Nýja dagblaðið - 02.11.1933, Side 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Ef þér notið
HiRO - 8JALFBLEKUNGINN
þá þurfið þér ekki ritvél. Með HARO er hægt að
taka mörg afrit af því sem skrifað er. — Fæst í
Bókaverzlun Sigtúsar Eymundssonar og Bóka-
verzlun E. P. Briem og bókaverzlunum úti um land.
Nýjasfa Ijóðabókin;
Heiðvindav
eftir Jakob Thorarensen, fæst hjá bóksöU
um og kostar kr. 4,50 og 5,75 í bandi.
Bezfa bókin fil eignar og gjafa
Fellur frankinu?
Berlín, kl. 11,45 1/11 FO.
Franska fréttastofan Havas
segir frá því, að franska
stjórnin hafi í hyggju að
leggja útflutningsbann á gull,
en mörg af frönsku blöðunum,
sem út komu í morgun, leggja
á móti þessari ráðstöfun, og
segja að útflutningsbann á
gulli sé fyrsta skr'efið til geng-
islækkunar.
Fregn þessi bendir til þess,
að Frakkar eigi nú örðugt með
að halda frankanum í gull-
gildi.
Vílja þeírfrið?
Stjómmálamenn stórþjóð-
anna tala mikið um frið um
þessar mundir. Er friðartal
þeirra næstum grunsamlega
mikið og jafnvel hlægilegt, og
lítur helzt út fyrir að tilgang-
urinn sé að leiða athygli manna
frá ófrðarhættu. Eiga flest her-
veldi álfunnar hér óskilið mál.
Smáatvik eitt, er gerðist ný-
lega suður 1 Belgíu, bendir á,
að þessu sé a. m. k. svo var-
ið um Þjóðverja, en þeir eru
nú sem mest og oftast að lýsa
yfir friðarvilja sínum.
Fyrir skömmu síðan náði
belgiskur kaupmaður í táragas-
hylki frá verksmiðju einni í
Þýzkalandi. Hann lét rannsaka
gasið í rannsóknarstofu belg-
iska hersins og reyndist það
svo sterkt, að gasgrímumar
héldu ekki og þeir, sem vom
við rannsóknina urðu að forða
sér út sem snarast.
Hver ætli tilgangurinn sé
með stórkostlegri framleiðslu á
hverskonar hergögnum, ef ekki
á að nota þau?
Milliríkj asamning'
urinn í Sinaia.
Ríkin í Litla bandalaginu
svokallaða, en það eru Tékkó-
Slovakia, Jugo-Slavia og Rúm-
enía, hafa nýlega gert samning,
sem saminn var og undirrit-
aður í bænum Sinaia. Aðal-
atriði samningsins em fimm.
Samstarf milli jámbrauta- og
loftferðafélaga í öllum þrem
löndunum. Gagnkvæm niður-
færsla tolla á vörum, sem flutt-
ar eru milli þessara landa.
Sameiginleg takmörkun og eft-
irlit með framleiðslu, innflutn-
ingi og útflutningi allra land-
anna. Sameiginleg verzlunar-
löggjöf. Loks skuldbindur
hvert þessara ríkja sig til
þess, að gerá ekki samninga
við ríki utan bandalagsins,
nema í samráði við hin banda-
lagsríkin. — Fyrst um sinn em
aðeins þessi þrjú ríki samn-
ingsaðilar, en gert er ráð fyrir,
að Búlgaría bætist við mjög
bráðlega, og bendir margt í þá
átt, að upp úr Litla bandalag-
inu og Sinaia-samningnum
muni rísa nýtt Donárríki í lík-
ingu við hið foma austurríska
keisaradæmi. Myndi Dónárríki
þetta verða sjálfu sér nóg um
flest, því að sum af þeim lönd-
um, sem hér eiga hlut að máli,
em stórauðug að málmum og
olíu í jörðu, en Ungverjaslétt-
an er sennilega frjósamasta
kornland álfunnar.
Mikíi áðsókn að
Laugarvatns-
skólanum.
1 vetur eru 140 nemendur
í skóianum og er það mesta,
sem verið hefir. Nemendumir
eru úr flestum sveitum íands-
ins.
