Nýja dagblaðið - 02.11.1933, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Brauðgerð
Kauptél. Reykjavíkur
Bankastræti 2. Sími 4562
Selur brauð og kökur með
lægsta' verði bæjarins, svo
sem:
Rúgbrauð.......40 aura
Franskbrauð .... 40 —
Normalbrauð ... 40 —
Súrbrauð.......30 —
Kjamabrauð ... 80 —
Vínarbrauð og
Bollur ........10 —
Snúðar......... 8 —
Smákökur....... 8 —
Góðar vörur, Reynið viðskiftin.
Sent um allan bæ.
Sími 4562.-----Sími 4562.
Annáll.
Alþingi.
Alþingi kemur saman í dag.
Fyrst verður guðsþjónusta í
dómkirkjunni. Þar messar séra
Brynjólfur Magnússon frá
Grindavík. — Guðsþjónust-
unni verður útvarpað. Þar
næst verður gengið í Alþing-
ishúsið og Alþingi sett.
Fertugsafmæli,
öskar Jónsson verkstjóri í
prentsmiðjunni Acta er fertug-
ur í dag. Hann hefir verið
verkstjóri í Acta síðan 1. ágúst
1926.
Ný ljóðabók.
Valdemar Holm Hafstað,
ungur maður úr Þingeyjar-
sýslu, hefir nýlega gefið út
ljóðabók er heitir „Komdu út
í kvöldrökkrið". Höfundurinn
er sjúklingur, og bera kvæðin
þess ljós merki.
Nýtt kirkjublað
er nýlega komið út. Blaðið
er lítið og fátæklegt að efni,
enda segir ritnefndin í inn-
gangsorðunum að blaðinu, að
það sé fátæklegt eins og flest-
ar kirkjur hér á landi. Grein-
amar sem í blaðinu eru, heita
„Minning Lúthers“ og „Kraft-
ur frá hæðum“.
Kosning
stúdentaráðs Háskólans
er nýlega afstaðin. 9 menn
eiga sæti í ráðinu. Hver deild
kýs einn mann í nefndina, en
fimm eru kosnir hlutbundn-
um kosningum sameiginlega
fyrir allan skólann.
Þessir voru deildarkjömir:
Einar Ásmundsson, stud. jur.
Kristbjöm Tryggvas. studuned.
Lárus H. Blöndal, stud. mag.
Pétur T. Oddsson, stud. theol.
Við ahnenna kjörið hlutu
kosningu:
Baldur Johnsen, stud. med. .
Eggert Steinþórsson, stud.med.
Gunnar Pálsson, stud. jur.
Sölvi H. Blöndal, stud. jur.
Theódór Skúlason, stud. med.
Meðal fai'þega
með Esju austur um í fyrra-
; kvöld var Þorsteinn Jónsson
j kaupfélagsstj. á Reyðarfirði.
1 Skipafregnir.
í Esja fór frá Vestmannaeyj-
i um kl. 10 árd. í gær. Súðin er
1 í Osló. Lyra fer í kvöld frá
, Bergen. Gullfoss fór frá Kaup-
! mannahöfn í gærmorgun áleið-
is til Vestm.eyja. Goðafoss fór
frá Hull í gær á leið til Ham-
borgar. Brúarfoss er í Reykja-
vík, og fer væntanlega á föstu-
dagskvöld vestur. Dettifoss
kemur frá útlöndum í nótt.
Lagarfoss er á leið til Bergen.
Selfoss fór frá Vestm.eyjum í
gærkvöldi á leið til Aberdeen.
Þonnóður Eyjólfsson
ritar í blaðið á morgun og
svarar árásunum, sem á hann
hafa verið gerðar í Mbl. og
Vísi.
Vanrækslu
kallar Vísir það, að lögreglu-
stjóri hafi ekki látið aðra
lækna, en „yfirlækna Hæsta-
réttar“ skoða Bjöm Gíslason.
