Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A ÐAGBLAÐI9 3 NYJÁ DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ri tst j órnarskr i fstofur: Laugav. 10. Simar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigiús Guðmundsson. Áskriítagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Hótanírnar. Nafnlaus hótunarbréf eru engin nýjung hér í Reykjavík, fremur en víða annarsstaðar, þar sem margt fólk og mis- jafnt er samankomið. Fæstir taka nú mark á slíku, því að reynslan hefir sýnt, að þess- háttar bjálfaleg uppátæki eru hérumbil það al-aumasta, sem þekkist í viðskiptum manns við mann. Lang-oftast eru þeir, sem til slíks grípa, sálarsjúkir eða hálffífla manngarmar, er láta miður góðgjarna menn hafa sig til hvers sem vera skal. Þó er vitanlega aldrei hægt að fortaka það, að bak við siíkt kunni að standa ann- að nokkru alvarlegra. Það er hugsanlegt, að jafnvel flokkur manna sé svo sneyddur hygg- indum og mannskap, svo hald- inn af ofstæki og áhrifum blindaðra leiðtoga, að gripið sé jafnvel til þessháttar með- ala. Nokkrir kaupsýslumenn hér í bænum, sem auglýst hafa í Nýjadagbl., hafa eins og kunn- ugt er, íengið nafnlaus, vélrituð hótunarbréf þess efnis, að ef þeir ekki láti af því að aug- lýsa í þessu blaði, myndi sá eða þeir, sem rituðu, jafnvel „Sjálfstæðismenn" yfirleitt, hætta að verzla við þá. Nokk- ur þessara bréfa hafa verið birt hér í blaðinu. Á því er enginn vafi, að bréf- in eru send í þeirri hégómlegu trú, að þau geti hrætt kaup- sýslumenn frá því að auglýsa vöru sína í Nýja dagblaðinu, sennilega þá í því skyni, að meira verði þá auglýst ann- arsstaðar. Hitt skýzt þess- um áköfu íhaldssálum yf- ir, að hvorki kaupmenn né nokkrir aðrir svara þvílíkum skeytum með öðru en kaldri fyrirlitningu — eða meinhægu gríni. Kaupmennirnir vita fullvel, að viðskipti þeirra manna, sem lesa Nýja dagblaðið, eru þeim sízt óhagstæðari en við- skipti manna, sem lesa önnur blöð. Þeim kemur það undar- lega, fyrir, ef á að fara að heimta það af þeim, að þeir geri hversdagslegar verzlunar- framkvæmdir sínar flokkspóli- tískar. Næsta sporið er þá lík- lega það, að banna þeim að verzla við aðra en íhaldsmenn. Hvað myndi verzlunarmenn hér segja við því, að þeim yrði boðið að fá sér dyraverði úr ' „hreyfingunni", sem hleypti ekki öðrum inn í búðina — eða bíóið — en mönnum sem hefði , I í vasanum félagsskírteini i . „Verði“, „Heimdalli“ eða öðr- I um þvílíkum félögum. ósjálfráðar hreyíingar Sj álfstæði sflokk sins“. 99 Sjaldan hefir Sjálfstæðis- flokkurinn haft skemmtilegri sýningu á vígfimi sinni en þessa síðustu daga. Er vopna- burðurinn með sama hætti, allt frá foringjanum til hins ó- breytta dáta. Eins og kunnugt er, gerðu Framsóknarmenn bandalag við Jafnaðarmenn um forsetakosn- ingar í byrjun aukaþingsins, því að öðrum kosti hefðu Sjálfstæðismenn ráðið Öllum forsetunum. Þá ritar Jón kaup- maður Þorláksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðai’a í höfuðmálgagn flokksins, til að skýra fólkinu frá því, að Magnús Guðmundsson hafi þó flutt þau skilaboð tii forsætis- ráðherra frá öllum þingflokki Sjálfstæðismanna, að þeir „óski ekki eftir stjórnarskiptum að svo stöddu“, því að með sam- vinnu milli