Nýja dagblaðið - 03.11.1933, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
»
Frá bæjarstjórnar-
íundi í gær.
Fundur hófst í bæjarstjóm-
inni kl. 5 í gær, í Kaupþings-
salnum. Engin stórmál lágu
fyrir fundinum.
Umræður snerust aðallega
um erindi frá barnavemdar-
nefnd um 800 kr. styrk til
konu einnar, til aðstoðar við
framfærslu tveim bömum sín-
um, samkvæmt barnavemdar-
lögunum. En í lögunum er
gert ráð fyrir, að slíka aðstoð
megi veita án þess að talinn
sé sveitarstyrkur, ef það telst
hafa verulega þýðingu fyrir
uppeldi barna. Hafði kona
þessi snúið sér til bamavemd-
arnefndar um þetta, en eigi
sótt um fátækrastyrk, og eigi
ætlað sér að gera það.
Þrátt fyrir það, þó að kon-
an hafi ekki sótt um fátækra-
styrk, hafði borgarstjóri snúið
sér með þetta efni til fátækra-
fulltrúanna og tveir af þeim,
Guðrún Lárusdóttir og Magnús
Jóharinesson, farið heim til
konunnar til að grenslast eftir
högum hennar eins og venja
er, þegar þurfalingar eiga í
hlut. Hafði- annar fátækra-
fulltrúinn með sér 50 kr., sem
hann kvað vera „frá borgar-
stjóranum í Reykjavík"! Hafði
konunni komið þessi sending ó-
kunnuglega fyrir, og datt víst
í hug að peningamir væm frá
borgarstjóranum sjálfum, en
ekki reyndist það tilfellið.
Var á fundinum deilt fast á
borgarstjórann fyrir þessa
ráðsmennsku. Mótmælti frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir því
sérstaklega, að fátækrafulltrú-
arnir væru látnir blanda sér í
málefni, sem væm á verksviði
barnaverndamefndar, og yfir-
leitt skipta sér af fólki, sem
ekki hefði sótt um fátækra-
styrk, né kærði sig um af-
skipti þeirra.
Nýja dagblaðið
birtir smáauglýsingar, tvær
línur fyrir eina krónu (t. d.
um atvinnu, húsnæði, kennslu,
tapað, fundið o. fl.).
Morgunblaðið og
»Der Fiihrer«.
1 smáklausu í Mbl. í gær,
þar sem minnst er á heimkomu
Gísla Sigurbjörnssonar, standa
þessi orð: „Mun hann þar hafa
fengið því framgengt við
stjómarvöldin, að íslenzkir
stúdentar í Þýzkalandi fái þar-
lendan gjaldeyri með lægra
verði en skrásett er“.
Það er ekki annað að sjá en
blaðið segi þetta í fullri alvöru,
þó jafnvel hinir greindari
menn í flokknum hljóti að sjá
í gegnum þessa endileysu. Mál
þetta horfir sem sagt þannig
við að viðgengizt hefir í
Þýzkalandi, að ferðamenn hafi j
getað selt sterlingspund fyrir |
ofan skrásett verð, og hefir ;
Ríkisbankinn borgað mis- j
muninn, og er þetta þáttur í
auglýsingastarfsemi
fyrir ferðamannastraum (Frem-
, denverkehr) í landinu. Erlend-
ir stúdentar hafa eitthvað
notið þessara kjara líka, til
skamms tíma, en nú hefir
orðið sú breyting á, að aðrar
erlendar myntir er hægt að
selja í landinu með sömu kjör-
um og pundið, og allir erlendir
stúdentar njóta þeirra kjara.
Þessari bi-eytingu á svo frí-
merkjasalinn í Ási að hafa
„fengið framgengt við stjóm-
arvöldin“, segir Mbl. — Þessi
misheppnaða tilraun blaðsins
til að auglýsa foringja þjóð-
rembingsmanna hér, mun
verða almennt hlátursefni
næstu daga, en vel sýnir það
hug blaðsins til þessa aumasta
stjórnmálamanns í íhalds- og
nazistaliðinu. K.
