Nýja dagblaðið - 05.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 05.11.1933, Blaðsíða 3
NÍJA DAGBLAÖIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phii. JJorkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Síraar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Hve lengiP Undanfarið liaía íhaldsblööin hér í bænum keppst við að þvo ! dómsmálar-áðherrann af þeim áburði, að hafa náðað mann, sem Hæstiréttur dæmdi í vor til í'angelsisvistar fyrir brot á því nær öllum greinum hegn- ingaiiaganna, þeim er fjalla um sviksamlegt athæfi i við- skiptum. I sjálfu sér er ekkert við því að segja þótt Morgunbl. j og Vísir finni köllun hjá sér til þess að hlynna að mönnum, sem þeim kunna að vera eitt- hvað vandabundnir, og er það mannlegt. En að þessu sinni verður þó ekki komizt hjá því að átelja það, hvemig blöðin bregðast við. Það er upplýst, að dómsmálaráðherra hefir far- ið mjög óvenjulega að í þessu 1 máli, svo að það er engan- veginn undarlegt, þótt sá kvitt- ur hafi komið upp, að búið væri að náða Bjöm Gíslason. Fyrst hggur máhð í salti hjá ráðuneytinu nærri 2 mánuði. Þeim tíma er varið til þess að ná í .vottorð um heilsufar mannsins. Og þeir sem vott- orðin gefa, eru Þórður Sveins- son á Kleppi og Eiríkur Kjer- úlf frá ísafirði. Að þessu fengnu leggur dómsmálaráðherra svo íyrir, að meðan þessum læknum sýnist svo, skuh fangelsisdómnum ekki fullnægt. Og þegar lög- reglustjóri bendir á, að rétt só að iáta rannsaka manninn á Landsspítalanum, svo sem fyrr hafi verið gert í líkum tilfell- um, þá er svarað út af og ekkert aðhafst í málinu. Annað eins réttarfar og þetta er óþolandi. Afbrotamað- ur, sem hefir gjöreyðilagt fjölda heimila, er vemdaður af dómsmálaráðherranum, þeg- ar dómstólunum hefir loks tek- izt að koma lögum yfir hann, eftir margra ára viðureign. Og hvaða áhrif halda menn að því- hkt framferði hafi á almenn- ing og tiltrú hans til réttvís- innar. Menn, sem stela kjöt- tunnu, hnupla nokkmm mjóhc- urflöskum, kápu eða frakka, eru, svo sem réttmætt er, dæmdir og settir í fangahúsið — þá gengur réttvísin sinn gang. En bæði undan og eftir fangelsisvistina sjá þessir ó- lánsmenn einn mesta afbrota- mann landsins ganga lausan að boði sjálfs dómsmálaráðherr- ans. Hve lengi mun slík „rétt- vísi“ fá staðizt? NÝJA DAGBLABIB a Dómsmálaráduneytid og Björn Gíslason. Brétaskipti ráðuneytisins og lög- reglustjóra út af tullnægingu hæsta- réttardóms i málinu gegn Birni Gislasyni. Út af umræðum þeim, sem, orðið hafa hér í blöðunum um hina einkennilegu' meðferð Magnúsar Guðmundssonar á Bj örns Gíslasonar málinu, sneri ritstjóri blaðsins sér til lög- reglustjóra og fékk hjá honum afrit af bréfum þeim, er farið i hafa milli hans og dómsmála- j ráðuneytisins um málið. í máli þessu var Björn dæmdur fyrir brot gegn 258. gr., 259. gr., 254. gr., 256 gr., 262. gr. sbr. 48. gr., 255 gr. sbr. 46. gr. og 264. gr. 2. mgr. sbr. 48. gr. almennra hegning- arlaga frá 25. júní 1869. Dóm- urinn hljóðaði upp á 12 mán- aða betrunarhússvinnu. Undir- réttardómurinn hljóðaði upp á 5 mánaða fangelsi. Tveim mánuðum eftir að dómurinn var uppkveðinn sendi dómsmálaráðuneytið lögreglu- stjóra svohljóðandi bréf: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Reykjavík, 28. júlí 1933. Hérmeð sendir ráðuneytið yður, herra lögreglustjóri, dómsgjörðir Hæstaréttar í mál- inu Réttvísin gegn Birni Gísla- syni og Hansínu Ingu Péturs- dóttur. Er þess beiðst, að þér full- nægið dóminum að öðru leyti en tekur til fangelsisrefsingar strax. Að því er tekur til fang- elisrefsingarinnar, sýna 3 lækn- isvottorð, er fylgja hérmeð, að henni verður að fresta, en þess er vænzt, að þér hafið sam- j band við læknana og látið ráðu- neytið vita, er þeir*) telja fært að fullnægja dóminum að þessu leyti. Magnús Guðmundsson (sign.) Þórður Jensson (sign.) Til lögreglustjórans í Rvfk. *) Allar leturbreytingar blaðsins. Vottorðin fylgdu ekki með, eins og stendur í bréfinu. Rit- aði lögreglustjóri því ráðuneyt- inu og- óskaði, að vottorðin yrði send, og var það gert. Með þessu bréfi er svo fyrir lagt, að ekki skuli fullnægja fangelsisrefsingunni. Lögreglu- stjóra er boðið að spyrja „læknana“ hvenær Bimi muni vera batnað svo, að fært sé að fullnægja dómnum. — En