Sjálfstæðisflokks- ins og „gætnari hluta Fram- sóknarflokksins“ „fæst trygg- ing fyrir því, að landinu verði stjórnað eftir stefnu Sjálf- stæðisflokksins“. „En sú trygging fæst sem stendur naumast með öðru móti“, seg- ir Jón Þorláksson. Þessi sam- vinna á að vara, „þangað til Sjálfstæðisstefnan er komin í algerðan meirahluta". Með öðrum orðum: Jón Þorláksson, foringi Sjálfstæðisflokksins, brýnir þá menn í Framsóknar- flokknum, sem staðið hafa að samsteypustjórninni til fram- haldandi samvinnu með því, að þá gangi þeir erindi Sjálfstæð- isflokksins, en sannarlega skuli þeim kastað í yztu myrkur, þegar Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki lengur á ];eim að halda. Það eru nú heldur en ekki elskulegheit að tarna. Og laglega tekur Heimdall- ur, blað ungra Sjálfstæðis- manna“, undir. Blaðið talar.um „Fúsalegt bónorð Sosialista" til Framsóknarflokksins um nýja stjórnarmyndun, sem muni enda með vonsvikum, og þá ætlar blaðið að syngja í fögnuði sínum: Vesalings Hallur á Hamri hræðilegt naut ert þú, að þú skulir þjást svona mikið og það fyrir eina ku. Af samhenginu má ráða, að Hallur á Hamri er Alþýðu- flokkurinn, en þessi „eina kýr“ hlýtur að vera einhver Fram- sóknarmaður, sem blaðið vonar að þessi stjórnarmyndun muni stranda á og vilji heldur sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn með þessum ágætu kjörum, sem Jón Þorláksson hefir svo skýrlega lýst. Og iafnframt ræðir Stormur um lúsuga flatsæng með við- eigandi myndum og viðeigandi oi’ðbragði. Hvergi á svo sem að vanta á hlhaldið hjá Sjálf- stæðisflokknurc. Og enn er jafnframt öllu þessu verið að rita nafnlaus hótunarbréf til þeirra, sem auglýsa í Nýja dagblaðinu. Og þau bréf eru rituð í umboði Sjálfstæðismanna. f einu bréf- inu er t. d. sagt: „Haldið þér þá, að Sjálfstæðismenn verzli við yður, ef þér auglýsið í Nýja dagblaðinu? Þeir verzla ekki við þá, er styðja, launa og hjálpa böðlum þeirra“. — Og í öðru: „Öruggasta leiðin til að minnka umsetninguna er að auglýsa í Nýja dagblaðinu. Vér Sjálfstæðismenn*) hætt- um gjörsamlega að skifta við yður“. Og til þess nú, að þessi bréf séu Sjálfstæðismönnum samboðin, eru þau krydduð með því, að Framsóknarmenn eru kallaðir „þorparaflokkur" og „skítmenn, lygarar og róg- berar“, og öðru þvílíku orð- kynngi. Ólíklegt er að stjórn Sjálf- stæðisflokksins hafi gefið rit- urum þessara nafnlausu bréfa umboðið. Hitt er tvímælalaust, að þeir vita vel, hvað þeir eru að fara. Þegar „Nazistarnir“ voru á ferðinni í vor og töluðu um það hátt og í hljóði, að ýmsa forystumenn Framsókn- arflokksins ætti að salta niður í tunnur og senda til Noregs og aðrir ættu ekki að fá að ganga óáreittir um götur Reykjavíkur, þá kallaði foringi Sjálfstæðisflokksins þá „unga menn með hreinar hugsanir“. Nú mundi margur segja, að ekkert mark sé takandi á Heimdalli, Stormi, Nazistun- um og höfundum nafnlausra bréfa, og- allt séu þetta eins- konar „ó^jálfráðar hreifingar“ Sjálfstæðisflokksins, sem hann geti ekki ráðið við og sé ekki ábyrgur fyrir. Þetta er auð- vitað alveg rétt í sjálfu sér. En þegar sjálfur foringinn, Jón Þorl., er fullkomlega í takt við Heimdall og Storm, Naz- istana og höfunda nafnlausu bréfanna — og þeir við hann — þá