Nýja dagblaðið - 03.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÖI8
3
NfJA DAGÍBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“
Ritstjóri:
Dr. phil. Jtorkell Jóhannesson.
Ritst j ómarskrif stofur:
Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði.
{ lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Þóttust menn -■
Ymsum bæjarmönnum er
það minnisstætt frá þvi í sum-
ar, um það bil, sem úrslit kosn-
inganna voru að berast hingað
hver fögnuður ríkti þá í
herbúðum íhaldsforkólfanna. !
Hverjum nýjum þingroanni var
fagnað hér af flokksmönnun-
um líkt og þeim tapaða syni er
sneri heim eftir mikið svína-
drafsát í framandi landi. Var
sízt að undra þótt íhaldið
fagnaði mönnum eins og Gísla
Sveinssyni og Eiríki Einars-
syni. Hefðu víst fáir trúað því
fyrirfram, að þannig myndi
slampast á snærið. Við svo
óvæntan og hæfilegan liðsauka
þótti flokknum, að sízt myndi
örvænt um hina heldri fram-
bjóðendur, og á tímabili var
því trúar, að íhaldið myndi fá
hreinan meirihluta. Þótti þá
ekki dragast mega að gera
nauðsynlegan undirbúning, svo
að hin nýja íhaldsstjóm þyrfti
ekki að tefja sig á því að hugsa
fyrstu dagana. „Plön“ íhalds-
ins voru í stuttu máli þau, að
reka menn eftir því, sem henta
þætti úr opinberum stöðum, ná
yfirráðunum í bönkunum og
gera kaupfélögin upp. En dýrð
manna eins og Lúðvíks C.
Magnússonar og Eggerts Claes- ;
sen skyldi verða mikil. Þannig
liðu hundadagamir í sælli von
um magt og mikið veldi.
En þá heyrðist vestan frá
Djúpi mikill skellur. Jón Auð-
unn var fallinn og valdavonni
úr sögunni í bili.
Þá var næst að reyna að
knýja fram vetrarkosningar.
Líkur voru þá til, að veður
myndi hamla kjörsókn í strjál-
býlinu og þá var íhaldsmeiri-
hlutinn nokkumveginn vís. En
einrng þar brást íhaldsflokkn-
um bogalistin. Hann fékk ekk-
ert sumarþing og engar vetrar-
kosningar. Og til hvers voru
þá hinir nýju liðsmenn?
Nú er eins og Jón Þorláks-
son og liðsmenn hans sé eitt-
hvað farið að ráma í það, að
„kosningasigurinn", sem mest
var gumað af í Mbl, hafi ekki
verið eins mikils virði og þeir
héldu. En Jón ætti að vera ró-
legur. Hann hefir reiknað
skakkt áður.
Og Mbl.-liðið ætti ekki að
láta það „fara í taugamar" á
sér (sbr. Morgunbl. í gær), þó
að fulltrúar bænda og verka-
manna kæri sig ekki um að
íhaldið ráði öllu í landinu.
Muna bara eftir því næst að
halda ekki kosningaveizlumar
of snemma, svo að ekki bætist
timburmenn ofan á vonbrigðin.
Fjártnál Reykjavíkur
Eftir Eystein Jónsson alþingismann.
„Skattalækkun“
íhaldsmanna.
Nú hefir verið drepið á
,spai'naðarframkvæmdir“ íhalds
manna, og hversu þeim hefir
tekizt að koma á jöfnuði tekna
og gjalda bæjarsjóðsins. Er nú
eftir að minnast þess atriðis,
sem íhaldsmenn telja sig hafa
mjög ákveðnar skoðanir um,
en það er lækkun opinberra
gjalda. íhaldsmenn segjast
berjast fyrir slíkri lækkun. Sá
maður, sem nú fer með stjóm
bæjarmála í Reykjavík fyrir
íhaldið hefir stundum haldið
mjög „hjartnæmar“ ræður um
þörfina á slíkri lækkun. En
hvernig eru svo framkvæmd-
inrar ?
Heildarupphæð útsvaranna
hér í Reykjavík hefir farið
hækkandi, en ekki lækkandi
undanfarið. Er það auðvitað í
beinu sambandi við það, að
bein útgjöld hafa aukizt, og
að skuldasöfnuninni fylgir auk-
in vaxta- og afborganabyrði.