„Brúarfoss“
fer annað kvöld
fil Vesttjarða og
Breíöatjaröar.
Farseðlar ósk-
sóttir lyrir há-
degi i dag.
ánnáU.&
Hótel Akranes
skemmist af eldi.
Kl. tæplega 6 í gærmorgun
varð elds vart í gistihúsinu á
Akranesi. Sigurður Sigurðsson
verkamaður vaknaði við reyk,
og logaði þá í þiljum í eldhúsi.
Heimilisfólkinu tókst að kæfa
eldinn I bili, en síðar kom í
ljós, að eldur var í tróði milli
þilja. Slökkviliðið kom á vett-
vang kl. 7.20 og slökkti eldinn
á 10 mínútum. Talið er að
kviknað hafi út frá rafmagni.
Hús og munir voru vátryggð
hjá Brunabótafélagi Islands.
Tjón á húsi er álitið að muni
ekki vera undir 8000 kr. og
munir eru mikið skemmdir af
sjóbleytu, en mati er ekki lok-
ið. — FU.
Talning atvinnuleysingja
hefir farið fram hér í bæn-
tvo undanfarna daga. 1
fyrradag voru skráðir 202 og
í gær 196. Alls hafa því verið
skráðir 398 atvinnuleysingjar.
Flestir þeirra eru ómagamenn.
Engin kona hefir enn látið
skrá sig. Talning heldur éfram
í dag.
j Fisksalan í Englandi.
I Haukanes seldi nýlega fisk í
; Englandi fyrir 1958 sterlings-
pund. Var nokkuð af því báta-
! fiskur, sem það hafði keypt á
i Norðfirði. Belgaum seldi í
■ fyrradag ca 1700 körfur fyrir
I 1811 sterlingspund. Eins og
af þessu sézt er salan prýðileg.
Línuveiðararnir
Iíuginn og Ólafur Bjarnason
; eru á veiðum. Huginn er nú á
! leið út með ágætan afla, 1350
i körfur.
Jacob Texiere
heitir danskur maður, sem
nýkominn er hingað og ætlar
hann að lesa upp úr æfintýr-
um H. C. Andersen. Kvað Tex-
iere vera afbragðs upplesari.
Hefir hann áður lesið upp víðs-
vegar á Norðurlöndum. 1 útliti
er hann, eftir myndum að
dæma, ekki ólíkur H. C. And-
ersen sjálfum.
Farþegar með Dettifossi
frá útlöndum í gær voru:
Ingeborg Schlembach, óskar
'Halldórsson, Guðrún Jónasson,
Gunnþórunn Halldórsdóttir,
Þjóðverja
um
E.s. Suðurland
fer til Breiðafjarðar laugar-
daginn 4. þ. m.
Viðkomustaðir: Sandur, ól-
afsvík, Stykkishólmur, Búðar-
dalur, Salthólmavík og Króks-
fjarðarnes.
Flutningi veitt móttaka á
föstudag 3. þ. m.
Tómas Pétursson, Elfriede
Koepernik, Fritz Wiedenhöft.
Skipafréttir.
Gullfoss er á leið frá Kaup-
mannahöfn til Vestm.eyja.
Goðafoss var væntanlegur til
Hamborgar í gær. Brúarfoss
fer til Vestfjarða og Breiða-
fjarðar í kvöld. Lagarfoss er
á leið til Bergen frá Austfjörð-
um. Dettifoss er í Reykjavík.
Selfoss er á leið til Aberdeen
frá Vestm.eyjum.
Úr Mýrdal.
