Nýja dagblaðið - 05.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 05.11.1933, Blaðsíða 4
4 N ♦ J A DAGBLABX9 Annáll. Læknisskoðun íþróttamanna. Nýlega hefir verið ákveðið, að koma á læknisskoðun meðal íþróttamanna, þeirra, er taka þátt í kappraunum. Gengst íþróttasamband Islands fyrir þessari lofsverðu nýbreytni. Lítið sólskin í Reykjavík. I Reykjavík voru ekki nema 84,1 sólskinsstund í september og er það aðeins 21,5% af þeim tíma, sem sólskin gæti verið í þeim mánuði. Sólskinstíminn hefir undanfarin 10 ár verið að meðaltali 129,2 stundir í sept- ember. Staddir í bænum. Guðjón Jónsson bóndi, Ási, Guðm. Árnason hreppstjóíi í Múla og Arni Ingvarsson bóndi, Miðskála undir Eyjafjöllum. Togararnir. Otur kom af veiðum í fyrra- dag með 1700 körfur, Snorri goði, Gyllir og Gulltoppur eru að búa sig á veiðar. Er það ánægjuefni, að þeir skuli nú fara af stað, því ekki mun veita af í atvinnuíeysinu. , Silfurbrúðkaup. áttu i fyrradag Guðrún Hannesdóttir og Srvnjólfur Gíslason sjómaður, Bergstaða- stræti 16. 9 punda gulrófa. Á Eiði í Hestfirði, hjá Ás- geiri Jónssyni bónda þar, var í haust tekin upp gulrófa, sem vóg 9 pund, og telja menn það einsdæmi þar í*grennd. — F.fJ. Rigningar. Óvenjumiklar rigningar hafa verið hér sunnanlands í sumar og haust. Meiri rigning en nokkru sinni áður hefir verið mæld hér á landi á athugana- tímabilinu var í Vík í Mýrdal þ. 8. f. m. og var úrkoman þá 150,3 mm. Mesta mánaðarúr- koma sem mæld hefir verið hér á landi, var nú í septem- ber, og var hún 583,7 mm. Aflatregða er á Isafirði og hefir verið í allt haust. Frá Svalbarða. Talið er að 250 þús. tonn af kolum verði flutt frá Svalbarða á þessu ári. Hefir kolagröftur- inn gengið þar mjög vel í sum- ar og hafa til jafnaðar fengizt 1000 til 1100 tonn á dag. I vetur vinna þar við kolagröft 430 manns og er það líkt og síðastl. vetur. Ekki er útlit fyr- ir, að mönnum falli eins illa þarna norður frá og ætla mætti, því skrifstofa kolanámu- félagsins hefir fengið innsókn- ir frá 1800 mönnum, sem sækja um atvinnu þar, og þeir verka- menn, sem hafa ráðizt þangað, dvelja þai' oftast um margra ára skeið. Geiilsneyðing mjólkur. Nýlega hafa verið gerðar mjög merkiiegar tilraunir með áhrif hljóðbylgja á ýmsar hinna smæstu lífrænu vera, svo sem gerla, og komið hefir í ljós, að hljóðbylgjur, sem eru svo stuttar og tíðar, að mann- legt eyra skynjar þær ekki (ultra hljóðbylgjur), strádrepa gerla og jafnvel vatnsflær. Opnast hér ný leið til þess að gerilsneyða mjólk (Á. F. Nátt- úrufræöingurinn). Námsskeið í húsagerð. Námsskeið til leiðbeiningar um húsagerð í sveitum, fyrir bændur og bændaefni, er nýaf- staðið að Núpi í Dýrafirði. Námsskeið þetta var haldið að tihlutun Búnaðarsambands Vestfjarða,, og stóð í 14 daga. Tíu búnaðarfélög, úr öllum sýslum sambandssvæðisins nema Strandasýslu, sendu sinn manninn hvert til að taka þátt í náminu, en auk þeirra sóttu 9 nemendur úr Dýrafirði náms- skeiðið á eigin spýtur. Kennslu og húsnæði fengu allir nem- endur ókeypis, og þeim, er Búnaðarfélögin sendu, var veittur nokkur ferðastyrkur. Jóhann Fr. Kristjánsson, húsa- meistari Búnaðarbankans, hafði aðalkennsluna á hendi. Héraðs- skóhnn lagði til húsnæðið að mestu. N áttúr uf ræðingurinn er nýkominn út, er í honum áframhald af greininni um grágæsir og helsingja eftir M. B. Nýjustu landnemamir eftir Á. Á. Segir hann þar frá flutn- ingi hreindýra og héra hingað til lands. Hvað á að gefa gull- fiskunum mínum? eftir Á. F. og nokkrar fleiri smágreinar. Frá ísafirði. Fjórðungsþing Fiskideilda í Vestfirðingafjórðungi var hald- ið á ísafirði 28.