Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Blaðsíða 4
< If f 3 A DAQBLAÐI9 Bifreiðarslys. 1 íyrradag var bíll á leiðinni úr Borgarfirði til Akraness. Á leiðinni er gil í svokölluð- um Geldingadraga og er brú yfir, en rétt hjá brúnni er beygja, eins og víðast er við brýrnar. Jón Guðmundsson bíl- stjóri hafði farið þama út úr bílnum og gekk við hlið bíls- ins, en annar bílstjóri stýrði. Svo óheppilega vildi til, að bíll- inn fór með eitt hjólið upp á stein og valt við það út af veginum. Jón hljóp þá frá bílnum, en varð of seinn til þess að komast undan og féll bíllinn ofan á hann. Kona Jóns, sem var í bílnum hljóp út úr honum um leið og hann valt og varð hún einnig undir bíln- um. Fleiri meiddust ekkert að ráði, en 6 eða 7 manns var í bílnum. Bæði hjónin meiddust mikið, sérstaklega konan, og voru þau strax flutt til Reykjavíkur og liggja á Landsspítalanum. Blaðið fékk í gær þær upplýs- ingar á Landsspítalanum, að Jóni Guðmundssyni liði vel, hafði hann ekkert brotnað. Fótur konunnar hafði möl- brotnað um öklann. Var strax í fyrrakvöld skorið í fótinn og brotin sett saman, og leið henni einnig sæmilega eftir at- vikum. Sovétvinafélagið boðar til opinbers íundar í Iðnó í dag kl. 4. Sjá augl á öðr- um stað í blaðinu. Galdra-Loftur verður sýndur í kvöld í Iðnó. firði í gærmorgun. Goðafoss fór frá Hull í fyrradag á leið til Vestmannaeyja. Brúarfoss fór frá Vestmannaeyjum í gær á leið til London. Dettifoss kom til Borðeyrar um hádegi í gær. Lagarfoss fór frá Kaupm.höfn í gærmorgun. Selfoss fór frá Antwerpen í fyrradag á leið til Leith. Góðar viðtökur. Nýja dagblaðið hefir mætt svo góðum viðtökum, að suma dagana hefir allt upplagið selst undir eins fyrri hluta dagsins, sem blaðið hefir komið út. Hef- ir ákafinn verið svo mikill að ná í það, að afgreiðslan hefir ekki alltaf gætt þess að stöðva götusöluna í tíma. Menn úti á landi eru beðnir velvirðingar , á því, að ekki er hægt að senda þeim eins mikið af blað- nu og ráðgert var. Á þetta einkum við um 10. og 12. tbl. Trúlofun. Á föstudaginn opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elín Guð- mundsdóttir þorbjarnarsonar frá Stóra-Hofi og Kjartan ól- afsson húsasmiður frá Laxár- dal í Þistilfirði. Kona gerist múrari. Fyrir skömmu síðan fékk 19 ára stúlka í Khöfn sveins- bréf í múraraiðn. 1 tilefni af þessu flytur Politiken mynd af stúlkunni og birtir viðtal við hana. Hún lætur hið bezta yfir starfinu, sem annars þykir naumast við kvenna hæfi. Saumana hefir hún ekki lagt til hliðar, í staðinn fyrir múr- skeið og sléttiborð. Þegar blaðamaðurinn kom heim til hennar var hún að sauma út. Annáll. Aðalfundur Félags ungra Framsóknar manna verður haldinn annað- kvöld (mánudag) kl. 8 í Sam- bandshúsinu. Látinn er 6. þ. m. að heimili sínu, Veðrará í önundarfirði, Jón bóndi Sveinsson. Jón var mesti dugnaðarmaður. Úr jörð sinni, sem var aumlegt kot, þegar hann tók við henni fyrir nokk- uð mörgum árum, gerði hann myndar býli. Ræktaði hann og gerði að túni móa og mýrar, sem fáum myndi hafa dottið í hug að fást við til ræktunar. Var Jón mjög mikill atorku- og áhugamaður. Jón var kvænt- ur og lifir hann kona hans og 4 böm uppkomin. Rafmagnsveitan lokar fyrir sþraum frá kl. 12i/4 e. h. til kl. 15, vegna vélauppsetningar. Kristján Kristjánsson frá Kópaskeri, áður bóndi á Víkingavatni, er staddur í bæn- um og dvelur hér nokkum tíma. Hákarlalegur og hákarlamenn hin nýja bók Theodórs Frið- rikssonar, sem ritað er um á öðrum stað í blaðinu, er gefin út af Menningarsjóði og fæst í bókaverzlun E. P. Briem. Talstöðin. Þess var getið í blaðinu fyr- ir skömmu, að þrír menn hefðu komið hingað sem fulltrúar fyrir þrjú félög, til þess að at- huga um uppsetningu á talstöð hér, sem næði til útlanda. Ekk- ert hefir ennþá orðið af