Nýja dagblaðið - 03.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 03.11.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIB Það var þó eins og nokkurt hik hafi verið á honum með að ráðast að mér opinberlega. Hælbita hefi ég alltaf öðru hvoru orðið var við og jafnan getað rakið sporin hvaðan þeir komu, en lítt gefið þeim gaum, enda aldrei vitað til að mark væri á þeim tekið. Aðstaðan til ófrægingar hef- ir heldur ekki verið góð. Hagur þá auðvitað að byrja á því, að reyna að koma mér úr henni. Óvænt tækifæri. Áheymin varð, þó lítil í fyrstu. En þá kom einkar kær- komið tilefni. Meðstjórnendur mínir báðir. G. Hlíðdal landsímastjóri og síðar L. Bjarnason framkv.stj. sögðu af sér stjórnarstörfum. Þetta einstaka tækifæri varð að nota vel. Nú skyldi stór- skotahríðin hafin. í dálkum Mbl. og Vísis kem- ur nú hver árásargreinin á mig annari svæsnari, með kröfum um að ég sé látinn víkja úr stjóm síldarverksmiðjanna og allar eru þessar greinar inn- blásnar af Sv. B. Ákærumar á mig em í 4 liðum, og mun ég nú taka þær hverja fyrir sig til örstuttrar athugunar. Lýsissalan 1931. 1. Sú marghrakta staðhæf- ing er endurtekin, að ég hafi selt allmikið af lýsi síldareinka- sölunnar haustið 1931 í heim- ildarleysi. Þetta er alrangt. Ég lít svo á, að til sölunnar hafi ég ekki einasta haft fullkomna laga- heimild, heldur einnig sið- ferðislega skyldu, eins og sak- ir stóðu þá. Vel er mér kunn- ugt um, að Sv. B. hefir jafn- an reynt að vefengja söluum- boð mitt og hefi ég þessvegna borið það undir einn af fær- ustu og þekktustu lögfræðing- um landsins og telur hann skilning. minn þar tvímælalaust réttan. Gefst mér sennilega tækifæri til að fara nánar út í þetta atriði síðar. Ummæli Finns Jóns sonar alþm. 2. Að megn óánægja hafi lengi ríkt meðal síldarútvegs- manna út af framkomu minni í verksmiðjustjóminni. — tít af þessari ákæru læt ég mér nægja að vísa til ummæla al- þingismanns Finns Jónssonar forstjóra Samvinnufélags Is- firðinga í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. Hann segir svo: „Út af uramælum Morgunblaðs- ins í dag um að þonnóður Ey- jólfson sé illa látinn af útgerðar- mönnum og sjómönnum og sýni þeim stirfni í viðskiptum, vil ég taka það fram, að eftir því sem mér er bezt kunnugt, þá var það dugnaði og áhuga þormóðs að þakka, að verksmiðja Dr. Paul var keypt síðastliðið sumar og þar sem þáð félag, sem ég veiti for- stöðu, Samvinnuíélag ísfirðinga, hefir frá því að Síldarverksmiðja ríkisins var stofnuð, verið lang- stærsti viðskiptamaður verksmiðj- unnar, þá finn ég mér skylt að lýsa yfir því, að ummæli Morg- unblaðsins um „stirfni" þormóðs eru að þvi er ég bezt veit, gersam- lega tilhæfulaus“. Samvinnan f verks- miðjustjórninni. 3. Að meðstjómendur mínir bafi kvartað undan samvinnu- stirfni minni og „óhreinni framkomu við ýms tækifæri" og hafi þessvegna sagt sig úr j ríkisverksmiðjustjórninni. Landsímastjóri G. Hlíðdal ! var settur af dómsmálaráð- herra í verksmiðjustjórnina vorið 1932. Lét hann tilleiðast að taka það starf að sér fyrir margítrekuð tilmæli, en nauð- ugur þó. Tók hann þá strax fram,sem reyndar allir máttu vita, að embætti sitt væri svo umfangsmikið, að ábyrgðar- mikil aukastörf, eins og það að sitja í stjórn verksmiðjunn- ar, væri sér óljúft að takast á hendur. Síðan hefir hann tvis- var beiðst lausnar frá starf- inu, 1 íyrrahaust og síðastliðið vor og í bæði skiptin borið við embættisönnum, þó svo hafi farið, að hann hafi látið tilleið- ast að sitja í stjóminni þang- að til. Ber hann þá enn við embættisönnum, sbr. viðtal við Alþýðublaðið í fyrradag. Loftur Bjamason framkv.