Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ III VELflVERZLUN HAFNHKSTRÆTI 18 Símap 3027 X 212 7- Aukid öryggi á hafinu með V Ö L U N D M O T O R Aðalumboðsmenn fyrir ,,VÖbUND“ móiopinn: á Suðuplandi: O. J. Fossbergf, Reykjavík á Nopðuplandi: Ouðxu. Pétursson, Akureyri. Brauðgerð Kaupiél. Beykjavíkur Bankastræti 2. Sími 4562 Selur brauð og kökur með lægsta verði bæjarins, svo sem: Rúgbrauð .. . . .. 40 aura Franskbrauð .... 40 — Normalbrauð ... 40 — Súrbrauð.......30 — Kjamabrauð ... 30 — Vínarbrauð og Bollur ........10 — Snúðar........... 8 — Smákökur . 4. . . 3 — Góðar vörur, Reynið viðskiftin. Sent um allan bæ. Sími 4562. — — Sími 4562. Andúð gegn Bretum. Berlín kl. 11,45 11/11 FÚ. Óspektir í mótmælaskyni gegn Bretum urðu í Dublin í gær, og voru tveir brezkir fán- ar brenndir opinberlega á báli, en standmynd af Victoríu drottningu var sprengd í loft upp. j Urslit atkvœðagreiðsl- unnar um bannlögin. Framh. af 1. síðu. allt að 21% styrkleika að rúm- máli, en yfirleitt bannað að flytja inn áfengt öl og sterk- ari drykki, nema til lyfja. Til- gangurinn með atkvæða- greiðslu þessari er að fá að vita vilja kjósenda um, hvort leyfður skuli innflutningur hinna sterkari drykkja eða ekki. Þeir kjósendur, sem vilja, að bann það, sem felst í gildandi áfengislöggjöf, sé afnumið, setja blýantskross fyrir fram- an „Já“, en þeir, sem vilja afnema það, setja krossinn fyrir framan „Nei“. Alls hafa verið greidd í landinu 27508 gild atkvæði. Þar af hafa 57,74% greitt at- kvæði með afnámi bannlag- anna, en 42,26% á móti af- náminu. í 14 kjördæmum er meiri- hluti atkvæða móti afnámi, en í 13 kjördæmum meirihluti með afnámi. Alþingi í gær. Fundir hófust í báðum deild- um kl. 1 e. h. og stóðu stutta stund. í efri deild var einu frv. vísað til 2. umr. og nefndar og ákveðið um eina þings- ályktunartillögu, hvernig ræða skuli. í neðri deild var stjórnar- skrárfrumvarpið til 2. umr. 1 Eysteinn Jónsson var fram- sögumaður stjórnarskrárnefnd- ar. Hún leggur til einróma að frv. verði samþykkt. Gat Ey- ; steinn þess, að hann væri að vísu óánægður með frv. að sumu leyti, en vildi ekki brjóta : það samkomulag, sem gert hefði verið milli flokkanna í þinglok í vor um afgreiðslu j málsins. 1. gr. frv. var samþykkt j með öllum greiddum atkv. gegn \ einu (Hannesar Jónssonar) og frv. vísað til 3. umr. með öll- j um greiddum atkv. gegn 2 (Hannesar og Halldórs Stef- \ ánssonar). Mannfallið á Cuba London kl. 0,45 11/11 FÚ. Hermálaráðherrann á Cuba hefir tilkynnt, að í bardögum þeim, sem áttu sér stað á fimmtudaginn, hafi 150 menn verið drepnir, en 300 særst. Kristindómur og ásatrú. Framh. af 1. síðu. 3. Með því að prestar og ' aðrir starfsmenn kirkjunnar eru ofsóttir, ef þeir geta ekki skilyrðislaust fylgt að málum ! hinum ráðandi flokki innan ! hennar, er hinu kirkjulega em- 1 bætti stór hætta búin að það sökkvi niður í hina mestu óvirðingu. Það fær ekki stað- 1 izt að boðskapur kirkjunnar . beygi sig fyrir mannasetning- um. Á þessari alvarlegu stund, þegar samvizka vor hefir neytt . . • oss til að leggja fram þessi j i mótmæli vor. • höfum vér lofað j i því fyrir augliti almáttugs j j Drottins að leggja allt að veði J ; til að fagnaðarboðskapurinn j ' verði meðal þjóðar vorrar j boðaður hreint og undan- j bragðalaust sem opinberun i hins lifandi guðs í Jesú Kristi“. I Herréttur í Aust- urríki. Dauðahegning leidd í lög. Berlín kl. 11,45 11/11 FÚ. Stjórnin í Austurríki hefir gefið nú ný lög, sem heimila að pólitískir afbrotamenn séu settir fyrir herrétt, og skotn- ir fyrirvaralaust. Er þetta skoðað þannig, í Austurríki, að nú hafi dauðahegning ver- ið innleidd þar aftur, og segir blaðið Neue Freie Presse, að þessi ráðstöfun muni sennilega verða til frambúðar, enda þótt tilefni hennar séu þær pólitísku æsingar, sem nú geysa. Eitt hundrað og níutíu manns voru teknir fastir út af óeirðum kommúnista, sem urðu í Wien í gær. Kommúnista- uppþot hafa einnig orðið í Linz, og þar voru í gærkvöldi skotnir niður tveir Heimwehr- menn, sem voru á verði. 