Nú er t. d. svo komið, að um
470 þús. króna eru áætlaðar til
afborgana og vaxta af lán-
um 1933 eða um fimmti
hluti útsvaranna. Bezta hug-
mynd fá menn um það, hvern-
ig íhaldsmenn framkvæma
„skattalækkun" sína með því
að bera saman ‘útsvarsupphæð
ársins 1930 og ársins, sem er
nú að líða. Ég tek árið 1930
vegna þess, að það er síð-
asta góða árið í síðasta góð-
æristímabili, og að ýmsu sér-
staklega gott fyrir Reykvík-
inga. Það var því eigi neitt
sérkennilegt við það, þótt út-
svör hækkuðu fram á það ár.
Árið 1930 var jafnað niður á
bæjarbúa 1,991 milj. kr. auk
5—10% umfram fyrir van-
höldum. 1 ár var jafnað niður
2.319 milj. auk 5—10% um-
fram fyrir vanhöldum. 1 ár var
jafnað niður 2.319 milj. auk
5—10% umfram. Þó höfðu
tekjur bæjárins af fasteigna-
skatti aukizt töluvert frá því
1930 vegna þess að fasteigna-
matið hefir hækkað talsvert
síðan þá.
Bærinn gerir því kröfu
iil því nær 17°U hærri
heildarupphæðar i ÚU
svörum i ár en hann
gerði i góðærinu 1930
Vitanlega þýðir þetta miklu
meiri hækkun á útsvörum
manna en 17% miðað við 1930,
því tekjur eru nú miklu rýrari
en þá. Dálitla hugmynd geta
menn fengið um „skattalækk-
un“ íhaldsins í Reykjavík með
því að gera sér ljóst hvað skeð
hefði, ef tryggja hefði átt
ríkissjóði ca. 17% hærri tekjur
í ár en hann hafði 1930. Árið
1930 voru toll- og skatt-tekjur
ríkissjóðs um 12,5 milj. I ár
eru þessar tekjur áætlaðar 8,7
mil j. að öllum skattalögum
óbreyttum. Til þess að ná inn
um 17% hærri skatt- og toll-
tekjum í ár en 1930 eins og
bæjarstjórnaríhaldið ætlast til
að bæjarsjóður fái, hefði því
þurft að hækka atia
skatta og tolla til rik-
issjóðs um ca. 68°l0.
og er þá miðað við að áætlun
teknanna í ár sé nálægt réttu
lagi. Af þessu verður það séð,
að tekjustofnar almennt hafa
rýmað svo geysilega, að skatta-
hækkunin hér í Reykjavík
miðað við 1930, er gífurlega
miklu meiri en 17%, en þó
sennilega eitthvað lægri en
68% vegna þess að ríkistekj-
urnar eru venjulega varlega
áætlaðar og álagningargrund-
völlurinn í Reykjavík rýmað
minna en annarsstaðar á land-
inu.
En af þessu verður ljóst, að
á sama tíma, sem íhaldið hefir
skrafað um þörfina á lækkun
opinberra gjalda, hefir það
framkvæmt geysilega skatta-
hækkun hér í Reykjavík, lík-
lega meiri hækkun en íhalds-
menn þeir, sem að málunum
standa, hafa gert sér grein
fyrir. Þannig er samræmið enn
milli orða og athafna.
Ég hefi nú í grein þessari
bent á höfuðniðurstöður rekst-
urs bæjarsjóðsins undanfarin
ár. Vegna þess hve íhalds-
mönnum er annt um að villa á
sér heimildir í fjármálum hefi
ég ekki getað stillt mig um að
bera saman orð þeirra
og framkvæmdir. —
Álít ég að slíkur samanburður
eigi nokkurt erindi til manna
einmitt nú.
Undanfarið hefi ég átt 1
orðakasti nokkru við ýmsa
íhaldsmenn út af fjármálum
ríkisins. Hefi ég í þeim við-
skiptum lagt sérstaka áherzlu
á, að íhaldsmenn gerðu grein
fyrir því hversu þeir hyggð-
ust framkvæma það, er þeir
segjast vilja í þeim efnum, en
um það hefir engin greinar-
gerð enn sést.
Nú hefi ég sýnt fram á, að
framkvæmdir íhaldsmanna í
fjármálum Reykjavíkur eru all-
ar gagnstæðar því, er þeir telja
sig vilja í fjármálum yfirleitt.