Sjötugsafmæli átti í fyrra-
dag sr. Þorv. Þorvarðsson pró-
fastur í Vík. Hann er búinn
að vera sóknarprestur Mýr-
dalsþinga í 26 ár, og prófast-
ur alls 7 ár. Sóknarbörn hans
minntust afmælisins í fyrra-
kvöld í Vík með fjölmennri
kaffidrykkju. — Vinna heldur
enn þá áfram við brúa- og
vegagerðir í Mýrdal. Brýrnar
á Klifanda og Deildará eru nú
orðnar færar bifreiðum. —
Hvammsárbrú er nú einnig
nærri fullgerð.
Norðmenn skipuleggja
saltfisksútflutning sinn.
í norska Ríkisráðinu var í
gær staðfest ný reglugerð um
útflutning á saltfiski. Sam-
kvæmt henni á útflutningur á
norskum saltfiski að fara fram
undir eftirliti Landssambands
norskra saltfisksútflytjenda. 1
reglugerðinni eru einnig sett
ákvæði um það, hverir orðið
geti meðlimir Landssambands-
ins, en það eru þeir, sem eru
sjálfstæðir útflytjendur, en
ekki milliliðir, og hafa skrif-
stoí'ur og vöruskemmur(lager-
hus) í Noregi, og eiga tiltekn-
ar lágmarkseignir(10 þús. kr.).
FÚ.
Rússar semja
við Bandaríkjastjóm.
Utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna hefir tilkynnt, að
tekið muni verða á móti rúss-
Ódýrn
auglýsingarnar.
0
Húsnæði
Q
Steinhús til leigu í útjaðri
bæjarins. Uppl. í síma 3981.
Óska eftir stofu, litlu her-
bergi og eldhúsi seint í nóv.
eða 1. des. Fyrirfram greiðsla.
A.v.á.
Lítil búð, hentug fyrir barna-
fataverzlun, óskast frá 1. des-
ember n. k. Tilboð merkt „1.
desember“ óskast lagt inn á
afgreiðslu Nýja dagblaðsins
fyrir 10. þ. m.
Forstofustofa til leigu á
Bergstaðastræti 66.
n
Atvinna
Tek að mér prófarkalestur á
allskonar ritum. Sveinn Berg
sveinsson stud. mag., Hotel
Skjaldbreið.
Nokkrir góðir útsölustaðir í
útjöðrum bæjarins óskast fyrir
Nýja dagblaðið. Góð sölulaun.
Afgreiðslan í Austurstr. 12.
Tapað-Fundið
Lindarpenni tapaðist á
Lækjargötu. Skilist í Skóla-
stræti 4.
Mjög vandaður stafalás tap-
aðist á Hverfisgötu. Góð fund-
arlaun. Skilist á Fjölnisv. 10.
0
Kaupskapur
Vil kaupa allan gamla Sunn-
anfara. A.v.á.
Hafið þið reynt hið holla og
Ijúffenga kjarnabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur ?
neska utanríkisráðherranum,
Litvinoff, sem er væntanleg-
ur til Bandaríkjanna 7. nóv.,
eins og öðrum gestum ríkisins.
Hann mun koma til New York,
og þaðan fer hann í einkalest
til Washington á fund Roose-
Velts. — FÚ.
RAUÐA HÚSEÐ.
Löngu áður en hann sagði eitt orð við mig. Blátt
áfram dóni.
— Eins og þú manst, Audrey, þá sagði ég alltaf:
maður getur aldrei fortekið, hvað svona kalli, sem
kemur frá Ástralíu getur tekið í sig. Mrs Stevens
hallaði sér aftur í sætinu og blés við. Ekki vildi
ég fara út úr þessari stofu núna á stundinni, jafn-
vel þótt mér væri gefnar hundrað þúsund krónur.
— Æ, mrs Stevens! sagði Elsie, sam vanhagaði um
fimm shillings til þess að kaupa sér skó. Svo mikið
mundi ég nú fyrir mitt leyti ekki heimta, en ...
— Heyrðuð þið! kallaði mrs Stevens og settist
upp með snöggu viðbragði.
Þær hlustuðu af öllum kröftum og ungu stúlk-
umar færð’u sig ósjálfrátt nær stólnum gömlu kon-
unnar.