samn- ingum. Fulltrúamir eru nú all- ir farnir aftur. Undirbúningi málsins verður haldið áfram. BOslys við Markarflj ótsbrúna. Vörubíll, sem var að fara yfir Markarfljótsbrúna, valt út af uppfyllingunni við brúna. Uppfyllingin er ekki alveg full- gerð, hleðslan í köntunum ekki alveg búin, og mun bíllinn hafa farið heldur utarlega í kant- inn, sem var laus og þessvegna runnið undan honum. .. „Norden“, þýzkt flutningaskip var hér í gær að afferma. Lögregla hélt vörð um skipið, sem var með hakakrossfána. Eros fisktökuskip, liggur hér og tek- ur fisk fyrir Fisksölusamlagið. Aflasala. Togararnir Otur og Maí seldu afla sinn í Grimsby á fimmtu- daginn. Otur seldi 1500 körfur fyrir 1128 sterlingspund, að frádregnum tolli, en Maí fyrir 1337 stpd. brúttó. Hann hafði keypt dálítið af fiski í viðbót við aflann, en ekki er kurenugt hve mikið það var. Skipafregnir. Esja fór frá ísafirði kl. 9 í gærmorgun. Súðin var á leið til Eskifjarðar á norðurleið kl. j 4 í gær. Gullfoss var á Breíða- I Listasýningu hélt Kristinn Pétursson ný- lega á Isafirði. Kristinn hefir nú upp á síðkastið valið sér viðfangsefni úr goðasögum og íslenzkum þjóðsögum. Myndirn- ar eru sagðar sérkennilegar og skemmtilegar. Kristinn seldi á ísafirði nokkur af listaverkun- um og fór síðan með sýninguna til Akureyrar. Kaupféiag Rauðsendinga heitir kaupfélag, sem stofn- að var seinnihluta sumars í Patreksfirði. Hefir það aðsetur sitt á Hvalskeri. Formaður fé- lagsins og framkvæmdastjóri er Egill Egilsson bóndi í Saur- bæ. í dag klukkan 4 Oninber fundur í ’stóra salnum í „I8nó“. í>ar verður: SIG. TÓMASSON, úrsmiður sýnir skuggamyndir. Eru þær eítir frummyndum, sem hann tók á ferðalagi sínu um Rússland í sumar. Hinn vinsæli KARLAKÓR VERKAMANNA syngur und- ir stjórn Hallgr. Jakobss. JÓHANNES JÓSEFSSON talar. HALLDÓR STEFÁNSSON, rithöfundur, les upp sögu eftir MAXIM GORKI: And- legt þjóðlíf. Hljómlistarmennirnir pÓR- ARINN GUÐMUNDSSON, pÓRHALLUR ÁRNASON og EMIL THORODDSEN spila rússnesk þjóðlög. Formaður Sovétvinafélags- ins KRISTINN ANDRÉSSON tlytur erindi: Sovét-Rússland 16 ára. Fundurinn er öllum opinn. Menn eru beðnir að greiða 50 aura við innganginn tll þess að borga með kostnað af fundinum. Sovétvlnafélag íslands. Hjúskapur. I gær voru gefin saman í hjónaband Hólmfríður Ólafs- dóttir og Hans Kr. Kragh, starfsmaður hjá Landssíman- um. Refarækt. Nokkrir menn í Bæjarhreppi í Hrútafirði hafa stofnað refa- ræktarfélag. Fél. hefir keypt þrjú pör af silfurrefum og ein íslenzk refahjón. Dýrin voru keypt í Ljárskógum. (FÚ). Alltaf batnar það! I 24. tbl. af „íslenzk End- urreisn“, segir í svari til „Tím- ans“: Liggur það næst að ætla, að hann (Tíminn) kalli það helgislepju, að blað flokksins hér í Reykjavík hefir valið sér fyrir kjörorð hinar frægu 0g gullfögru setningar úr Alda- mótaljóðum Hannesar Haf- stein: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þrosk- ast á guðsríkisbraut". — I næsta tölublaði kemur „leið- rétting“!: „Misritun var í grein % Ódýrn % augiýsin ga rnar, Húsnæði Óskað er eftir góðu herbergi nálægt miðbænum. Upplýsingar á Bergstaðastræti 82 eftir kl. 8 á mánud. og þriðjudag. Vantar litla íbúð, eða vil jafnvel kaupa lítið hús á góð- um stað í bænum. A. v. á. Mæld feiti í mjólk. Sími 2151. JHBSIIIIII Skinnhanzkar hafa tapast ná- lægt Tjarnarbrúnni. Finnandi geri viðvart í síma 4245 gegn fundarlaunum. Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar fæst allt í matinn. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? ódýrasta! vörur fáið þið aðeins á Vest- nrgötu 16. Verzlsmin Brúartoss Sími 3749. KjÖtfars alltaf bezt hjá K 1 e i n Baldursgötu 14. Sími 3073. eftir P. (Clafsson) í síðasta tbl. þar sem stóð að einkunn- arorð ísl. þjóðernissinna væru eftir Hannes Hafstein, í stað Matthíasar Jochumssonar". — Ergo --- eru einkunnarorð þjóð- emisblaðsins úr Aldamótaljóð- um Matthíasar Jochumssonar. Alltaf batnar það! Menn með slíka þekkingu eru vel fallnir til þess að kenna sig við ís- lenzka menningu og ísl. þjóð- erni!! RAUÐA HÚSIÐ. — Vitanlega. Antony brosti á móti og sagði svo með hughreystandi röddu: Jæja, ég sting nú fyrst upp á því, að þér hringið til lögreglunnar. — Lögreglunnar? J — já. Hann leit með efa- semd á Antony. Jeg held ... Antony tók nú af skarið. — Heyrið þér nú mr ... — Cayley. Ég er frændi Mark Ablett. Ég er hjá honum. — Ég heiti Gillingham. Afsakið, en ég hefði nú átt að segja yður það fyrri. Nú, mr Cayley, það er gagnslaust annað en ganga hreint til verks. Hér liggur maður sem hefir verið skotinn — nú, ein- hver hlýtur að hafa skotið hann. — Máske hann hafi skotið sig sjálfur, tautaði Cayley. — Ja, það er auðvitað mögulegt, en hann gerði það nú ekki. Eða þó hann hafi gert það, þá var hér annar maður inni samtímis og nú er hann farinn. Og sá maður tók með sér skammbyssu. Ég býst við því að lögreglan vilji hafa hér hönd í bagga með. Cayley stóð og horfði þegjandi niður fyrir fætur sér. — Ég veit um hvað þér eruð að hugsa og ég finn til með yður, en við getum ekki farið að eins og börn. Og ef Mark Ablett var hér í þegsu her- bergi ásamt þessum þarna — hann benti á líkið •— þessum manni þarna, ja þá ... — Hver segir að hann hafi verið þar? sagði Cayley og’ hnykkti til höfðinu. — Þér. — Ég var inni í bókaherberginu. Márk gekk hér inn — það getur vel skeð að hann hafi farið út aftur — það veit ég ekki. Einhver annar gat hafa íarið hér inn ... — Auðvitað, sagði Antony þolinmæðislega, eins og hann væri að tala við lítið barn. Þér þekkið frænda yðar, en það geri ég ekki. Við getum orðið ásáttir um það, að hann hafi ekkert haft með þetta hér að gera. En einhver var hér inni í herbergihu þegar þessi maður var skotinn, og — tja, lögreglan verður að fá að vita um þetta. Haldið þér ekki . . . Hann leit á símaáhaldið. Eða viljið þér heldur að ég geri það? Cayley ypti öxlum og gekk að símanum. — Má ég — hm — sjá mig ögn um? Antony kinkaði kolli til dyranna sem opnar stóðu. — Já, gerið svo vel. Cayley settist niður og færði símaáhaldið* nær sér. Þér verðið að afsaka mig mr Gillingham. Sjáið þér til, ég hefi þekkt Mark í mörg ár. En auðvitað hafið þér alveg rétt fyrir yður, og ég fer að alveg eins og bjáni. Svo tók hann upp heyrnartólið. Setjum nú svo, að okkur langi til þess að virða fyrir okkur þetta „vinnuherbergi". Við göngum inn í það gegnum dyrnar út að forsalnum, sem lokast á hæla okkar með samskonar töfrum og þær luk- ust upp fyrir okkur. Við stöndum þá rétt innan við hurðina og sjáum þá að herbergið er allt á lengdina frá hægri til vinstri, eða réttara til hægri aðeins, því veggurinn til vinstri er rúmlega seiling frá okkur. Á veggnum beint á móti okkur, í svo sem 5 metra fjarlægð eru dyrnar sem Cayley gekk um, er hann fór út fyrir nokkrum mínútum síðan og kom svo inn aftur. Á veggnum til hægri, um 10 metra frá okkur, er franski glugginn. Gangi mað- ur þvert yfir gólfið og út um dyrnar beint á móti komum við út í gang og liggja að honum tvö her- bergi. Herbergið til hægri, það sem Cayley fór inn í, er rúmlega hálfu styttra en vinnuherbergið. Það er lítið, nokkurnveginn jafnlangt og það er breitt og hefir sýnilega verið notað fyrir svefnherbergi í viðlögum. Rúmið er þar ekki lengur, en í einu horn- inu er þvottaskál með heitu og köldu vatni, stól- ar eru þar, skápar tveir og skrifborð. Glugginn veit í sömu átt og franski glugginn á herberginu við hliðina. En hver sem lítur út um svefnherbergis- gluggann, rekur augun í það, að útsýnin til hægri handar er byrgð af útveggnum á vinnuherbergmu, J

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.