verður varla varizt þeim grunsemdum, að allar hreifing- ar flokksins séu ósjálfráðar, og að hann sé ekki ábyrgur fyrir neinu. Og þess vegna verður Fram- sóknarflokkurinn að forða sér undan því að bera ábyrgð á honum. Hinsvegar er ekki ann- að hægt en liafa ofurlítið gam- an af þessum fimlegu(!) víg- leikum hans. Og rétt er að taka þeim góðlátlega. Mbl. sagði , á sunnudaginn var frá listflugi suður í Bel- grad. Það lýsir því hvað áhorf- endur voru frá sér numdir af spenningi yfir flugi einnar flugvélarinnar. En er flugvélin lenti, vitnaðist, að flugmaður- inn hafði fallið útbyrðis, en maður, sem ekkert kunni, hefði tekið við, og alltaf verið að berjast við að lenda. Þetta var leyndardómurinn við alla list- ina í fluginu. Og þvílíkir eru íimleikarnir í öllum hernaði Sjálfstæðisflokksins. En fiokkn- um tekst bar aldrei að lenda. --------- A. *) Auðkennt hér. Læri-Sveinn braskaranna Sveinn Benediktsson skrifar enn í Morgunblaðið um lýsis- sölu mína 1931. Ég hefi nú birt skýrslu um liana til ríkisstjórnarinnar, sem stendur að öllu óhrakin. Aðalatriðin þar eru þessi: 1930 er sala á lýsi ríkisverk- smiðjunnar dregin svo lengi að til stórtjóns verður. Ég er þá 1 .vtra fyrri hluta vetrar, hefi [ ekki söluumboð, hvet stöðugt til sölu árangurslaust, mest fyrir mótþróa Sveins. Niður- staðan verður: tap, sem nem- ur mörgum tugum — jafnvel hundruðum — þúsunda, því verðið lækkar meira og meira. 1 1931 er ég orðinn hvekktur. Ég vil ekki fara utan án þess I að hafa íullkomið söluumboð. Það fæ ég. — Þó vil ég ráðg- ast við meðstjórnendur mína og geri það eftir því sem mér er unnt, en nota heimild mína, þegar ég er kominn í þá að- stöðu, að ég neyðist til að ráða einn fram úr hvað gera skuli. Ég vil ekki eiga það á hættu, að lýsið seljist ekki og verk- smiðjan komist í greiðsluþrot. Ég met meira að tryggja það, að hún standi í skilum, heldur en bíða eftir óvissum gróða. 1 Ég vil ekki koma henni inn á „brask“-brautina. ! 1 þessu liggur ágreiningur- inn milli okkar Sveins og er hann reyndar mjög skiljanleg- ur. Hann liggur í ólíkum hugs- unarhætti og ólíku uppeldi. Ég er bóndasonur, uppalinn í sveit að öllu leyti, þar sem óskilsemi þótti sú mesta læging. Sveinn kom á æskualdri til Siglufjarðar í síldar-speku- lationa-hringiðuna og dvaldi þar á unglingsárum sínum undir liandleiðslu þeirra manna er djarfast tefldu og mestir voru áhættuspilararnir. Hann sat við fótskör þeirra og lærði af þeim allt það lak- asta: áhættufýsnina, óprúttn- ina, braskið. Þormóður Eyjólfsson. Hafaarstræti 18 Simar 3027 & 2127 Allur útbúnaður !il gufuvéla og mótorbáta. Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna verður haldinn i Sam- bandshúsinu annað kvöld kl. 8, stundvíslega. Fundarefni: Skýrslur félagsstjórnar og formanns fulltrúaráðs, reikningsskil, lagabreytingar, kosning stjórn- ar og fulltrúaráðsmanna. Félagsmenn sýni skírteini. S t j ó r n i n, Liátið útvarpið Iffga upp heimili yðar Mikill fjðldi úivarps- sfððva senda bylgjur slnar úl vfir Iðndin. Viðiæki á Lelfiið þser inn á heim- ili yðar og njólið þeirr- ar ðnægju, er góð músfk, frétHr og fróð- leikur útvarpsins fœr- ir yfiur. hverl heimili.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.