Einhver lamdi, sparkaði og ýtti á hurð.
— Þey!
Audrey og Elsie litu hvor á aðra og skein út úr
þeim hræðslan. Þær heyrðu karlmannsrödd, háa og
tryllta:
— Opnið hurðina! hrópaði röddin. Opnið hurðina!
Upp með hurðina, heyrirðu það!
— Opnið þið ekki hurðina! hrópaði mrs Stevens
óttasegin, rétt eins og einhver hefði verið að sparka
í hurðina hjá henni. Audrey! Elsie! Sleppið þið
honum ekki inn!
— Fjandinn hafi það! Opnið hurðina! var enn
kallað.
— Það endar með því, að við verðum öll kláruð
saklaus í rúminu, kjökraði hún. Stúlkumar færðu
sig skelkaðar nær hver annari, og þarna sat mrs
Stevens og beið og hélt sínum handleggnum utan
um hvora stúlkuna.
Mr Gillingham fer af lestinni á skakkri
járnbrautarstöð.
Það var svona álitamál hvort kalla ætti Mark
Ablett leiðindaskrjóð eða ekki, en eitt var víst:
hann þreytti engan á frásögnum um sína fyrri
æfi. En auðvitað gengu sögúr um hann. Svo var
talið — og menn höfðu orð Marks sjálfs fyrir því
— að faðir hans hefði verið prestur úti í sveit.
Sagt var, að Mark hefði á unga aldri unnið sér
álit og hylli gamallar frauku. Hún átti heima
þar skammt frá, sem Mark bjó, og hún hafði kost-
að hann á skóla, og stutt hann til háskólanáms. Um
það leyti, sem dvöl hans við háskólann í Cambridge
var á enda, dó faðir hans og lét ekki annað eftir
sig en stinningsmiklar skuldir til viðvörunar fjöl-
skyldunni og orð fyrir að hafa flutt stuttar stól-
ræður, til eftirbreytni þeim, sem við embættinu
átti að taka. Hvorugt þetta eftirdæmi, annað til
varúðar og hitt til eftirbreytni, virðist hafa haft
nokkur áhrif. Mark fór til Lundúna með styrk frá
haldskonu sinni upp á vasann og lenti (um það bar
öllum saman) í okraraklóm. Því var trúað, bæði af
haldskonu hans og öðrum, sem eftir því grennsl-
uðust, að Mark fengist við ritstörf. En hvað hann
skrifaði fyrir utan bréf, þar sem hann bað um
lengri gjaldfrest, er ennþá öllum hulið. En það er
víst, að hann fór mjög oft í leikhús og á hljómleika
— vafalaust í þeim tilgangi að rita nokkrar athygl-
isverðar greinar í „Spectator“ um hnignun leiklist-
arinnar í Englandi.
Til allrar lukku — fyrir Mark — dó haldskona
hans á þriðja ári hans í Lundúnum, og arfleiddi
hann að öllum þeim peningum, sem hann þurfti.
Upp frá þeirri stundu hverfur dularblærinn af æfi-
sögu Marks og gerist hún nú sannsögulegri. Hann
gerði upp reikninga sína við okurkarlana, lét öðr-
um eftir að láta vaða á súðum og gerðist nú sjálf-
ur verndari annara. Hann tók listirnar undir vernd
sína. Það voru ekki okurkarlarnir einir, sem kömust
nú að því, að Mark Ablett skrifaði ekki lengur
vegna ritlaunanna. Ritstjórar fengu ókeypis ritgerð-
ir og gefins hádegisverð. Útgefendur fengu útgáfu-
rétt að snotrum smábókum, gegn því að höfund-
urinn borgaði allan útgáfukostnað og afsalaði sér
ritlaunum. Efnilegir, ungir málarar og skáld borð-
uðu miðdegisverð með honum. Og hann fór meira
að segja með leikaraflokk í aýningarferð, koataði