Nýja dagblaðið - 02.11.1933, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐIB
3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgáían h/í“
Ritstjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson.
Ritstjórnarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Simi 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Askriftagj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Alþingi.
Alþingi það, sem kemur sam-
an í dag, á ekki mörg fyrir-
fram ákveðin verkefni. Enn
bólar ekki á neinum öðrum
verkefnum, sem fyrir því
liggja en þeim, sem beint leið-
ir af stjórnarskrárbreyting-
unni og stjórnarskrárfrum-
varpinu sjálfu. En eigi að síður
muh þetta þing jafnan verða
talið merkilegt. Deilan um
stjórnarskrármálið hefir verið
háð af miklu kappi. Og sú
lausn málsins, er loks fékkst á
síðasta þingi, og nú verður
endanlega samþykkt, verður að
teljast mikill viðburður. Rýmk-
un kosningaréttarins (21 árs
aldurstakmark — og afnám
réttindamissis)' er stórfelld
réttarbót.
Fáir munu hafa lagt trúnað
á það, að íhaldsmönnum gengi
gott eitt til, er þeir reistu
kröfur sínar um „réttlætis-
málið“, er þeir nefndu svo.
Hver trúir því um úlfinn, að
umhyggja hans fyrir hjörðinni
stjómist af öðru en því, á
hvern hátt honum sýnist væn-
legast að geta rifið hana í sig,
vænlegast og áhættuminnst.
íhaldsmenn gera sér nú góð-
ar vonir um það, við næstu
kosningar, að ná meirahluta í
þinginu. Og þessa von byggja
þeir á hinum nýju breyting-
um stjómarskrárinnar. Eftir
að sjá, hvort þessar vonir ræt-
ast. Lýðfrjáls þjóð velur sér
stjórn eftir því sem hún hefir
vit og þroska til. Takist valið
illa á hún það líka skilið, að
henni sé illa stjórnað. Nú sker
reynslan úr því, eftir rúma 8
mánuði, hvort íslenzka þjóðin
ber gæfu til þess að velja sér
góða stjórn eða vonda. Alþingi
það, sem kemur saman í dag
mun leggja grundvöllinn að
því vali.
Almennt er nú gengið út frá
því meðal þeirra Framsóknar-
manna, sem Nýja dagblaðið
hefir haft tal af, að samstarf-
inu við íhaldsflokkinn verði
slitið á þinginu, og má raunar
telja, að því sé slitið nú þeg-
ar, eins og sjá má af skrifum
í blöðum flokkanna, bæði fyr-
ir og eftir síðustu kosningar.
Og milli Framsóknarflokks-
ins og íhaldsflokksins mun
höfuðbaráttan standa í kosn-
ingunum á komanda vori.
1 öllum þeim löndum, þar
sem lýðræðið stendur föstum
fótum, hníga nú hinir pólitísku
straumar ,til vinstri". Það er
mótvægi þjóðanna gegn hinu
svartasta afturhaldi einræðis-
landanna.
Fjármál Reykjavíkur
Eftir Eysfcein Jónsson alþingismann.
„Sparnaður“
íhaldsmanna. —
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að þar sem íhalds- 1
menn koma fram og eiga að
lýsa stefnu sinni í landsmál- j
um gengur vart á öðru en upp- j
hrópunum um sparnað á opin- j
beru fé. Mönnum er ætlað að ■
trúa því, að þeir séu mestir !
sparnaðai-mennimir og að þeim í
einum sé treystandi í þeim efn- j
um. Um það verður nú ekki j
deilt, að hallinn á reksti’i bæjar-
sjóðs 1928—81 og skuldasöfn-
unin gaf fullkomna ástæðu til
þess að sparnaðarleiðin yrði
tekin. En hvað gerir bæjar-
stjórnaríhaldið? Það fram-
kvæmir ekki spamaðaráætlanir
sínar. Eini „spamaðurinn",
sem framkvæmdur er, er á
framlögum til verklegra fyrir-
tækja. Bein útgjöld bæjarsjóðs
lækka ekki vitund. Árið 1932
eru þau t. d. ca. 3,2* milj. og
árið 1933 eru þau svipuð eftir
áætluninni, og má þá sennilega
búast við að þau verði fremur
hærri en lægri í framkvæmd
svo sem oft vill við brenna.