Iþróttaskóli er einnig á
Laugarvatni í sambandi við al-
þýðuskólann. Kennari er Björn
Jakobsson. Aðstaða öll til
íþróttaiðkana er svo góð á
Laugarvatni að ekki er annars
staðar betra á landinu. Þar er
ágæt heit sundlaug, stöðuvatn
til þess að synda í á summm
og til skautaiðkana á vetrum.
Skíðabrekkur eru prýðilegar og
stórt leikfimishús.
Nemendur úr skólunum í
Reykjavík eru mjög famir að
tíðka það, að fara í heimsókn
að Laugarvatni á hverju
hausti, til þess að kynna sér
skólalífið í þessum myndarlega
og góða skóla. Farið hafa
þangað í haust nemendur úr
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur,
Kennaraskólanum og Sam-
vinnuskólanum.
Mjólkurframieiðsla
og mjðlkurverð.
Þörf á skipulagi.
Það er einhver hin mesta
nauðsyn bæjarins, að sem bezt
sé séð fyrir mjólkurþörf hans.
En til þess þarf á margt að j
líta. Það þarf fyrst að tryggja, !
að mjólkin sé góð, og þar næst, I
að hún sé seld því verði, að !
hvorttveggja sé sem bezt
tryggt, að framleiðsla hennar
sé æfinlega nægilega mikil, og
að öll alþýða manna hafi efni
á að neyta hennar. öllu þessu
er erfitt að koma saman, og
það verður ekki gert nema með
góðu skipulagi.
Mjólkursamlag
K. E. A.
Hér á landi mun eins og nú
stendur framleiðsla, 'vinnsla og
sala mjólkur vera bezt skipu-
lögð í Mjólkursámlagi Eyfirð- !
inga, sem er ein grein kaup- ;
félags þeirra. Því nær öll !
QSófmuntitir - íþróttir - íistir
Sundhöllin.
Hversu lengi á sundhöllin
að standa til þess eins að undr-
ast yfir?
Einu sinni var það fagnaðar-
efni íþróttamanna hér í bæn-
um, að sjá hvernig byggingu
sundhallarinnar miðaði áfram
frá degi til dags. Þó seinna
færi en fyrirheit voru um, mið-
aði vel í áttina.
En svo var allt í einu látið
staðar numið. Borgarstjóri og
bæjarstjóm höfðu eigi nægi-
lega samvinnu við landsstjórn-
ina um málið, heimildin um 100
þús. kr. fjárveitingu ríkisins
til sundhallarinnar var látin
falla úr gildi fyrir tregðu og
tómlæti. Svo féll skuggi krepp-
unnar á málið, og hefir síðar.
verið svo hljótt um það, að
undrun sætir og hafa Reyk-
víkingar þó haft einurð á að
tala upphátt um margt, er
minna varðar.
i
En nú hafa vinsældir sund-
laugarinar í Austurbæjarskól-
anum aftur vakið athyglina á
sundhöllinni. Og þegar áætlun
var gerð, um, hvað til þurfi að
ljúka henni að fullu og öllu,
hljóðar sú áætlun upp á 101
þús. kr. — einu þúsundi meira
en nemur því framlagi, sem
ríkið eitt sinn lofaði, en látið
var falla. Þá fékk Hermann
Jónasson komið fram þeirri
samþykkt á bæjarstjórnar-
iundi, sem lætur undarlega í
eyrum, að bærinn taki á móti
framlagi ríkissjóðs til að ful!-
gera sundhöllina. En nú er eng-
in heimildin til fyrir ríkis-
stjórnina að veita styrkinn.
Stjórnin verður að leita nýrrar
heimildar til þess hjá þinginu.
En þrátt fyrir öll mistök,
sem orðið hafa í þessu máli,
hlýtur sú heimild að vera vís.
Og sundhöllin verður að kom-
ast í notkun í vetur. A.
Sund-
höllin í
Reykja-
vík
(suður-
hlið).
mjólk, sem gerð er að verzlun-
arvöru í Eyjafirði og Akureyri
fer um hendur þess samlags.
K. E. A. hefir komið upp full-
kominni mjólkurvinnslustöð,
þar sem mjólk, sem seld er í
bæinn, er gerilsneydd, en fram-
leitt smjör, skyr og ostur úr
afganginum. — Reikningsverð
það, er framleiðendur fá fyrir
mjólkina er á þessu ári lægst,
4,75 aurar hver fitueining.
