Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Blaðsíða 2
a N Ý J A DAOBLAÐIB ^ Glímufélagið Ármann Æiingatafla 1933—1934. I Austurbœjarskólanum: 1. flokkur karla á þriðjudögum og laugardögum kl. 8—9. 2. flokkur kvenna á fimmtudögum kl. 8—9 og sunnudögum kl. 3—4. Drengir 13—15 ára á sunnudögum kl. 11—12 árdegis. I flmleikasal Menntaskólans. Kl. Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Laugardag 7—8 Telpur 13—15 ára Drengir 13—15 ára Telpur 13—15 ára 8—9 1. fl. kvenna (úrval) Róður og frjálsar íþróttir Islenzk glíma fullorðnir Róður og frjálsar íþróttir 1. fi. kvenna (úrval) Íslenzkglíma (drengir) 9-10 3. fl. kvenna (byrjendur) 2. fl, karla íslenzk glíma (drengir) 2. íi. karla 3. fl. kvenna (byrjendur) Islenzk glíma (fullorðnir) Biarni Björnsson Kvö ldskemtun ferðinni annað „siðleysi kunn- ingskaparins", sem er sýnu verra en hitt. „Sjálfstæðis“-mál. I kvöld kl. 9 í Iönó. Til styrktar Kvennadeild Slysavarnafél. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag eftir kl. 1 og kosta kr. 1,E0 og 2.00. Simi 3191 Vel aí stað faríð! Nýtt frumvarp nýrra þing- manna. Tveir nýju þingmennirnir, Jón Pálmason og Gísli Sveins- son hafa lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 78, 19. júní 1933 um kreppulánasjóð. Breytingarnar, sem þeir vilja gera á kreppulánasjóðslögun- um, eru tvær. 1. Að kreppulánasjóður verði „sérstök deild í Búnaðarbanka Islands, sem nefnist Kreppu- lánasjóður“ (samkv. 1. gr. frv.) og „stjóm Búnaðarbank- ans annast stjórn sjóðsins án endurgjalds" (samkv. 6. gr. frv.). 2. Að lánbeiðendum um kreppulán verði skipað í tvær sveitir eftir því, hvort þeir eiga fyrir skuldum eða eiga ekki fyrir skuldum samkvæmt skattaframtali (sem er þeirra eigið framtal) og mati héraðs- nefnda, (sem byggja mat sitt á þeirra eigin framtali). Þeir, sem telja sig eiga fyrir skuldum, eiga að sleppa við það, að lýst sé eftir skuld- u,m þeirra í Lögbirtingi. Hina á að auglýsa. Ur „landi kunningsskaparins“ Fyrra atriðið er raunar ekk- ért annað en smáskrýtin mynd úr ísfenzku þjóðlífi. Jón Pálma- son er að gera sína tilraun til að koma frænda sínum og fomvini og væntanlegum keppi- naut við næstu alþingiskosn- ingar,' Jóni í Stóradal, frá starfi sínu við Kreppulánasjóð. Þetta minnir helzt á ástaræfin- týri, sem var gefið út hér í Pteykjavík fyrir mörgum árum og hét „Listamenn, vinir og keppinautar". Jón Pálmason er ekkert að tvínóna við það að láta nafna sinn finna, að hann ' er þó kominn á Alþing. Það má I glöggt heyra undiróminn I fyrsta frumvarpsins: Hér er ! ég, Jón Pálmason, bóndi á ! Akri, og nú ætla ég að fara j að laga svolítið til í íslenzkri pólitík, og þá ætla ég að byrja á þér, Jón frændi! Því að enginn þarf að halda, að Jón á Akri geri sér J ekki Ijóst, að allsherjarupp- 1 gerð á skuldamálum bænda kostar Búnaðarbankann geysi- 1 aukning á vinnukrafti. Og hon- 1 um getur heldur ekki verið það 1 alvara, að amast við því, að 1 sterkgreindum bónda, sem bú- ! ið hefir við meðal kjör ís- 1 lenzkra bænda, sé falið að 1 hafa yfirumsjón með kreppu- ráðstöfunum. En fyrst að sá bóndi er Jón í Stóradal verða 1 aðrir fletir uppi á málinu. En ! Jón blessaður Pálmason kann 1 ekki svo vel að gera sig bama- legan, að því verði trúað, að hann sé bara barn í þessum leik. Hitt má vel vera, að Gísli