Allir kannast við hið stöðuga
skraf íhaldsblaðanna um há
laun hjá ríkinu. Það er mikið
til í því, að ýms laun hjá rík-
inu eru of há. Ætla mætti að
í þessu efni a. m. k. hefði
íhaldið þó tekið rögg á sig og
sé því ástandið í launamálun-
um til fyrirmyndar hjá
Reykjavíkurbæ. Um það hafa
eklci komið fullar upplýsingar
fram, en það er alveg víst, að
í þeim málum hefir íhaldið
engar fullnægjandi ráðstafanir
gert. Vitað er, að sumir menn
í þjónustu bæjarins hafa miklu
hierri laun en nokkur starfs-
maður ríkisins hefir nú.
Borgarstjórirm hefir
16.800 kr. laun, raf*
magnssijórinn ca■ 22
þús. og hafnarstjór-
inn um 18 þús. kr.
eftir því sem upplýst hefir
verið opinberlega. Ekki hafa
laun þessara manna verið lækk-
uð og ekki annara svo kunn-
ugt sé. Framkoma íhaldsins í
þessum málum sýnir, að allt
skraf þess um lækkun hárra
launa og spamað er aðeins
kosningahjal, sem á sér enga
stoð í framkvæmdum þess í
stjórn landsins áður eða í
stjórn Reykjavíkur nú. Með
hálaunagreiðslum Reykjavíkur-
bæjar er flokkurinn m. a. að
tefja fyrir því, að koma í veg
fyrir, að launamálum ríkisins
verði komið sæmilega fyrir.
,Tekjuafgangur“
ihaldsmeirihlutans. —
Eftir því, sem nú hefir verið
upplýst um vanrækslu íhalds-
ins í sparnaðarframkvæmdum,
mun menn fara að gruna, að
vart muni niðurstaða ársins
* Afborganir lána ekki taldar
með.
1932 vera mjög frábrugðin nið-
urstöðum áranna 1928—31, og
ekki muni vart mikilla stefnu-
hvarfa. Er það og sannast
mála, að niðurstaðan 1932 er í
fullu samræmi við og áfram-
liald af skuldasöfnun og
greiðsluhalla-„pólitík“ undan-
farinna ára, en í fullu ósam-
ræmi við kröfur íhaldsmanna
til annara flokka og sjálfsálit
þeirra. Greiðsluhalli ársins 1932
nemur 866 þús. krónum, ef af-
borganir eru reiknaðar með
útgjöldum, en 378 þús. kr., ef
þær eru ekki taldar með, en þá
er heldur alls ekkert gert fyr-
ir fyrningu á eignum bæjarins.
Skuldir bæjarsjóðs hafa á því
ári vaxið um ca. 420 þús. og
eru skuidirnar þá sam<=
tals orðnar 113°l0 hærri
en í lok ársins 1927.
Hafa skuldimar með öðr-
um orðum rúmlega tvöfaldast
á síðustu 5 árum. Hér er ekki
um aukningu vegna arðbærra
framkvæmda að ræða. Bæjar-
búar verða með útsvörum sín-
um að standa straum af þess-
ari skuldasöfnun.
í fjárhagsáætlun bæjarins
fyrir 1933 vottar heldur ekki
fyrir stefnubreytingu í þessu.
Áður hefir verið minnst á, að
spamaður er ekki fyrirhugað-
ur í henni að því er fram kem-
ur. Hér skal til viðbótar bent
á, að í þeirri áætlun eru mjög
skornar við nögl verklegar
framkvæmdir, en þó gert ráð
fyrir lántöku enn til óarð-
bærra framkvæmda.
Mönnum verður á að spyrja:
Hve lengi á að halda þannig
áfram, og hvar eru nú fram-
kvæmdimar á stóryrðum
íhaldsmanna í fjármálum?
Mjólkurframleiðsla
og mjólkuryerð.