Lögreglustjóri ritaði dóms-
! málaráðuneytinu bréf í sumar
og benti á að rétt væri að fá
Björn skoðaðan á Landsspítal-
anum eins og venja væri í
svipuðum tilfellum, en þessu
var neitað. Bréfið verður birt
síðar.
Úr Austur-Skaftafellssýslu.
Eftir því, sem blaðinu var
sagt í gær, af Steinþóri bónda
Þórðarsyni á Hala í Suðursveit,
hefir veðráttan verið slæm þar
eystra allan þennan mánuð og
sumarið óvenju votviðrasamt.
Voru alls 93 rigningardagar á
sumrinu, en í fyrrasumar voru
ekki nema 48. Grasspretta var
yfirleitt góð og hey urðu í
meiralagi, en sökum rigning-
anna hraktist mikið af þeim
og eru þau því ekki eins góð
og ella.
Frá Norðfirði.
Eimskipið Haukanes frá
Hafnarfirði tók í vikunni sem
leið fullfermi af bátafiski í ís
og flutti áleiðis til Englands.
Daginn eftir
atkvæðagreiðsluna um bann-
lögin var að forgöngu séra Ei-
ríks Brynjólfssonar á Útskál-
um haldinn mjög fjölmennur
fundur í Keflavík, til þess að
ræða um varnir gegn bruggun
og.sölu ólöglegs áfengis. Árang-
ur varð sá, að Ungmennafé-
lagið og Verklýðsfélagið í
byggðarlaginu kaus 10 menn
til þess að hafa framkvæmdir
um þessi mál, og segir kunn-
ugui' maður, að hlutaðeigendur
sé einráðir í að gjöra sitt til að
halda ófögnuði þessum í skefj-
um þar um slóðir, enda þegar
sýnilegur árangur.
Á Sólheimasandi.
1 Sextán kennarar úr barna-
i skólunum í Reykjavík fóru
austur að Jökulsá á Sólheima-
sandi nú um helgina til þess
að sjá sig um — þar af 12
konur. Farið var úr Reykjavík
um kl. 9 um morguninn og
komið að Skógum um kl. 5 um
kvöldið, og farið þá austur til
árinnar. Síðan var haldið heim-
leiðis og gist um nóttina í
Hvammi og Seljalandi í bezta
yfirlæti á báðum stöðum. —
Ferðafólkið segir, að nú sé ver-
ið að enda við að hlaða upp í
vestasta álinn, sem Jökulsá
braut sér við brúarsporðinn,
en eftir muni vera um hálfs-
mánaðarvinna þar við ána.
Gengið var yfir Markarfljóts-
brú, en bíllinn ók yfir fljótið,
ýmist ofan við eða neðan við
brúna. Búizt er við að Markar-
brjótsbrú verði bílfær um
næstu helgi. Smáár undir Fjöll-
unum er verið að brúa um
þessar mundir. — F.Ú.
Nýja dagblaðið.
Fáein fyrstu eintök Nýja
dagblaðsins eru send mönnum
hér og hvar á landinu. Þeir,
sem kynnu að vilja gerast
kaupendur, útvega kaupendur
eða verða útsölumenn, láti af-
greiðslu blaðsins vita það sem
allra fyrst.
Gengið í gær.
Sterlingspund........... 22.15
Dollar.................. 4.67
100 Mörk................166.62
— Fr. frc............. 27.54
— Belg................ 97.85
— Sv. frc..............135.82
— Lírur............... 37.45
— F. mörk.............. 9.83
— Pesetar............. 59.67
-- Gyllini............ 283.06
— Tékk.sl. kr.......... 21.17
— S. kr................114.41
— N. kr...............111.44
—' D. kr...............100.00
Gullverð ísl. kr. miðað við
franskan franka 58.09.
Skófatnaður hermanna.
Á gildandi fjárhagsáætlun
Bandaríkjahersins er áætlað
rúmlega ein miljón dollara til
skókaupa handa hermönnunum
á næsta ári. Nýléga auglýsti
herstjórnin eftir tilboði í að
selja 320 þús. pör af skóm til
hersins. Tilboð komu frá sex
skóverksmiðjum, og kostuðu
skómir $ 3,25 að meðaltali í
lægsta tilboðinu, og er það
10% hærra en árið sem leið.