- stj. gerir grein fyrir úrsögn sinni á þann hátt, að hún komi af þeirri ástæðu einni, að ég hafi ekki framkvæmt vilja meirahluta stjómarinnar, að senda manni nokkrum í Eng- landi eina smálest af úrgangs- lýsi, sem sýnishom og ekki viljað leyfa sama manni að draga fram eftir öllum vetri að taka á móti 50 smál. af síld- armjöli, sem stjórnin hafði selt honum til útskipunar í september. Þótti honum ég með þessu sýna of mikið einræði. Vel get ég viðurkennt það rétt vera, en svo stóð á, að þetta óvenju stóra sýnishorn af lýsi gat ekki komið manninum í hendur fyr en nokkru eftir að öll þessa árs lýsisframleiðsla verksm. var seld og útflutt, svo þó honum hefði lík- að sýnishomið, og viljað fá annað tonn til, gat verk- smiðjan ekki látið hann fá það. — Annars hefir hr. Loft- ur Bjamason margsinnis við- urkennt og lýst yfir, að sam- vinna okkar hafi jafnan — að þessu einu undanskíldu — ver- ið góð og þess mun hann hafa krafizt af Morgunblaðinu, að það leiðrétti frásögn sína, og undanskildi sig, þegar það tal- aði um, að meðstjómendur mínir hefðu kvartað undan „óhreinni framkomu" hjá mér. Vonandi lætur blaðið ekki undir höfuð leggjast að verða við þeirri kröfu. Reikningar verk- smiðjunnar 1930. 4. Að ég hafi látið ganga frá reikningum verksmiðjunnar röngum og brengluðum, bæði árið 1930 og 1931. — Á þann veg er um þetta tal- að, að ekki verður það öðm- vísi skilið, en að ég sjái einn um reikningsfærslu verksmiðj- unnar. Mættu reyndar allir sjá, hver fjarstæða slíkt er, en það er nú aðeins smávægilegt auka- atriði. En þá er að snúa sér að þeirri rangfærslu, er Mbl. fyrir munn Sv. B. telur hafa verið á reikningum verksmiðj- unnar 1930. Er frásögnin þar svo óráðvandleg, að engum er tiltrúandi nema Sveini Bene- diktssyni einum. Haustið 1930 fór ég til Dan- merkur og dvaldi þar fram yf- ir nýár, kom fyrst heim um mánaðamót jan. og febr. 1931 og kom framkv.stj. verksmiðj- unnar, hr. O. Ottesen, um líkt leyti og ég til Rvíkur með reikninga verksmiðjunnar full- gerða til endurskoðunar. Ég var þannig hvergi nærri um áramót, þegar reikningarnir voru gerðir, og átti því engan þátt í hvernig þeir voru færð- ir, heldur var það að öllu leyti gert eftir fyrirsögn þess hluta stjórnarinnar, sem heima var, þeirra Sveins Benediktssonar, G. Skarphéðinssonar og O. Ottesen framkv.stjóra. Ekki tel ég þó þá íærslu, sem þeir höfðu komið sér sam- an um, ámælisverða eins og á stóð. Við nýár voru 6184 föt af lýsi verksmiðj unnar óseld og varð því að taka þau með á- ætlunarverði. — Höfðu með- stjómendur mínir áætlað verð lýsisins 245 þúsund krónur, en það seldist aðeins fyrir kr. 179.336.00 eða kr. 65.664.00 lægra en áætlað var. Vörumar seldust rétt eftir komu mína til Reykjavíkur, og vildu þá endurskoðendumir, að reikn- ingnum væri breytt til sam- ræmis við söluna. Var það þó allmiklum örðugleikum bundið, því þó söluverðið væri þá á- kveðið, vantaði ýmsa kostn- aðarreikninga. Varð þetta þá til þess, að reikningamir voru sendir norður aftur og nokkur dráttur varð á því að breyting- in væri gerð. Bróf stjórnarnefndar- mannannaáSiglufirði til Sv. B. 14. marz 1931. Sendum við G. Skarphéðins- son Sveini Benediktssyni reikn- ingana til Reykjavíkur 14. marz 1931 og skrifuðum hon- um þá með sem hér segir: „Vér sendum yður hérmeð efna- bags- og rekstursreikning verk- smiðjunnar íyrir s.l. ár, undirrit- aða af hérverandi stjórn og höfum vér nú reiknað verð síldarolí- unnar við áramót eftir því verði, sem olían raunverulega hefir selst fyrij- síðan, en kostnaður varð þó ekki uppgei'ður nú öðruvísi en eftir áætlun, þar sem allir er- lendir kostnaðarreikningar yfir olíuna eru ókomnir, svo sem sölu- laun, ferðakostnaður umboðs- manna þar, viðvíkjandi afhend- ingu, un.dirvigt, analyseuppbætur o. fl. Höfum vér þó farið eins varlega í áætlun á þessum kostn- aði, sem oss var unnt og vænt- um vér að ekki verði um neinn \erulegan mismun að ræða úr þessu. Sýnir þá rekstursreikning- urinn reksturshalla á ármu kr. 65.857.57“. Endurskoðendur höfðu ekk- ert við reikningana að athuga Framh. á 8. aíðu. QSófmenntxr - íþróttir - íietir Vetrarstarisemi íþróttafélaganna í Reykjavík Fimleikakennsla hefst hér 1858. Það var árið 1858, að fim- ' leikar voru gerðir að sérstakri : námsgrein, við Latínuskólann í í Reykjavík, og hafa fimleikar | verið kenndir hér síðan. Fyrir og um síðustu aldamót virðist svo sem töluverður áhugi hafi verið fyrir því í Reykjavík, að mynda félags- , skap, sem hefði það að aðal- ég þar við Bjöm Jakobsson íþróttakennara að Laugar- vatni. Iþróttafélag Reykjavíkur iðkar nú flestaliar íþróttir, sem hér eru kenndar, nema knattspymu, en aðallega hefir það lagt stund á fimleika, og var um langt skeið eina félag- ið hér í bæ, sem það gerði. Hefir það og löngum átt mestu afreksmenn í þeirri grein, þó mun kvenflokkur sá, er fór til Calais, hafa hlotið mesta að- dáun. Félagið hefir einnig átt marga afburðamenn í „frjáls- um íþróttum“, enda hefir það Neðsta röð frá vinstri,1: Sæmundur Pálsson, Jón Guðmundsson, Einar W&ge, Yig'fús Áraason. 2. röð: Þorsteinn Þorsteinsson, Hallgrlmur Benediktsson, Magnús Magnússon, A. J. Bertelsen, Jón Halidórsson, Helgi Jónasson frá Brennu. 3. röð: Lúðvik Einarsson, Sveinn Egilsson, Karl Ryden, Ben G. Wáge, Kjart- an Ólafsson, Sigurjón Pétursson. Efsta röð: Jón Þorsteinsson, Jón Jónsson frá Mörk, Árni Sighvatsson, Geir Thorsteinsson, Kjartan Thors, Jakob Guðmundsson, Magnús Ármannsson. markmiði, að iðka fimleika, og ! mun sá áhugi aðallega hafa ! verið frá útlendum mönnum, I sem hér dvöldu, en lengi var ' það, að allar þessháttar tilraun- | ir mistókust. Iþróttafélag Reykja- víkur. Um miðjan febrúar 1907, ! var íþróttafélag Reykjavíkur j stofnað, af um 90 mönnum, að- allega fyrir forgöngu Andreas J. Bertelsen, sem var þá ný- kominn hingað til lands. Þetta félag bar svo gæfu til þess að sigrast á þeim erfið- leikum, sem hinum fyrri félög- um urðu að falli, hefir það starfað óslitið síðan, og er nú eitt af stærstu íþróttafélögum landsins; félag, sem hefir að mörgu leyti skapað glæsilega sögu, með rúmlega aldarfjórð- ungsstarfi; en það má öllum vera ljóst, sem til félagsmála þekkja, að einstakir áhuga- menn hafi orðið að færa mikl- ar fómir, til þess að svo mætti takast. Um eitt hefir Iþróttafélag Reykjavikur verið gæfusamt, sennilega umfram önnur íþróttafélög í Reykjavík, og það er, að félagið naut, um 20 ára skeið, kennslu eins hins bezt mennta íþróttakennara, sem hér hefir verið kostur á, og á < jafnan lagt mikla alúð við að æfa sína beztu menn. í vetur iðkar I. R. fimleika í 6 flokkum, 2 flokkar kvenna 4 stundir á viku, 2 flokkar karla 4 stundir, 1 flokkur ; kvenna (frúaflokkur) 2 stund- ir og 1 flokkur karla(01d Boys) 2 stundir á viku, en um ára- mót verða teknar upp ýmsar æfingar fyrir þá, sem stunda „frjálsar íþróttir“. Aðalkennari félagsins er ; Benedikt Jakobsson fimleika- 1 kennari. I. R. mun ekki efna til kapp- leikja í vetur, en fimleikasýn- ingar verða að forfallalausu með líku sniði og að undan- fömu. Iþróttafélag Reykjavíkur var 25 ára í fyrravetur, og efndi það þá til mikilla íþróttasýn- inga og annars mannfagnaðar í tilefni af afmælinu. Þá var það eitt, sem öðru fremur vakti eftirtekt íþróttamanna, og ann- ara þeirra, er um íþróttamál hugsa, en það voru íþróttasýn- ingar „Öldunganna“. Er ekki þarna enn eitt viðfangsefni fyrir íþróttafélögin: að tengja saman æsku og elli; mundi oss þá eigi betur vegna, ef stilla mætti saman, til allsherjar- átaka,festu og gætni hins full- tíða manns og eldmóð fram- sækinnar æsku ? M. Útvarpið á Norðurlöndum. 1. sept. síðastl. vom í Nor- egi 181 þús. útvarpseigendur. Samkvæmt því eiga 4.7 % landsihanna viðtæki, an auðvit- að hafa miklu fleiri aðgang að útvarpi. Bæði í Svíþjóð og Dan- mörku er útvarpið útbreidd- ara. í Svíþjóð eiga 10% íbú- anna viðtæki og í Danmörku 14.2%. Á Islandi «iga 6,4% viðtæki.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.