—30. október. Níu fulltrúar voru mættir. Skorað var á Fiskideildir á Vestfjörðum, Slysavamafélags- deildimar, og sjómenn almennt, að hefjast handa með fjársöfn- un til þess að Vestfirðingar eignist björgunarskip. Þó var skorað á Alþingi og ríkis- stjórn að segja upp norsku samningunum, og ennfremur skorað á sömu aðila að byggja síldarverksmiðju. Var talið að hún mundi bezt sett í Djúpa- vík við Reykjafjörð. — Styrk- ur til sundnámsskeiðs sjó- manna í Súgandafirði var áætl- að 250 kr. — Á fundinum var endurkosinn forseti Fiskideild- anna Arngrímur Bjarnason, varaforseti Haraldur Guð- mundsson. — F.Ú. Ný prentsmiðja á ísafirði. Jónas Tómasson bóksali er nýbyrjaður að starfrækja prentsmiðjufyrirtæki á Isafirði. Prentsmiðjustjóri er Magnús Ólafsson prentmeistari. — F.Ú. Fisktökuskipið Braemar fór héðan í gær- kvöldi með fullfermi af fiski til Spánar og Portúgal. Frá Vestmannaeyjum. I síðasta Lögbirtingablaði | eru 30 uppboðsauglýsingar frá bæjarfógetanum í Vestmanna- eyjum. Allt eru það fasteignir sem seljast eiga eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, til greiðslu á áhvílandi skuldum. Fisksala. Línuveiðarinn ólafur Bjarna- son seldi afla sinn í Hull í gær, um 1200 körfur fyrir 1030 sterlingspund. Hjónaefni. I fyrradag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Aðalheiður Jóhannsdóttir Ránarg. 33 og Baldvin M. B. Eyjólfsson Vest- urgötu 26. Hjúskapur. I gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú ólafía Boga- dóttir og Agnar Breiðfjörð. Talsímasamband við útlönd. Þrjú félög hafa gert tilboð í talsímastöðina, sem í ráði er að reisa hér. Fulltrúar fyrir þessi f élög: Marconifélagið, Telefunken og Standard Elec- tric eru nú komnir hingað. Talning atkvæða um bannmálið fór fram í Suður-Þingeyjarsýslu í gær. Já sögðu 245 en nei 547. Óveður á Siglufirði. I fyrrakvöld gerði rok af vestri, sem hélzt í alla nótt, og í gærdag var mjög hvasst. Á Siglunesi fauk ára- bátur og brotnaði. Fiskhjallur fauk þar líka. Þak fauk af fjósi kúabúsins á Hóli. 16 bát- ar voru á sjó í gær og náðu sumir ekki landi fyr en kl. 3 í fyrrinótt.Báturinn Fram frá Dalvík erókominn enn. Fóru tveir bátar í gær að leita, en gátu lítið hafzt að vegna roks og stórsjóa. Siglnesingar muna eigi eftir öðru eins brimi og stórsjó.Hafa þeir orðið að flytja báta sína lengra frá sjó en ver- ið hefir áður á vetrum. — FÚ. Nýr viti. Á Sauðanesi við Siglufjörð hefir verið reistur viti í sum- ar. Á hann að verða bæði ljós- viti og hljóðviti. Hefir verið kveikt á ljósvitanum fyrir skömmu, en hljóðvitinn tekur ekki til starfa fyrr en að vori. Vitabyggingin er 8.6 m hár steinsteyptur turn, og svo við- bygging, ætluð hljóðvitanum. Hæð logans er ca. 39 m yfir sjávarmál. B jörg unarstöðvar. I Vík í Mýrdal, við Skaptár- ós og á Harðbak á Melrakka- sléttu, h efir í sumar verið komið upp björgunarstöðvum með fluglínutækjum. Ný verksmiðja. Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir sett á stofn nýja efna- gerð, kaffibætis- og kaffi- brennsluverksmiðju. Heiti á verksmiðjunni er „Efnagerðin Stjarnan", pg er hún til húsa í Hafnarstræti 5 hér í b». Ný símalína. Nýlega var fullgerð símalína frá Sauðárkrók að Hellulandi í Hegranesi, en þar býr ólafur Sigurðsson ráðunautur Búnað- arfélags Islands. Hefir hann með höndum leiðbeiningar um klak. Þeir, sem þurfa að fá leiðbeiningar hjá Ólafi, geta nú símað til hans. Hey brennur. I fyrrinótt brunnu 150—170 hestar heys hjá Steinþóri bónda Björnssyni á Breiðabóls- stað í Þingi. Var það allt hey sem hann ætlaði fyrir sauðfé. Aðeins 50—60 hestum af heyi varð bjargað. — FÚ. Súðin fór frá Porsgrund seinni- partinn í gær áleiðis til Aust- urlandsins. Athugasemd. Þar sem ég hefi orðið þess var, að menn hafa misskilið orð mín í hinu stutta viðtali er kom 1 Nýja dagblaðinu í gær, vil ég geta þess, að það fiskverð, sem þar er minnst á er miðað við stærsta og bezta fisk, en hann er sem kunnugt er, oft seldur 10 kr. hærra verði skippundið, en venjuleg- ur austan- og norðanfiskur. Verð á honum var um 27 sh., # Ódýrn § auglýsingarnnr. » Húsuæði Forstofustofa til leigu á Bergstaðastræti 66. Óska eftir stofu, litlu her- bergi og eldhúsi seint í nóv. eða 1. des. Fyrirfram greiðsla. A.v.