Framleiðslan hefir hækkað í
verði þar eins og annarsstaðar.
Kaupendur!
Gerið afgreiðslunni strax
viðvart, ef vanskil verða á
blaðinu.
Nýja dagblaðið
birtir smáauglýsingar, tvær
línur fyrir eina krónu (t. d.
um atvinnu, húsnæði, kennslu,
tapað, fundið o. fl.).
% Ódýrn §
aug]ýsingarnar.
Húsnæði
Steinhús til leigu í útjaðri
bæjarins. Uppl. í síma 3981.
Óska eftir stofu, litlu hier-
bergi og eldhúsi seint í nóv.
eða 1. des. Fyrirfram greiðsla.
A.v.á.
Herbergi til leigu í desem-
ber. Sigurvin Einarsson Hring-
braut 150.
Atvinna
Tek að mér prófarkalestur á
allskonar ritum. Sveinn Berg
sveinsson stud. mag., Hotel
Skjaldbreið.
Stúlka óskast á gott heimili
í Rangárvallasýslu. Upplýsing-
ar í síma 2391.
Nokkrir góðir útsölustaðir í
útjöðrum bæjarins óskast fyrir
Nýja dagblaðið. Góð sölulaun.
Afgreiðslan í Austurstr. 12.
Mig vantar mann til að aka
á tún. Magnús Stefánsson
Laugaholti.
Tapað-Fundið
Tapast hefir kippa með sex
lyklum. Sé skilað á Bergstaða-
stíg 54, uppi.
Mjög vandaður stafalás tap-
aðist á Hverfisgötu. Góð fund-
arlaun. Skilist á Fjölnisv. 10.
Kaupskapur
Vil kaupa 5. og 6. árg. af
tímaritinu Fjölnir. Símar 4103
og 2429.
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga kjamabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur?
RAUÐA HUSIÐ.
— Skyldi ég ekki vera nógu fínn til að koma inn
í stofuna, ha?
— Ég skal segja húsbóndanum, að þér séuð komn-
ir, herra minn, sagði Audrey, og tók nú skarið af.
Hún lokaði hurðinni á eftir sér og lét gestinn ein-
an.
Þarna fékk hún dálítið til þess að tala um við
föðursystur sína. ímyndunarafl hennar komst óðara
á flugstigu; hún fór að rifja upp fyrir sér allt
sem hann hafði sagt við hana og hún við hann.
„Strax og ég sá hann, sagði ég við sjálfa mig ..
Sannarlega hafði alveg gengið yfir hana.
En fyrst og fremst varð hún nú að hafa upp á
húsbóndanum. Hún gekk gegnum forsalinn og leit
inn í bókaherbergið, kom til baka dálítið vandræða-
leg og nam staðar þar sem Cayley sat.
— Fyrirgefið herra minn, sagði hún lágt og með
undirgefni í röddinni, ef til vill getið þér sagt mér
hvar húsbóndinn er. Mr Robert er kominn.
— Hvað segið þér? sagði Cayley og leit upp úr
bókinni. Hvað eigið þér við?
Audrey endurtók spurninguna.
— Það veit ég ekki. Er hann ekki í vinnuher-
berginu. Hann fór út í musterið eftir hádegisverð-
inn. Ég man ekki til að ég hafi séð hann síðan.
— Þakka yður fyrir herra minn. Ég ætla að gá
upp í musterið.
