byrj- að að segja frá. Hann var gjörólíkur þessum fátæk- lega, illa búna nýlendumanni, sem hér stóð og horfði á hana ygldur á svipinn. — Ég þarf að hitta mr Mark Ablett, hristi hann út úr sér. Það lá við ógnun í röddinni, er hann sagði þetta. Audrey jafnaði sig aftur og brosti þýðlega framan 1 gestinn. — Já, herra minn, hann á von á yður, ef þér vilj- ið gera svo vel að koma héma. — Jæja. Þér vitið þá hver ég er? — Mr Robert Ablett? — Rétt er það. Hann á þá von á mér, ha? Skyldi hann hlakka til að sjá mig, ha? — Gerið svo vel að koma þessa leið, sagði Audrey hæversklega. Hún gekk að annari hurð til vinstri og lauk henni upp. — Mr Robert Ab ... byrjaði hún, en þagnaði snögglega. Stofan var mannlaus. Hún sneri sér að manninum, sem bak við hana stóð. — Fáið yður snöggvast sæti, herra minn, ég ætla að gá að hús- bóndanum. Ég veit að hann er heima; hann gat þess við mig, að þér kæmuð um nónleytið. — Svoho! Ilann skimaði í kringum sig. Hvaða stofa er þetta eiginlega. — Vinnustofan. — Vinnustofan? — Stofan, sem húsbóndinn vinnur í, herra minn. — Jæja, vinnur. Þá ber nú nýrra við. Ég hélt, að hann gerði aldrei ærlegt vik. — Þar sem hann s k r i f a r, sagði Audley með hátíðlegri rödd. Ráðskonunni þótti mikill heiður að því að geta sagt, að mr Mark „skrifaði", þótt reynd- ar væri engum ljóst, um hvað hann væri að skrifa.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.