1 Bregenz var kastað sprengi- kúlum inn í hús þingmanns nokkurs, og eyðilagðist húsið, en enginn var heima. Austur- ríska stjórnin hefir bannað Nemendasamband jafnaðar- manna í skólum i Austurríki. Vísur dagsíns. í tilefni af því, að nú er fullkunnugt orðið hvernig at- kvæðagreiðslan um bannið hefir farið birtir blaðið 2 vís- ur eftir andbanning og aðrar 2 vísur bannmönnum að skapi: Ennþá gerist gaman nýtt, gnótt er í kjallaranum, nú er geðið glatt og hlýtt í gamla svallaranum. Það er eins og leysist lönd úr læðing marga ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára. Árni Pálsson. Heiður týnist, heilsa dvín, hugarpína bítur, þegar svínin svelgja vín, sezt á trýnin skítur. Baldvin Jónsson. Vínið hi'indir mennskri mynd, magnar lyndi skitið, gerir yndið allt að synd og steinblindar vitið. Ingunn Hallgrímsdóttir. <25óf’mcnittir - íþrótttr ~ íistir Hákarlalegur og hákarlameun. Eftir Theodór Friðriksson. Meðal þeirra bóka, sem út hafa komið í haust, er engin líklegri til að ávinna sér al- mennar vinsældir en þessi litla bók um hákarlaveiðar. Þó mætti ætla, að það væri ekki lítil íþrótt að rita skemmtilega bók um þvílíkt efni. En höf- undurinn er gamall hákarla- maður og bókin er hold af hans holdi og bein af' hans beinum. Theódóri lætur jafn vel að lýsa sterkur karl að lesa í Jóns- bók. Hreiðraði hann um sig í káetukappanum, og kyrjar síð- an upp með mestu andagt, en allir krupu berhöfðaðir við vaðinn á meðan. En er fram í lesturinn kom, gerðust sumir óþolinmóðir að hanga í vaðnum, fundu þeir, að „gráni var farinn að toga í“. Hafði -Jörundur þá ekki eirð í sér lengur, en skipaði háset- unum að fara að draga. Herðir nú karlinn sig jafnframt að lesa alveg eins og hann mögu- j lega getur; en þegar hákarl- Gamalt hákarlaskip á Oddeyrartanga. skipurn og veiðarfærum, land- legum og hákarlalegum, hvers- dagsviðburðum og æfintýrum, aflaleysi og „vitlausum há- karli“, stilltum sjá og stór- roki, hákarlinum og hákarla- mönnunum. Líklega er allra skemmtilegastur þátturinn um Látra-Felix, þai- sem hann segir sögu hákarlaskipsins, en formennirnir eru sýndir eins og skuggamyndir á tjaldi, sem líða hjá, meðan frásögninni þokar áfram. Ekki er til átak- anlegri lýsing á því, hvað for- maðurinn getur orðið skipinu „innlífaður“, en frásögn Theó- dórs um það, þegar Felix kem- ur heim úr síðustu sjóferðinni, löngu eftir að menn höfðu tal- ið hann af. Þá er gamli Jónas á Látrum, sem smíðaði skipið einn um hánótt niðri við hjall- húsið til að taka móti því. Hann 1 hafði alltaf sagt: „Felix gamla 1 verður brennt hér á Látrum“. Og hann fann og vissi, að skipið mundi koma einmitt á þessari nóttu. | , Þá eru þær ekki slakar sög- urnar af frægasta hákarla- manni við Eyjagjörð, Jörundi j Jónssyni í Hrísey (Hákarla- Jörundi. Fer ein þeirra hér á , eftir sem sýnishorn af þeim sögum og ofurlítil augnabliks- mynd úr hákarlalegum: j Einu sinni var sagt, að Jör- undur liafi verið staddur í miklum hákarli um páskana. Það var þá siður á mörgum hákarlaskipum, að menn hefðu I með sér guðsorðabækur, og vildi ' Jörundur láta lesa lesturinn á páskadaginn. Veðrið var ósköp gott, og skipaði Jörundur svo fyrir, að allir gætu hlustað á lesturinn — það tæki ekki svo langan tíma, og gætu menn verið við vaðinn eins fyrir því. Var nú valinn til þess róm- arnir fóru að koma upp að borðunum, fór heldur að fara út um þúfur með eftirtektina og' lesturinn. „O, hróið mitt og hróið Jörundur Jónsson í Hrísey. mitt!“ kallaði Jörundur, „það verður að bera í hann hróið mitt!“ „Því skyldum vér þá ekki allshugar fegnir verða, synd- ugir ormar? sem vorum dauð- , ans menn, hefði ekki Drottinn j upprisið oss til réttlætis ...“. „Haltu vel við gotið, strákur!“ 1 ... „Vér erum jarðaðir með Kristi fyrir skírnina til dauð- ans“. . . . „Vertu fljótur, Páll, og náðu í drepinn!“ „Vér vit- um ekki hvað nálæg að er vor endurlausn, eður nær höfuð- engilsins lúður kveður við í skýjum himins, og þar vort páskalamb, Kristur, er fyrir j oss fórnfærður, þá höldum há- tíðina ekki í hinu gamla súr- degi illskunnar og prettvísinn- ar, heldur í ósýrðu brauði hreinlyndisins og sannleikans (1. Kon. 5)“. „Haltu við! Lifr- in er að detta í sjóinn! ... Tunnuhákarl!" ... Hróp og köll um allt skipið, og busl í hákörlum við borðið. En yfir allt kyrjar karlinn: Amen! — Og lestrinum er lokið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.