Eðlileg afleiðing af því er vit-
anlega sú, að enn verður hert
á kröfunum um fullnægjandi
greinargerð af hálfu flokksins
um afstöðu hans í fjármálum
ríkisins og bæjarsjóðs Reykja-
víkur. Þýðir nú eigi persónu-
legt nart né nöldur um einstök
atriði slitin úr samhengi. Menn
krefjast ítarlegrar greinar-
gerðar og eiga heimtingu á
henni.
Rússar vísa þýzkuxn
verktræðingum
úr l&ndi.
Enska blaðið Observer
frá 15. f. m. hermir, að Rúss-
ar hafi sagt upp öllum þýzk-
um verkfræðingum í þjónustu
sinni og sent þá heim, en ráð-
ið franska verkfræðinga í stað-
inn.
Önnur harferð
Sveins Benediktssonar.
Framh. af 2. síðu.
1930, og endurskoðendur árin
1931 og 1932 hafa heldur ekk-
ert haft að athuga við reikn-
inga þelrra ára, en lýst yfir,
að reikningarnir væru sérstak-
lega nákvæmt og vel færðir.
Reikningurinn 1931.
Viðvíkjandi reikningnum
1931 og athugasemd Sjávar-
útvegsnefndar, vil ég að þessu
sinni aðeins taka þetta fram:
Verksmiðjustjómin hafði
ekki þá og hefir ekki enn,
þrátt fyrir ítrekuð tilmæli,
fengið stofnkostnaðarreikninga
verksmiðjunnar, og gat því
ekki gert nákvæman efnahags-
reikning yfir byggingu verk-
smiðjunnar. Þetta var Sv. B.
vel kunnugt og hann hefði átt
að telja sér skylt að benda
sjávarútvegsnefnd á það, úr
því að hann sendi reikningana
þangað án þess að við vissum.
En þá, eins og endranær leit-
aði hann eftir vopnum á okk-
ur meðstjórnendur sína. Ann-
ars býst ég við að skrifa ítar-
legar um þetta atriði sérstak-
lega síðar.
Sveinn Benediktsson þykist
vera góður reikningsmaður og
er ákaflega hróðugur yfir út-
reikningi sínum um tapið, er
hann telur verksmiðjuna hafa
beðið af lýsissölu minni haust-
ið 1931.
Vill hann nú ekki taka sig
til og reikna út, hvað mikið
verksmiðjan mundi hafa grætt
1930 (reksturstapið varð þá
rúml. 65 þús.kr.), ef ég hefði
þá fengið að ráða lýsissölunni,
en hann ekki með ofurkappi,
komið í veg fyrir, að lýsið
væri selt, áður en það féll nið-
ur úr öllu valdi?
Staddur í Reykjavík,
1. nóv. 1933.
Setning Alþingis
Framh. af 1. síðu.
kosningu utan kjörstaðar. En
búið var að neita einum manni
um aðstoð áður, með því, að
það væri ekki leyfilegt, sem
rétt er. Meðal annars sagði
Haraldur í ræðu sinni, að 6
atkvæði hefðu verið gerð ógild,
nokkur sökum þess, að bæjar-
fógetinn sjálfur hafði gleymt
að skrifa undir, en öimur af
því, að vitundarvottana vant-
aði.
Umræðum um kjörbréfið var
frestað og fundi frestað til kl.
1 e. h. í dag.
Ur ræðu dr. G-oebbels.
„Þrátt fyrir mikla og stóra
fórn verðum við að ná rétti
olckar á Frökkum. Því annars
er heiður okkar í veði, en tak-
ist það mun það hafa í för
með sér varanlegan frið, þeg-
. ar takmarkinu er náð og okk-
ur mun þegar árin líða verða
þakkað af miljónum Þjóðverja
og Frakka“.
(Frankfurter Zeitung).
SLÁTURFELAG
SUBURLAHDS
Reykjavik - Simi 1249 (3 linur).
Dilkakjöt, nýtt, frosið og saltað.
Hangikjöt. Nautakjöt. Niðursuðu-
vörur, fisk- og kjötmeti. Áskurdur
á brauð, fjölda tegundir o. fl, o. fl.
Fjölbreyttasta úrval á landinu.
Allt eigín framleiðsla.
Heildsala:
Lindargötu 39, Reykjavík.
Smásala:
Matardeildin, Hafnarstr. 15, sími 1211
Matarbúðin, Laugaveg 42, sími 3812
Kjötbúðin, Týsgötu 1, sími 4685
Kjötbúðin, Hverfisgötu 74, sími 1947
Kjötbúðin, Ljósvallag. 10, sími 4879