ekki svo sem það sé nóg, því að þeim upplýsing- um fengnum á lögreglustjóri á ný að snúa sér til dómsmála- ráðuneytisins og spyrja hvort nú megi setja hinn dómfellda í fangelsið. Þessu bréfi svai’aði lögreglu- stjóri með all-löngu bréfi, dags. 14. sept 1933 og er niðurlag þess þannig: Svona vottorð tel ég að verði að taka með varygð, þeg- ar þess er gætt að ekki bar á lasleika þessa fólks meðan það var undir rannsókn og var þá haft í gæzluvarðhaldi. Björn Gíslason lagði einnig þá fram vottorð frá Halldóri Stefáns- syni lækni og var efni þess | eitthvað á þá laið, að ekki mætti setja Bjöm í gæzluvarð- hald, en ég tók það ekki til greina, sem ekki heldur bar skylda til og setti Björn í gæzluvarðhald og bauð honum að láta fangahúslæknirinn skoða hann þegar í stað. Hann neitaði því. Með dómi sínum hefir Hæstiréttur fallizt á þessa aðferð, sem landsyfir- rétturinn hafði áður slegið | fastri og styðst einnig við fasta venju hér í Reykjavík. ! Ég- legg því til að heilsufar beggja hinna dómfelldu sé rannsakað á Landspítalanum eins og gert hefir verið áður í samskonar tilfellum, t. d. með Þórð Flygering er hafði vott- orð eins eða tveggja lækna um það, að hann gæti ekki úttekið sinn refsidóm, en rannsókn á Landsspítalanum leiddi allt annað í ljós. En ef ráðuneytið getur ekki fallizt á þá tilhögun að fara með þetta dómfellda fólk eins og aðra og ef endilega á í þessu tilfelli að víkja frá lög- um og venju þá mun það draga dilk á eftir sér. Aðrir dómfelldir menn munu eðlilega heimta þann sama rétt og þetta fólk, að sjá sjálfir að til- taka þá lækna sem segi til um það hvort refsidóminum megi íullnægja eða ekki, og ég skal benda ráðuneytinu á það, að þau ár sem ég hefi fengizt við rannsóknir, hafa fjöldi manna mætt með læknisvottorð um að eklci mætti setja þá í gæzlu- varðhald. Ég rak mig fljótt á að vottorð þessi voru sum ekki áreiðanleg, tók þau ekki til greina, en setti umræddar per- sónur undir skoðun fangahúss- læknis, og í miklu meiri hluta tilfella varð niðurstaða hans öfug við þau vottorð sem áður lágu fyrir. Ef sú leið verður farin al- mennt, sem ráðuneytið ætlast til í þessu máli, mætti vel svo fara, að þeir yrðu æði margir refsidómarnir, sem aldrei yrði fullnægt. Óska svars hins háa ráðu- neytis við fyrsta þóknanlegt tækifæri. Til dómsmálaráðuneytisins, Reykjavík. Þessu bréfi svarar svo dóms- málaráðuneytið 3. október 1933 og- er niðurlag þess bréfs þann- ig: \ Vegna þessara ummæla yð- ar, þykir ráðuneytinu ástæða til að taka það fram, sem hér segir: Bréf yðar virðist byggt á þeirri skoðun, að fullnusta refsidóma sé athöfn, sem heyri undir dómsvaldið, en þetta er algerður misskilningur. Fulln- usta refsidóma er á verksviði framkvæmdarvaldsins nema að því leyti, sem um er að ræða innheimtu málskostnaðar, sekta eða skaðabóta, enda hef- ir ráðuneytið oft áður gefið ýmsar fyrirskipamr um fulln- ustu refsidóma, án þess að nokkur dómari hafi fyr kvart- að yfir, að farið væri inn á hans verksvið. Af þessu leiðir, að það er fjarri sanni, að ráðu- neytið hafi með áðurnefndu bréfi sínu vikið frá lögum og venju. Þetta er yður hérmeð tjáð til leiðbeiningar. M. Guðmundsson. (sign). /Gissur Bergsteinsson (sign). Til lögreglustjórans í Reykjavík. Vottorðin sem ráðherrann heimtar að farið sé eftir, eru frá Þórði Sveinssyni á Kleppi og Eiríki Kjerúlf fyrv. aðstoð- arlækni á Isafirði. Þau verða birt síðar. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmaamssBBSBsasBsssMmi HXest úrval at Ljósakrónum og' allskonar rafmagnslömpum. Verð á ljósakrónum frá kr. 14,00. Fallegar skálar frá kr 16,00. Borð- lampar frá kr. 6,00. Standlampar kr. 19,50, svo tekin séu nokkur dæmi. Dönsku perurnar Sm., Osram og Philips krónu stykkið. Raltækjaverzlun Eíríks Hjartarsonar. Laugaveg 20. — Sími 4690 HLUTAVELTU heldur Knattspyrnufélagið VALUR í dag í K.-R.-húsina og heist kl. 4 siödegis. Hlé kl. 7—8. Þar veröur á boðstólum fjöldi GÓÐRA og GAGNLEGRA muna, svo sem: Vetrarfordi af matvælum. — 300 kr. i peuingum Sykur (Melis — Strausykur) Hveiti — Hairamjöl Smjörliki — Kartöflur — Róiur Sáltfiskur — Kol til vetrarins. Baruavagn — Málverk Skófatnaður Byggingarvörur — Glervörur Fatnaður \

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.