Framh. af 2. síðu.
virðingar vert, og hefir borið
mikinn árangur beint og
óbeint. En munurinn á því
verði er framleiðendur fá fyrir
mjólkina og kaupverði neytend-
anna er of mikið. I Mjólkurfé-
lagi Reykjavíkur fá framleið-
endur 18,5 au. fyrir hvern
mjólkurlítra, er fer til vinnslu
(smjör-, skyr- og ostagerðar),
en 25 au. til 1. ág. og 28 au.
síðan fyrir hvem mjólkurlítra,
er'fer til sölu í bæinn. Meðal-
úfborgunarverð til 1. okt. hefir
verið 23 aurar hver lítri. En
mjólkurverðið í bænum er 40
aurar hver lítri og 42 aurar
ef selt er í flöskum. Þetta er
meira en helmingi meiri um-
setningarkostnaður en í mjólk-
ursamlaginu á Akureyri. Á
þessu mun Mjólkurfélagið eiga
minnsta sök. Því veldur skipu-
lagsleysið á mjólkursölunni hér
í Rvík yfirleitt, og á því
skipulagsleysi eiga þeir
minnsta sök, er helzt hafa
reynt að bæta úr því.
Ætlast var til að „mjólkur-
lögin“ frá síðasta þingi gæti
eitthvað dregið úr þeim vand-
ræðum, er skipulagsleysi
mjólkursölunnar hér í Rvík
veldur. En úr því verður þó
fyrst bætt að verulegum mun,
þegar bæði framleiðendur og
neytendur skilja gildi skipu-
lagsins og vilja hlíta því. A.
Sólríkt sumar
í Englandi.
London kl. 17 31/10. FU.
1 enskum veðurfarsskýrslum
sem gefnar voru út í dag, er
j sagt frá því meðal annars, að
síðastliðið sumar hafi verið
hið mesta sólskinssumar sem
komið hafi þar í landi í síðast-
liðin 22 ár.
Friður
í iandinu helga.
Nomandie kl. 23.10 30/10.FU.
Bann það, er yfirvöldin
höfðu lagt við því, að alpienn-
ingur væri á götum úti í Jerú-
salem í kvöld eftir kl. 6, kom
ekki til framkvæmda, vegna
þess, hve ástandið hafði farið
j batnandi í borginni yfir dag-
i inn.
Stjórn Egyptalands hefir
neitað að leyfa landgöngu Gyð-
ingum þeim, sem ætluðu til
Palestinu með skipinu Mai*tha
Washington, er nú liggur í
Port Said.
Réttarhöldin í
Skaftaíelissýslu.
í bréfi kærandans, Magnús-
ar Jónssonar í Skagnesi, sem
birt var hér í blaðinu í gær,
dags. 26. ágúst, hefir fallið
niður eftirfarandi:
„Þess er þá fyrst að geta,
að í máli þessu er kært yfir
mjög ósvífinni tilraun til kosn-
ingakúgunar, samfara sfcór-
felldri misbeiting á aðstöðu
opinbers sýslunarmanns. Átti á
þennan hátt að stuðla að kosn-
ingu Gísla Sveinssonar, enda er
kærður einhver harðvítugasti
fylgismaður sýslumanns og í
mjög nánu vinfengi við hann.
Af þessu leiðir að réttri hugs-
un, að eigi verður til þess ætl-
azt, að Gísli Sveinsson geti
rannsakað og dæmt hlutdrægn-
islaust mál, sem svo mjög
snertir hann sjálfan og fæ ég
ekki betur séð en að honum
beri að víkja sæti þegar af
; þessari ástæðu“.
! Eins og áður er skýrt frá,
var Amljótur Jónsson í byrjun
októbermánaðar skipaður setu-
^ dómari í málinu, en héraðsdóm-
i arinn, Gísli Sveinsson, veik
sæti.
S J AFNAR-SÁPAH
/
I SJAFNAR-sápum eru einungis hrein og óblöndnð
olíuefni. — Notið eingöngu SJAFNAR-sápur, þær eru
innlend framleiðsla,
sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sápu-
tegundum. Hvert stykki, sem selt er af SJAFNAR-
sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur
atvinnu í landinu. Það er þegar viðurkennt, að
SJAFNAR-sápan er bæði
ódýr og drjúg.
SJAFNAR-handsápur gera húðina mjúka og eru til-
búnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin
húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott,
notar eingöngu SJAFNAR-þvottasápu.
SÁFTJVERKSMIÐJAKT SJÖFN