Meðalfeit mjólk hefir verið 3,6
fitueining pr. lítra og fá því
framleiðendur rúml. 17 au. fyr-
ir hvern lítra af meðalfeitri
mjólk við samlagsdyr. Síðast-
liðið ár gaf K. E. A. hverjum
framleiðenda við reikningslok
IV2 eyris verðuppbót fyrir
hvern mjólkurlítra, og er þess
vænst, að það verði eitthvað
líkt í ár. Verðið sem framleið-
endur fá fyrir mjöíkina er því
raunverulega 18—19 aurar.
Útsöluverðið í bænum er 25
aurar hver lítri. Mjólkin er öll
gerilsneydd og flutt heim til
neytendanna. Mjólkurbúð er
engin í bænum, nema mjólkur-
búð samlagsins.
Mjólkursalan
í Reykjavík.
Hér í Reykjavík er mjólkur-
salan á margra höndum, 0g eru
því mjólkurgæðin ekki nægi-
lega vel tryggð. En það skal
hiklaust tekið fram, að öll
mjólkurbúin hafa lagt alúð við,
að vanda alla meðferð mjólk-
urinnar, og er það mikillar
Framh. á 3. síðu.
j „Gagn og gaman",
j ný barnabök.
Ofanritað er nafn á nýrri
„lesbók fyrir byrjendur“, sem
tveir ungir og vel menntir
kennarar hafa gefið út, þeir
Helgi • Elíasson fræðslumála-
stjóri og Isak Jónsson leiðbein-
andi um lestrarkennslu við
kennaraskólann. Er bók þessi
í -
mjög með öðrum hætti en
lestrarkennslubækur þær, sem
vér höfum áður átt við að
búa, stafrófskverin. Enda er
ætlazt til, að hún sé notuð til
|
lestrarkennslu með hljóðaðferð,
! en ekki til að kenna að „stafa“
á. Læra þá börnin hljóð staf-
anna og að setja þau saman í
! orð, en stafa nöfnin ekki fyrr
en síðar. — Bókin er samin á
i auðveldu og orðastuttu bama-
máli og hugsun í hverri línu
frá upphafi til enda. Og til
þess að gera þá hugsun sýni-
legri og námið lystugra, er
bókin full af myndum, íslenzk-
um og góðum, er Tryggvi
Magnússon hefir teiknað. Ytri
frágangur bókarinnar er
snyrtilegur, en prentvillur
hefðu mátt vera færri.
Bók þessi er tvímælalaus
fengur fyrir alla, er við lestr-
arkennslu fást, hvort sem
hljóðaðferð er notuð eða kennt
að stafa. Hún kostar aðeins
kr. 2,25, svo að ekki þarf verð-
ið að hamla, að hún verði not-
uð. A. Sigm.
Tímaritið Skinfaxi.
Sú breyting hefir verið gert
á útgáfu hans, að hann kemur
! út tvisvar á ári í stað 6 sinn-
um áður, en stærð hans á ári
| er sú sama og verið hefir
j Efni tímaritsins er: Fræðslu-
j mál sveitanna, eftir Aðalstein
I Eiríksson. Vígsla (kvæði) eftir
• Gunnar M. Magnúss. Tunga og
1 bókmenntir Færeyinga eftir A.
i S. Sumarmorgun við Svartár-
I vatn" (kvæði), eftir Þórð Jóns-
; son. Siðalög eftir Halldór
Kristjánsson. Kveðja eftir
Skúla Guðjónsson.
Þjóðleikhúsið.
Lokið er nú við að húða ut-
an nýja leikhúsið. Múrhúðin er
blanda af kvarts og hrafn-
! tinnu, og mjög falleg. Húsið
1 er yfirleitt smekklegt, einfalt
1 að gerð. Sést nú greinilega hve
| staðurinn, sem það stendur á,
; er í alla staði óheppilegur.
Húsið sést ekki úr neinni átt
vel, sökum þess að önnur hús
skyggja á, og getur það því
aldrei notið sín, og auk þess
gerir það það að verkum, að
Safnahúsið, sem er eitt falleg-
asta húsið í Reykjavík, nýtur
sín alls ekki.
Stúdentagarðurinn.
Langt er nú komið að steypa
stúdentagarðinn, hann verður
mjög myndarlegt hús og bæj-
arprýði. Sig. Guðmundsson
húsameistari gerði teikninguna.