Sveinsson sé það. Annars er eitt atriði alvar- legt í þessu máli. Menn töluðu hér um árið um „siðleysi kunningsskaparins". Menn áttu við „þá miskunn, sem heitir skálkaskjó.l“. En hér er líka á Um hitt atriðið er það að segja, að það er hreint og ó- mengað „sjálfstæðis“-mál. Tilgangur Kreppulánasjóðs- laganna með að auglýsa eftir kröfum á hendur lánbeiðenda um kreppulán, er sá, að ganga til hreins um uppgerð á skuld- um þeirra. Þær kröfur sem ekki koma fram á hæfilegum tíma eftir auglýsinguna falla úr gildi, en um hinar allar á að semja. Þessi lög eiga að ganga eins yfir alla, en það á ekki að draga menn í tvær sveitir. En þetta finnst „sjálfstæð- is“-hetjunum óþolandi. Þeim finnst það fyrst og fremst ó- þolandi, að auglýst sé eftir skuldum hjá þeim, sem vilja telja sig eiga fyrir skuldum, og svo finnst þeim það raunar ekki viðeigandi, að þessa aug- lýsingu beri ekki að skoða sem einskonar brennimark. Jón á Akri hélt því fram í ræðu í gær, að það væri ósvinna að trúa ekki framtali þeirra, sem teldu sig eiga fyrir skuldum. En um leið og hann vill, að hinir, sem ekki teljast eiga fyrir skuldum, verði auglýstir, felst í því ásökun á hendur fá- tækari bændanna, að þeirra framtali sé ekki jafnvel trú- andi. Sjálfstæðismenn vilja nefnilega aldrei öðru trúa, en skuldasöfnun og fátækt sé sök einstaklinganna, sem skuldugir eru og fátækir, stafi af ráð- deildarleysi þeirra og ó- mennsku. Og slíkir menn finnst þeim eiga hirtinguna skilið, „siðferðilega eða and- lega auðmýkingu“, sem hinir, þessir „sjálfstæðu“ eigi ekki að fá. Fyrir þeim er kreppu- löggjöfin ekki þjóðfélagsleg leiðrétting á fjármálaöfgum undanfarinna ára, heldur ölí musa, sem er rétt að mönnum' á þann hátt, að þeir verða þá að finna til þess að þeir þiggja hana, einkum, ef þeir eru fátækir. Annars mega Framsóknar- menn vera þakklátir fyrir, að þetta htla frumvarp hefir kom- Q5ófmcnntir - íþróttir - listir Kristjáa Magnússon og Morgunblaðið. Ég hefi verið að bíða eftir því, að ég sæi í einhverju af blöðunum svargrein við skrif- um Morgunblaðsins 3. þ. m. um málverkasýningu Kristjáns Magnússonar. En þar sem ég hefi ekki orðið hennar var, en hinsvegar orðið var við óhug bæði listamanna og listelskra manna til þessara skrifa, þá get ég ekki stillt mig um að andmæla jafn óvingjarnlegum, óviturlegum og hættulegum skrifum. Höfundurinn Orri, sem flest- ir munu vita að er Jón Þor- leifsson, einn af okkur málur- unum, kemst svo að orði: „Kristján Magnússon byrjaði að mála hér heima, landslag, og þræddi þá alþekkt mótiv annara og útþynnti þau. Það var þá auðséð, á því hvernig hann fór með viðfangsefnin, að i þarna var í uppsiglingu hrein- 1 dýrkaður „publikum“ málari“. Er þetta „publikum“ meint sem niðrunarorð. í lok greinar- innar segir hann ennfremur: „Sönn list leitar ekki eftir hé- gómalegum eltingaleik við það, sem lágsigldir kaupendur (let- urbr. mín) kunna að krefjast“. ! — Það er alveg vonlaust, að J ætla sér að ala upp og bæta smekk manna með því að gefa þeim svona kinnhesta. Fólk firrtist við það og hættir að j koma á málverkasýningar og kaupa málverk. Hinn sorglegi árangur af slíkum skrifum sem þessum, er Morgunblaðið hefir æði oft beitt sér fyrir, er líka sá, að áhugi manna fyrir listum hefir þorrið stórkost- lega. Er það fullkomið örvænt- ingarefni