á. Gott pláss óskast til leigu fyrir fisksölu. Tilboð merkt „15“ sendist afgr. blaðsins. Atvinna Stúlka óskast í vist mánað- artíma. Uppl. í síma 3429. Mæld feiti í mjólk. Sími 2151. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavik- ur?_________________________ Bæjarins ódýrastu og beztu vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin BrúarlOBB Sími 3749. Notaðir ofnar, nokkur stykki, óskast til kaups. A.v.á. Loðfrakki, sama sem nýr, (á grannan meðalmann) til sölu fyrir hálfvirði. Sími 4118. Kjötfars alltaf bezt hjá K L E I N, Baldursgötu 14. Sími 3078. „Dettifoss" fer héðan vestur og norður um land land til útlanda á mánu- dagskvöld þann 6. þ. m. er ég fór frá Barcelona um miðjan október. Ég vil nota tækifærið til að geta þess, að roða hefir orðið vart á fiski, aðallega að norð- an, og þurfa matsmenn að gæta vel að, ef hans verður vart. P. t. Reykjavík, 3. nóv. 1933. Helgi P. Briem. RAUÐA HÚSH). — Ja, ég er bara að vara þig við. Sko, góðan dag- inn, miss Norris. Ég var einmitt að lýsa því fyrir majórnum, hvað myndi koma fyrir ykkur bæði tvö í dag. Má ég hjálpa yður, eða viljið þér heldur velja yður sjálfar eitthvað að borða? — Sitjið bara kyrrir, sagði miss Norris. Ég ber mig sjálf eftir. Góðan daginn majór. Hún brósti hlýlega til hans. Majórinn kinkaði kolli. — Góðan daginn. Það verður heitt í dag. — Alveg eins og ég sagði, byrjaði nú Bill á nýj- an leik, minnsta kosti þegar ... Nei, sko, sæl Betty. Góðan daginn, Cayley. Betty Calladine og Caylev höfðu komið inn sam- an. Betty var átján ára gömul og var dóttir mrs John Calladine, ekkju málarans, og í þetta skipti var hún í húsmóðurstað hjá Mark. Ruth Norris fékkst við leiklist og leit mjög stórt á hæfileika sína í því efni, og í fríinu leit hún engu smærra á hæfileika sína í golfspili. Hún var líka í raun og veru vel að sér um hvorttveggja. — Þá var nú það, bíllinn kemur hingað hálf ellefu, sagði Cayley og leit upp úr bréfalestrinum. Þið borðið þar líklega hádegisverð og komið svo rak- leitt til baka, eða hvað? — Ég skil nú ekki í öðru en að við höfum tíma til að fara í tvo leiki, sagði Bill vongóður. — Það er alltof heitt um' nónbilið, sagði majór- inn. Við komum áreiðanlega alveg hæfilega í teið. Mark kom inn. Hann var venjulega seinastur á fætur. Hann heilsaði og settist niður, drakk te og borðaði steikt brauð. Hann borðaði jafnan minnst við þessa máltíð. Hitt fólkið sat og spjallaði, en hann las í bréfum sínum. — Hver fjandinn! sagði Mark allt í einu. Allir litu ósjálfrátt á hann. — Fyrirgefið, miss Norris. Afsakaðu, Betty. Miss Norris brosti, eins og ekkert væri. Hana langaði oft sjálfa að viðhafa þessi orð, sérstaklega við æf- ingar. — Heyrðu Caý1! Hann hleypti brúnum dálítið vandræðalegur. Frá hverjum heldurðu að þetta sé? Cayley, sem sat hinu megin við borðið ypti öxl- um. Hvemig átti hann að geta gizkað á það? — Robert, sagði Mark. — Robert? Það var ekki auðgert að ganga fram af Cayley. Jæja. — Það þýðir nú lítið að ypta öxlum, sagði Mark ertnislega. Hann kemur hingað um þrjúleytið. — Ég hélt að hann væri í Ástralíu eða einhvers- staðar í skollanum. — Náttúrlega. Það hélt ég líka. Hann leit á Rum- bold. Eigið þér bræður, majór? — Nei. — Hafið mín ráð og reynið ekki að útvega yð- ur þá. — Og það er nú ekki hætt við því úr þess, sagði majórinn. Bill hló. Miss Norris sagði með mestu hæversku: — Þér eigið enga bræður, mr Ablett? — Einn, sagði Mark og var ómjúkur 1 röddinni. Ef þið komið nógu tímanlega til baka, þá fáið þið að sjá hann, um þrjúleytið. Það er líklegt, að hann biðji ykkur að lána sér fimm pund. Því skuluð þið neita. Þetta akraf féll þeim öllum hálf illa.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.