„Musterið" svokallaða var lystihús byggt af tígul-
steini. Það stóð úti í trjágarðinum bak við íbúð-
arhúsið, nálægt 300’ metra frá því. Þar var Mark
vanur að sitja og sökkva sér ofan í hugleiðingar,
áður hann drægi sig í hlé í „vinnustofu" sinni, til
þess að skrifa hugleiðingarnar hjá sér. Hugleið-
ingarnar voru nú ekki á marga fiska, og auk þess
bar það oítar við, að þær bæri á góma við mið-
degisvijrðinn en að þær kæmust á pappírinn, og þó
komust þær oftar á pappírinn en á prent, svo séð
yrði. En þótt svo væri, var húsböndanum í Rauða
húsinu engan veginn um það gefið, ef einhver gest-
anna minntist gálauslega á musterið eins og það væri
byggt í þeim hversdagslega tilgangi, að vera af-
drep fyrir fólk, sem langaði til að blíðskapast svo-
lítið, eða þá reykja sígarettu. Einu sinni hafði hann
rekizt þar á tvo af gestum sínum, sem voru að
spila alkort. Mark sagði ekkert í það skiptið, en
seinna spurði hann — ögn mýkri á manninn en
venjulega — hvort þeir gæti ekki fundið einhvern
annan stað, þar sem hægt væri að spila. Syndurum
þessum var aldrei oftar boðið í Rauða húsið.
Audrey gekk í hægðum sínum til musterisins,
leit snöggvast inn og labbaði hægt til baka. Ekki
hafði þetta labbið neinn árangur. Kannske var hús-
bóndinn uppi hjá sér. „Ekki nógu fínn til þess að
vera boðið inn í stofuna“. Ojæa, frænka, ætli þú
kærðir þig um nokkum inn 1 þína stofu, sem væri
með rauðan snýtuklút um hálsinn, og í klúrum, ó-
hreinum skóm og — þey! Þetta var áreiðanlega ein-
hver að skjóta kanínur. Frænka var æði gefin fyrir
kanínukjöt í lauksósu. — En sá hiti. Hún myndi
áreiðanlega ekki slá hendinni á móti einum tebolla
núna. Jæja, eitt var samt víst: mr Robert ætlaði
ekki að gista; hann hafði engan farangur með sér.
Náttúrlega gæti mr Mark lánað honum eitthvað af
fatnaði; hann átti föt svo að nægt hefði tíu mönn-
um. Ekki átti hún mjög erfitt með að sjá það, að
hann var bróðir mr Marks.
Hún gekk inn. Um leið og hún fór framhjá dyr-
unum á herbergi ráðskonunnar, á leið inn í forsal-
inn, var hurðin opnuð snögglega og höfuð gægðist
út úr dyrunum, afskræmt af hræðslu.
— Æ, varst það þú, Aud, sagði Elsie. Það er
Audrey, sagði hún og sneri sér við í dyrunum, inn
í herbergið.
— Komdu inn, Audrey, kallaði mrs Stevens.
— Hvað gengur á? sagði Audrey og leit inn í
herbergið.
— Æ, elsku, en hvað þú gerðir mig hrædda.
Hvert fórstu eiginlega.
— Út í musterið.
— Heyrðir þú nokkuð?
— Heyrði hvað?
— Skot og bresti og öll ósköp, sem á gengu.
— Nú, það, sagði Audrey og létti stórlega. Það
var víst einhver að skjóta kanínur. Á heimleiðinni
sagði ég við sjálfa mig: Frænka er sólgin í meirt
kanínukjöt, sagði ég, og það skyldi ekki koma mér
á óvart ...
— Kanínur, sagði föðursystirin og var fyrirlitn-
ingarhreimur í röddinni. Þetta. var inni í húsinu,
blessuð mín.
— Já, það var það, sagði Elsie. Hún var þjón-
ustustúlka. Ég sagði við mrs Stevens — er það ekki
satt mrs Stevens? „Þetta var inni í sjálfu húsinu“,
sagði ég.
Audrey leit fyrst á föðursystur sína og því næst
á Elsie.
— Haldið þið hann hafi haft á sér skammbyssu?
sagði hún og lækkaði röddina.
— Hver sagði Elsie og var nú æst.
— Nú þessi bróðir hans. Frá Ástralíu. Strax og
ég sá hann hugsaði ég með mér: „Þér eruð fantur,
maður minn“. Þetta hugsaði ég, heyrirðu það Elsie.