fyrir þá listamenn, sem elska þjóðina og óska þess heitast af öllu að fá að mennta hana og auka hróður hennar á | þessu sviði. Minni kurteisi má fólk ekki sýna málurunum en að koma á sýningar þeirra, en þá verða þeir líka að sýna fólk- inu kurteisi í staðinn. Orri segir, að K. M. hafi þrætt alþekkt mótiv annara og útþynnt þau, er hann byrjaði að mála hér heima. Þetta er fyrst og fremst alls ekki rétt, því K. M. valdi sér þá vetrar- motiv aðallega, en þau máttu þá heita ónumið viðfangsefni hér. Situr það sízt á Jóni Þorleifssyni að tala í svona tón, þar sem allir vita, að hann gerði ekki annað um langt skeið, en að þræða motiv Ás- gríms Jónssonar og útþynna þau, svo ekki sé fastar að orði kveðið. 1 sambandi við eftirlíkingar eftir náttúrunni, sem Orri minnist á í grein sinni vil ég benda á, að það bendir engan- veginn á frjálsbornari anda, eða listrænni getu, að stæla eftir öðrum, heldur en að líkja eftir náttúrunni, sem er allra móðir og allra uppruni. Þegar ég las greinina, datt mér í hug málari, sem sér sína eigin hæfi- leika, þroskamöguleika og „markaðshorfur" hlaupnar í baklás og sér ofsjónum á eftir hinum jafningjum sínum, sem eru enn ungir í anda og skilja hvar þeir eru fæddir og til hvérs. Nú er kominn tími. til, að hér komi til sögunnar listdóm- ari, sem er víðsýnn gáfumaður, með hæfileika og vilja til þess að skilja listamennina — ekki einn þeirra, heldur alla, og leiðbeina fólki kurteislega. En það er gjörsamlega óhafandi, að dæmt sé af úlfúð um jafn göfugt málefni og málaralistin er. Freymóður Jóhannsson málari. Leikritum Shake- speares breytt í barnasögur, sem veriö er að snúa á íslenzku. William Shakespeare er eins og kunnugt er frægasta skáld Englendinga. En nú eru meira en þrjár aldir síðan hann dó, og leikrit hans eru a. m. k. eins fjarlæg nútímakynslóð- inni á Englandi að móti og öll- um búningi og Islendingasög- urnar eru nútíma íslendingi. En Englendingar vilja allt til vinna að láta ekki slitna sam- band þjóðarinnar við þenna forna skáldjöfur hennar. Og til að nútímakynslóðin geti þegar | á barnsaldrinuni eignast það sálufélag við hann, sem hún hefir þroska til, hefir efni leik- rita hans verið túlkað fyrir böm í söguformi. Að vísu verð- ur ekki mikið eftir af skrúði leikritabúningsins. Sjálft handbragð skáldsins er að mestu horfið, en eftir er þó dá- lítið af súrdeiginu, er sýrði brauðið, og gaf því hinn sér- staka ljúffenga keim. Nú er verið að þýða þessar barnasögur á íslenzku og gefa þær út. Þýðinguna annast ung- frú Lára Pétursdóttir. Af fyrsta bindinu, sem út er kom- ið, verður ekki annað séð, en að það hafi vel tekizt, og hér sé um að ræða góða lesbóh handa íslenzkum börnum. ið fram. Það sýnir svo áþreif- anlega, hversu lítinn skilning Sjálfstæðisflokkurinn — jafn- vel greindari menn flokksins — hafa á félagsmálum okkar tíma, og hvers má af flokkn- um vænta, ef hann kemst í þá aðstöðu að fylgja hiklaust fram sinni stefnu, „Sjálfstæð- is“-stefnunni. A. Jörð. Tímarit. Útgefandi sr. Bjöm O. Bjömsson. Af þessu tímariti eru nú komnir þrír árgangar. Rit- stjórinn er óvenjulega áhuga- samur maður og tillögugóður Því er hér hiklaust með tíma- riti þessu mælt, þó að meðferð efnisins sé ekki eins skemmti- ! leg og efnið er gott.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.